Haraldur hættir sem ríkislögreglustjóri

Haraldur Johannessen ætlar að hætta sem ríkislögreglustjóri um næstu áramót.

Haraldur Johannessen
Haraldur Johannessen
Auglýsing

Har­aldur Johann­es­sen ætlar að hætta sem rík­is­lög­reglu­stjóri um ára­mót. Hann hefur óskað eftir því við Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra að fá að láta af emb­ætti frá og með næstu ára­mót­um. Har­aldur sendi sam­starfs­fé­lögum sínum bréf þess efnis nú í morg­un. Frá þessu er greint á RÚV í dag. 

Sam­kvæmt frétt RÚV óskaði Har­aldur jafn­framt eftir því að hann tæki að sér sér­staka ráð­gjöf við ráð­herra á sviði lög­gæslu­mála eftir að hann hættir sem lög­reglu­stjóri, sem meðal ann­ars lýti að fram­tíð­ar­skipu­lagi lög­gæsl­unn­ar.

„Har­aldur seg­ist stíga sáttur frá borði eftir að hafa gegnt þessu ábyrgð­ar­mikla starfi í 22 ár. Nú þegar boð­aðar eru breyt­ingar á yfir­stjórn lög­reglu­mála í land­inu telji hann rétt að hleypa að nýju fólki og segir að það sé sér ljúft og skylt að vera ráð­herra í fram­hald­inu til ráð­gjafar um fram­tíð­ar­skipu­lag lög­gæsl­unn­ar,“ segir í frétt­inn­i. 

Auglýsing

Í sept­em­ber síð­ast­liðnum lýstu átta af níu lög­reglu­stjórum lands­ins og for­manna­fundur Lands­sam­bands lög­reglu­manna yfir van­trausti á Har­ald. Þeir báru við­tal sem hann fór við í Morg­un­blað­inu fyrr í þeim mán­uði fyrir sig sem lyk­ilá­stæðu þeirrar ákvörð­un­ar. 

Í við­tal­inu sagði Har­aldur meðal ann­ars að verið væri að reyna að hrekja hann úr emb­ætti með því að dreifa vís­vit­andi rang­færslum og róg­burði um hann. Þeir sem væru að gera það væru lög­reglu­menn sem teldu sig eiga harma að hefna gegn hon­um, meðal ann­ars vegna þess að hann hafi gripið inn í vegna starfs­hátta eða fram­komu þeirra eða vegna þess að þeir hafi ekki fengið stöður sem þeir sótt­ust eft­ir. Ef til starfs­loka hans kæmi myndi það kalla á enn ítar­legri umfjöllun af hans hálfu um valda­bar­átt­una bak við tjöld­in.

Dóms­mála­ráð­herra hefur boðað til blaða­manna­fundar í Ráð­herra­bú­staðnum við Tjarn­ar­götu í Reykja­vík í dag klukkan 13:00 þar sem hún ætlar að fjalla um mál­efni lög­regl­unn­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
450 afbrigði greinst á landamærunum – aðeins þrettán innanlands
Aðgerðir á landamærum Íslands hafa borið mikinn árangur og því er ekki ástæða til að loka þeim líkt og margar nágrannaþjóðir okkar eru að gera þessa dagana. Vel kemur til greina að aflétta aðgerðum innanlands á næstunni.
Kjarninn 28. janúar 2021
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra.
Segir dæmin sem þingmaður nefnir um spillingu „heldur léttvæg“
Formaður Samfylkingarinnar og fjármála- og efnahagsráðherra voru ekki sammála á þingi í dag um hvaða mál kalla ætti spillingarmál.
Kjarninn 28. janúar 2021
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Lögregla rannsakar hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotvopn hafi verið notað er skemmdir voru unnar á bifreið sem er í eigu Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Málið er litið alvarlegum augum.
Kjarninn 28. janúar 2021
Erfiðara virðist að brjóta glerþakið í betur launuðum störfum
Konur fá 14 prósent lægri laun en karlar
Óleiðréttur launamunur kynjanna jókst lítillega árið 2019. Hann er meiri í ýmsum betur launuðum starfsstéttum og atvinnugreinum, til að mynda fá konur í fjármála-og vátryggingastarfsemi þriðjungi lægri laun en karlar.
Kjarninn 28. janúar 2021
Gylfi Zoega
Hugleiðingar um einkavæðingu viðskiptabanka
Kjarninn 28. janúar 2021
Segir Sjálfstæðisflokk vera með yfirbragð flokks sem vill ekki að Ísland breytist
Fyrrverandi aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og miðstjórnarmaður í flokknum segir hann hafa á sér yfirbragð þess sem vilji ekki að íslenskt samfélag breytist. Skipti flokkurinn ekki um kúrs muni hann „daga uppi og verða að steini“.
Kjarninn 28. janúar 2021
Á meðal þeirra mála þar sem grunur er um spillingu sem ásakanir eru um að teygi sig inn í stjórnsýslu landsins, er Samherjamálið svokallaða. Fjöldi manns mótmælti vegna þess í nóvember 2019.
Ísland fellur á spillingarlista og er í 17. sæti – Enn og aftur spilltast allra Norðurlanda
Ísland er spilltasta ríki Norðurlandanna samkvæmt nýrri úttekt Transparency International. Ákveðið bakslag hefur átt sér stað í baráttunni gegn spillingu hér á landi en Ísland hefur hrapað niður úr 1. sæti árið 2006 í 17. sæti árið 2020.
Kjarninn 28. janúar 2021
Smitum hefur fækkað mikið síðustu daga.
Smit á einni viku ekki færri síðan í júlí
Á sjö dögum hafa þrettán greinst með kórónuveiruna innanlands. Undanfarna sex daga hafa allir verið í sóttkví við greiningu. Á þeim 333 dögum sem liðnir eru frá því fyrsta tilfelli COVID-19 var greint á Íslandi hafa 78 dagar reynst smitlausir.
Kjarninn 27. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent