Ámælisvert að farið sé í húsnæðisátak án fullnægjandi þarfagreiningar

Minnihluti velferðarnefndar gagnrýnir harðlega vinnubrögð félags- og barnamálaráðherra við framlagningu frumvarps um breytingar á lögum um almennar leiguíbúðir og leggst minnihlutinn gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkarinnar og formaður Velferðarnefndar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkarinnar og formaður Velferðarnefndar.
Auglýsing

For­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, auk þriggja nefnd­ar­manna, leggst gegn því að frum­varp ­fé­lags- og barna­mála­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir verði sam­þykkt. Nefnd­ar­menn­irn­ir ­gagn­rýna harð­lega vinnu­brögð ráð­herra við fram­lagn­ingu frum­varps­ins og telja það ­jafn­fram­t á­mæl­is­vert að stjórn­völd grípi til átaks á hús­næð­is­mark­aði án þess að fari fram full­nægj­andi þarfa­grein­ing.

Jafn­framt telur nefndin hættu á að hækkun tekju- og ­eign­ar­marka ­leigj­enda í almennum íbúðum verði á kostnað þeirra allra tekju­lægstu og þeirra sem séu í mestri þörf. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur  í nefnd­ar­á­liti minni­hlut­ans um frum­varpið

Mið­ist við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ung­unum

Ein stærsta breyt­ingin sem lögð er til í frum­varp­inu er hækkun tekju- og eigna­marka leigj­enda almennra íbúða. Í núgild­andi lögum um almennar íbúðir er kveðið á um hve há tekju- og eigna­mörk leigj­enda megi vera og mið­ast þau mörk nú við neðri fjórð­ungs­mörk, 25 pró­sent, reglu­legra heild­ar­launa full­vinn­andi ein­stak­linga. Það eru sömu tekju- og eigna­mörk og gilt hafa um leigj­endur félags­legra leigu­í­búða sem fjár­magn­aðar hafa verið með lánum með sér­stökum vaxta­kjörum frá Íbúða­lána­sjóði.

Með frum­varpi félags­mála­ráð­herra er lögð til sú breyt­ing að tekju- og eigna­mörk verði hækkuð þannig að þau mið­ist við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ung­un­um, 40 pró­sent.

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­lit­i minni­hlut­ans er bent á að frum­varpið er liður í stuðn­ingi stjórn­valda við lífs­kjara­samn­ing­ana svoköll­uðu sem und­ir­rit­aðar voru í apr­íl. Nefndin segir að kjara­samn­ing­arn­ir hafi ein­ungis verið gerðir við hinar vinn­andi stéttir en að frum­varpið hafi einnig áhrif á hinn almenna fast­eigna­eig­anda sem og þeim hópi sem hækk­andi leigu­verð hef­ur komið hvað harð­ast niður á, öryrkj­um, eldri borg­ur­um, atvinnu­lausum og náms­mönn­um.

Telur minni­hlut­inn því ámæl­is­vert að farið sé í átak sem þetta án þess að það fari fram þarfa­grein­ing á hvar á land­in­u þörfin fyrir hús­næði sé mest og hver staðan sé á almennum fast­eigna­mark­að­i. 

Eftir breyt­ing­arnar muni stór hópur bera skertan hlut frá borði

Minni­hlut­inn segir jafn­framt að meiri­hluti vel­ferð­ar­nefnd­ar­innar hafi ekki tekið til­lit til þeirra athuga­semda sem fram komu í umsögn Félags­bú­staða hf. sem er eig­andi langstærsta hluta félags­legra íbúða á land­inu, vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar sem þjón­ustar flesta íbúa lands­ins eða umsagna Öryrkja­banda­lags­ins og Brynju – hús­sjóðs Öryrkja­banda­lags­ins um frum­varp­ið.

Í umsögnum þeirra var bent á að frum­varpið feli í sér mikla fjölgun þeirra ein­stak­linga sem munu eiga kost á almennum íbúðum vegna hækk­unar tekju- og eigna­marka og vegna áforma um byggða­fram­lög þar sem skortur er á leigu­hús­næði. Lýst er yfir áhyggjum um að slíkar breyt­ingar gætu haft þau áhrif að sá hópur sem til þessa hefur átt rétt á félags­legu hús­næði beri skertan hlut frá borði.

Félags­bú­staðir telja til mynda að ef frum­varpið nái fram að ganga þá muni félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­laga verða settar í minni for­gang fyrir árin 2020 til 2022. 

Meiri­hlut­inn fylgj­andi frum­varp­inu 

Í áliti meiri­hlut­ans um frum­varpið er einnig fjallað um þetta, þar að segja þá skoðun að með breyt­ing­unum sé verið að lög­festa for­gang tekju­lágra ein­stak­linga á vinnu­mark­aði og slík for­gangs­röðun kunni til að mynda að vera á kostn­að ör­orku­líf­eyr­is­þega. ­Meiri­hlut­inn bendir hins vegar á að fjár­magn til úthlut­unar á stofn­fram­lögum hafi verið aukið veru­lega og ætti sú aukn­ing að koma til móts við hækkun tekju- og ­eigna­marka. 

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sést hér fyrir miðju en hún er framsögumaður meiri hluta nefndarinnar í þesu máli. Mynd: Bára Huld Beck.

Auk þess sé með­ frum­varp­in­u lagt til að Íbúða­lána­sjóður skuli tíma­bundið miða við að a.m.k. tveir þriðju hlutar þess fjár­magns sem til úthlut­unar er hverju sinni renni til íbúða sem ætl­aðar eru tekju- og eigna­minni leigj­endum á vinnu­mark­aði. Lagt er til grund­vallar að ákvæðið falli úr gildi þegar stofn­fram­lögum hefur verið úthlutað til 1.534 almennra íbúða sem ætl­aðar eru tekju- og eigna­minni leigj­endum á vinnu­mark­aði.

Meiri­hlut­inn ­leggur því til að frum­varpið verði sam­þykkt en beinir því til félags- og barna­mála­ráð­herra að fylgj­ast sér­stak­lega með hús­næð­is­þörf öryrkja og fatl­aðs fólks sem þarf á sér­tækum búsetu­úr­ræðum að halda og bregð­ast við í sam­ræmi við þær þarf­ir.

Gagn­rýna vinnu­brögð ráð­herra 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Mynd:Bára Huld Beck.Minni­hlut­inn gagn­rýnir jafn­framt harð­lega vinnu­brögð ráð­herra við fram­lagn­ingu frum­varps­ins í áliti sínu. Gagn­rýnt er að umsagn­ar­að­ilar hafi aðeins fengið eina viku til að kynna sér frum­varpið og skila inn umsögn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Jafn­framt gagn­rýnir minni­hlut­inn það harka­lega hversu seint frum­varpið er lagt fram á Alþingi. Mælt var fyrir mál­inu um miðjan nóv­em­ber eða um hálfu ári eftir að umsagn­ar­ferli lauk í sam­ráðs­gátt. Nefnd­inni hafi því ekki gef­ist nægur tími til þess að vinna lag­fær­ingar á frum­varp­inu, meðal ann­ars þar sem ekki hafi gef­ist tími til þess að kalla alla umsagn­ar­að­ila á fund nefnd­ar­innar sem gerðu alvar­legar athuga­semdir við frum­varp­ið.

„Það verður að telj­ast ámæl­is­vert af stjórn­völdum þegar um er að ræða eins viða­mikið mál og umfangs­miklar breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir að standa svo að mál­u­m,“ segir í nefnd­ar­á­lit­in­u. 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent