Steinunn Ólína vill verða útvarpsstjóri

Magnús Geir Þórðarson tók nýverið við hlutverki Þjóðleikhússtjóra og því bíður það stjórnar RÚV að ráða nýjan útvarpsstjóra.

steinunnolina.jpg
Auglýsing

Stein­unn Ólína Þor­steins­dóttir sæk­ist eftir því að verða útvarps­stjóri RÚV. Frá þessu greinir hún á Face­book síðu sinni, og gerir ítar­lega grein fyrir afstöðu sinni til RÚV á hvaða tíma­mótum það stend­ur. 

„Þrátt fyrir að Rík­is­út­varpið eigi að vera fjöl­mið­ill allra lands­manna er það ekki svo í allra aug­um. Fólk ætti samt að staldra við þegar ráða­menn og háværar raddir slá því fram að til­vist Rík­is­út­varps­ins sé úrelt, að útvarps­gjaldið ætti ekki að inn­heimta og að stofn­unin ætti ekki að njóta tekna af aug­lýs­ing­um. Aug­lýs­inga­tekjur Rík­is­út­varps­ins, sem bæt­ast ofan á tæp­lega 17.000 króna útvarps­gjald, eru 20% af þeim heild­ar­tekjum sem fjöl­miðlar hafa af aug­lýs­inga­gerð í land­inu. Stór hluti þeirra tekna er af sjón­varps­aug­lýs­ingum sem myndu ekki fær­ast til ann­ara miðla nema í litlum mæli ef Rík­is­út­varpið væri ekki á aug­lýs­inga­mark­aði. Þá myndi fjöldi hæfi­leika­fólks, hönn­uða og leik­stjóra missa fram­færi sitt og þekk­ing flytj­ast burt eða glat­ast. Sjálf­sagt ætti að þykja að hafa íslenskt aug­lýs­inga­efni, því aug­lýs­ingar varð­veita sér­kenni þjóða og menn­ingu. Á eftir Rík­is­út­varp­inu tekur Morg­un­blaðið mest til sín, þrátt fyrir að hafa sterkastan bak­hjarl­inn, þá Vís­ir/365 og Frétta­blaðið og svo reka lest­ina miklu minni miðlar sem eiga ekki eins ríka vild­ar­vini. Fjöl­miðla­frum­varp mennta­mála­ráð­herra er til­raun til að skapa sann­gjarn­ara umhverfi fyrir einka­rekna fjöl­miðla sem halda úti ólíkum sjón­ar­miðum og eru lýð­ræð­inu lífs­nauð­syn.

Auglýsing
Að fjár­mála­ráð­herra sam­þykki frum­varp Lilju mennta­mála­ráð­herra með fyr­ir­vara um end­ur­skoðun á aug­lýs­inga­stöðu Rík­is­út­varps­ins á fjöl­miðla­mark­aði segir okkur tvennt; að hann ótt­ast að fjöl­miðlar aðrir en þeir sem eru honum þókn­an­legir – sjálf­stæðir fjöl­miðlar eða Rík­is­út­varpið – fái vald til að flytja okkur fréttir af hlut­lægni þar sem okkar hags­munir eru í fyr­ir­rúmi. Hins­vegar bendir þetta til þess að hann sé ver­ald­lega sinn­aður gaukur sem skilur ekki mik­il­vægi menn­ing­ar­verð­mæta sem ekki er hægt að kaupa og selja,“ segir Stein­unn Ólína meðal ann­ars í pistl­in­um. 

Stjórn RÚV ákvað að fram­lengja umsókn­ar­frest, til að sækja um starf útvarps­stjóra, en gagn­rýnt hefur verið listi yfir umsækj­endur var ekki birtur opin­ber­lega. Umsókn­ar­frestur er til 9. des­em­ber. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Játning Þórólfs: Er á „nippinu“ að herða aðgerðir
„Ég játa að ég er alveg á nippinu [að herða aðgerðir] og er búinn að vera þar lengi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, „og það þarf ekki mikið út af að bregða svo ég taki upp blaðið.“
Kjarninn 1. október 2020
Nína Þorkelsdóttir
Hvað er lagalæsi og af hverju skiptir það máli?
Kjarninn 1. október 2020
Píratar eru með svokallaðan flatan strúktúr í flokksstarfi sínu. Kastað var upp á að Jón Þór Ólafsson tæki við embætti flokksformanns.
Helgi Hrafn verður þingflokksformaður og Jón Þór nýr formaður Pírata
Helgi Hrafn Gunnarsson hefur verið kjörinn nýr þingflokksformaður Pírata og kastað hefur verið upp á að Jón Þór Ólafsson verði nýr formaður flokksins, en því embætti fylgja engar formlegar skyldur eða vald.
Kjarninn 1. október 2020
Saga Japans
Saga Japans
Saga Japans – 21. þáttur: Fyrsti Samúræinn
Kjarninn 1. október 2020
Síðustu daga hefur fjölgað í hópi þeirra sem þurfa á sjúkrahús innlögn að halda vegna COVID-19.
Þrettán á sjúkrahúsi með COVID-19 – tveir í öndunarvél
Sjúklingum sem lagðir hafa verið inn á Landspítalann með COVID-19 hefur fjölgað úr tíu í þrettán frá því í gær. Smitsjúkdómadeild hefur verið breytt í farsóttareiningu og unnið er að skipulagi á lungnadeild svo unnt verði að taka við fleiri COVID-sjúkum.
Kjarninn 1. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra og fer með málefni fjölmiðla í ríkisstjórn Íslands.
Framlög til RÚV skert um 310 milljónir en aðrir fjölmiðlar fá 392 milljóna stuðning
Ríkisstjórnin boðar styrki til einkarekinna fjölmiðla á næsta ári. Frumvarp um slíka verður lagt fram í þriðja sinn í haust. Ráðherra telur að síðustu greiðslur til þeirra hafi verið sanngjörn útfærsla.
Kjarninn 1. október 2020
Útgjöld aukin, tekjur lækka og niðurstaðan er 533 milljarða króna halli á tveimur árum
Stjórnvöld ætla ekki að skera niður eða hækka skatta til að takast á við yfirstandandi kreppu vegna kórónuveirufaraldursins. Í fjárlagafrumvarpi næsta árs kemur fram að tekjur og gjöld verði nánast þau sömu og áætlað er að þau verði í ár.
Kjarninn 1. október 2020
Karl Hafsteinsson, Bjarni Benediktsson, Aldís Hafsteinsdóttir og Sigurður Ingi Jóhannsson við undirritun samningsins í morgun
Tæpir fimm milljarðar króna til sveitarfélaganna
Ráðherrar ríkisstjórnarinnar undirrituðu viljayfirlýsingu um að auka fjárveitingar til sveitarfélaganna um tæpa fimm milljarða króna til að bæta skuldastöðu þeirra til næstu fimm ára.
Kjarninn 1. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent