„Meiri ansvítans vitleysan sem vellur upp úr stjórnarheimilinu þessa dagana“

Þingmaður Pírata bendir á ósamræmi í málflutningi sem kemur frá dómsmálaráðuneytinu varðandi svokallað Landsréttarmál. Hún segir dómsmálaráðherra beita hentisemisrökum í málinu.

Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Auglýsing

Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, skaut föstum skotum að Áslaugu Örnu Sig­ur­björns­dóttur dóms­mála­ráð­herra í stöðu­upp­færslu á Face­book í gær­kvöldi en ástæðan var við­tal við ráð­herr­ann í kvöld­fréttum RÚV.

Fram kom í fréttum RÚV að dóms­mála­ráð­herra liti ekki svo á að Ísland væri í félags­skap með pólskum stjórn­völdum þótt þau hefðu lýst yfir stuðn­ingi við mál­stað Íslands í Lands­rétt­ar­mál­inu. Stuðn­ings­yf­ir­lýs­ingin breytti engu um hvernig Ísland ræki málið fyrir Mann­rétt­inda­dóm­stól Evr­ópu.

„Við erum í engum félags­skap með þeim og þó að þeir tjái sig um þetta mál og hafi skoðun á því. Evr­ópu­ríki gera það ítrekað varð­andi hin ýmsu mál sem eru fyrir mann­rétt­inda­dóm­stólnum og er heim­ilt að gera slíkt við hvaða mál sem er. Þannig að þetta breytir engu því hvernig við förum í málið og við erum í engum sér­stökum félags­skap við Pól­verja vegna þessa máls,“ sagði Áslaug Arna í gær­kvöldi.

Auglýsing

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mynd: Bára Huld BeckJafn­framt greindi hún frá því að íslensk stjórn­völd hefðu ekki vitað af áhuga Pól­verja á mál­inu fyrr en grein­ar­gerðin var gerð opin­ber. Í henni segj­ast Pól­verjar líta svo á að nið­ur­staða máls­ins hafi mikið for­dæm­is­gildi og geti haft áhrif á evr­ópskar reglur um skipun dóm­ara. „Það hafa auð­vitað verið ýmsar skoð­anir á því og við höfum talið að þetta mál hafi ekki mikið for­dæm­is­gild­i,“ sagði ráð­herra á RÚV. 

Tak­mörkuð virð­ing fyrir sann­leik­anum

Þór­hildur Sunna gagn­rýnir þessi orð ráð­herra. „Kanntu ann­an? Henti­sem­is­rökin eru orðin svo mörg og virð­ingin fyrir sann­leik­anum svo tak­mörkuð að dóms­mála­ráð­herra lands­ins leyfir sér að halda fram þess­ari þvælu beint í kjöl­farið á grein­ar­gerð rík­is­lög­manns í mál­inu, þar sem for­dæm­is­gildið er bein­línis notað sem rök gegn dómi MDE,“ skrifar hún.

Hún heldur áfram og segir að for­sæt­is­ráð­herra, Katrín Jak­obs­dóttir hafi end­ur­tekið þessi rök sem afsökun fyrir því að áfrýja mál­inu; vegna þess að það væri for­dæm­is­gef­andi í Evr­ópu. „Nú má ein­hver rifja upp fyrir mér hvernig bæði Áslaug og Þór­dís Kol­brún hafa verið að tala um þetta mál – en ekki man ég til þess að þær hafi áður borið fyrir sig að þessi dómur hafi ekk­ert for­dæm­is­gildi í Evr­ópu.“

Þá segir Þór­hildur Sunna það jafn­framt vera vand­ræða­legt fyrir Áslaugu Örnu að RÚV vísi svo í álit meiri­hluta fjár­laga­nefndar beint í kjöl­farið á „bull­inu í henni“ þar sem for­dæm­is­gildið sé meðal ann­ars notað sem rök fyrir 8 millj­óna króna fjár­veit­ingu til Rík­is­lög­manns.

Ráðu­neytið tald­i ­dóm MDE ekki aðeins hafa áhrif hér á landi heldur um alla Evr­ópu

Þór­hildur Sunna vísar í til­kynn­ingu frá dóms­mála­ráðu­neyt­inu sem birt­ist þann 9. apríl síð­ast­lið­inn á vef Stjórn­ar­ráðs­ins en í henni segir að dómur MDE hafi ekki aðeins áhrif hér á landi heldur einnig um alla Evr­ópu, hvað varðar spurn­ingar um það hvort skipan dóm­stóla sé ákveðin með lögum í þeim skiln­ingi sem lagður sé til grund­vallar í nið­ur­stöðu meiri­hlut­ans.

„Það er einnig mat sér­fræð­inga dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins, að höfðu sam­ráði við rík­is­lög­mann og dr. Thomas Horn, mál­flutn­ings­mann og sér­fræð­ing í mann­rétt­indum og rétt­ar­fari, að leita eigi end­ur­skoð­unar á dómi MDE enda vekur málið upp veiga­miklar spurn­ingar um túlkun og fram­kvæmd mann­rétt­inda­sátt­mála Evr­ópu,“ segir í til­kynn­ingu dóms­mála­ráðu­neyt­is­ins frá því í apr­íl.

Þór­hildur Sunna líkur færslu sinni á að segja: „Meiri ans­vít­ans vit­leysan sem vellur upp úr stjórn­ar­heim­il­inu þessa dag­ana.“

Nei hættu nú alveg. Áslaug Arna, dóms­mála­ráð­herra sagði rétt í þessu (í kvöld­fréttum RÚV) um Lands­rétt­ar­málið fyr­ir­...

Posted by Þór­hildur Sunna Ævars­dóttir on Sunday, Decem­ber 8, 2019


Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Jeff Bezos forstjóri Amazon
Metfjórðungur hjá Amazon
Tekjur Amazon á síðustu þremur mánuðum voru rúmlega fjórum sinnum meiri en landsframleiðsla Íslands í fyrra.
Kjarninn 30. október 2020
Guðni Bergsson er formaður KSÍ.
Íslandsmótið í knattspyrnu flautað af – efstu liðin krýnd Íslandsmeistarar
Valur er Íslandsmeistari í knattspyrnu karla og Breiðablik Íslandsmeistari kvenna.
Kjarninn 30. október 2020
Þríeykið og aðrir sérfróðir viðbragðsaðilar njóta yfirburðatrausts hjá Íslendingum – en á bilinu 94-96 prósenst segjast treysta því að fá áreiðanlegar upplýsingar um veirufjárann þaðan.
Íslendingar treysta sérfróðum yfirvöldum og fjölmiðlum vel í tengslum við COVID-19
Vinnuhópur þjóðaröryggisráðs um upplýsingaóreiðu í tengslum við COVID-19 hefur skilað af sér skýrslu. Þar kemur m.a. fram að traust til þríeykisins og annarra sérfróðra yfirvalda er afgerandi og traust til innlendra fjölmiðla sömuleiðis mjög mikið.
Kjarninn 30. október 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti hertar aðgerðir vegna útbreiðslu kórónuveirufaraldursins á blaðamannafundi fyrr í dag. Efnahagsaðgerðirnar eru afleiðing af þeirri stöðu.
Tekjufallsstyrkir útvíkkaðir, viðspyrnustyrkir kynntir og rætt um áframhald hlutabótaleiðar
Ríkisstjórn Íslands boðar enn einn efnahagspakkann. Sá nýjasti er sniðinn að mestu að þeim minni fyrirtækjum og einyrkjum sem þurfa að loka vegna kórónuveirufaraldursins.
Kjarninn 30. október 2020
Höfuðstöðvar Arion banka í Borgartúni
Segir umfram eigið fé ekki hafa tengingu við úrræði stjórnvalda
Bankastjóri Arion banka segir viðskiptavini sína hafið notið góðs af minni álagningum stjórnvalda á bankakerfið og litla tengingu vera á milli þess og umfram eigin fé bankans.
Kjarninn 30. október 2020
Frá aðalmeðferð málanna í Héraðsdómi Reykjavíkur í haust.
Seðlabankinn sýknaður af kröfum Samherja en þarf að borga Þorsteini Má persónulega
Héraðsdómur Reykjavíkur kvað í dag upp dóm í skaðabótamálum Samherja og Þorsteins Más Baldvinssonar forstjóra fyrirtækisins á hendur bankanum. Seðlabankinn var sýknaður af kröfu fyrirtækisins, en þarf að borga forstjóranum skaðabætur.
Kjarninn 30. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þetta eru áhyggjur Þórólfs
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir tínir til margvísleg áhyggjuefni sín í minnisblaðinu sem liggur til grundvallar hertum samkomutakmörkunum sem eru þær ströngustu í faraldrinum hingað til.
Kjarninn 30. október 2020
Frá blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.
Tíu manna fjöldatakmarkanir næstu vikur
Hertar sóttvarnaráðstafanir taka gildi strax á miðnætti og eiga að gilda til 17. nóvember. Einungis 10 mega koma saman, nema í útförum, matvöruverslunum, apótekum og almenningssamgöngum. Skólar verða áfram opnir.
Kjarninn 30. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent