Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri

Haraldur Johannessen ætlar að hætta sem ríkislögreglustjóri um næstu áramót.

Haraldur Johannessen
Haraldur Johannessen
Auglýsing

Har­aldur Johann­es­sen ætlar að hætta sem rík­is­lög­reglu­stjóri um ára­mót. Hann hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að fá að láta af emb­ætti frá og með næstu ára­mót­um. Har­aldur sendi sam­starfs­fé­lögum sínum bréf þess efnis nú í morg­un. Frá þessu er greint á RÚV í dag. 

Sam­kvæmt frétt RÚV óskaði Har­aldur jafn­framt eftir því að hann tæki að sér sér­staka ráð­gjöf við ráð­herra á sviði lög­gæslu­mála eftir að hann hættir sem lög­reglu­stjóri, sem meðal ann­ars lýti að fram­tíð­ar­skipu­lagi lög­gæsl­unn­ar.

„Har­aldur seg­ist stíga sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgð­ar­mikla starfi í 22 ár. Nú þegar boð­aðar eru breyt­ingar á yfir­stjórn lög­reglu­mála í land­inu telji hann rétt að hleypa að nýju fólki og segir að það sé sér ljúft og skylt að vera ráð­herra í fram­hald­inu til ráð­gjafar um fram­tíð­ar­skipu­lag lög­gæsl­unn­ar,“ segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum lýstu átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins og for­manna­fundur Lands­sam­bands lög­reglu­manna yfir van­trausti á Har­ald. Þeir báru við­tal sem hann fór við í Morg­un­blað­inu fyrr í þeim mán­uði fyrir sig sem lyk­ilá­stæðu þeirrar ákvörð­un­ar. 

Í við­tal­inu sagði Har­aldur meðal ann­ars að verið væri að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­færslum og róg­burði um hann. Þeir sem væru að gera það væru lög­reglu­menn sem teldu sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­ust eft­ir. Ef til starfs­loka hans kæmi myndi það kalla á enn ítar­legri umfjöllun af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Dóms­mála­ráð­herra hefur boðað til blaða­manna­fundar í Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í Reykja­vík í dag klukkan 13:00 þar sem hún ætlar að fjalla um mál­efni lög­regl­unn­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær Júlíusson
Ríkisstjórn boðar aðför að fjölbreyttri frjálsri fjölmiðlun
Kjarninn 8. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – II. hluti
Kjarninn 8. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra.
Kærunefnd jafnréttismála verði einnig stefnt en ekki bara kæranda einum
Forsætisráðherra hefur lagt fram drög að breytingum á stjórnsýslu jafnréttismála, sem fela meðal annars í sér að kærendum í jafnréttismálum verði ekki lengur stefnt einum fyrir dóm, uni gagnaðili ekki niðurstöðu kærunefndar jafnréttismála.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jair Bolsonaro, forseti Brasilíu.
Forseti Brasilíu greinist með COVID-19 en segist ekkert óttast
Jair Bolsonaro forseti Brasilíu greindi frá því í dag að hann hefði greinst með COVID-19, en hann hefur fundið fyrir slappleika frá því á sunnudag. Forsetinn hefur kallað veiruna aumt kvef, en 65.000 Brasilíumenn liggja í valnum eftir að hafa smitast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Mikið var um að vera á COVID-19 göngudeild Landspítala í mars og apríl.
Færri alvarlega veikir – en er veiran að mildast?
Nokkrar ástæður geta verið fyrir því að alvarlegum kórónuveirutilfellum hefur fækkað verulega. Í nýju svari á Vísindavefnum er farið yfir nokkra möguleika sem kunna að útskýra hvers vegna veiran virðist vera að veikjast.
Kjarninn 7. júlí 2020
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent