Enn einn „hákarlinn“ fellur – Hatuikulipi segir af sér

Allir þrír áhrifamennirnir í Namibíu sem tryggðu Samherja kvóta á undirverði gegn ætluðum mútugreiðslum hafa nú sagt af sér.

James Hatuikulipi.
James Hatuikulipi.
Auglýsing

James Hatuikulipi, einn þeirra fjög­urra áhrifa­manna í Namibíu sem liggja undir grun að hafa þegið mútur frá Sam­herja, hefur sagt af sér sem stjórn­ar­for­maður í rík­is­fyr­ir­tæk­inu Namibian Fis­hing Cor­poration (Fis­hcor). Hatuikulipi er frændi Tam­son Hatuikulipi, tengda­sonar Bern­hard Esau, nú fyrr­ver­andi sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra Namib­íu. Esau sagði af sér emb­ætti ásamt Sacky Shang­hala, fyrr­ver­andi dóms­mála­ráð­herra, dag­inn eftir að Kveikur og Stundin opin­ber­uðu við­skipta­hætti Sam­herja í land­inu og það að áðurnen­fndir fjórir menn hafi þegið mútur upp á að minnsta kosti 1,4 millj­arða króna fyrir að tryggja Sam­herja aðgengi að ódýrum kvóta. 

Namibian Sun greinir frá því að James Hatuikulipi hafi sagt af sér sem stjórn­ar­for­mað­ur. Mik­ill þrýst­ingur hafði verið á hann síð­ast­liðna viku að gera slíkt, en hann sagði starfi sínu lausu hjá fjár­fest­inga­fé­lag­inu Investec í síð­ustu viku. Þar með eru allir þeir þrír menn sem gegndu valda­miklum störfum á vegum hins opin­bera í Namib­íu, og liggja undir grun um að hafa þegið stór­felldar mútu­greiðsl­ur, búnir að segja sig frá störfum sín­um. 

Auglýsing
Fischor var í þeirri stöðu að fá úthlutað hrossa­makríl­kvóta frá Esau sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra sem Fischor seldi svo áfram til Sam­herja á kosta­kjörum, sam­kvæmt umfjöllum Kveiks og Stund­ar­inn­ar. 

Þor­steinn Már líka búinn að víkja tíma­bundið

Í sér­­­­­stökum tvö­­­­­földum Kveiks­þætti sem sýndur var á RÚV fyrir átta dögum kom fram að vís­bend­ingar væru um að þarna væri um mút­­u­greiðslur að ræða til að kom­­­ast yfir kvóta í land­inu á sem ódýrastan hátt. Umfjöll­unin var unnin í sam­­­starfi Kveiks, Stund­­­ar­innar, Al Jazeera og Wiki­leaks.

Þar sagði einnig að starfs­hættir Sam­herja í Namib­­­íu, og þeirra sem fyr­ir­tækið á að hafa greitt mútur til, hefðu verið til rann­­­sóknar hjá þremur eft­ir­lits­­­stofn­unum í land­inu, meðal ann­­­ars spill­ing­­­ar­lög­regl­unni þar. Auk þess eru yfir­­­völd á Íslandi og í Nor­egi með­­­vituð um mál­ið.Forsíða Namibian Sun.

Umfjöll­unin er byggð á þús­undum skjala og tölvu­­­póst­­­­­sam­­­skipta starfs­­­manna Sam­herja þar sem starf­­­semi fyr­ir­tæk­is­ins, eins þess stærsta á Íslandi, í Namibíu síð­­­ast­lið­inn tæpan ára­tug er til umræðu. Gögn­unum var lekið til Wiki­leaks og Kveikur hef­­­ur, ásamt Stund­inni, unnið ítar­­­lega umfjöllun úr þeim. 

Auk þess var í Kveik birt við­­­tal við Jóhannes Stef­áns­­­son, sem var verk­efna­stjóri Sam­herja í Namibíu fram á árið 2016, þar sem hann við­­ur­­kenndi að hafa brotið lög fyrir hönd Sam­herja þegar fyr­ir­tækið náði í umtals­verðan kvóta í land­inu. Þar kom einnig fram að Jóhannes hefði gefið sig fram við yfir­­­völd í Namib­­­íu, hefði fengið laga­­­lega stöðu upp­­­­­ljóstr­­­ara og aðstoð­aði nú við rann­­­sókn þeirra á starfs­háttum Sam­herj­­­a.

Jóhannes sagði í Kveik að hann hefði ekki hafa gert neitt í Namibíu nema án aðkomu Þor­­­steins Más Bald­vins­­­son­­­ar, for­­­stjóra Sam­herja. Þar kall­aði hann starf­­­semi Sam­herja í Namibíu „skipu­lagða glæp­a­­­starf­­­semi“ þar sem fyr­ir­tækið græði á auð­lindum lands­ins en hafi svo fært alla pen­ing­anna sem það græddi út úr því til að fjár­­­­­festa ann­­­ars staðar í heim­in­­­um. 

Eft­ir­málar opin­ber­un­ar­innar hafa meðal ann­ars verið þeir að Þor­steinn Már hefur vikið tíma­bundið sem for­stjóri Sam­herja og stjórn­ar­for­maður Fram­herja í Fær­eyjum og Síld­ar­vinnsl­unnar í Nes­kaup­stað.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja.
Forstjóri Samherja vill aftur í stjórn Sjóvá
Tímabundinn forstjóri Samherja steig úr stól stjórnarformanns Sjóvá í nóvember í fyrra vegna anna. Hann sækist nú eftir því að setjast aftur í stjórnina á komandi aðalfundi. Samherji á tæpan helming í stærsta eiganda Sjóvá.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Kristín Þorsteinsdóttir.
Fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins vill í stjórn Sýnar
Á meðal þeirra sem vilja taka sæti í stjórn eins stærsta fjölmiðlafyrirtækis Íslands er fyrrverandi ritstjóri Fréttablaðsins og fyrrverandi stjórnarformaður VÍS.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Magnús Halldórsson
Raskaði rónni
Kjarninn 18. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiErlent