„Karlaveldi“ til staðar í kringum æðstu stjórnunarstöður á Íslandi

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem birtist í Stjórnmál & stjórnsýsla í lok síðasta árs eru möguleikar kvenna takmarkaðir þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum.

konur viðskipti stjórnmál
Auglýsing

Karlar ráða lögum og lofum þegar kemur að æðstu stjórn­und­ar­stöðum hér á landi og ákveðið „karla­veldi“ er þar til stað­ar. Þetta kemur fram í svör­unum þátt­tak­enda í nýrri rann­sókn sem birt­ist í síð­asta tölu­blaði tíma­rits­ins Stjórn­mál & stjórn­sýsla.

Þá segir í rann­sókn­inni að ástæða þess að engin kona sé for­stjóri í skráðu félagi á Íslandi sé ekki sú að skortur sé á hæfi­leik­a­ríkum konum til að sinna starfi æðstu stjórn­enda, en þar sem karlar séu í meiri­hluta þeirra sem taka ákvarð­anir um ráðn­ingu for­stjóra þá séu mögu­leikar kvenna tak­mark­að­ir. 

„Það kom skýrt fram hjá þátt­tak­endum að öfl­ugt tengsla­net karla getur skýrt þetta að hluta þar sem tengsla­net karla horfir síður til kvenna og þekk­ingar þeirra. Karlar fái því fleiri tæki­færi, meiri reynslu og þjálfun yfir starfsæv­ina ­sem veitir þeim ákveðið for­skot,“ segir í grein­inn­i. 

Auglýsing

„Vinir karl­anna“ verða oft fyrir val­inu

Konur á hinn bóg­inn hafi „ósam­felld­ari starfs­fer­il“ og fæð­ing­ar­or­lof hjálpi ekki til og geri fyr­ir­tækjum erf­ið­ara að fjár­festa í þjálfun kvenna. Annað sem kom fram og teng­ist tengsla­neti karl­manna er aðgengi að fjár­magni en stór hluti fjár­magns­ins er í höndum þeirra, sam­kvæmt svörum þátt­tak­enda.

Í stjórnum fyr­ir­tækja sem ráða yfir stórum hluta fjár­magns­ins hér á landi sitji karlar og hafi set­ið. Þessar stjórnir velji og vilji ein­stak­ling sem þær þekki og geti haft áhrif á. „Því verða „vinir karl­anna“ sem þeir séu í nánum tengslum við oft fyrir val­inu. Þessu tengt sé sterk staða karla í atvinnu­líf­inu „þar sem þeir hafa tögl og hagldir þegar kemur að stjórnun og ­eign­ar­haldi fyr­ir­tækja“,“ segir í grein­inn­i. 

Bæta þarf fæð­ing­ar­or­lofs­kerfið

Þá kemur fram að mark­mið grein­ar­innar sé að skoða hvað valdi því að engin kona gegni stöðu for­stjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráð­staf­ana sé hægt að grípa til þess að auka hlut­deild þeirra í æðstu stjórn­un­ar­stöðum að mati kvenna sem eru í áhrifa­stöðum í íslensku sam­fé­lag­i. 

Margir þátt­tak­endur nefndu að breyta þyrfti vinnu­skipu­lagi og vinnu­menn­ingu og bæta þyrfti fæð­ing­ar­or­lofs­kerf­ið. Þá megi langur vinnu­dagur ekki þykja sjálf­sagt mál meðal æðstu stjórn­enda og þar spili margir aðilar inn í, til að mynda hlut­haf­ar, stjórn­ir, stjórn­völd og verka­lýðs­hreyf­ing­in. Þá þurfi konur að fjár­festa meira í fyr­ir­tækjum og konur sem eru í áhrifa­stöðum í íslensku við­skipta­lífi þurfi að láta meira til sín taka og hafa áhrif á að konur séu ráðnar sem æðstu stjórn­end­ur. Þær hafi margar hverjar van­nýtt tæki­færi til þess í gegnum stjórn­ar­setu sína.

Karl­menn þurfa að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjöl­skyldu­lífi

Enn fremur kemur fram að efla þurfi konur og hvetja til þess að sækj­ast eftir æðstu stöðum í íslenskum fyr­ir­tækjum og karl­menn þurfi að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjöl­skyldu­lífi. Það myndi gera konum kleift að vera í störfum sem krefj­ast mik­illar fjar­veru frá fjöl­skyldu.

Önnur atriði sem nefnd voru eru að skylda ætti fyr­ir­tæki til að aug­lýsa stjórn­enda­stöð­ur, líkt og gert er í opin­bera geir­anum og að ráðn­inga­ferlið yrði að vera fag­legt og gagn­sætt. 

„Karlar og konur þurfa að standa saman að þess­ari breyt­ingu. Nýnæmi rann­sókn­ar­innar felst í því að í fyrsta sinn kemur fram í rann­sókn sem þess­ari að stór hópur kvenna vill láta setja kynja­kvóta­lög á fram­kvæmda­stjórnir fyr­ir­tækja á Íslandi. Ástæðan er sú að þær telja að smitá­hrif kynja­kvót­ans sem settur var á stjórnir félaga hafi ekki orðið og því þurfi að grípa inn í með þessum hætti. Hér er um að ræða konur sem nú þegar eru í stjórn­un­ar- og leið­toga­stöð­um, konur sem sitja í stjórnum félaga og konur sem eiga fyr­ir­tæki á Ísland­i,“ segir í grein­inn­i. 

Breyt­inga sé þörf, rót­tækra breyt­inga sem kalla meðal ann­ars á kynja­kvóta á fram­kvæmda­stjórn­ir.

Þá segir í grein­inni að tak­mark­anir rann­sókn­ar­innar séu meðal ann­ars lágt svar­hlut­fall en fjöldi svara gefi þó ákveðnar vís­bend­ingar um afstöðu þeirra kvenna sem eru í æðstu stjórn­enda­stöðum hér á land­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri.
Höfuðborgarsvæðið á viðkvæmum tíma í faraldrinum
Íþróttakennsla í skólum á höfuðborgarsvæðinu verður utandyra og verða íþróttahús, sundlaugar og söfn lokuð. Ákvörðunin verður endurskoðuð að viku liðinni.
Kjarninn 20. október 2020
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar og skrifar undir umsögn þeirra.
Segja forsendur fjárlaga að óbreyttu þegar brostnar vegna landamæraskimunar
Hagsmunasamtök aðila í ferðaþjónustu segja að ef núverandi reglur um tvöfalda skimun á landamærum verði áfram í gildi muni fjöldi erlendra ferðamanna sem heimsæki Ísland árið 2021 aldrei ná að verða 900 þúsund, líkt og forsendur fjárlaga geri ráð fyrir.
Kjarninn 20. október 2020
Sighvatur Björgvinsson
Stjórnarskrárgjafinn – og þú sjálfur
Kjarninn 20. október 2020
Spáir 8,5 prósenta samdrætti í ár
Landsbankinn spáir meiri samdrætti í ár heldur en Seðlabankinn og Hagstofan en býst þó við að viðspyrnan verði meiri á næstu árum.
Kjarninn 20. október 2020
Nichole Leigh Mosty
Hvað er COVID skömm og er það til á Íslandi?
Leslistinn 20. október 2020
Forseti Kína, Xi Jinping.
Hvers vegna gengur svona vel í Kína?
Nýjustu efnahagstölur sýna fram á mikinn hagvöxt í Kína og búist er við að hann muni aukast á næstunni. Hvernig má það vera að svona vel gangi í upprunalandi kórónuveirunnar á meðan flest önnur ríki heimsins eru í djúpri kreppu vegna hennar?
Kjarninn 19. október 2020
Karna Sigurðardóttir
BRAS – ÞORA! VERA! GERA!
Kjarninn 19. október 2020
Rósa Bjarnadóttir
#HvarerOAstefnan?
Kjarninn 19. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent