Birgir Þórarinsson, þingmaður Miðflokksins, hefur kallar eftir svörum frá fjármála- og efnahagsráðherra um nýjar höfuðstöðvar Landsbankans við Austurhöfn í Reykjavík. Í fyrirspurn Birgis á Alþingi er meðal annars spurt um hver sé áætlaður byggingarkostnaður nýju höfuðstöðvanna og hvort að fjármálaráðherra, sem handhafi hlutabréfs ríkissjóðs í bankanum, telji bygginguna skynsamlega fjárfestingu.
Spyr hvað má gera ráð fyrir mikilli fækkun starfsmanna á næstu tíu árum
Nýjar 16.500 fermetra höfuðstöðvar Landsbankans, „Kletturinn“, rísa nú við Austurhöfn, á einni af dýrustu lóðum landsins. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna og stefnt er að því bankinn muni flytja inn í þær annað hvort 2021 og 2022. Landsbankinn er í 98,2 prósent eign skattgreiðenda.
Birgir hefur beðið um svör við ellefu spurningum um höfuðstöðvarnar. Þar á meðal hve stór hluti byggingarinnar verður leigður út undir annað en starfsemi Landsbankans og hvað væntanleg útleiga húsnæðisins mun greiða niður stóran hluta stofnkostnað þess.
Auk þess spyr hann hver þróun starfsmannafjölda bankans hafi verið á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2011 og hvað má gera ráð fyrir að starfsmönnum fækki mikið á næstu 10 árum vegna breytinga í bankastarfsemi.
Bankasýslan hafði enga aðkoma að ákvörðuninni um að reisa bygginguna
Birgir spyr jafnframt hvort að fyrirhuguð framkvæmd sé gerð með samþykki Bankasýslu ríkisins og hvort að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sem handhafi hlutabréfs ríkissjóðs í bankanum, telji bygginguna skynsamlega fjárfestingu.
Fjármála- og efnahagsráðuneytið heldur á eignarhlutum skattgreiðenda í Landsbanka og Íslandsbanka en felur Bankasýslu ríkisins að fara með þá. Í svari við fyrirspurn Kjarnans í september til forstjóra Bankasýslu ríkisins um hvort stofnunin hafi haft einhverja aðkomu að þeirri ákvörðun að reisa nýju höfuðstöðvar Landsbankans var svar forstjórans, Jóns Gunnars Jónssonar, einfalt: „nei“.
Enn fremur spyr Birgir hvort að núverandi höfuðstöðvar bankans í Austurstræti séu seldar eða hvort að ríkissjóður yfirtekur þær og hver sé áformin um meðhöndlun listskreytinga innan þess banka.