Leggja fram ólíkar breytingar á erfðafjárskatti

Fjármálaráðherra og þingmenn Viðreisnar hafa lagt fram tvö ólík frumvörp um breytingar á lögum um erfðafjárskatt. Mikill munur er á frumvörpunum en annað tekur meðal annars mið af skattstofni dánarbúsins en hitt af arfgreiðslum hvers erfingja fyrir sig.

Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar.
Auglýsing

Tvö laga­frum­vörp um breyt­ingar erfða­fjár­skatti hafa verið lögð fram á síð­ustu vik­um. Bjarni Bene­dikts­son, fjár­mála­ráð­herra, lagði fram annað þeirra til umsagnar í sam­ráðs­gátt fyrr í októ­ber og þing­menn Við­reisnar hafa einnig lagt fram frum­varp um breyt­ingar á erfða­fjár­skatti á Alþing­i. 

Frum­varp Bjarna leggur til þrepa­skipt­ingu þar sem neðra skatt­þrepið er 5 pró­sent og efri 10 pró­sent en skatt­þrepin taka mið af skatt­stofni dán­ar­bús­ins en ekki arf­greiðslu hvers erf­ingja um sig. Frum­varp Við­reisnar miðar hins vegar við þrjú þrep 10, 15 og 20 pró­sent og ræðst hlut­fallið af fjár­hæð þess arfs sem fellur til hvers erf­ingja um sig við upp­gjör til­tek­ins dán­ar­bús, ólíkt því sem lagt er til í frum­varpi Bjarna.

Fimm pró­sent af allt að 75 millj­ónum

Frum­varp fjár­mála­ráð­herra felur í sér að erfða­fjár­skatt­ur­inn verði þrepa­skiptur með þeim hætti að ann­ars vegar reikn­ast 5 pró­sent erfða­fjár­skattur af skatt­stofni að fjár­hæð allt að 75 millj­ónum króna og hins vegar 10 pró­sent af því sem er umfram 75 millj­ón­ir. Lagt er til að skatt­þrepin taki mið af skatt­stofni dán­ar­bús­ins en ekki arf­greiðslu hvers erf­ingja um sig. 

Auglýsing

Árið 2010 var erfða­skatt­ur­inn hækk­aður úr fimm pró­sentum í tíu pró­sent. Í grein­ar­gerð frum­varps­ins ­segir að sú hækkun hafi verið hluti af umfangs­miklum aðgerðum til að afla ríkis­sjóði við­bót­ar­tekna í ljósi sér­stakra og erf­iðra aðstæðna í ríkis­fjár­málum og að hann hafi hald­ist óbreyttur þrátt fyrir að hagur rík­is­jsóðs hafi vænkast. Því er lagt til í frum­varp­inu að neðra skatt­þrepið verði lækkað í 5 pró­sent. 

Í frum­varp­inu kemur jafn­framt fram að þrátt fyrir að greiða skuli 5 pró­sent erfða­fjár­skatt af skatt­stofni allt að 75 millj­ónum sam­kvæmt frum­varp­inu þá er ekki gert ráð fyrir að greiddur sé erfða­fjár­skattur af fyrstu 1,5 millj­ón­un­um. Í frum­varp­inu er einnig tekið fram að erfða­fjár­skattur af fyr­ir­fram­greiddum arfi sé sami og í hærra skatt­þrep­inu, það er 10 pró­sent.

Í grein­ar­gerð frum­varps­ins kemur fram að þær laga­breyt­ingar sem lagðar séu til í frum­varp­inu munu lækka skatt­tekjur ríkis­sjóðs, frá því sem ann­ars hefði orð­ið, um 2 millj­arða á næsta ári. Í fjár­laga­frum­varpi fyrir kom­andi ár er gert ráð fyrir að tekjur af erfða­fjár­skatti verð­i 5,2 millj­arðar en ef frum­varpið nær fram að ganga verða þær um 3,2 millj­arð­ar. 

Lækkun erfða­fjár­skatts eykur mis­skipt­ingu

Ind­riði H. Þor­láks­son, fyrr­ver­andi rík­is­skatt­stjóri, var einn þeirra sem skil­aði inn umsögn um frum­varp fjár­mála­ráð­herra í sam­ráðs­gátt. Hann segir að þrepa­skipt­ingin sem lögð er til í frum­varp­inu sé til þess fal­inn að auka mis­skipt­ingu eigna og sam­þjöppun þeirra. 

Hann bendir á að í ný­legum upp­lýs­ingum Hag­stofu Íslands komi fram að um 60 pró­sent eigna er í höndum þeirra 10 pró­sent fram­telj­enda sem mest eiga. 

„Tví­skipt­ing skatt­stiga erfða­fjár­skatts er í sjálfu sér ekki slæm hug­mynd en ókost­irnir eru þeir að sú leið að setja nýtt lægra þrep í stað nýs hærra þreps mun auka á það ójafn­ræði sem þegar er fyrir í því að hafa þessar tekjur lítið skatt­lagðar í sam­an­burði við aðrar tekj­ur. Þessi lága skatt­lagn­ing á háar arfs­tekjur er einnig til þess fall­inn að auka mis­skipt­ingu eigna og sam­þjöppun þeirra,“ skrifar Ind­riði.

Indriði H. Þorláksson, fyrrverandi ríkisskattstjóri. Mynd.Aðsend.Hann segir að úr hvoru tveggja mætti draga með því að bæta við hærra skatt­þrepi í stað lægra skatt­þreps. Eða jafn­vel að hækka núver­andi þrep og bæta öðru við til dæmis 15 pró­sent og 25 pró­sent að fyr­ir­mynd Dana. Úr áhrif­unum á lágan arð mætti draga með því að hækka frí­mark arfs sem nú er 1,5 millj­ónir króna.

Hann segir jafn­framt að frí­mark­ið og fyr­ir­huguð þrepa­skipt­ingin sé gölluð að því leyti að hún mið­ast við dán­ar­búið en ekki arf­tak­ana sem eru hinir raun­veru­legu greið­endur skatts­ins. 

„Þannig er ein­birnum og fámennum erf­ingja­hópum ívilnað miðað þau til­vik þegar erf­ingjar eru fleiri. Þetta mætti laga með því að miða frí­tekju­markið og vænt­an­legt þrep við hvern lög­erf­ingja í stað dán­ar­bús­ins,“ skrifar Ind­riði.

Hann segir jafn­framt að ekki komi fram í grein­ar­gerð­inni hvernig fyr­ir­huguð lækkun skatts­ins um tvo millj­arða króna á ári komi niður á fram­telj­endur eftir tekjum eða eign­um.

Leggja til að hæsta þrepið verði 20 pró­sent

Þing­menn Við­reisnar lögðu fram frum­varp um breyt­ingar á lögum um erfða­fjár­skatt á Alþingi í lok sept­em­ber. Með frum­varp­inu leggja þing­menn­irnir til að horfið verði frá því að líta á dán­arbú manns sem and­lag erfða­fjár­skatts og þess í stað verði horft til arfs hvers erf­ingja um sig sem and­lag erfða­fjár­skatts­ins. Þar með verði skatt­tekjur rík­is­ins vegna hvers dán­ar­bús háðar fjölda erf­ingja ­bús­ins og arfs­hluta þeirra. 

Með frum­varp­inu er lagt til að hlut­fall erfða­fjár­skatts verði breyti­legt eftir upp­hæð þess ­arfs sem fellur erf­ingja í hlut við skipti til­tek­ins dán­ar­bús. Skatt­hlut­föllin verði í raun fjög­ur, 0 pró­sent, 10 pró­sent, 15 pró­sent og 20 pró­sent. 

Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar, er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins. Mynd:Bára Huld BeckÞing­menn­irn­ir ­leggja til að af fyrstu 15 millj­ón­unum skal greiða 10 ­pró­sent erfða­fjár­skatt, af næstu 15 millj­ónum skal greiða 15 pró­sent erfða­fjár­skatt og af þeim hluta arfs sem er umfram 30 millj­ónir skal greiða 20 pró­sent erfða­fjár­skatt. Þá er lagt til að hver erf­ingi greiði engan skatt af fyrstu 6.5 millj­ón­un­um. 

„Arfur verður ekki til fyrr en bú hefur verið gert upp. Að vissu leyti má segja að til­viljun ráði hvað komi til skipta og auki þannig eignir og tekju­mögu­leika erf­ingja. Það er eðli­legt að þeir erf­ingjar sem mest fá greiði hlut­falls­lega mest í skatt. Breyt­ingin stuðlar líka að því að draga úr auð­söfnun á fárra manna hend­ur. Með því að per­sónu­binda afslátt­inn fá fleiri í sinn hlut arf án skatt­heimtu. Þannig dreif­ist arfur bet­ur til ein­stak­linga í sam­fé­lag­inu um leið og erfða­fjár­skattur sem kemur í hlut rík­is­ins við skipt­i minni dán­ar­búa lækk­ar,“ segir í grein­ar­gerð­inn­i. 

Í frum­varp­inu kemur fram að erfitt sé að sjá fyrir með fullri vissu hver áhrifin á tekj­ur ­rík­is­ins verða ef frum­varp þing­mann­anna nær fram að ganga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent