Ámælisvert að farið sé í húsnæðisátak án fullnægjandi þarfagreiningar

Minnihluti velferðarnefndar gagnrýnir harðlega vinnubrögð félags- og barnamálaráðherra við framlagningu frumvarps um breytingar á lögum um almennar leiguíbúðir og leggst minnihlutinn gegn því að frumvarpið verði samþykkt.

Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkarinnar og formaður Velferðarnefndar.
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkarinnar og formaður Velferðarnefndar.
Auglýsing

For­maður vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is, auk þriggja nefnd­ar­manna, leggst gegn því að frum­varp ­fé­lags- og barna­mála­ráð­herra um breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir verði sam­þykkt. Nefnd­ar­menn­irn­ir ­gagn­rýna harð­lega vinnu­brögð ráð­herra við fram­lagn­ingu frum­varps­ins og telja það ­jafn­fram­t á­mæl­is­vert að stjórn­völd grípi til átaks á hús­næð­is­mark­aði án þess að fari fram full­nægj­andi þarfa­grein­ing.

Jafn­framt telur nefndin hættu á að hækkun tekju- og ­eign­ar­marka ­leigj­enda í almennum íbúðum verði á kostnað þeirra allra tekju­lægstu og þeirra sem séu í mestri þörf. Þetta er á meðal þess sem fram kem­ur  í nefnd­ar­á­liti minni­hlut­ans um frum­varpið

Mið­ist við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ung­unum

Ein stærsta breyt­ingin sem lögð er til í frum­varp­inu er hækkun tekju- og eigna­marka leigj­enda almennra íbúða. Í núgild­andi lögum um almennar íbúðir er kveðið á um hve há tekju- og eigna­mörk leigj­enda megi vera og mið­ast þau mörk nú við neðri fjórð­ungs­mörk, 25 pró­sent, reglu­legra heild­ar­launa full­vinn­andi ein­stak­linga. Það eru sömu tekju- og eigna­mörk og gilt hafa um leigj­endur félags­legra leigu­í­búða sem fjár­magn­aðar hafa verið með lánum með sér­stökum vaxta­kjörum frá Íbúða­lána­sjóði.

Með frum­varpi félags­mála­ráð­herra er lögð til sú breyt­ing að tekju- og eigna­mörk verði hækkuð þannig að þau mið­ist við tekjur í tveimur lægstu tekju­fimmt­ung­un­um, 40 pró­sent.

Auglýsing

Í nefnd­ar­á­lit­i minni­hlut­ans er bent á að frum­varpið er liður í stuðn­ingi stjórn­valda við lífs­kjara­samn­ing­ana svoköll­uðu sem und­ir­rit­aðar voru í apr­íl. Nefndin segir að kjara­samn­ing­arn­ir hafi ein­ungis verið gerðir við hinar vinn­andi stéttir en að frum­varpið hafi einnig áhrif á hinn almenna fast­eigna­eig­anda sem og þeim hópi sem hækk­andi leigu­verð hef­ur komið hvað harð­ast niður á, öryrkj­um, eldri borg­ur­um, atvinnu­lausum og náms­mönn­um.

Telur minni­hlut­inn því ámæl­is­vert að farið sé í átak sem þetta án þess að það fari fram þarfa­grein­ing á hvar á land­in­u þörfin fyrir hús­næði sé mest og hver staðan sé á almennum fast­eigna­mark­að­i. 

Eftir breyt­ing­arnar muni stór hópur bera skertan hlut frá borði

Minni­hlut­inn segir jafn­framt að meiri­hluti vel­ferð­ar­nefnd­ar­innar hafi ekki tekið til­lit til þeirra athuga­semda sem fram komu í umsögn Félags­bú­staða hf. sem er eig­andi langstærsta hluta félags­legra íbúða á land­inu, vel­ferð­ar­sviðs Reykja­vík­ur­borgar sem þjón­ustar flesta íbúa lands­ins eða umsagna Öryrkja­banda­lags­ins og Brynju – hús­sjóðs Öryrkja­banda­lags­ins um frum­varp­ið.

Í umsögnum þeirra var bent á að frum­varpið feli í sér mikla fjölgun þeirra ein­stak­linga sem munu eiga kost á almennum íbúðum vegna hækk­unar tekju- og eigna­marka og vegna áforma um byggða­fram­lög þar sem skortur er á leigu­hús­næði. Lýst er yfir áhyggjum um að slíkar breyt­ingar gætu haft þau áhrif að sá hópur sem til þessa hefur átt rétt á félags­legu hús­næði beri skertan hlut frá borði.

Félags­bú­staðir telja til mynda að ef frum­varpið nái fram að ganga þá muni félags­legar íbúðir sveit­ar­fé­laga verða settar í minni for­gang fyrir árin 2020 til 2022. 

Meiri­hlut­inn fylgj­andi frum­varp­inu 

Í áliti meiri­hlut­ans um frum­varpið er einnig fjallað um þetta, þar að segja þá skoðun að með breyt­ing­unum sé verið að lög­festa for­gang tekju­lágra ein­stak­linga á vinnu­mark­aði og slík for­gangs­röðun kunni til að mynda að vera á kostn­að ör­orku­líf­eyr­is­þega. ­Meiri­hlut­inn bendir hins vegar á að fjár­magn til úthlut­unar á stofn­fram­lögum hafi verið aukið veru­lega og ætti sú aukn­ing að koma til móts við hækkun tekju- og ­eigna­marka. 

Halla Signý Kristjánsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, sést hér fyrir miðju en hún er framsögumaður meiri hluta nefndarinnar í þesu máli. Mynd: Bára Huld Beck.

Auk þess sé með­ frum­varp­in­u lagt til að Íbúða­lána­sjóður skuli tíma­bundið miða við að a.m.k. tveir þriðju hlutar þess fjár­magns sem til úthlut­unar er hverju sinni renni til íbúða sem ætl­aðar eru tekju- og eigna­minni leigj­endum á vinnu­mark­aði. Lagt er til grund­vallar að ákvæðið falli úr gildi þegar stofn­fram­lögum hefur verið úthlutað til 1.534 almennra íbúða sem ætl­aðar eru tekju- og eigna­minni leigj­endum á vinnu­mark­aði.

Meiri­hlut­inn ­leggur því til að frum­varpið verði sam­þykkt en beinir því til félags- og barna­mála­ráð­herra að fylgj­ast sér­stak­lega með hús­næð­is­þörf öryrkja og fatl­aðs fólks sem þarf á sér­tækum búsetu­úr­ræðum að halda og bregð­ast við í sam­ræmi við þær þarf­ir.

Gagn­rýna vinnu­brögð ráð­herra 

Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Mynd:Bára Huld Beck.Minni­hlut­inn gagn­rýnir jafn­framt harð­lega vinnu­brögð ráð­herra við fram­lagn­ingu frum­varps­ins í áliti sínu. Gagn­rýnt er að umsagn­ar­að­ilar hafi aðeins fengið eina viku til að kynna sér frum­varpið og skila inn umsögn í sam­ráðs­gátt stjórn­valda. 

Jafn­framt gagn­rýnir minni­hlut­inn það harka­lega hversu seint frum­varpið er lagt fram á Alþingi. Mælt var fyrir mál­inu um miðjan nóv­em­ber eða um hálfu ári eftir að umsagn­ar­ferli lauk í sam­ráðs­gátt. Nefnd­inni hafi því ekki gef­ist nægur tími til þess að vinna lag­fær­ingar á frum­varp­inu, meðal ann­ars þar sem ekki hafi gef­ist tími til þess að kalla alla umsagn­ar­að­ila á fund nefnd­ar­innar sem gerðu alvar­legar athuga­semdir við frum­varp­ið.

„Það verður að telj­ast ámæl­is­vert af stjórn­völdum þegar um er að ræða eins viða­mikið mál og umfangs­miklar breyt­ingar á lögum um almennar íbúðir að standa svo að mál­u­m,“ segir í nefnd­ar­á­lit­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ný fjarskiptalög gætu kostað Sýn 325 milljónir króna
Í ársreikningi Sýnar er fjallað um lagasetningu sem er í pípunum, og er bæði íþyngjandi og ívilnandi fyrir fyrirtækið. Annars vegar er um að ræða frumvarp til nýrra fjarskiptalaga og hins vegar frumvarp um styrkveitingar til einkarekinna fjölmiðla.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Twitter búið að opna útibú í Reykjavík
Í lok síðasta mánaðar var útibú fyrir Twitter skráð í fyrirtækjaskrá. Stofnandi Ueno, sem seldi fyrirtækið nýverið til samfélagsmiðlarisans, vann fyrsta daginn sinn fyrir Twitter hérlendis í dag.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Hlöðver Skúli Hákonarson
Fjölmiðlaeyjan Ísland
Kjarninn 27. febrúar 2021
Andrés Pétursson
Evrópusambandslöndin tapa á Brexit
Kjarninn 27. febrúar 2021
Tæp 42 prósent Íslendinga eru á móti því að Ísland gangi í Evrópusambandið, samkvæmt nýlegri könnun Maskínu.
Íslendingarnir sem vilja helst ekki ganga í ESB
Litlar hreyfingar eru á afstöðu Íslendinga til inngöngu í ESB á milli ára og tæp 42 prósent segjast andvíg inngöngu. Kjarninn skoðaði hvaða hópar á Íslandi eru mest á móti Evrópusambandsaðild.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Rannsóknir eru þegar hafnar á virkni og öryggi bóluefnis AstraZeneca fyrir börn og segir Jóhanna það mikið fagnaðarefni.
Ef börn verði ekki bólusett gæti faraldur brotist út á meðal þeirra
Þegar faraldur fær að ganga óáreittur um ákveðna næma hópa fara sjaldgæfir atburðir að eiga sér stað. „Sjaldgæfir alvarlegir atburðir sem við viljum ekki sjá,“ segir Jóhanna Jakobsdóttir líftölfræðingur.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent