Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að fram undan bíði þingmönnum risastórt verkefni sem felst í því að uppræta viðskiptahætti og viðskiptasiðfræði sem sé „ólíðandi og óboðlegt“. Jafnframt þurfi að efla traust á íslenska sjávarútveginum, íslensku atvinnulífi og orðspori íslenskra viðskiptahátta.
„Þess vegna megum við alls ekki smætta Samherjamálið, heldur þvert á móti vinna ötullega að þessu,“ segir Rósa Björk í Facebook-færslu í dag.
Lesa meira
Rósa Björk segir í færslu sinni að gagnlegt hafi verið að fá ráðherra á fund nefndarinnar en að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt. Hún segir jafnframt að Kristján Þór hafi persónulega verið frekar óljós með það hvort að hann væri best til þess fallinn að halda utan um þessa tiltekt og þessa uppbyggingu traust.
„Þá verðum við að horfast í augu við það hvort viðkomandi ráðherra sé hæfur til þess að halda utan um það mikilvæga verkefni með öll sín tengsl og sögu við Samherja,“ segir Rósa Björk og segist jafnframt vilja sjá heildstæða úttekt af hálfu yfirvalda á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja.
„Alþingi þarf líka að fylgjast með og sinna sínu aðhaldshlutverki sem því ber samkvæmt lögum, bæði þingmenn og þingnefndir, og ég vonast auðvitað til þess að við munum sinna því öll,“ segir Rósa Björk að lokum.
Það var gagnlegt að fá sjávarútvegsráðherra á fund atvinnuveganefndar í gær til að ræða Samherjamálið. Það var líka...
Posted by Rósa Björk Brynjólfsdóttir on Wednesday, November 20, 2019