„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“

Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, skaut föstum skotum að Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi en ástæðan var við­tal við ráð­herr­ann í kvöld­fréttum RÚV.

Fram kom í fréttum RÚV að dóms­mála­ráð­herra liti ekki svo á að Ísland væri í félags­skap með pólskum stjórn­völdum þótt þau hefðu lýst yfir stuðn­ingi við mál­stað Íslands í Lands­rétt­ar­mál­inu. Stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingin breytti engu um hvernig Ísland ræki málið fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

„Við erum í engum félags­skap með þeim og þó að þeir tjái sig um þetta mál og hafi skoðun á því. Evr­ópu­ríki gera það ítrekað varð­andi hin ýmsu mál sem eru fyrir mann­rétt­inda­dóm­stólnum og er heim­ilt að gera slíkt við hvaða mál sem er. Þannig að þetta breytir engu því hvernig við förum í málið og við erum í engum sér­stökum félags­skap við Pól­verja vegna þessa máls,“ sagði Áslaug Arna í gær­kvöldi.

Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld BeckJafn­framt greindi hún frá því að íslensk stjórn­völd hefðu ekki vitað af áhuga Pól­verja á mál­inu fyrr en grein­ar­gerðin var gerð opin­ber. Í henni segj­ast Pól­verjar líta svo á að nið­ur­staða máls­ins hafi mikið for­dæm­is­gildi og geti haft áhrif á evr­ópskar reglur um skipun dóm­ara. „Það hafa auð­vitað verið ýmsar skoð­anir á því og við höfum talið að þetta mál hafi ekki mikið for­dæm­is­gild­i,“ sagði ráð­herra á RÚV. 

Tak­mörkuð virð­ing fyrir sann­leik­anum

Þór­hildur Sunna gagn­rýnir þessi orð ráð­herra. „Kanntu ann­an? Henti­sem­is­rökin eru orðin svo mörg og virð­ingin fyrir sann­leik­anum svo tak­mörkuð að dóms­mála­ráð­herra lands­ins leyfir sér að halda fram þess­ari þvælu beint í kjöl­farið á grein­ar­gerð rík­is­lög­manns í mál­inu, þar sem for­dæm­is­gildið er bein­línis notað sem rök gegn dómi MDE,“ skrifar hún.

Hún heldur áfram og segir að for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir hafi end­ur­tekið þessi rök sem afsökun fyrir því að áfrýja mál­inu; vegna þess að það væri for­dæm­is­gef­andi í Evr­ópu. „Nú má ein­hver rifja upp fyrir mér hvernig bæði Áslaug og Þór­dís Kol­brún hafa verið að tala um þetta mál – en ekki man ég til þess að þær hafi áður borið fyrir sig að þessi dómur hafi ekk­ert for­dæm­is­gildi í Evr­ópu.“

Þá segir Þór­hildur Sunna það jafn­framt vera vand­ræða­legt fyrir Áslaugu Örnu að RÚV vísi svo í álit meiri­hluta fjár­laga­nefndar beint í kjöl­farið á „bull­inu í henni“ þar sem for­dæm­is­gildið sé meðal ann­ars notað sem rök fyrir 8 millj­óna króna fjár­veit­ingu til Rík­is­lög­manns.

Ráðu­neytið tald­i ­dóm MDE ekki aðeins hafa áhrif hér á landi heldur um alla Evr­ópu

Þór­hildur Sunna vísar í til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem birt­ist þann 9. apríl síð­ast­lið­inn á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en í henni segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður sé til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans.

„Það er einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda vekur málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ segir í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins frá því í apr­íl.

Þór­hildur Sunna líkur færslu sinni á að segja: „Meiri ans­vít­ans vit­leysan sem vellur upp úr stjórn­ar­heim­il­inu þessa dag­ana.“

Nei hættu nú alveg. Áslaug Arna, dóms­mála­ráð­herra sagði rétt í þessu (í kvöld­fréttum RÚV) um Lands­rétt­ar­málið fyr­ir­...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Sunday, Decem­ber 8, 2019


Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ástráður Haraldsson
Ástráður varar við dómsmáli ef þegar skipaðir dómarar verði skipaðir í lausa stöðu
Umsækjandi um stöðu Landsréttardómara hefur skrifað dómsmálaráðherra og varað við því að hann áskilji sér rétt til þess að láta reyna á það fyrir dómstólum ef þegar skipaðir dómarar fái stöðuna. Tveir hinna umsækjendanna eru nú þegar dómarar við réttinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Stefán Eiríksson á meðal umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra
Búið er að velja út fámennan hóp umsækjenda um stöðu útvarpsstjóra sem valið verður úr. Sitjandi borgarritari er á meðal þeirra sem eru í þeim hópi.
Kjarninn 24. janúar 2020
Vilja þjóðaratkvæði um auðlindarákvæði fyrir mitt ár 2020
Hópurinn sem safnaði á sjötta tug þúsunda undirskrifta gegn afhendingu makrílkvóta í meira en eitt ár í senn á árinu 2015 hefur sent áskorun til Alþingis um að fram fari þjóðaratkvæðagreiðsla um tvær tillögur um auðlindaákvæði í stjórnarskrá.
Kjarninn 24. janúar 2020
Ástráður Haraldsson héraðsdómari.
Ástráður var á meðal umsækjenda um skipun í Landsrétt en gleymdist
Alls sóttu fjórir um embætti Landsréttardómara sem auglýst var laust til umsóknar í byrjun árs. Þar á meðal er einn þeirra sem var metinn á meðal hæfustu umsækjenda árið 2017, en ekki skipaður.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent