Hátt í þúsund starfsumsóknir höfðu borist PLAY í hádeginu í dag. Enn eru að berast umsóknir en aðeins er liðinn sólarhringur síðan tilkynnt var um flugfélagið PLAY. Um 26 þúsund hafa skráð sig á póstlistann hjá PLAY.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu í dag.
Nýtt íslenskt lágfargjaldaflugfélag var opinberað í gær en það var mótað undir vinnuheitinu WAB Air en mun heita PLAY. Arnar Már Magnússon verður nýr forstjóri flugfélagsins.
Auglýsing
Lesa
Eins og fram kom í tilkynningu frá PLAY í gær þá stendur til að ráða fjölda starfsmanna á næstu vikum bæði á skrifstofu og áhafnarmeðlimi og reiknað er með að starfsmannafjöldinn verði á bilinu 200 til 300 manns næsta sumar.