Sýnir fram á tengsl áfallastreituröskunar og hjartasjúkdóma

Íslenskur læknir segir að áfalla- og streituraskanir séu ein helsta áskorun lýðheilsuvísinda þessarar aldar. Ný rannsókn sýnir að fólk með áfalla- og streitutengdar raskanir er í 30 til 60 prósent aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum.

1. maí 2019
Auglýsing

Unnur Valdimarsdóttir, faraldsfræðingur og prófessor við læknadeild Háskóla Íslands‚ segir að sterk rök séu fyrir því að ein mikilvægasta lýðheilsuáskorun 21. aldar sé heilsufarslegar afleiðingar af áföllum og langvinnri streitu. Því sé mikilvægt að auka forvarnir og meðferðir á því sviði. 

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í ritstjórnargrein Unnar í nýjasta tölublaði Læknablaðsins. 

Þriðjungur kvenna verða fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi

Í greininni kemur fram að alls mun tæplega þriðjungur manna þróa með sér geðröskun af einhverju tagi einhvern tímann á lífsleiðinni en líkurnar á því aukast verulega í kjölfar áfalla og þungbærrar lífsreynslu á borð við ofbeldi, náttúruhamfarir, tekju- eða atvinnumissi, greiningu lífshættulegra sjúkdóma innan fjölskyldu og ástvinamissi. 

Unnur bendir á að slíkir atburðir séu algengir í okkar samfélagi en til dæmis megi gera ráð fyrir því að þriðjungur kvenna verði fyrir kynferðislegu eða líkamlegu ofbeldi og flest okkar upplifa alvarleg veikindi og/eða ástvinamissi einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Auglýsing

Þá hafi rannsóknar á síðustu árum rennt styrkum stoðum áfalla og áfallatengdra raskana við þróun líkamlegra sjúkdóma en Unnur vinnur um þessar mundir að rannsóknum sem varpa ljósi á breytileika í heilsufarsþróun í kjölfar áfalla. Þar á meðal vinnur rannsóknarhópurinn hennar að rannsókninni Áfallasaga kvenna í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu. 

Aukin hættu á hjarta- og æðasjúkdómum

Fyrstu niðurstöðum úr sænska hluta þeirrar rannsóknarinnar sýna ótvírætt að fólk með áfalla- og streitutengdar raskanir, þar á meðal áfallastreituröskun, áfallastreituviðbrögð, aðlögunarröskun og önnur streitutengd viðbrögð, er í um 30 prósent aukinni áhættu á fjölmörgum sjálfsofnæmissjúkdómum.

Enn fremur er fólk með slíkar raskanir í 30 til 60 prósent aukinni áhættu á hjarta- og æðasjúkdómum og um 50 prósent aukinni áhættu á ýmsum lífshættulegum sýkingum á borð við heilahimnubólgu, hjartaþelsbólgu og blóðsýkingum.

Í greininni segir að yngri einstaklingar með áfallatengdar raskanir séu í meiri áhættu á ofangreindum sjúkdómum sem og einstaklingar með svæsnari áfallatengdar raskanir. Á hinn bóginn virtist áhætta á þessum illvígu sjúkdómum vera minni meðal fólks sem tók SSRI-lyf fyrsta árið eftir greiningu áfallatengdu röskunarinnar, sem gefi ákveðna vísbendingu um gagnsemi slíkra íhlutana.

Aukið eftirlit og fræðsla geti skipt máli

Unnur Valdimarsdóttir. Mynd:LæknablaðiðUnnur telur að þessi nýja þekkingi eigi brýnt erindi við lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk með skjólstæðinga og aðstandendur þeirra sem séu að ganga í gegnum mjög þungbæra lífsreynslu. „Hér getur fræðsla, aukið eftirlit, skimun og, eftir atvikum, tilvísun í geðheilbrigðisþjónustu skipt máli til að minnka líkur á frekari heilsubresti hjá þessum viðkvæmu hópum,“ segir í greininni. 

Að lokum segir Unnur að starfi þeirra sé hvergi nærri lokið og að í deiglunni séu meðal annars rannsóknir á áhrifum slíkra raskana á þróun taugasjúkdóma og krabbameina, og erfðarannsóknir á breytileika heilsufars í kjölfar áfalla.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Einstök lönd geta ekki „bólusett sig út úr“ faraldrinum
Þrjú ríki heims hafa bólusett yfir 70 prósent íbúa. Ísland er eitt þeirra. Hlutfallið er undir 1,5 prósenti í Afríku. Ef ekki næst að koma því í 10 prósent bráðlega verður það „ör á samvisku okkar allra“ enda nóg til af bóluefnum, segir sérfræðingur WHO.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Fékk „bakteríuna“ eftir Söngvakeppni sjónvarpsins
„Lögin hafa orðið til á yfir 20 ára tímabili og er því nokkur breidd í þessu hjá mér; allt frá stígandi ballöðum til eins konar rokkóperu,“ segir Pétur Arnar Kristinsson sem blásið hefur til söfnunar fyrir útgáfu fyrstu breiðskífu sinnar.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Smári McCarthy er að hætta á þingi og ætlar í kjölfarið að láta reyna á sitt eigið hugvit í tengslum við loftslagsbreytingar.
„Flokkarnir voru að þvælast fyrir hvorum öðrum“ og niðurstaðan varð núll
Smára McCarthy fráfarandi þingmanni Pírata finnst sem undanfarin fjögur ár hafi litast af því að lítið ráðrúm hafi verið til þess að ræða pólitík, þar sem stjórnarflokkarnir eru ósammála um mörg grundvallarmálefni.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Það er fremur fátítt að sólarhringsúrkoma í Reykjavík mælist meira en 20 mm eða meiri að sumarlagi.
Rignir af meiri ákefð nú en áður?
Fátt bendir til þess að Ísland sleppi alfarið við aftakaúrkomu sem nágrannaríki okkar hafa upplifað á síðustu árum, skrifar Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur og veltir fyrir sér getu fráveitukerfa til að taka við meiriháttar vatnsflaumi.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Norska kvennaliðið í strandhandbolta að loknu Evrópumeistaramótinu í Búlgaríu á dögunum.
Bikiní- og stuttbuxnadeilan
Nýafstaðið Evrópumeistaramót í strandhandbolta vakti mikla athygli víða um heim. Það var þó ekki keppnin sjálf sem dró að sér athyglina heldur deilur um klæðnað. Nánar tiltekið klæðnað norska kvennalandsliðsins.
Kjarninn 1. ágúst 2021
Joe Biden forseti Bandaríkjanna tilkynnti í apríl að viðskiptaþvingunum yrði beitt á Rússland vegna njósnanna.
Brotist inn í tölvupósta bandarískra saksóknara
Óttast er að viðkvæmum gögnum hafi verið stolið er brotist var inn í tölvur tæplega þrjátíu embætta saksóknara í Bandaríkjunum á síðasta ári. Bandarísk yfirvöld telja Rússa standa að baki árásinni.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eftir helgi verða breytingar á ferðatakmörkunum til Bretlands.
Fagna ákvörðun Breta um að bólusettir sleppi við sóttkví
„Hvenær ætla Bandaríkin að svara í sömu mynt?“ spyrja Alþjóða samtök flugfélaga sem fang ákvörðun Breta um að aflétta sóttkvíarkröfum á bólusetta farþega frá Bandaríkjunum og ESB-ríkjum.
Kjarninn 31. júlí 2021
Eggert Gunnarsson
Hamfarakynslóðin
Kjarninn 31. júlí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent