Kallar eftir heildstæðri úttekt á starfsháttum og viðskiptaháttum Samherja

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG, segir að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt eftir að hafa rætt við sjávarútvegsráðherra á fundi atvinnuveganefndar í gær. Þar á meðal hæfi ráðherra til að byggja upp traust í kjölfar Samherjamálsins.

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG.
Auglýsing

Rósa Björk Brynjólfsdóttir, þingmaður VG og nefndarmaður í atvinnuveganefnd, segir að fram undan bíði þingmönnum risastórt verkefni sem felst í því að uppræta viðskiptahætti og viðskiptasiðfræði sem sé „ólíðandi og óboðlegt“. Jafnframt þurfi að efla traust á íslenska sjávarútveginum, íslensku atvinnulífi og orðspori íslenskra viðskiptahátta. 

„Þess vegna megum við alls ekki smætta Samherjamálið, held­ur þvert á móti vinna öt­ul­lega að þessu,“ segir Rósa Björk í Facebook-færslu í dag.

Fundað var um Samherjamálið að ósk Rósu Bjarkar í at­vinnu­vega­nefnd Alþing­is í gær og var Kristján Þór Júlí­us­son sjáv­ar­út­vegs­ráðherra kallaður fyr­ir nefnd­ina til þess að svara spurn­ing­um vegna máls­ins.

Rósa Björk segir í færslu sinni að gagnlegt hafi verið að fá ráðherra á fund nefndarinnar en að enn sé margt mjög óljóst og óskýrt. Hún segir jafnframt að Kristján Þór hafi persónulega verið frekar óljós með það hvort að hann væri best til þess fallinn að halda utan um þessa tiltekt og þessa uppbyggingu traust.

Auglýsing

„Þá verðum við að horf­ast í augu við það hvort viðkom­andi ráðherra sé hæf­ur til þess að halda utan um það mikilvæga verk­efni með öll sín tengsl og sögu við Samherja,“ segir Rósa Björk og segist jafnframt vilja sjá heild­stæða út­tekt af hálfu yfirvalda á starfs­hátt­um og viðskipta­hátt­um Sam­herja. 

„Alþing­i þarf líka að fylgj­ast með og sinna sínu aðhalds­hlut­verki sem því ber sam­kvæmt lög­um, bæði þing­menn og þing­nefnd­ir, og ég von­ast auðvitað til þess að við mun­um sinna því öll,“ segir Rósa Björk að lokum. 

Það var gagnlegt að fá sjávarútvegsráðherra á fund atvinnuveganefndar í gær til að ræða Samherjamálið. Það var líka...

Posted by Rósa Björk Brynjólfsdóttir on Wednesday, November 20, 2019

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skriður á rannsókn saksóknara og skattayfirvalda á meintum brotum Samherja
Bæði embætti héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóri hafa yfirheyrt stjórnendur Samherja. Embættin hafa fengið aðgang að miklu magni gagna, meðal annars frá fyrrverandi endurskoðanda Samherja og úr rannsókn Seðlabanka Íslands á starfsemi fyrirtækisins.
Kjarninn 23. júní 2021
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
„Eðlilegt að draga þá ályktun að verðið hafi hækkað vegna áhuga á útboðinu“
Forsætisráðherra segir að það bíði næstu ríkisstjórnar að ákveða hvort selja eigi fleiri hluti í Íslandsbanka. Salan hafi verið vel heppnuð aðgerð.
Kjarninn 23. júní 2021
Jenný Ruth Hrafnsdóttir
Ísland - Finnland: 16 - 30
Kjarninn 23. júní 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Engin smit út frá bólusettum með virkt smit – „Hver er þá áhættan? Mikil eða lítil?“
Ellefu bólusettir einstaklingar hafa greinst með veiruna á landamærunum. Engin smit hafa hins vegar greinst út frá þeim. Sóttvarnalæknir segir enn óvíst hvort smithætta fylgi bólusettum með smit en að hún sé „alveg örugglega“ minni en frá óbólusettum.
Kjarninn 23. júní 2021
Benedikt Jóhannesson hefur veifað bless við framkvæmdastjórn flokksins sem hann var aðalhvatamaðurinn að því að stofna.
Hefur sagt sig úr framkvæmdastjórn og segir framgöngu formanns mestu vonbrigðin
Fyrrverandi formaður Viðreisnar telur að atburðarás hafi verið hönnuð til að koma ákveðnum einstaklingum í efstu sætin á lista flokksins á höfuðborgarsvæðinu og halda öðrum, meðal annars honum, frá þeim sætum.
Kjarninn 23. júní 2021
Drífa Snædal, forseti ASÍ.
ASÍ hvetur forsætisráðherra til að beita sér fyrir alþjóðlegum fyrirtækjaskatti
Verkalýðshreyfingin kallar eftir því að lagður verði á 25 prósent skattur á hagnað alþjóðlegra stórfyrirtækja þar sem hann verður til.
Kjarninn 23. júní 2021
Viðskipti hófust með bréf Íslandsbanka í gær.
20 fjárfestar keyptu rúmlega helminginn af því sem selt var í Íslandsbanka
Búið er að birta lista yfir stærstu eigendur Íslandsbanka. Auk ríkisins eiga lífeyrissjóðir og erlendir fjárfestingarsjóðir stærstu eignarhlutina. Margir einstaklingar leystu út hagnað af viðskiptunum í gær.
Kjarninn 23. júní 2021
Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um hvort og þá hvenær farið verður að bólusetja börn við COVID-19 á Íslandi.
Ráðleggja óbólusettum – einnig börnum – frá ónauðsynlegum ferðalögum
Sóttvarnarlæknir segir þær ráðleggingar embættisins að óbólusettir ferðist ekki til útlanda gildi einnig fyrir börn. Engin ákvörðun hefur enn verið tekin um almenna bólusetningu barna.
Kjarninn 23. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent