Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla

Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.

img_2965_raw_1807130225_10016404656_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lög­manna og ákærenda bera mikið traust til­ ­dóm­stóla hér á landi. Þá bera þeir ­sér­stak­lega ­traust til Hæsta­réttar eða alls 84 pró­sent svar­enda í nýlegri könnun Gallups ­fyrir dóm­stóla­sýsl­una. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til dóm­stóla ef marka má könn­un Gallups frá því fyrr á þessu ári en þar kom fram að aðeins 47 pró­sent lands­manna báru mikið traust til dóm­stóla.

Þrír af hverjum fjórum bera mikið traust til Lands­réttar

Síð­ast­liðið sumar lét dóm­stóla­sýslan gera könnun meðal lög­manna og ákærenda til að kanna ánægju með ýmsa þjón­ustu­þætti og traust á dóm­stól­un­um. Könn­unin var gerð af Gallup dag­ana 25. júní til 10. júlí 2019.

„Með því að spyrja þá sem hafa að jafn­aði flesta snertifleti við starf­semi dóm­stól­anna, lög­menn og ákærend­ur, má fá mik­il­vægar upp­lýs­ingar um það sem betur má fara í dóms­kerf­in­u,“ segir í til­kynn­ingu dóm­sýsl­unn­ar. 

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom fram að 79 pró­sent lög­manna og ákærenda bera mikið eða full­komið traust til hér­aðs­dóm­stól­anna, 74 pró­sent til Lands­réttar og 84 pró­sent til Hæsta­rétt­ar. 

Sam­mála um að dóm­arar séu sjálf­stæðir í dóm­störfum

Þá voru 84 til 89 pró­sent lög­manna og ákærenda jafn­framt sam­mála um að dóm­arar og starfs­menn dóm­stól­anna ynnu störf sín ynnu störf sín af heil­ind­um, virð­ingu og heið­ar­leika og gættu fyllsta trún­aðar eða alls . Á­líka hlut­fall taldi að máls­með­ferð væri rétt­lát og opin­ber og að dóm­arar væru sjálf­stæðir í dóm­störf­um.

Dóma­stóla­sýslan segir það ánægju­efni að lög­menn og ákærendur beri almennt mikið traust til dóm­stól­anna og starfs­fólks dóm­stól­anna enda séu þetta þeir sem best þekkja til starfa þeirra. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til Alþingis ef marka má könnun Gallups sem birt var í febr­úar á þessu ári. Þar kom fram að 47 pró­sent báru mikið traust til dóm­stól­anna.

Traust almennings til stofnana í febrúar 2019. Mynd:Gallup

Telja máls­með­ferð­ar­tíma of langan

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom jafn­framt fram að meiri­hluti lög­manna og ákærenda, 71 pró­sent, telji máls­með­ferð­ar­tíma hjá hér­aðs­dóm­stól­u­m í­við of langan eða allt of lang­an. Alls telja 29 pró­sent hann hæfi­lega langan, 41 pró­sent ívið of langan og 30 pró­sent allt of lang­an.  

Þá telja 45 pró­sent þeirra máls­með­ferð­ar­tíma hjá Lands­rétti hæfi­legan en 51 pró­sent of langan og 69 pró­sent töldu máls­með­ferð­ar­tíma hæfi­legan í Hæsta­rétti en 28 pró­sent of lang­an. 

Vinna að raf­rænni gagna­gátt 

Enn fremur eru ein­ungis helm­ingur þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni ánægðir með tækni­legan aðbúnað hjá hér­aðs­dóm­stól­un­um. Í Lands­rétti voru aftur á móti mun fleiri ánægðir með tækni­legan aðbúnað eða 78 pró­sent.

Í frétta­til­kynn­ingu dóm­stóla­sýsl­unnar er greint frá því að hún vinni nú að því að tækni­væða dóm­stól­ana og má geta þess að fyrr á þessu ári var tekið upp nýtt mála­skrár­kerf­i. Þá munu tölvu­skjáir í dóm­sölum hér­aðs­dóm­stól­anna jafn­framt verða komnir upp fyrir ára­mót ásamt því að verið er að skoða inn­leið­ingu á fjar­fund­ar­bún­aði sam­hliða. Þá er dóm­stóla­sýslan jafn­framt verið að vinna að raf­rænni gátt til fram­lagn­ingar gagna sem lög­menn munu þá hafa aðgang að innan dóm­stóla­sýsl­unn­ar. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Búið er að sótthreinsa snertifleti í verslun Hagkaups í Garðabæ, samkvæmt tilkynningu fyrirtækisins.
Starfsmaður Hagkaups í Garðabæ greindist með smit í gærkvöldi
Hagkaup segja frá því að starfsmaður sinn hafi greinst með COVID-19 í gærkvöldi. Almannavarnir svara því ekki hvort sá einstaklingur var sá eini sem greindist jákvæður fyrir veirunni í gær eða ekki.
Kjarninn 9. mars 2021
Air Iceland Connect heyrir brátt sögunni til
Unnendur íslenskrar tungu hváðu þegar heiti Flugfélags Íslands var breytt í Air Iceland Connect vorið 2017. Síðar í mánuðinum verður innanlandsflug félagsins samþætt við vörumerki Icelandair og vörumerkið Air Iceland Connect lagt niður.
Kjarninn 9. mars 2021
Haukur Arnþórsson
Hvaða erindi á Sósíalistaflokkurinn?
Kjarninn 9. mars 2021
Fjölgun íbúða hefur ekki haldist í við fjölgun fullorðinna hér á landi síðustu árin.
Færri íbúðir á hvern fullorðinn einstakling
Íbúðum á hvern fullorðinn einstakling hefur fækkað stöðugt á síðustu 14 árum. Nú eru þær 8 prósent færri en þær voru árið 2007.
Kjarninn 9. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent