Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér

Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.

James Hatuikulipi.
James Hatuikulipi.
Auglýsing

James Hatuikulipi, einn þeirra fjög­urra áhrifa­manna í Namibíu sem liggja undir grun að hafa þegið mútur frá Sam­herja, hefur sagt af sér sem stjórn­ar­for­maður í rík­is­fyr­ir­tæk­inu Namibian Fis­hing Cor­poration (Fis­hcor). Hatuikulipi er frændi Tam­son Hatuikulipi, tengda­sonar Bern­hard Esau, nú fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu. Esau sagði af sér emb­ætti ásamt Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, dag­inn eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu við­skipta­hætti Sam­herja í land­inu og það að áðurnen­fndir fjórir menn hafi þegið mútur upp á að minnsta kosti 1,4 millj­arða króna fyrir að tryggja Sam­herja aðgengi að ódýrum kvóta. 

Namibian Sun greinir frá því að James Hatuikulipi hafi sagt af sér sem stjórn­ar­for­mað­ur. Mik­ill þrýst­ingur hafði verið á hann síð­ast­liðna viku að gera slíkt, en hann sagði starfi sínu lausu hjá fjár­fest­inga­fé­lag­inu Investec í síð­ustu viku. Þar með eru allir þeir þrír menn sem gegndu valda­miklum störfum á vegum hins opin­bera í Namib­íu, og liggja undir grun um að hafa þegið stór­felldar mútu­greiðsl­ur, búnir að segja sig frá störfum sín­um. 

Auglýsing
Fischor var í þeirri stöðu að fá úthlutað hrossa­makríl­kvóta frá Esau sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem Fischor seldi svo áfram til Sam­herja á kosta­kjörum, sam­kvæmt umfjöllum Kveiks og Stund­ar­inn­ar. 

Þor­steinn Már líka búinn að víkja tíma­bundið

Í sér­­­­­stökum tvö­­­­­földum Kveiks­þætti sem sýndur var á RÚV fyrir átta dögum kom fram að vís­bend­ingar væru um að þarna væri um mút­­u­greiðslur að ræða til að kom­­­ast yfir kvóta í land­inu á sem ódýrastan hátt. Umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­innar, Al Jazeera og Wiki­leaks.

Þar sagði einnig að starfs­hættir Sam­herja í Namib­­­íu, og þeirra sem fyr­ir­tækið á að hafa greitt mútur til, hefðu verið til rann­­­sóknar hjá þremur eft­ir­lits­­­stofn­unum í land­inu, meðal ann­­­ars spill­ing­­­ar­lög­regl­unni þar. Auk þess eru yfir­­­völd á Íslandi og í Nor­egi með­­­vituð um mál­ið.Forsíða Namibian Sun.

Umfjöll­unin er byggð á þús­undum skjala og tölvu­­­póst­­­­­sam­­­skipta starfs­­­manna Sam­herja þar sem starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins, eins þess stærsta á Íslandi, í Namibíu síð­­­ast­lið­inn tæpan ára­tug er til umræðu. Gögn­unum var lekið til Wiki­leaks og Kveikur hef­­­ur, ásamt Stund­inni, unnið ítar­­­lega umfjöllun úr þeim. 

Auk þess var í Kveik birt við­­­tal við Jóhannes Stef­áns­­­son, sem var verk­efna­stjóri Sam­herja í Namibíu fram á árið 2016, þar sem hann við­­ur­­kenndi að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í land­inu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­­völd í Namib­­­íu, hefði fengið laga­­­lega stöðu upp­­­­­ljóstr­­­ara og aðstoð­aði nú við rann­­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­­a.

Jóhannes sagði í Kveik að hann hefði ekki hafa gert neitt í Namibíu nema án aðkomu Þor­­­steins Más Bald­vins­­­son­­­ar, for­­­stjóra Sam­herja. Þar kall­aði hann starf­­­semi Sam­herja í Namibíu „skipu­lagða glæp­a­­­starf­­­semi“ þar sem fyr­ir­tækið græði á auð­lindum lands­ins en hafi svo fært alla pen­ing­anna sem það græddi út úr því til að fjár­­­­­festa ann­­­ars staðar í heim­in­­­um. 

Eft­ir­málar opin­ber­un­ar­innar hafa meðal ann­ars verið þeir að Þor­steinn Már hefur vikið tíma­bundið sem for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­for­maður Fram­herja í Fær­eyjum og Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sigurður Hannesson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.
Telur Reykjavíkurborg reyna að gera Sundabraut óarðbæra
Sigurður Hannesson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins segir tímabært og mikilvægt að ráðast í samgöngubætur á höfuðborgarsvæðinu. Hins vegar eigi enn eftir að skýrast hvernig 120 milljarða samgöngusáttmáli ríkis og sveitarfélaga verði fjármagnaður.
Kjarninn 20. september 2020
Sungið um samband í öfugri og réttri tímaröð
Til stendur að setja upp söngleikinn Fimm ár í Kaldalóni í Hörpu í október. Safnað er fyrir uppsetningunni á Karolina Fund.
Kjarninn 20. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir.
Þórólfur: Ekki tilefni til harðari aðgerða
Sóttvarnarlæknir mun leggja til að krár og skemmtistaðir verði áfram lokaðir fram yfir næstu helgi. Ekki sé þó tilefni til að grípa til harðari takmarkana á allt landið en þeim sem eru við lýði.
Kjarninn 20. september 2020
Víðir Reynisson var viðmælandi hjá Rás 2 nýverið. Starfsmaður útvarpsstöðvarinnar hefur greinst með COVID-19 og Víðir er kominn í sóttkví.
Starfsmaður Rásar 2 greindist með kórónuveirusmit og sendi Víði í sóttkví
Sex starfsmenn Rásar 2 eru komnir í sóttkví eftir að starfsmaður útvarpsstöðvarinnar greindist með COVID-19 í gærkvöldi.
Kjarninn 20. september 2020
Sigríður Andersen, þingmaður Sjálfstæðisflokks.
Sigríður Andersen segir til umhugsunar hvort Vinstri græn séu stjórntækur flokkur
Þingmaður Sjálfstæðisflokks segir að það hafi verið horft í forundran á það innan Sjálfstæðisflokks að hluti þingmanna samstarfsflokks styddu ekki ríkisstjórnina. Þeir væru oft með óbragð í munni vegna ýmissa mála sem hafi samt fengið framgang.
Kjarninn 20. september 2020
Smitum fækkar á milli daga – 38 greindust með veiruna í gær
Und­an­farna fimm daga hafa 166 smit greinst inn­an­lands. Mun færri sýni voru tekin í gær en daginn áður.
Kjarninn 20. september 2020
Mun NATO þola annað kjörtímabil af Trump?
Nýjar ógnir – Almannaöryggi og vopnakapphlaup
COVID-19 hefur beint sjónum að því hversu viðkvæm öflugustu ríki heims, sem byggja öryggi sitt meðal annrs á hernaðarlegum mætti, eru gagnvart slíkum ógnum. Að þegar límið sem heldur samfélaginu saman þverr, er hinu samfélagslega öryggi ógnað.
Kjarninn 20. september 2020
Bill Clinton og Poul Nyrup Rasmussen.
Leyndarmálið í skjalaskápnum
Árið 1997 kom Bill Clinton í heimsókn til Danmerkur, fyrstur bandarískra forseta. Með hástemmdum lýsingarorðum, þakkaði forsetinn Dönum gott fordæmi, en sagði ekki fyrir hvað. Þangað til nú hafa einungis örfáir vitað hvað hann meinti.
Kjarninn 20. september 2020
Meira úr sama flokkiErlent