Nýi Seðlabankastormurinn hófst eftir að Kveikur nálgaðist Þorstein Má

Þorsteinn Már Baldvinsson hefur frá því í lok síðasta mánaðar ítrekað ásakað RÚV og Helga Seljan um hafa verið gerendur í rannsókn á Samherja sem hófst 2012. Þegar ásakanirnar hófust hafði Þorsteini þegar verið greint frá umfjöllunarefni Kveiks.

Þorsteinn Már Baldvinsson, Samherji. Mynd: Skjáskot/RÚV
Auglýsing

Sam­herji, og sér­stak­lega for­stjór­inn Þor­steinn Már Bald­vins­son, hafa beint sjónum sínum mjög hart að RÚV síð­ustu vikur og ásakað rík­is­fjöl­mið­il­inn um að vera ger­anda í hús­leit sem átti sér stað fyrir rúmum sjö árum. Það eru nýmæli, en áður hafði reiði Sam­herja vegna rann­sóknar Seðla­banka Íslands á meintum brotum fyr­ir­tæk­is­ins á gjald­eyr­is­lögum beinst gegn bank­an­um, Má Guð­munds­syni, fyrr­ver­andi seðla­banka­stjóri, og Ingi­björgu Guð­bjarts­dótt­ur, fyrr­ver­andi fram­kvæmda­stjóra gjald­eyr­is­eft­ir­lits Seðla­banka Íslands. 

Í umfjöllun Kveiks um meintar mútu­greiðslur og skatta­snið­göngu Sam­herja í Namibíu sem sýndur var á RÚV í gær­kvöldi kom fram að frétta­skýr­inga­þátt­ur­inn leit­aði til Þor­steins Más um við­tal vegna umfjöll­unar þátt­ar­ins um meintar mútu­greiðslur og skatta­snið­göngu Sam­herja í Namibíu 15. októ­ber síð­ast­lið­inn. Hann hafn­aði þeirri beiðni en fékk svo skrif­lega beiðni tíu dögum síð­ar, 25. októ­ber, þar sem Kveikur greindi honum frá því í smá­at­riðum hvað var verið að fjalla um. 

27. októ­ber var greint frá því í fréttum Stöðvar 2 að Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra hefði vísað máli vegna ætl­aðs upp­lýs­inga­leka frá Seðla­banka Íslands til RÚV í aðdrag­anda hús­leitar hjá Sam­herja árið 2012 til lög­reglu. 

Sú umfjöll­un, þar sem Þor­steinn Már var til við­tals og bar þungar sakir á RÚV og einn frétta­manna Kveiks, Helga Selj­an, hófst því tveimur dögum eftir bréf Kveiks um umfjöll­un­ar­efni þáttar kvölds­ins var sent til Sam­herja.

Upp­lýstur 9. sept­em­ber

For­saga hins ætl­aða upp­lýs­inga­leka var sú að þáver­andi seðla­banka­stjóri, Már Guð­munds­son, upp­lýsti Katrínu með bréfi sent 18. ágúst 2019 um að starfs­maður Seðla­banka Íslands hefði átt í tölvu­póst­sam­skiptum við starfs­mann RÚV í aðdrag­anda hús­leit­ar­innar í mars 2012. Í þeim sam­skiptum virt­ist sem frétta­mað­ur­inn hefði upp­lýs­ingar um hús­leit­ina áður en hún fór fram en að engar trún­að­ar­upp­lýs­ingar hefðu verið sendar frétta­mann­in­um. 

Auglýsing
Ásgeir Jóns­son tók við sem seðla­banka­stjóri tveimur dögum eftir að bréfið var sent og ákvað að leggja það fram sem hluta af máls­skjölum vegna skaða­bóta­máls sem Sam­herji hefur höfðað á hendur Seðla­banka Íslands. Það mál var þing­fest 9. sept­em­ber. Í kjöl­far þess hringdi Ásgeir í Þor­stein Má og tjáði honum að hann geti gengið að þessum upp­lýs­ingum sem hluta af máls­skjöl­un­um. Í mál­inu krefur Sam­herji Seðla­banka Íslands um 322 millj­ónir króna í bætur vegna aðgerða gegn fyr­ir­tæk­in­u. 

Rúmum sex vikum síðar rataði bréfið í frétt­ir.

RÚV og Helgi sagðir ger­endur

Í fréttum Stöðvar 2 þetta kvöld sagði Þor­steinn Már: „Helgi Seljan sagði það 20. jan­úar [2012] austur á fjörðum að hann ætl­aði að taka mig. Ég fékk hring­ingu um það 22. jan­úar að hann hafi sagst ætla að taka mig fyrir fisk­verð. Þannig að Helgi Seljan og RÚV eru ger­endur í þessu ásamt Seðla­bank­anum og má segja þaul­skipu­lögð árás á Sam­herja og starfs­fólk Sam­herj­a.“

Síðar sagði hann: „Eins og að þessu var staðið að hálfu Seðla­bank­ans og RÚV og Helga Seljan að þá var fólk og fyr­ir­tæki fyrir miklu tjón­i.“

Helgi Seljan er einn þeirra sem vann umfjöllun Kveiks sem sýnd var í gær­kvöldi. Þetta var í fyrsta sinn sem Þor­steinn Már ásakar hann og RÚV opin­ber­lega um að vera ger­endur í mál­inu. Þor­steinn Már hafði áður, í sept­em­ber 2015, farið í við­tal við Helga Seljan í Kast­ljósi til að ræða mál­ið.

Eftir fréttir Stöðvar 2, að kvöld 27. októ­ber, var Þor­steinn til við­tals hjá mbl.is.  Þar sagði hann m.a.: „Fyr­ir mér stað­fest­ir þetta það sem var í raun aug­­ljóst, að RÚV og Seðla­banki Íslands skipu­lögðu það sam­an hvernig átti að standa að þess­­ari hús­­leit. Að sjálf­­sögðu er manni aðeins brugðið þegar þetta kem­ur upp eft­ir öll þessi ár.“

Þann 28. októ­ber 2019 mætti Þor­steinn Már í við­tal við Bítið á Bylgj­unni. Þar end­ur­tók hann að málið hefði haf­ist að und­ir­lagi Helga Seljan á þorra­blóti 20. jan­úar 2012, en önnur útgáfa af þeirri sögu hafði áður verið sett fram í Bók­inni „Gjald­eyr­is­eft­ir­litið – vald án eft­ir­lits“ eftir sagn­fræð­ing­inn Björn Jón Braga­son sem kom út fyrir jólin 2016. Þá sner­ist hún hins vegar um að fyrr­ver­andi sjó­maður Síld­ar­vinnsl­unnar hafi sagt Helga frá vanga­veltum um að Sam­herji væri að selja karfa til dótt­ur­fé­laga sinna erlendis á und­ir­verði á umræddu þorra­blóti, ekki að „taka“ ætti Þor­stein Má. Sam­kvæmt frétt í Frétta­tím­anum frá því í des­em­ber 2016 keypti Sam­herji heilt upp­lag af umræddri bók og gaf starfs­mönnum sínum í jóla­gjöf. 

Auglýsing
Í við­tal­inu við Bítið sagði hann meðal ann­ars að hús­leitin hjá Sam­herja 2012 hafi verið „rudda­leg­asta hús­leit sem hefur verið fram­kvæmd á Íslandi og hún var gerð í sam­starfi við RÚV, þeir voru mættir á undan og greini­lega allt þaul­skipu­lagt, það hefur aldrei farið á milli mála.“

Þor­steinn sagði einnig að RÚV hefði farið fram með offorsi gegn Sam­herja og að RÚV væri ekki minni ger­andi í mál­inu en Seðla­banki Íslands. „Er eðli­legt að rík­is­fjöl­mið­ill sé að reyna að búa til glæp með með stofnun sem á að vera mesta virð­ing­ar­stofnun lands­ins?“ Þor­steinn sagði hins vegar að Sam­herji myndi ekki stefna RÚV vegna máls­ins. 

Ásak­aði RÚV um að nálg­ast sig á „fölskum for­send­um“

Í yfir­lýs­ingu Sam­herja frá því í fyrra­dag er sleg­inn sam­bæri­legur tónn. Þar er haft eftir Þor­steini Má að öll starf­semi Sam­herja og tengdra félaga hafi verið undir ítar­legri rann­sókn árum saman án þess að nokkuð athuga­vert hafi fund­ist. „Var allt okkar bók­hald, tölvu­póstar og öll önnur gögn skoðuð ítar­lega, þar með talið þeirra félaga sem sinntu útgerð við strendur Afr­íku frá árinu 2007. Við munum ekki nú, frekar en þá, sitja undir röngum og vill­andi ásök­unum frá fyrr­ver­andi starfs­manni sem enn á ný eru mat­reiddar af sömu aðilum og fjöl­miðlum og í Seðla­banka­mál­in­u.“ 

Þar sagði enn fremur að Sam­herji hefði sér­stak­lega óskað eftir að fá að setj­ast niður með RÚV og fara yfir upp­lýs­ingar sem fyr­ir­tækið taldi skipta máli í tengslum við fyr­ir­hug­aða umfjöll­un. „Þeirri beiðni hefur jafn­harðan verið hafnað og hefur Rík­is­út­varpið aðeins talið sér fært að ræða við okkur fyrir framan mynda­vél­ar. Teljum við þær upp­lýs­ingar sem við búum yfir vera með þeim hætti að slíkt væri til­lits­laust vegna hags­muna þeirra ein­stak­linga sem málið varð­ar.“

Í Frétta­blað­inu í gær­morgun var svo haft eftir Þor­steini Má að RÚV hefði reynt að nálg­ast Sam­herja „á fölskum for­send­um“ og að stjórn­endur fyr­ir­tæk­is­ins teldu að RÚV væri ekki að sinna hlut­leys­is­skyldu sinn­i. 

Í engu ofan­greindra við­tala, þar sem Þor­steinn Már ræddi ítrekað um RÚV, nafn­greindan frétta­mann og meinta aðför þeirra gegn sér, minnt­ist hann á að yfir­vof­andi væri ítar­leg umfjöllun um meintar mútu­greiðslur og skatta­snið­göngu í sama miðli né að búið væri að upp­lýsa hann um efn­is­at­riði þeirrar umfjöll­un­ar. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent