Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér

Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.

James Hatuikulipi.
James Hatuikulipi.
Auglýsing

James Hatuikulipi, einn þeirra fjögurra áhrifamanna í Namibíu sem liggja undir grun að hafa þegið mútur frá Samherja, hefur sagt af sér sem stjórnarformaður í ríkisfyrirtækinu Namibian Fishing Corporation (Fishcor). Hatuikulipi er frændi Tamson Hatuikulipi, tengdasonar Bernhard Esau, nú fyrrverandi sjávarútvegsráðherra Namibíu. Esau sagði af sér embætti ásamt Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, daginn eftir að Kveikur og Stundin opinberuðu viðskiptahætti Samherja í landinu og það að áðurnenfndir fjórir menn hafi þegið mútur upp á að minnsta kosti 1,4 milljarða króna fyrir að tryggja Samherja aðgengi að ódýrum kvóta. 

Namibian Sun greinir frá því að James Hatuikulipi hafi sagt af sér sem stjórnarformaður. Mikill þrýstingur hafði verið á hann síðastliðna viku að gera slíkt, en hann sagði starfi sínu lausu hjá fjárfestingafélaginu Investec í síðustu viku. Þar með eru allir þeir þrír menn sem gegndu valdamiklum störfum á vegum hins opinbera í Namibíu, og liggja undir grun um að hafa þegið stórfelldar mútugreiðslur, búnir að segja sig frá störfum sínum. 

Auglýsing
Fischor var í þeirri stöðu að fá úthlutað hrossamakrílkvóta frá Esau sjávarútvegsráðherra sem Fischor seldi svo áfram til Samherja á kostakjörum, samkvæmt umfjöllum Kveiks og Stundarinnar. 

Þorsteinn Már líka búinn að víkja tímabundið

Í sér­­­stökum tvö­­­földum Kveiksþætti sem sýndur var á RÚV fyrir átta dögum kom fram að vís­bend­ingar væru um að þarna væri um mút­u­greiðslur að ræða til að kom­­ast yfir kvóta í land­inu á sem ódýrastan hátt. Umfjöll­unin var unnin í sam­­starfi Kveiks, Stund­­ar­innar, Al Jazeera og Wikileaks.

Þar sagði einnig að starfs­hættir Sam­herja í Namib­­íu, og þeirra sem fyr­ir­tækið á að hafa greitt mútur til, hefðu verið til rann­­sóknar hjá þremur eft­ir­lits­­stofn­unum í land­inu, meðal ann­­ars spill­ing­­ar­lög­regl­unni þar. Auk þess eru yfir­­völd á Íslandi og í Nor­egi með­­vituð um mál­ið.Forsíða Namibian Sun.

Umfjöll­unin er byggð á þús­undum skjala og tölvu­­póst­­­sam­­skipta starfs­­manna Sam­herja þar sem starf­­semi fyr­ir­tæk­is­ins, eins þess stærsta á Íslandi, í Namibíu síð­­ast­lið­inn tæpan ára­tug er til umræðu. Gögn­unum var lekið til Wikileaks og Kveikur hef­­ur, ásamt Stund­inni, unnið ítar­­lega umfjöllun úr þeim. 

Auk þess var í Kveik birt við­­tal við Jóhannes Stef­áns­­son, sem var verkefnastjóri Sam­herja í Namibíu fram á árið 2016, þar sem hann við­ur­kenndi að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í land­inu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­völd í Namib­­íu, hefði fengið laga­­lega stöðu upp­­­ljóstr­­ara og aðstoð­aði nú við rann­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­a.

Jóhannes sagði í Kveik að hann hefði ekki hafa gert neitt í Namibíu nema án aðkomu Þor­­steins Más Bald­vins­­son­­ar, for­­stjóra Sam­herja. Þar kall­aði hann starf­­semi Sam­herja í Namibíu „skipu­lagða glæp­a­­starf­­semi“ þar sem fyr­ir­tækið græði á auð­lindum lands­ins en hafi svo fært alla pen­ing­anna sem það græddi út úr því til að fjár­­­festa ann­­ars staðar í heim­in­­um. 

Eftirmálar opinberunarinnar hafa meðal annars verið þeir að Þorsteinn Már hefur vikið tímabundið sem forstjóri Samherja og stjórnarformaður Framherja í Færeyjum og Síldarvinnslunnar í Neskaupstað.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Einkarekstur í forgrunni – Umhverfisstefna Sjálfstæðisflokksins
Kjarninn 19. september 2021
Magnús Gottfreðsson, prófessor við læknadeild Háskóla Íslands.
Segir gæði vísindastarfs á Landspítala hafa hrakað á síðustu árum
Prófessor við læknadeild Háskóla Íslands segir að öfugþróun hafi átt sér stað í vísindastarfi á Landspítala eftir að hann var gerður að háskólasjúkrahúsi árið 2000, og að ekkert skilgreint fjármagn hafi fengist til að sinna því.
Kjarninn 19. september 2021
Jean-Rémi Chareyre
VG og loftslagsmálin: Að hugsa lengra en þjóðarnefið nær
Kjarninn 19. september 2021
Árni Stefán Árnason
Dýravernd í aðdraganda alþingiskosninganna 2021 – Hluti I
Kjarninn 19. september 2021
Bjarni Jónsson
Stjórnmálaflokkarnir og dánaraðstoð
Kjarninn 19. september 2021
Soffía Sigurðardóttir
Samvinna til árangurs
Kjarninn 19. september 2021
Lesendum Morgunblaðsins og Fréttablaðsins fækkað um 20 prósent frá miðju ári 2019
Lestur Fréttablaðsins hefur helmingast á rúmum áratug og minnkað um 20 prósent frá því nýir eigendur keyptu blaðið um mitt ár 2019. Þróun á lesendahópi Morgunblaðsins er nánast sú sama. Mikið tap er á rekstri beggja dagblaða.
Kjarninn 19. september 2021
Jón Ormur Halldórsson
Pólitíska miðjan hennar Merkel
Kjarninn 19. september 2021
Meira úr sama flokkiErlent