Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar

Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.

Verkfall blaðamann 15. nóvember 2019
Auglýsing

Blaða­­menn, ljós­­mynd­­arar og mynda­­töku­­menn á stærstu vef­miðlum lands­ins, Vísi, Mbl, Frétta­­blaðs­ins og RÚV, hafa lagt niður störf en þetta er önnur vinn­u­­stöðv­­unin af fjórum í verk­­falls­að­­gerðum sem Blaða­­manna­­fé­lag Íslands hefur boð­að.

Samn­inga­nefndir blaða­manna og Sam­taka atvinnu­lífs­ins náðu ekki samn­ingum eftir sex klukku­stunda fund í gær­kvöld. Deilu­að­ilar sögðu að fund­ur­inn hjá sátta­semj­ara hefði verið góður en enn væri of langt á milli til að ná sátt­um. Gert er ráð fyrir öðrum fundi í næstu viku.

Kjarn­inn, Birt­ingur og Stundin hafa þegar sam­­­þykkt að ganga að kröfum Blaða­­­manna­­­fé­lags­ins en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­­­fé­lag Frétta­­­blaðs­ins, og Árvak­­­ur, og RÚV. Verk­fallið nær enn fremur ekki til félaga í Félagi frétta­manna á RÚV eða félaga í Raf­iðn­að­ar­sam­band­inu á Sýn.

Auglýsing

Verk­takar, utan­fé­lags­fólk, fólk í öðrum stétt­ar­fé­lögum skuli ekki vinna

Á Face­book-­síðu Blaða­manna­fé­lags­ins kemur fram að verk­fallið muni standa á milli klukkan 10:00 og 18:00 í dag.

Fram­kvæmd verk­falls­ins er, sam­kvæmt Blaða­mann­fé­lag­inu, að ekk­ert skuli fara inn á vef­ina þessa átta klukku­tíma og ljós­mynd­arar og töku­menn skuli jafn­framt ekki fara í tök­ur.

„Verk­takar vinna ekki, utan­fé­lags­fólk vinnur ekki, fólk í öðrum stétt­ar­fé­lögum vinnur ekki,“ segir á Face­book-­síðu BÍ.

Verk­falls­dagur á morg­un! Nú stendur verk­fallið á milli klukkan 10 og 18 og fram­kvæmd verk­falls­ins er svona: Stutta...

Posted by Blaða­manna­fé­lag Íslands on Thurs­day, Novem­ber 14, 2019


Stefna Árvakri

Athygli vakti að á vef mbl.is birt­ust þónokkrar fréttir þegar verk­fallið stóð yfir í síð­ustu viku. Vísir og Frétta­­blaðið birtu ekki fréttir á meðan verk­falli stóð en það gerði RÚV aftur á móti. Í frétt RÚV um verk­­fallið kom fram að áhrif á starf­­semi ruv.is væru tak­­mörkuð þar sem stærstur hluti frétta­­manna á frétta­­stofu RÚV væri í Félagi frétta­­manna en ekki Blaða­­manna­­fé­lag­inu.

Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgáfu­fé­lagi Morg­un­blaðs­ins fyrir félags­dóm vegna meintra verk­falls­brota sem framin voru síð­ast­lið­inn föstu­dag þegar verk­falls­að­gerðir stóðu yfir.

Í frétt BÍ um málið kemur fram að alls sé um að ræða bort í yfir 20 liðum sem framin hafi verið af níu ein­stak­ling­um. Í stefn­unni er þess kraf­ist að við­ur­kennt sé með dómi að Árvakur hafi brotið gegn lögum um stétta­fé­lög og vinnu­deilur og verði dæmt til greiðslu sektar í rík­is­sjóðs og greiðslu máls­kostn­að­ar. Málið verður þing­fest næst­kom­andi þriðju­dag.

Vilt þú vera með?

Frjálsir, hugrakkir fjölmiðlar eru ómetanlegir en ekki ókeypis. Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda og með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og við ætlum að standa vaktina áfram og bjóða almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Fyrir þá lesendur sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Verksmiðjutogarinn Heinaste er búinn að fara í slipp og heitir nú Tutungeni.
Árs kyrrsetningu lokið og togari seldur en andvirðinu haldið eftir í Namibíu
Samherji sagði frá því í vikunni að togarinn Heinaste væri laus úr vörslu namibískra yfirvalda og hefði verið seldur í þokkabót. Ekki fylgdi þó fréttatilkynningu fyrirtækisins að söluandvirðinu yrði haldið sem tryggingu á bankareikningi í Namibíu.
Kjarninn 5. desember 2020
Magn kókaíns í frárennsli höfuðborgarinnar fjórfaldaðist milli áranna 2016 og 2018. Í sumar hafði verulega dregið úr því miðað við apríl í fyrra.
Mun minna kókaín í skólpinu í kórónuveirufaraldri
Kórónuveirufaraldurinn hefur breytt mynstri fíkniefnanotkunar í Reykjavík, segir doktorsnemi sem hefur í fimm ár rannsakað magn ólöglegra fíkniefna í frárennsli borgarinnar. Magn kókaíns í skólpinu var 60 prósent minna í júní en í apríl í fyrra.
Kjarninn 5. desember 2020
Rússneska bóluefnið Spútnik V er á leið í dreifingu. Um helgina geta Moskvubúar í forgangshópum fengið fyrri sprautu sína.
Spútnik sprautað í Rússa: Hefja bólusetningu í stórum stíl eftir helgi
Um helgina hefjast bólusetningar á forgangshópum í Moskvu með bóluefninu Spútnik V. Tvær milljónir skammta eru sagðar til. Reuters-fréttastofan segir suma ríkisstarfsmenn upplifa þrýsting um að taka þátt í klínískum tilraunum á virkni bóluefnisins.
Kjarninn 4. desember 2020
Sigurjón Njarðarson
Fullveldið
Kjarninn 4. desember 2020
Haukur Logi Karlsson
Innansveitarkronikan og evrópska réttarríkið
Kjarninn 4. desember 2020
Notkun reyktóbaks og rafrettna ekki tengd við alvarlegri einkenni COVID-19
Niðurstöður nýrrar rannsóknar á Íslandi sýna ekki fram á aukið algengi eða alvarleika COVID-19 sjúkdóms meðal notenda reyktóbaks eða rafrettna en benda til tengsla lungnasjúkdóma við alvarlegri einkenni.
Kjarninn 4. desember 2020
Konur ættu að hafa rétt til þess að hverfa frá störfum sínum eftir 36 vikna meðgöngu að mati Félags íslenskra fæðinga- og kvensjúkdómalækna.
Læknar ítreka að þeim finnst að konur ættu að geta farið í orlof eftir 36 vikur án skerðinga
Fæðinga- og kvensjúkdómalæknar telja að konur ættu að hafa rétt til að fara í orlof eftir 36 vikna meðgöngu, án þess að orlof eftir fæðingu skerðist. Starfshópur heilbrigðisráðherra um stefnumótun í barneignarþjónustu er einróma á sömu skoðun.
Kjarninn 4. desember 2020
Tólf ný smit – allir í sóttkví
Allir sem greindir voru með kórónuveiruna í gær innanlands voru í sóttkví. Eftir fjölgun smita í síðustu viku hefur þeim fækkað jafnt og þétt síðustu daga.
Kjarninn 4. desember 2020
Meira úr sama flokkiInnlent