Víkingur Heiðar Ólafsson píanóleikari hlaut í kvöld viðurkenningu tónlistartímaritsins Gramophone sem tónlistarmaður ársins.
Verðlaunin eru meðal virtustu viðurkenninga í heimi klassískrar tónlistar, en tilkynnt var um verðlaunin í kvöld, og greint frá þeim á vef RÚV.
Verðlaunahátíðið fór fram í kvöld og er einn stærsti árlegi viðburður í heimi klassískrar tónlistar.
Enjoying the #GramoAwards? 🥂🎶
— Classic FM (@ClassicFM) October 16, 2019
You'll find behind-the-scenes exclusives and a final list of winners here! 👇https://t.co/WtDQHL3so7
Víkingur Heiðar er 35 ára gamall en hann hlýtur verðlaunin einkum fyrir plötu hans þar sem hann flytur hljómborðsverk Johanns Sebastians Bach. Platan kom út á vegum Deutsche Grammophon og er önnur plata Víkings undir þeirri útgáfu.
Víkingur Heiðar lærði í hinum virta Juillard háskóla í New York en hefur starfað sem tónlistarmaður frá unglingsaldri.