Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynj­ólfs­dótt­ir, þing­mað­ur­ VG og nefnd­ar­maður í at­vinnu­vega­nefnd, segir að fram undan bíði þing­mönnum risa­stórt verk­efni sem felst í því að upp­ræta við­skipta­hætti og við­skiptasið­fræði sem sé „ólíð­andi og ó­boð­leg­t“. Jafn­fram­t þurfi að efla traust á íslenska ­sjáv­ar­út­veg­in­um, íslensku atvinnu­lífi og orð­spori ­ís­lenskra við­skipta­hátta. 

„Þess vegna megum við alls ekki smætta Sam­herj­a­mál­ið, held­ur þvert á móti vinna öt­ul­­lega að þessu,“ segir Rósa Björk í Face­book-­færslu í dag.

Fundað var um Sam­herj­a­málið að ósk Rósu Bjarkar í at­vinn­u­­vega­­nefnd Alþing­is í gær og var Krist­ján Þór Júlí­us­­son sjá­v­­­ar­út­­­vegs­ráð­herra kall­aður fyr­ir nefnd­ina til þess að svara spurn­ing­um vegna máls­ins.

Rósa Björk segir í færslu sinni að gagn­legt hafi verið að fá ráð­herra á fund nefnd­ar­innar en að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt. Hún segir jafn­fram­t að Krist­ján Þór hafi per­sónu­lega verið frekar óljós með það hvort að hann væri best til þess fall­inn að halda utan um þessa til­tekt og þessa upp­bygg­ingu traust.

Auglýsing

„Þá verðum við að horf­­ast í augu við það hvort við­kom­andi ráð­herra sé hæf­ur til þess að halda utan um það mik­il­væga verk­efni með öll sín tengsl og sögu við Sam­herj­a,“ segir Rósa Björk og seg­ist jafn­fram­t vilja sjá heild­­stæða út­­tekt af hálfu yfir­valda á starfs­hátt­um og við­skipta­hátt­um Sam­herj­a. 

„Al­þing­i þarf líka að fylgj­­ast með og sinna sínu aðhalds­­hlut­verki sem því ber sam­­kvæmt lög­­um, bæði þing­­menn og þing­­nefnd­ir, og ég von­­ast auð­vitað til þess að við mun­um sinna því öll,“ segir Rósa Björk að lok­um. 

Það var gagn­legt að fá sjáv­ar­út­vegs­ráð­herra á fund atvinnu­vega­nefndar í gær til að ræða Sam­herj­a­mál­ið. Það var lík­a...

Posted by Rósa Björk Brynj­ólfs­dóttir on Wed­nes­day, Novem­ber 20, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – English
Samtal við samfélagið – Does trust provide the key to changed environmental behaviour?
Kjarninn 25. maí 2020
Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra.
„Þurfum að fara varlega í vindorkuna rétt eins og annað“
Umhverfis- og auðlindaráðherra sagði á þingi í dag að Íslendingar þyrftu að skoða vindorku út frá þeim þáttum er snúa að náttúru og náttúruvernd.
Kjarninn 25. maí 2020
Þríeykið: Þórólfur, Alma og Víðir.
Takk fyrir ykkur
„Í dag er stór dagur,“ sagði sóttvarnalæknir á upplýsingafundi almannavarna í dag. Þar átti hann við enn eitt skrefið í afléttingu takmarkana. Í hugum landsmanna var dagurinn þó ekki síst stór því fundurinn var sá síðasti – í bili að minnsta kosti.
Kjarninn 25. maí 2020
Jón Baldvin Hannibalsson
Um Alaskaarðinn og íslenska arfinn
Kjarninn 25. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Mjög áhugavert að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt“
Forsætisráðherra sagði á Alþingi í dag að áhugavert væri að skoða hugmyndir um þrepaskiptan erfðafjárskatt en hún var meðal annars spurð út í fram­sal hluta­bréfa­eigna aðaleigenda Samherja til afkomendanna.
Kjarninn 25. maí 2020
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Svandís þakkar þríeykinu fyrir sitt framlag
Heilbrigðisráðherra þakkaði Ölmu, Þórólfi og Víði á síðasta upplýsingafundi almannavarna í dag. Hún minnti einnig á að baráttunni væri enn ekki lokið.
Kjarninn 25. maí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Veiran mögulega að missa þróttinn
Sóttvarnalæknir segir að hugsanlega sé kórónuveiran að missa þróttinn. Þeir sem smitast hafa af COVID-19 undanfarið eru ekki mikið veikir. Aðeins sex smit hafa greinst hér á landi í maí.
Kjarninn 25. maí 2020
Píratar mælast næst stærstir í nýrri skoðanakönnun frá MMR
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 23,5 prósent fylgi í nýrri könnun MMR, en þar í kjölfarið koma Píratar með 14,6 prósent fylgi. Framsóknarflokkurinn væri minnsti flokkurinn sem næði inn þingmanni miðað við þessa könnun og mælist með 6,4 prósent fylgi.
Kjarninn 25. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent