Blaðamenn í átta tíma verkfall – Ekkert skuli inn á vefsíðurnar

Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu miðlunum hafa nú lagt niður störf. Blaðamannafélagið er með skýr fyrirmæli hvernig að verkfallinu skuli staðið.

Verkfall blaðamann 15. nóvember 2019
Auglýsing

Blaða­menn, ljós­mynd­arar og mynda­töku­menn á stærstu vef­miðlum lands­ins, Vísi, Mbl, Frétta­blaðs­ins og RÚV, hafa lagt niður störf en þetta er önnur vinnu­stöðv­unin af fjórum í verk­falls­að­gerðum sem Blaða­manna­fé­lag Íslands hefur boð­að.

Samninganefndir blaðamanna og Samtaka atvinnulífsins náðu ekki samningum eftir sex klukkustunda fund í gærkvöld. Deiluaðilar sögðu að fundurinn hjá sáttasemjara hefði verið góður en enn væri of langt á milli til að ná sáttum. Gert er ráð fyrir öðrum fundi í næstu viku.

Kjarn­inn, Birt­ingur og Stundin hafa þegar sam­­þykkt að ganga að kröfum Blaða­­manna­­fé­lags­ins en það á ekki við um stærstu fyr­ir­tæk­in, Sýn, Torg útgáfu­­fé­lag Frétta­­blaðs­ins, og Árvak­­ur, og RÚV. Verkfallið nær enn fremur ekki til félaga í Félagi fréttamanna á RÚV eða félaga í Rafiðnaðarsambandinu á Sýn.

Auglýsing

Verktakar, utanfélagsfólk, fólk í öðrum stéttarfélögum skuli ekki vinna

Á Facebook-síðu Blaðamannafélagsins kemur fram að verkfallið muni standa á milli klukkan 10:00 og 18:00 í dag.

Framkvæmd verkfallsins er, samkvæmt Blaðamannfélaginu, að ekkert skuli fara inn á vefina þessa átta klukkutíma og ljósmyndarar og tökumenn skuli jafnframt ekki fara í tökur.

„Verktakar vinna ekki, utanfélagsfólk vinnur ekki, fólk í öðrum stéttarfélögum vinnur ekki,“ segir á Facebook-síðu BÍ.

Verkfallsdagur á morgun! Nú stendur verkfallið á milli klukkan 10 og 18 og framkvæmd verkfallsins er svona: Stutta...

Posted by Blaðamannafélag Íslands on Thursday, November 14, 2019

Stefna Árvakri

Athygli vakti að á vef mbl.is birtust þónokkrar fréttir þegar verkfallið stóð yfir í síðustu viku. Vísir og Frétta­blaðið birtu ekki fréttir á meðan verkfalli stóð en það gerði RÚV aftur á móti. Í frétt RÚV um verk­fallið kom fram að áhrif á starf­semi ruv.is væru tak­mörkuð þar sem stærstur hluti frétta­manna á frétta­stofu RÚV væri í Félagi frétta­manna en ekki Blaða­manna­fé­lag­inu.

Blaðamannafélag Íslands hefur stefnt Árvakri, útgáfufélagi Morgunblaðsins fyrir félagsdóm vegna meintra verkfallsbrota sem framin voru síðastliðinn föstudag þegar verkfallsaðgerðir stóðu yfir.

Í frétt BÍ um málið kemur fram að alls sé um að ræða bort í yfir 20 liðum sem framin hafi verið af níu einstaklingum. Í stefnunni er þess krafist að viðurkennt sé með dómi að Árvakur hafi brotið gegn lögum um stéttafélög og vinnudeilur og verði dæmt til greiðslu sektar í ríkissjóðs og greiðslu málskostnaðar. Málið verður þingfest næstkomandi þriðjudag.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir ríkisstjórnina ræða málin í þaula og hafa verið í meginatriðum samstíga um aðgerðir í faraldrinum hingað til.
Stjórnmálin falli ekki í þá freistni að gera sóttvarnir að „pólitísku bitbeini“
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir samstöðu í ríkisstjórn um þær hertu aðgerðir sem tóku gildi í dag. Hún segist vilja forðast að sóttvarnir verði að pólitísku bitbeini fyrir kosningar og telur að það muni reyna á stjórnmálin á næstu vikum.
Kjarninn 25. júlí 2021
Steypiregnið ógurlega
Steypiregn er klárlega orðið tíðara og umfangsmeira en áður var. Öll rök hníga að tengingu við hlýnun lofthjúps jarðar. Í tilviki flóðanna í Þýskalandi og víðar hefur landmótun, aukið þéttbýli og minni skilningur samfélaga á eðli vatnsfalla áhrif.
Kjarninn 25. júlí 2021
Ísraelsk stjórnvöld sömdu við lyfjafyrirtækið Pfizer um bóluefni og rannsóknir samhliða bólusetningum.
Alvarlega veikum fjölgar í Ísrael
Það er gjá á milli fjölda smita og fjölda alvarlegra veikra í Ísrael nú miðað við fyrstu bylgju faraldursins. Engu að síður hafa sérfræðingar áhyggjur af þróuninni. Um 60 prósent þjóðarinnar er bólusett.
Kjarninn 25. júlí 2021
Danska smurbrauðið nýtur nú aukinna vinsælda meðal matgæðinga í heimalandinu.
Endurkoma smurbrauðsins
Flestir Íslendingar kannast við danska smurbrauðið, smørrebrød. Eftir að alls kyns skyndibitar komu til sögunnar döluðu vinsældirnar en nú nýtur smurbrauðið sívaxandi vinsælda. Nýir staðir skjóta upp kollinum og þeir gömlu upplifa sannkallaða endurreisn.
Kjarninn 25. júlí 2021
Fjallahjólabrautin við Austurkór var eitt verkefna sem valið var til framkvæmda af íbúum í íbúðalýðræðisverkefninu Okkar Kópavogur í fyrra.
Kópavogsbær skoðar flötu fjallahjólabrautina betur eftir holskeflu athugasemda
Kópavogsbær hefur boðað að fjallahjólabraut við Austurkór í Kópavogi verði tekin til nánari skoðunar, eftir fjölda athugasemda frá svekktum íbúum þess efnis að brautin gagnist lítið við fjallahjólreiðar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Með stafrænum kórónuveirupassa fæst QR kóði sem sýna þarf á hinum ýmsu stöðum.
Munu þurfa að framvísa kórónuveirupassa til að fara út að borða
Evrópska bólusetningarvottorðið hefur verið notað vegna ferðalaga innan álfunnar síðan í upphafi mánaðar. Í Danmörku hefur fólk þurft að sýna sambærilegt vottorð til að sækja samkomustaði og svipað er nú uppi á teningnum á Ítalíu og í Frakklandi.
Kjarninn 24. júlí 2021
Eldgosið í Geldingadölum hefur verið mikið sjónarspil. Nú virðist það í rénun.
Ráðherra veitir nafni nýja hraunsins formlega blessun sína
Eins og lög gera ráð fyrir hefur Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra staðfest nafngift nýja hraunsins í landi Grindavíkurbæjar. Fagradalshraun mun það heita um ókomna framtíð.
Kjarninn 24. júlí 2021
Ferðamenn við Skógafoss.
Lágur smitfjöldi talinn mikilvægur fyrir heilsu og hagsmuni ferðaþjónustu
Ótti við að lenda á rauðum listum sóttvarnayfirvalda í Evrópu og Bandaríkjunum var tekinn inn í heildarhagsmunamat ríkisstjórnarinnar varðandi nýjar sóttvarnaráðstafanir innanlands. Á morgun verður mannlífið heft á ný vegna veirunnar.
Kjarninn 24. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent