„Karlaveldi“ til staðar í kringum æðstu stjórnunarstöður á Íslandi

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem birtist í Stjórnmál & stjórnsýsla í lok síðasta árs eru möguleikar kvenna takmarkaðir þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum.

konur viðskipti stjórnmál
Auglýsing

Karlar ráða lögum og lofum þegar kemur að æðstu stjórn­und­ar­stöðum hér á landi og ákveðið „karla­veldi“ er þar til stað­ar. Þetta kemur fram í svör­unum þátt­tak­enda í nýrri rann­sókn sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði tíma­rits­ins Stjórn­mál & stjórn­sýsla.

Þá segir í rann­sókn­inni að ástæða þess að engin kona sé for­stjóri í skráðu félagi á Íslandi sé ekki sú að skortur sé á hæfi­leik­a­ríkum konum til að sinna starfi æðstu stjórn­enda, en þar sem karlar séu í meiri­hluta þeirra sem taka ákvarð­anir um ráðn­ingu for­stjóra þá séu mögu­leikar kvenna tak­mark­að­ir. 

„Það kom skýrt fram hjá þátt­tak­endum að öfl­ugt tengsla­net karla getur skýrt þetta að hluta þar sem tengsla­net karla horfir síður til kvenna og þekk­ingar þeirra. Karlar fái því fleiri tæki­færi, meiri reynslu og þjálfun yfir starfsæv­ina ­sem veitir þeim ákveðið for­skot,“ segir í grein­inn­i. 

Auglýsing

„Vinir karl­anna“ verða oft fyrir val­inu

Konur á hinn bóg­inn hafi „ósam­felld­ari starfs­fer­il“ og fæð­ing­ar­or­lof hjálpi ekki til og geri fyr­ir­tækjum erf­ið­ara að fjár­festa í þjálfun kvenna. Annað sem kom fram og teng­ist tengsla­neti karl­manna er aðgengi að fjár­magni en stór hluti fjár­magns­ins er í höndum þeirra, sam­kvæmt svörum þátt­tak­enda.

Í stjórnum fyr­ir­tækja sem ráða yfir stórum hluta fjár­magns­ins hér á landi sitji karlar og hafi set­ið. Þessar stjórnir velji og vilji ein­stak­ling sem þær þekki og geti haft áhrif á. „Því verða „vinir karl­anna“ sem þeir séu í nánum tengslum við oft fyrir val­inu. Þessu tengt sé sterk staða karla í atvinnu­líf­inu „þar sem þeir hafa tögl og hagldir þegar kemur að stjórnun og ­eign­ar­haldi fyr­ir­tækja“,“ segir í grein­inn­i. 

Bæta þarf fæð­ing­ar­or­lofs­kerfið

Þá kemur fram að mark­mið grein­ar­innar sé að skoða hvað valdi því að engin kona gegni stöðu for­stjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráð­staf­ana sé hægt að grípa til þess að auka hlut­deild þeirra í æðstu stjórn­un­ar­stöðum að mati kvenna sem eru í áhrifa­stöðum í íslensku sam­fé­lag­i. 

Margir þátt­tak­endur nefndu að breyta þyrfti vinnu­skipu­lagi og vinnu­menn­ingu og bæta þyrfti fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­ið. Þá megi langur vinnu­dagur ekki þykja sjálf­sagt mál meðal æðstu stjórn­enda og þar spili margir aðilar inn í, til að mynda hlut­haf­ar, stjórn­ir, stjórn­völd og verka­lýðs­hreyf­ing­in. Þá þurfi konur að fjár­festa meira í fyr­ir­tækjum og konur sem eru í áhrifa­stöðum í íslensku við­skipta­lífi þurfi að láta meira til sín taka og hafa áhrif á að konur séu ráðnar sem æðstu stjórn­end­ur. Þær hafi margar hverjar van­nýtt tæki­færi til þess í gegnum stjórn­ar­setu sína.

Karl­menn þurfa að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjöl­skyldu­lífi

Enn fremur kemur fram að efla þurfi konur og hvetja til þess að sækj­ast eftir æðstu stöðum í íslenskum fyr­ir­tækjum og karl­menn þurfi að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjöl­skyldu­lífi. Það myndi gera konum kleift að vera í störfum sem krefj­ast mik­illar fjar­veru frá fjöl­skyldu.

Önnur atriði sem nefnd voru eru að skylda ætti fyr­ir­tæki til að aug­lýsa stjórn­enda­stöð­ur, líkt og gert er í opin­bera geir­anum og að ráðn­inga­ferlið yrði að vera fag­legt og gagn­sætt. 

„Karlar og konur þurfa að standa saman að þess­ari breyt­ingu. Nýnæmi rann­sókn­ar­innar felst í því að í fyrsta sinn kemur fram í rann­sókn sem þess­ari að stór hópur kvenna vill láta setja kynja­kvóta­lög á fram­kvæmda­stjórnir fyr­ir­tækja á Íslandi. Ástæðan er sú að þær telja að smitá­hrif kynja­kvót­ans sem settur var á stjórnir félaga hafi ekki orðið og því þurfi að grípa inn í með þessum hætti. Hér er um að ræða konur sem nú þegar eru í stjórn­un­ar- og leið­toga­stöð­um, konur sem sitja í stjórnum félaga og konur sem eiga fyr­ir­tæki á Ísland­i,“ segir í grein­inn­i. 

Breyt­inga sé þörf, rót­tækra breyt­inga sem kalla meðal ann­ars á kynja­kvóta á fram­kvæmda­stjórn­ir.

Þá segir í grein­inni að tak­mark­anir rann­sókn­ar­innar séu meðal ann­ars lágt svar­hlut­fall en fjöldi svara gefi þó ákveðnar vís­bend­ingar um afstöðu þeirra kvenna sem eru í æðstu stjórn­enda­stöðum hér á land­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent