„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“

Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, skaut föstum skotum að Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi en ástæðan var við­tal við ráð­herr­ann í kvöld­fréttum RÚV.

Fram kom í fréttum RÚV að dóms­mála­ráð­herra liti ekki svo á að Ísland væri í félags­skap með pólskum stjórn­völdum þótt þau hefðu lýst yfir stuðn­ingi við mál­stað Íslands í Lands­rétt­ar­mál­inu. Stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingin breytti engu um hvernig Ísland ræki málið fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

„Við erum í engum félags­skap með þeim og þó að þeir tjái sig um þetta mál og hafi skoðun á því. Evr­ópu­ríki gera það ítrekað varð­andi hin ýmsu mál sem eru fyrir mann­rétt­inda­dóm­stólnum og er heim­ilt að gera slíkt við hvaða mál sem er. Þannig að þetta breytir engu því hvernig við förum í málið og við erum í engum sér­stökum félags­skap við Pól­verja vegna þessa máls,“ sagði Áslaug Arna í gær­kvöldi.

Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld BeckJafn­framt greindi hún frá því að íslensk stjórn­völd hefðu ekki vitað af áhuga Pól­verja á mál­inu fyrr en grein­ar­gerðin var gerð opin­ber. Í henni segj­ast Pól­verjar líta svo á að nið­ur­staða máls­ins hafi mikið for­dæm­is­gildi og geti haft áhrif á evr­ópskar reglur um skipun dóm­ara. „Það hafa auð­vitað verið ýmsar skoð­anir á því og við höfum talið að þetta mál hafi ekki mikið for­dæm­is­gild­i,“ sagði ráð­herra á RÚV. 

Tak­mörkuð virð­ing fyrir sann­leik­anum

Þór­hildur Sunna gagn­rýnir þessi orð ráð­herra. „Kanntu ann­an? Henti­sem­is­rökin eru orðin svo mörg og virð­ingin fyrir sann­leik­anum svo tak­mörkuð að dóms­mála­ráð­herra lands­ins leyfir sér að halda fram þess­ari þvælu beint í kjöl­farið á grein­ar­gerð rík­is­lög­manns í mál­inu, þar sem for­dæm­is­gildið er bein­línis notað sem rök gegn dómi MDE,“ skrifar hún.

Hún heldur áfram og segir að for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir hafi end­ur­tekið þessi rök sem afsökun fyrir því að áfrýja mál­inu; vegna þess að það væri for­dæm­is­gef­andi í Evr­ópu. „Nú má ein­hver rifja upp fyrir mér hvernig bæði Áslaug og Þór­dís Kol­brún hafa verið að tala um þetta mál – en ekki man ég til þess að þær hafi áður borið fyrir sig að þessi dómur hafi ekk­ert for­dæm­is­gildi í Evr­ópu.“

Þá segir Þór­hildur Sunna það jafn­framt vera vand­ræða­legt fyrir Áslaugu Örnu að RÚV vísi svo í álit meiri­hluta fjár­laga­nefndar beint í kjöl­farið á „bull­inu í henni“ þar sem for­dæm­is­gildið sé meðal ann­ars notað sem rök fyrir 8 millj­óna króna fjár­veit­ingu til Rík­is­lög­manns.

Ráðu­neytið tald­i ­dóm MDE ekki aðeins hafa áhrif hér á landi heldur um alla Evr­ópu

Þór­hildur Sunna vísar í til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem birt­ist þann 9. apríl síð­ast­lið­inn á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en í henni segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður sé til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans.

„Það er einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda vekur málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ segir í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins frá því í apr­íl.

Þór­hildur Sunna líkur færslu sinni á að segja: „Meiri ans­vít­ans vit­leysan sem vellur upp úr stjórn­ar­heim­il­inu þessa dag­ana.“

Nei hættu nú alveg. Áslaug Arna, dóms­mála­ráð­herra sagði rétt í þessu (í kvöld­fréttum RÚV) um Lands­rétt­ar­málið fyr­ir­...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Sunday, Decem­ber 8, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Miklar landslagsbreytingar þetta árið í Surtsey
Nú stendur yfir árlegur líffræðileiðandur í Surtsey en sérstaka athygli vöktu landslagsbreytingar þar sem jarðvegur hefur skolast úr hlíðum og út í haf. Það hefur myndað sandstrendur á austanverðri eynni.
Kjarninn 15. júlí 2020
Herferðin styðst við kenningar um að það að öskra af lífs og sálarkröftum sé streitulosandi.
Öskur útlendinga munu hljóma á sjö stöðum á Íslandi
Í nýrri herferð Íslandsstofu eru útlendingar hvattir til að taka upp öskur sín sem síðan munu glymja í gegnum hátalara víðs vegar um Ísland. Streitulosun og ferðalög eru markmiðin.
Kjarninn 15. júlí 2020
„Nú var það þannig að ég var tekin í gíslingu“
Öll þau fimmtíu og sjö ríki sem eiga aðild að ÖSE hafa neitunarvald þegar kemur að skipan æðstu yfirmanna. „Fyrir svona rúmum mánuði síðan hefði mér ekki dottið þetta í hug – að þetta væri yfirvofandi,“ segir Ingibjörg Sólrún í samtali við Kjarnann.
Kjarninn 15. júlí 2020
Bæjarhúsin að Heyklifi.
Hágæða ferðaþjónusta „sem á engan sinn líka“ þarf ekki í umhverfismat
Á jörðinni Heyklifi sunnan Stöðvarfjarðar er áformað að reisa hótel og heilsulind fyrir um 250 gesti. Framkvæmdaaðili hyggst reyna að raska „sérstæðri og tilkomumikilli“ náttúru svæðisins sem minnst en hún einkennist af klettakömbum og klettóttri strönd.
Kjarninn 15. júlí 2020
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent