Lögmenn bera mun meira traust til dómstóla

Lögmenn og ákærendur bera mun meira traust til dómstóla heldur en almenningur. Yfir 80 prósent lögmanna og ákærenda voru sammála því að dómarar og starfsmenn dómstóla ynnu störf sín af heilindum, virðingu og heiðarleika.

img_2965_raw_1807130225_10016404656_o.jpg
Auglýsing

Mik­ill meiri­hluti lög­manna og ákærenda bera mikið traust til­ ­dóm­stóla hér á landi. Þá bera þeir ­sér­stak­lega ­traust til Hæsta­réttar eða alls 84 pró­sent svar­enda í nýlegri könnun Gallups ­fyrir dóm­stóla­sýsl­una. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til dóm­stóla ef marka má könn­un Gallups frá því fyrr á þessu ári en þar kom fram að aðeins 47 pró­sent lands­manna báru mikið traust til dóm­stóla.

Þrír af hverjum fjórum bera mikið traust til Lands­réttar

Síð­ast­liðið sumar lét dóm­stóla­sýslan gera könnun meðal lög­manna og ákærenda til að kanna ánægju með ýmsa þjón­ustu­þætti og traust á dóm­stól­un­um. Könn­unin var gerð af Gallup dag­ana 25. júní til 10. júlí 2019.

„Með því að spyrja þá sem hafa að jafn­aði flesta snertifleti við starf­semi dóm­stól­anna, lög­menn og ákærend­ur, má fá mik­il­vægar upp­lýs­ingar um það sem betur má fara í dóms­kerf­in­u,“ segir í til­kynn­ingu dóm­sýsl­unn­ar. 

Auglýsing

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom fram að 79 pró­sent lög­manna og ákærenda bera mikið eða full­komið traust til hér­aðs­dóm­stól­anna, 74 pró­sent til Lands­réttar og 84 pró­sent til Hæsta­rétt­ar. 

Sam­mála um að dóm­arar séu sjálf­stæðir í dóm­störfum

Þá voru 84 til 89 pró­sent lög­manna og ákærenda jafn­framt sam­mála um að dóm­arar og starfs­menn dóm­stól­anna ynnu störf sín ynnu störf sín af heil­ind­um, virð­ingu og heið­ar­leika og gættu fyllsta trún­aðar eða alls . Á­líka hlut­fall taldi að máls­með­ferð væri rétt­lát og opin­ber og að dóm­arar væru sjálf­stæðir í dóm­störf­um.

Dóma­stóla­sýslan segir það ánægju­efni að lög­menn og ákærendur beri almennt mikið traust til dóm­stól­anna og starfs­fólks dóm­stól­anna enda séu þetta þeir sem best þekkja til starfa þeirra. Ekki ber almenn­ingur þó jafn­mikið traust til Alþingis ef marka má könnun Gallups sem birt var í febr­úar á þessu ári. Þar kom fram að 47 pró­sent báru mikið traust til dóm­stól­anna.

Traust almennings til stofnana í febrúar 2019. Mynd:Gallup

Telja máls­með­ferð­ar­tíma of langan

Í nið­ur­stöðum könn­un­ar­innar kom jafn­framt fram að meiri­hluti lög­manna og ákærenda, 71 pró­sent, telji máls­með­ferð­ar­tíma hjá hér­aðs­dóm­stól­u­m í­við of langan eða allt of lang­an. Alls telja 29 pró­sent hann hæfi­lega langan, 41 pró­sent ívið of langan og 30 pró­sent allt of lang­an.  

Þá telja 45 pró­sent þeirra máls­með­ferð­ar­tíma hjá Lands­rétti hæfi­legan en 51 pró­sent of langan og 69 pró­sent töldu máls­með­ferð­ar­tíma hæfi­legan í Hæsta­rétti en 28 pró­sent of lang­an. 

Vinna að raf­rænni gagna­gátt 

Enn fremur eru ein­ungis helm­ingur þeirra sem tóku þátt í könn­un­inni ánægðir með tækni­legan aðbúnað hjá hér­aðs­dóm­stól­un­um. Í Lands­rétti voru aftur á móti mun fleiri ánægðir með tækni­legan aðbúnað eða 78 pró­sent.

Í frétta­til­kynn­ingu dóm­stóla­sýsl­unnar er greint frá því að hún vinni nú að því að tækni­væða dóm­stól­ana og má geta þess að fyrr á þessu ári var tekið upp nýtt mála­skrár­kerf­i. Þá munu tölvu­skjáir í dóm­sölum hér­aðs­dóm­stól­anna jafn­framt verða komnir upp fyrir ára­mót ásamt því að verið er að skoða inn­leið­ingu á fjar­fund­ar­bún­aði sam­hliða. Þá er dóm­stóla­sýslan jafn­framt verið að vinna að raf­rænni gátt til fram­lagn­ingar gagna sem lög­menn munu þá hafa aðgang að innan dóm­stóla­sýsl­unn­ar. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Julian Assange
Rannsókn gegn Assange felld niður
Samkvæmt WikiLeaks hefur rannsókn á hendur Julian Assange verið felld niður. Ritstjóri miðilsins, Kristinn Hrafnsson, segir að um réttarfarsskandal sé að ræða.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent