Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla

Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.

img_2965_raw_1807130225_10016404656_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lög­manna og ákærenda bera mikið traust til­ ­dóm­stóla hér á landi. Þá bera þeir ­sér­stak­lega ­traust til Hæsta­réttar eða alls 84 pró­sent svar­enda í nýlegri könnun Gallups ­fyrir dóm­stóla­sýsl­una. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til dóm­stóla ef marka má könn­un Gallups frá því fyrr á þessu ári en þar kom fram að aðeins 47 pró­sent lands­manna báru mikið traust til dóm­stóla.

Þrír af hverjum fjórum bera mikið traust til Lands­réttar

Síð­ast­liðið sumar lét dóm­stóla­sýslan gera könnun meðal lög­manna og ákærenda til að kanna ánægju með ýmsa þjón­ustu­þætti og traust á dóm­stól­un­um. Könn­unin var gerð af Gallup dag­ana 25. júní til 10. júlí 2019.

„Með því að spyrja þá sem hafa að jafn­aði flesta snertifleti við starf­semi dóm­stól­anna, lög­menn og ákærend­ur, má fá mik­il­vægar upp­lýs­ingar um það sem betur má fara í dóms­kerf­in­u,“ segir í til­kynn­ingu dóm­sýsl­unn­ar. 

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom fram að 79 pró­sent lög­manna og ákærenda bera mikið eða full­komið traust til hér­aðs­dóm­stól­anna, 74 pró­sent til Lands­réttar og 84 pró­sent til Hæsta­rétt­ar. 

Sam­mála um að dóm­arar séu sjálf­stæðir í dóm­störfum

Þá voru 84 til 89 pró­sent lög­manna og ákærenda jafn­framt sam­mála um að dóm­arar og starfs­menn dóm­stól­anna ynnu störf sín ynnu störf sín af heil­ind­um, virð­ingu og heið­ar­leika og gættu fyllsta trún­aðar eða alls . Á­líka hlut­fall taldi að máls­með­ferð væri rétt­lát og opin­ber og að dóm­arar væru sjálf­stæðir í dóm­störf­um.

Dóma­stóla­sýslan segir það ánægju­efni að lög­menn og ákærendur beri almennt mikið traust til dóm­stól­anna og starfs­fólks dóm­stól­anna enda séu þetta þeir sem best þekkja til starfa þeirra. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til Alþingis ef marka má könnun Gallups sem birt var í febr­úar á þessu ári. Þar kom fram að 47 pró­sent báru mikið traust til dóm­stól­anna.

Traust almennings til stofnana í febrúar 2019. Mynd:Gallup

Telja máls­með­ferð­ar­tíma of langan

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom jafn­framt fram að meiri­hluti lög­manna og ákærenda, 71 pró­sent, telji máls­með­ferð­ar­tíma hjá hér­aðs­dóm­stól­u­m í­við of langan eða allt of lang­an. Alls telja 29 pró­sent hann hæfi­lega langan, 41 pró­sent ívið of langan og 30 pró­sent allt of lang­an.  

Þá telja 45 pró­sent þeirra máls­með­ferð­ar­tíma hjá Lands­rétti hæfi­legan en 51 pró­sent of langan og 69 pró­sent töldu máls­með­ferð­ar­tíma hæfi­legan í Hæsta­rétti en 28 pró­sent of lang­an. 

Vinna að raf­rænni gagna­gátt 

Enn fremur eru ein­ungis helm­ingur þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni ánægðir með tækni­legan aðbúnað hjá hér­aðs­dóm­stól­un­um. Í Lands­rétti voru aftur á móti mun fleiri ánægðir með tækni­legan aðbúnað eða 78 pró­sent.

Í frétta­til­kynn­ingu dóm­stóla­sýsl­unnar er greint frá því að hún vinni nú að því að tækni­væða dóm­stól­ana og má geta þess að fyrr á þessu ári var tekið upp nýtt mála­skrár­kerf­i. Þá munu tölvu­skjáir í dóm­sölum hér­aðs­dóm­stól­anna jafn­framt verða komnir upp fyrir ára­mót ásamt því að verið er að skoða inn­leið­ingu á fjar­fund­ar­bún­aði sam­hliða. Þá er dóm­stóla­sýslan jafn­framt verið að vinna að raf­rænni gátt til fram­lagn­ingar gagna sem lög­menn munu þá hafa aðgang að innan dóm­stóla­sýsl­unn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent