Ísland á bannlista á Kýpur vegna peningaþvættisógna

Íslenskir viðskiptavinir banka á Kýpur hafa ekki getað millifært fjármuni af reikningum þar inn á reikninga hérlendis. Vandamál á Íslandi að fjármálafyrirtæki kanni ekki bakgrunn viðskiptavini sína nægilega vel.

peningaþvætti evrur
Auglýsing

Ísland hefur verið sett á lista þró­un­ar­banka Kýpur (Cyprus Develop­ment Bank eða CDB) yfir lönd sem ekki er heim­ilt að opna á milli­færslur af neinum toga. Íslenskum við­skipta­vinum bank­ans var nýverið neitað um milli­færslu umtals­verðrar fjár­hæðar á banka­reikn­inga hér­lendis vegna breyt­ingar á reglum um þá við­skipta­vini sem bank­inn sam­þykkir sem sína, og tók gildi í nóv­em­ber. Frá þessu er greint í Morg­un­blað­inu í dag. 

Þar segir einnig að mik­illa gagna hafi verið kraf­ist frá CDB af þeim Íslend­ingum sem viljað hafa milli­færa fjár­muni frá bank­anum und­an­farnar vikur og vott­ana frá „mörg­um aðilum til þess upp­­­fylla þau skil­yrði sem bank­inn krefst núorð­ið“. Frá því að nóv­em­ber hófst hafi milli­færsl­urnar verið stöðv­aðar að öllu leyti.

Ísland sett á gráan lista og úttekt sýndi brotala­mir

Ísland var sett á gráan lista Fin­ancial Act­ion Task Force (FATF) 18. októ­ber síð­ast­lið­inn vegna ónógra varna gegn pen­inga­þvætti. Kýpur eru ekki aðili að sam­tök­unum en það þýðir þó ekki að vera Íslend­ingar geti ekki orðið fyrir áhrifum í banka­við­skiptum þar í land­i. 

Auglýsing
Eitt stærsta vanda­málið sem verið hefur við lýði í fjár­mála­við­skiptum hér­lend­is, sem snýr að ónógum vörnum gegn pen­inga­þvætti, er að fjár­mála­fyr­ir­tæki hafa ekki þekkt við­skipta­vini sína nægi­lega vel. Þ.e. þeir hafa ekki fram­kvæmt við­un­andi úttektir á bak­grunni við­skipta­vina sinna þegar þeir hefja við­skipti og á því hvort að upp­runi fjár­muna sé sá sem sagt er að hann sé. 

Það kom til að mynda vel í ljós þegar Fjár­­­mála­eft­ir­litið­hóf að gera úttektir á á vörnum bankað haustið 2018. Slík athugun á Arion banka hófst í októ­ber 2018 og leiddi til þess að eft­ir­litið gerði marg­hátt­aðar athuga­­semdir við brotala­mir hjá bank­­anum í jan­úar 2019. Í athugun eft­ir­lits­ins á Arion banka kom meðal ann­­ars fram að bank­inn hefði ekki metið með sjálf­­­stæðum hætti hvort upp­­­lýs­ingar um raun­veru­­­lega eig­endur við­­­skipta­vina væru réttar og full­nægj­andi og að þær upp­­­lýs­ingar hafi ekki verið upp­­­­­færðar með reglu­­­legum hætti, líkt og lög um aðgerðir gegn pen­inga­þvætti og fjár­­­­­mögnun hryðju­verka gerðu ráð fyr­­­ir. Fjár­mála­eft­ir­litið hefur ekki viljað upp­lýsa, né hefur það birt nið­ur­stöður úr, hvaða aðrar fjár­mála­stofn­anir sam­bæri­legar úttektir hafa verið gerðar hjá.

9. ágúst síð­ast­lið­inn greindi Kjarn­inn frá því að eft­ir­litið vild ekki svara því hvort yfir standi athugun á aðgerðum Lands­bank­ans, Íslands­banka og Kviku banka gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögnun hryðju­verka. Það sagð­ist þó hafa fram­kvæmt tæp­lega 20 athug­anir hjá til­kynn­ing­ar­skyldum aðilum sem lúta eft­ir­liti stofn­un­ar­innar frá árinu 2017 og þá stæðu yfir þrjár slíkar athug­an­ir. 

Össur fékk fyr­ir­spurn

Þótt að FATF hafi ekki kallað eftir því sér­stak­lega að sér­stakar og umfangs­meiri áreið­an­leikakann­anir yrðu fram­kvæmdar á íslenskum við­skipta­vinum alþjóð­lega á meðan að Ísland væri á gráa list­anum þá er vera Íslands á honum mik­ill orð­spors­hnekkir, og getur leitt til þess að fyr­ir­tæki taki slíkt upp sjálf. Það hefur CDB á Kýpur nú gert. 

Það er í takti við það sem Áslaug Jós­eps­dótt­ir, sér­­fræð­ingur á skrif­­stofu almanna- og rétt­ar­ör­yggis dóms­­mála­ráðu­­neyt­is­ins, sagði að gæti gerst þegar hún ræddi þessi mál á fundi sem Sam­tök versl­unar og þjón­ustu, Sam­tök ferða­­þjón­ust­unnar og Sam­tök iðn­­að­­ar­ins stóðu fyrir í lok októ­ber um pen­inga­þvætt­i. 

Sama dag hafði Jón Sig­­urðs­­son, for­­stjóri Öss­­ur­­ar, sagt við Kjarn­ann að fyr­ir­tækið hefði fengið fyr­ir­­spurn um veru Íslands á gráa list­anum þegar það var í við­ræðum um fjár­­­mögnun skömmu áður. Vera Íslands á list­­anum hefði þó ekki áhrif á starf­­semi eða fjár­­­mögnun Öss­urar þar sem að hún fari fram í gegnum erlend dótt­­ur­­fé­lög. Það væri hins vegar mjög alvar­­legt mál að Ísland sé á lista sem þess­um að mati Jóns.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Rúmlega þriðjungur heimila á ekkert eftir í veskinu í lok mánaðar
Næstum átta af hverjum tíu í lægstra tekjuhópnum nær ekki að leggja neitt fyrir, gengur á sparnað eða safnar skuldum í yfirstandandi dýrtíð. Hjá efsta tekjuhópnum geta næstum níu af hverjum tíu enn lagt fyrir, sumir umtalsvert.
Kjarninn 9. ágúst 2022
Eilífðarefnin finnast í regnvatni alls staðar um heiminn. Uppruni þeirra er oftast á vesturlöndum en það eru fátækari íbúar heims sem þurfa að súpa seyðið af því.
Regnvatn nánast alls staðar á jarðríki óhæft til drykkjar
Okkur finnst mörgum rigningin góð en vegna athafna mannanna er ekki lengur öruggt að drekka regnvatn víðast hvar í veröldinni, samkvæmt nýrri rannsókn.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fleiri farþegar fóru um Flugstöð Leifs Eiríkssonar í júlí síðastliðinum en í sama mánuði árið 2019.
Flugið nær fyrri styrk
Júlí var metmánuður í farþegaflutningum hjá Play og Icelandair þokast nær þeim farþegatölum sem sáust fyrir kórónuveirufaraldur. Farþegafjöldi um Keflavíkurflugvöll var meiri í júlí síðastliðnum en í sama mánuði árið 2019.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Verðfall á mörkuðum erlendis er lykilbreyta í þróun eignarsafns íslenskra lífeyrissjóða. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 361 milljarða á fyrri hluta ársins
Fallandi hlutabréfaverð, jafn innanlands sem erlendis, og styrking krónunnar eru lykilþættir í því að eignir íslensku lífeyrissjóðanna hafa lækkað umtalsvert það sem af er ári. Eignirnar hafa vaxið mikið á síðustu árum. Í fyrra jukust þær um 36 prósent.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Uppþornað stöðuvatn í norðurhluta Ungverjalands.
Enn ein hitabylgjan og skuggalegur vatnsskortur vofir yfir
Það er ekki aðeins brennandi heitt heldur einnig gríðarlega þurrt með tilheyrandi hættu á gróðureldum víða í Evrópu. En það er þó vatnsskorturinn sem veldur mestum áhyggjum.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Þrjár af hverjum fjórum krónum umfram skuldir bundnar í steypu
Lektor í fjármálum segir ekki ólíklegt að húsnæðisverð muni lækka hérlendis. Það hafi gerst eftir bankahrunið samhliða mikilli verðbólgu. Alls hefur hækkun á fasteignaverði aukið eigið fé heimila landsins um 3.450 milljarða króna frá 2010.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Fylgistap ríkisstjórnarflokkanna minna en nær allra annarra stjórna eftir bankahrun
Einungis ein ríkisstjórn sem setið hefur frá 2009 hefur mælst með meira fylgi tíu mánuðum eftir að hún tók við völdum en hún fékk í kosningunum sem færði henni þau völd. Sú ríkisstjórn beið afhroð í kosningum rúmum þremur árum síðar.
Kjarninn 8. ágúst 2022
Gylfi Zoega er annar höfundur greinar sem birtist í nýjasta tölublaði Vísbendingar.
„Hægt væri að banna Airbnb í þéttbýli þegar skortur er á íbúðarhúsnæði“
Ef fleiri flytja til landsins en frá því verður til flókið samspil hagstærða sem valda breytingum á eftirspurn og/ eða framboði á húsnæði með tilheyrandi verðhækkunum eða lækkunum. Tveir hagfræðingar leggja til að kerfinu verði breytt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent