Steinunn Ólína vill verða útvarpsstjóri

Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.

steinunnolina.jpg
Auglýsing

Stein­unn Ólína Þor­steins­dóttir sæk­ist eftir því að verða útvarps­stjóri RÚV. Frá þessu greinir hún á Face­book síðu sinni, og gerir ítar­lega grein fyrir afstöðu sinni til RÚV á hvaða tíma­mótum það stend­ur. 

„Þrátt fyrir að Rík­is­út­varpið eigi að vera fjöl­mið­ill allra lands­manna er það ekki svo í allra aug­um. Fólk ætti samt að staldra við þegar ráða­menn og háværar raddir slá því fram að til­vist Rík­is­út­varps­ins sé úrelt, að útvarps­gjaldið ætti ekki að inn­heimta og að stofn­unin ætti ekki að njóta tekna af aug­lýs­ing­um. Aug­lýs­inga­tekjur Rík­is­út­varps­ins, sem bæt­ast ofan á tæp­lega 17.000 króna útvarps­gjald, eru 20% af þeim heild­ar­tekjum sem fjöl­miðlar hafa af aug­lýs­inga­gerð í land­inu. Stór hluti þeirra tekna er af sjón­varps­aug­lýs­ingum sem myndu ekki fær­ast til ann­ara miðla nema í litlum mæli ef Rík­is­út­varpið væri ekki á aug­lýs­inga­mark­aði. Þá myndi fjöldi hæfi­leika­fólks, hönn­uða og leik­stjóra missa fram­færi sitt og þekk­ing flytj­ast burt eða glat­ast. Sjálf­sagt ætti að þykja að hafa íslenskt aug­lýs­inga­efni, því aug­lýs­ingar varð­veita sér­kenni þjóða og menn­ingu. Á eftir Rík­is­út­varp­inu tekur Morg­un­blaðið mest til sín, þrátt fyrir að hafa sterkastan bak­hjarl­inn, þá Vís­ir/365 og Frétta­blaðið og svo reka lest­ina miklu minni miðlar sem eiga ekki eins ríka vild­ar­vini. Fjöl­miðla­frum­varp mennta­mála­ráð­herra er til­raun til að skapa sann­gjarn­ara umhverfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla sem halda úti ólíkum sjón­ar­miðum og eru lýð­ræð­inu lífs­nauð­syn.

Auglýsing
Að fjár­mála­ráð­herra sam­þykki frum­varp Lilju mennta­mála­ráð­herra með fyr­ir­vara um end­ur­skoðun á aug­lýs­inga­stöðu Rík­is­út­varps­ins á fjöl­miðla­mark­aði segir okkur tvennt; að hann ótt­ast að fjöl­miðlar aðrir en þeir sem eru honum þókn­an­legir – sjálf­stæðir fjöl­miðlar eða Rík­is­út­varpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlut­lægni þar sem okkar hags­munir eru í fyr­ir­rúmi. Hins­vegar bendir þetta til þess að hann sé ver­ald­lega sinn­aður gaukur sem skilur ekki mik­il­vægi menn­ing­ar­verð­mæta sem ekki er hægt að kaupa og selja,“ segir Stein­unn Ólína meðal ann­ars í pistl­in­um. 

Stjórn RÚV ákvað að fram­lengja umsókn­ar­frest, til að sækja um starf útvarps­stjóra, en gagn­rýnt hefur verið listi yfir umsækj­endur var ekki birtur opin­ber­lega. Umsókn­ar­frestur er til 9. des­em­ber. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ragnheiður sat hjá þegar útvarpsstjóri var ráðinn
Ragnheiður Ríkharðsdóttir á sæti í stjórn RÚV en sat hjá í ráðningaferlinu vegna tengsla við fólk sem sóttist eftir starfinu.
Kjarninn 28. janúar 2020
Guðmundur Halldór Björnsson
Samruni eða fjandsamleg yfirtaka – Hvað á sameinað félag að heita?
Kjarninn 28. janúar 2020
Vigdís og Kolbrún gagnrýna ráðningu Stefáns en Dagur óskar RÚV til hamingju
Tveir oddvitar í minnihluta borgarstjórnar segist óttast að ráðning Stefáns Eiríkssonar sem útvarpsstjóra verði til þess að það muni halla á fréttaflutning úr borgarstjórn. Dagur B. Eggertsson gaf Stefáni sín „bestu meðmæli“ og óskar RÚV til hamingju.
Kjarninn 28. janúar 2020
Ingrid Kuhlman
Býður dánaraðstoð heim misnotkun?
Kjarninn 28. janúar 2020
Enginn má undan líta – óviðjafnanleg sögustund í Landnámssetri
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Öxina, sögustund í Landnámssetri.
Kjarninn 28. janúar 2020
Stefán Eiríksson nýr útvarpsstjóri RÚV
Stefán Eiríksson, sem hefur undanfarin ár gegnt starfi borgarritara og var þar áður lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið ráðinn útvarpsstjóri RÚV.
Kjarninn 28. janúar 2020
Nýr útvarpsstjóri RÚV kynntur í dag
Stjórn RÚV tók ákvörðun um næsta útvarpsstjóra á fundi í gærkvöldi. Fjórir stóðu eftir í síðustu viku. Nýr útvarpsstjóri verður kynntur á næstu klukkutímum.
Kjarninn 28. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Breytt staða í jafnréttisbaráttunni
Leslistinn 28. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent