Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt úrskurði dómara í dag.
Þetta kemur fram í frétt RÚV í dag.
Arngrímur Brynjólfsson, skipstjóri Heineste, var handtekinn og leiddur fyrir dómara í gær. Kyrrsetningin virðist gerð til að hægt sé að leita í skipinu, samkvæmt RÚV.
Auglýsing
Arngrímur sendi fjölmiðlum yfirlýsingu í gær þar sem hann hafnaði því að hafa gerst sekur um brot. Hann sagði það hafa komið sé á óvart að vera sakaður um að hafa siglt skipi inn á lokað svæði. Hann þurfti að gista fangageymslur eina nótt. Arngrímur var sakaður um að hafa verið við veiðar á hrygningarsvæði undan ströndum Namibíu. Honum var gert að leggja inn vegabréfið sitt og var máli hans frestað fram í lok janúar.