Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri

Haraldur Johannessen ætlar að hætta sem ríkislögreglustjóri um næstu áramót.

Haraldur Johannessen
Haraldur Johannessen
Auglýsing

Har­aldur Johann­es­sen ætlar að hætta sem rík­is­lög­reglu­stjóri um ára­mót. Hann hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að fá að láta af emb­ætti frá og með næstu ára­mót­um. Har­aldur sendi sam­starfs­fé­lögum sínum bréf þess efnis nú í morg­un. Frá þessu er greint á RÚV í dag. 

Sam­kvæmt frétt RÚV óskaði Har­aldur jafn­framt eftir því að hann tæki að sér sér­staka ráð­gjöf við ráð­herra á sviði lög­gæslu­mála eftir að hann hættir sem lög­reglu­stjóri, sem meðal ann­ars lýti að fram­tíð­ar­skipu­lagi lög­gæsl­unn­ar.

„Har­aldur seg­ist stíga sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgð­ar­mikla starfi í 22 ár. Nú þegar boð­aðar eru breyt­ingar á yfir­stjórn lög­reglu­mála í land­inu telji hann rétt að hleypa að nýju fólki og segir að það sé sér ljúft og skylt að vera ráð­herra í fram­hald­inu til ráð­gjafar um fram­tíð­ar­skipu­lag lög­gæsl­unn­ar,“ segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum lýstu átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins og for­manna­fundur Lands­sam­bands lög­reglu­manna yfir van­trausti á Har­ald. Þeir báru við­tal sem hann fór við í Morg­un­blað­inu fyrr í þeim mán­uði fyrir sig sem lyk­ilá­stæðu þeirrar ákvörð­un­ar. 

Í við­tal­inu sagði Har­aldur meðal ann­ars að verið væri að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­færslum og róg­burði um hann. Þeir sem væru að gera það væru lög­reglu­menn sem teldu sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­ust eft­ir. Ef til starfs­loka hans kæmi myndi það kalla á enn ítar­legri umfjöllun af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Dóms­mála­ráð­herra hefur boðað til blaða­manna­fundar í Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í Reykja­vík í dag klukkan 13:00 þar sem hún ætlar að fjalla um mál­efni lög­regl­unn­ar.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Undraheimur bókmenntanna: Veisla Soffíu Auðar Birgisdóttur
Gagnrýnandi Kjarnans skrifar um „Maddama, kerling, fröken, frú. Konur í íslenskum nútímabókmenntum".
Kjarninn 14. desember 2019
Jón Baldvin Hannibalsson
Norrænt velferðarríki eða arðrænd nýlenda?
Kjarninn 14. desember 2019
Björgólfur Jóhannsson, tímabundinn forstjóri Samherja, þegar hann tók við starfinu.
Björgólfur efast um að mútur hafi verið greiddar og telur Samherja ekki hafa brotið lög
Forstjóri Samherja telur Jóhannes Stefánsson hafa verið einan að verki í vafasömum viðskiptaháttum fyrirtækisins í Afríku. Greiðslur til Dúbaí eftir að Jóhannes hætt,i sem taldar eru vera mútur, hafi verið löglegar greiðslur fyrir kvóta og ráðgjöf.
Kjarninn 14. desember 2019
Litla hraun
Vilja að betrun fanga hefjist strax frá dómsuppkvaðningu
Starfshópur félagsmálaráðherra hefur lagt til unnið sé að bataferli einstaklinga sem hlotið hafa refsidóm strax frá uppkvaðningu dóms, á tímabilinu áður en afplánun refsingar hefst, á meðan afplánun varir og einnig eftir að afplánun lýkur.
Kjarninn 14. desember 2019
Síminn að festa sig aftur í sessi sem sá stærsti á markaðnum
Gagnamagnsnotkun Íslendinga á farsímaneti heldur áfram að aukast ár frá ári. Hún hefur 265faldast á áratug. Síminn hefur styrkt stöðu sína sem markaðsleiðandi á farsímamarkaði en tekjur vegna sölu á slíkri þjónustu hafa dregist verulega saman.
Kjarninn 14. desember 2019
Eitt af hverjum sex dauðsföllum tengt matarvenjum
Offita er orðið umfangsmikið lýðheilsuvandamál á Íslandi en alls þjást um fimmtungur fullorðinna Íslendinga af offitu.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent