Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla

Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.

img_2965_raw_1807130225_10016404656_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lög­manna og ákærenda bera mikið traust til­ ­dóm­stóla hér á landi. Þá bera þeir ­sér­stak­lega ­traust til Hæsta­réttar eða alls 84 pró­sent svar­enda í nýlegri könnun Gallups ­fyrir dóm­stóla­sýsl­una. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til dóm­stóla ef marka má könn­un Gallups frá því fyrr á þessu ári en þar kom fram að aðeins 47 pró­sent lands­manna báru mikið traust til dóm­stóla.

Þrír af hverjum fjórum bera mikið traust til Lands­réttar

Síð­ast­liðið sumar lét dóm­stóla­sýslan gera könnun meðal lög­manna og ákærenda til að kanna ánægju með ýmsa þjón­ustu­þætti og traust á dóm­stól­un­um. Könn­unin var gerð af Gallup dag­ana 25. júní til 10. júlí 2019.

„Með því að spyrja þá sem hafa að jafn­aði flesta snertifleti við starf­semi dóm­stól­anna, lög­menn og ákærend­ur, má fá mik­il­vægar upp­lýs­ingar um það sem betur má fara í dóms­kerf­in­u,“ segir í til­kynn­ingu dóm­sýsl­unn­ar. 

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom fram að 79 pró­sent lög­manna og ákærenda bera mikið eða full­komið traust til hér­aðs­dóm­stól­anna, 74 pró­sent til Lands­réttar og 84 pró­sent til Hæsta­rétt­ar. 

Sam­mála um að dóm­arar séu sjálf­stæðir í dóm­störfum

Þá voru 84 til 89 pró­sent lög­manna og ákærenda jafn­framt sam­mála um að dóm­arar og starfs­menn dóm­stól­anna ynnu störf sín ynnu störf sín af heil­ind­um, virð­ingu og heið­ar­leika og gættu fyllsta trún­aðar eða alls . Á­líka hlut­fall taldi að máls­með­ferð væri rétt­lát og opin­ber og að dóm­arar væru sjálf­stæðir í dóm­störf­um.

Dóma­stóla­sýslan segir það ánægju­efni að lög­menn og ákærendur beri almennt mikið traust til dóm­stól­anna og starfs­fólks dóm­stól­anna enda séu þetta þeir sem best þekkja til starfa þeirra. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til Alþingis ef marka má könnun Gallups sem birt var í febr­úar á þessu ári. Þar kom fram að 47 pró­sent báru mikið traust til dóm­stól­anna.

Traust almennings til stofnana í febrúar 2019. Mynd:Gallup

Telja máls­með­ferð­ar­tíma of langan

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom jafn­framt fram að meiri­hluti lög­manna og ákærenda, 71 pró­sent, telji máls­með­ferð­ar­tíma hjá hér­aðs­dóm­stól­u­m í­við of langan eða allt of lang­an. Alls telja 29 pró­sent hann hæfi­lega langan, 41 pró­sent ívið of langan og 30 pró­sent allt of lang­an.  

Þá telja 45 pró­sent þeirra máls­með­ferð­ar­tíma hjá Lands­rétti hæfi­legan en 51 pró­sent of langan og 69 pró­sent töldu máls­með­ferð­ar­tíma hæfi­legan í Hæsta­rétti en 28 pró­sent of lang­an. 

Vinna að raf­rænni gagna­gátt 

Enn fremur eru ein­ungis helm­ingur þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni ánægðir með tækni­legan aðbúnað hjá hér­aðs­dóm­stól­un­um. Í Lands­rétti voru aftur á móti mun fleiri ánægðir með tækni­legan aðbúnað eða 78 pró­sent.

Í frétta­til­kynn­ingu dóm­stóla­sýsl­unnar er greint frá því að hún vinni nú að því að tækni­væða dóm­stól­ana og má geta þess að fyrr á þessu ári var tekið upp nýtt mála­skrár­kerf­i. Þá munu tölvu­skjáir í dóm­sölum hér­aðs­dóm­stól­anna jafn­framt verða komnir upp fyrir ára­mót ásamt því að verið er að skoða inn­leið­ingu á fjar­fund­ar­bún­aði sam­hliða. Þá er dóm­stóla­sýslan jafn­framt verið að vinna að raf­rænni gátt til fram­lagn­ingar gagna sem lög­menn munu þá hafa aðgang að innan dóm­stóla­sýsl­unn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Harvey Weinstein er 67 ára. Hann á 5-29 ára fangelsisdóm yfir höfði sér.
Sigur fyrir „ófullkomin fórnarlömb“ kynferðisofbeldis
Konurnar sem Harvey Weinstein var sakfelldur fyrir að brjóta gegn kynferðislega áttu í samskiptum við hann eftir að ofbeldið átti sér stað. Það er dæmigerð hegðun fórnarlamba en ekki undantekning. „Fullkomið fordæmismál“ segir lagaprófessor.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Brim hagnaðist um 4,7 milljarða í fyrra
Forstjóri Brims segir rekstrarafkomuna hafa verið viðunandi í fyrra.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Verðmiðinn á Gamma lækkar enn
Frá því að tilkynnt var um kaup Kviku á Gamma hefur verðmiðinn lækkað og lækkað. Nú er útlit fyrir að endanlegt kaupverð verði mun lægra en upphaflega var tilkynnt um.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Fimm einstaklingar í sóttkví á Ísafirði og einn í einangrun
Fimm einstaklingar eru í sóttkví og einn í einangrun vegna mögulegrar Covid-19 sýkingar. Allir einstaklingarnir eru staðsettir á Ísafirði.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Vaxandi líkur eru því taldar á að veiran eigi eftir að greinast hér á landi en allra ráða er beitt til að hefta komu hennar.
Vaxandi líkur á að veiran greinist á Íslandi
Daglega bætast við lönd sem tilkynna um tilfelli kórónuveirunnar, COVID-19, þar á meðal nokkur grannríki Íslands. Öllum tiltækum ráðum er beitt til að hefta komu hennar hingað til lands.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Freyja Haraldsdóttir
„Fatlað fólk á ekki bara að vera á hliðarlínunni“
Freyja Haraldsdóttir segir að aðkoma fatlaðs fólks þurfi að vera alls staðar og alltaf þegar kemur að umhverfismálum. Stjórnvöld, samtök um umhverfismál og allir viðbragðsaðilar, þurfi þess vegna að ráða fatlað fólk til starfa.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent