„Karlaveldi“ til staðar í kringum æðstu stjórnunarstöður á Íslandi

Samkvæmt niðurstöðum nýlegrar rannsóknar sem birtist í Stjórnmál & stjórnsýsla í lok síðasta árs eru möguleikar kvenna takmarkaðir þegar kemur að æðstu stjórnunarstöðum í fyrirtækjum.

konur viðskipti stjórnmál
Auglýsing

Karlar ráða lögum og lofum þegar kemur að æðstu stjórnundarstöðum hér á landi og ákveðið „karlaveldi“ er þar til staðar. Þetta kemur fram í svörunum þátttakenda í nýrri rannsókn sem birtist í síðasta tölublaði tímaritsins Stjórnmál & stjórnsýsla.

Þá segir í rannsókninni að ástæða þess að engin kona sé forstjóri í skráðu félagi á Íslandi sé ekki sú að skortur sé á hæfileikaríkum konum til að sinna starfi æðstu stjórnenda, en þar sem karlar séu í meirihluta þeirra sem taka ákvarðanir um ráðningu forstjóra þá séu möguleikar kvenna takmarkaðir. 

„Það kom skýrt fram hjá þátttakendum að öflugt tengslanet karla getur skýrt þetta að hluta þar sem tengslanet karla horfir síður til kvenna og þekkingar þeirra. Karlar fái því fleiri tækifæri, meiri reynslu og þjálfun yfir starfsævina sem veitir þeim ákveðið forskot,“ segir í greininni. 

Auglýsing

„Vinir karlanna“ verða oft fyrir valinu

Konur á hinn bóginn hafi „ósamfelldari starfsferil“ og fæðingarorlof hjálpi ekki til og geri fyrirtækjum erfiðara að fjárfesta í þjálfun kvenna. Annað sem kom fram og tengist tengslaneti karlmanna er aðgengi að fjármagni en stór hluti fjármagnsins er í höndum þeirra, samkvæmt svörum þátttakenda.

Í stjórnum fyrirtækja sem ráða yfir stórum hluta fjármagnsins hér á landi sitji karlar og hafi setið. Þessar stjórnir velji og vilji einstakling sem þær þekki og geti haft áhrif á. „Því verða „vinir karlanna“ sem þeir séu í nánum tengslum við oft fyrir valinu. Þessu tengt sé sterk staða karla í atvinnulífinu „þar sem þeir hafa tögl og hagldir þegar kemur að stjórnun og eignarhaldi fyrirtækja“,“ segir í greininni. 

Bæta þarf fæðingarorlofskerfið

Þá kemur fram að markmið greinarinnar sé að skoða hvað valdi því að engin kona gegni stöðu forstjóra í skráðu félagi á Íslandi og til hvaða ráðstafana sé hægt að grípa til þess að auka hlutdeild þeirra í æðstu stjórnunarstöðum að mati kvenna sem eru í áhrifastöðum í íslensku samfélagi. 

Margir þátttakendur nefndu að breyta þyrfti vinnuskipulagi og vinnumenningu og bæta þyrfti fæðingarorlofskerfið. Þá megi langur vinnudagur ekki þykja sjálfsagt mál meðal æðstu stjórnenda og þar spili margir aðilar inn í, til að mynda hluthafar, stjórnir, stjórnvöld og verkalýðshreyfingin. Þá þurfi konur að fjárfesta meira í fyrirtækjum og konur sem eru í áhrifastöðum í íslensku viðskiptalífi þurfi að láta meira til sín taka og hafa áhrif á að konur séu ráðnar sem æðstu stjórnendur. Þær hafi margar hverjar vannýtt tækifæri til þess í gegnum stjórnarsetu sína.

Karlmenn þurfa að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjölskyldulífi

Enn fremur kemur fram að efla þurfi konur og hvetja til þess að sækjast eftir æðstu stöðum í íslenskum fyrirtækjum og karlmenn þurfi að taka meiri þátt og axla aukna ábyrgð í fjölskyldulífi. Það myndi gera konum kleift að vera í störfum sem krefjast mikillar fjarveru frá fjölskyldu.

Önnur atriði sem nefnd voru eru að skylda ætti fyrirtæki til að auglýsa stjórnendastöður, líkt og gert er í opinbera geiranum og að ráðningaferlið yrði að vera faglegt og gagnsætt. 

„Karlar og konur þurfa að standa saman að þessari breytingu. Nýnæmi rannsóknarinnar felst í því að í fyrsta sinn kemur fram í rannsókn sem þessari að stór hópur kvenna vill láta setja kynjakvótalög á framkvæmdastjórnir fyrirtækja á Íslandi. Ástæðan er sú að þær telja að smitáhrif kynjakvótans sem settur var á stjórnir félaga hafi ekki orðið og því þurfi að grípa inn í með þessum hætti. Hér er um að ræða konur sem nú þegar eru í stjórnunar- og leiðtogastöðum, konur sem sitja í stjórnum félaga og konur sem eiga fyrirtæki á Íslandi,“ segir í greininni. 

Breytinga sé þörf, róttækra breytinga sem kalla meðal annars á kynjakvóta á framkvæmdastjórnir.

Þá segir í greininni að takmarkanir rannsóknarinnar séu meðal annars lágt svarhlutfall en fjöldi svara gefi þó ákveðnar vísbendingar um afstöðu þeirra kvenna sem eru í æðstu stjórnendastöðum hér á landi. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sjókvíaeldi hefur aukist hratt á síðustu árum
Sjókvíaeldi hefur 13-faldast á sex árum
Umfang laxeldis hefur margfaldast á síðustu árum og útlit er fyrir að það muni vaxa enn frekar í náinni framtíð. Gangi spár eftir mun sjókvíaeldi á laxi árið 2023 verða tæplega helmingi meira en það var samanlagt á árunum 2010-2018.
Kjarninn 7. maí 2021
Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli þann 19. mars síðastliðinn.
„Nýr ógnvaldur“ við heilsu manna kominn fram á suðvesturhluta Íslands
Lungnalæknir segir að lítið sé vitað um langtímaáhrif vegna gasmengunar í lágum styrk til lengri tíma og áhrif kvikugasa í mjög miklum styrk í skamman tíma á langtímaheilsu. Nauðsynlegt sé að rannsóknir hefjist sem fyrst.
Kjarninn 7. maí 2021
Viðsnúningur Bandaríkjanna í óþökk lyfjarisa
Óvænt og fremur óljós stefnubreyting Bandaríkjanna varðandi afnám einkaleyfa af bóluefnum gegn COVID-19 hefur vakið litla kátínu í lyfjageiranum. Deildar meiningar eru um hvort afnám einkaleyfa kæmi til með að hraða framleiðslu bóluefna.
Kjarninn 7. maí 2021
Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra.
Ísland skoðar að kaupa 100 þúsund skammta af Spútnik V og vill fá þorra þeirra fyrir 2. júní
Viðræður hafa átt sér stað milli fulltrúa íslenskra stjórnvalda og þeirra sem framleiða og markaðssetja hið rússneska Spútnik V bóluefni. Ísland myndi vilja fá að minnsta kosti 75 þúsund skammta fyrir 2. júní.
Kjarninn 7. maí 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Sonos fær uppreist æru og Framsóknarmaður vill aldurstakmark á snjalltæki
Kjarninn 7. maí 2021
Bólusetningar ganga nú mjög hratt fyrir sig á Íslandi og samhliða dregur úr takmörkunum.
Fjöldatakmarkanir hækkaðar í 50 manns frá og með næsta mánudegi
Opnunartími veitingastaða verður lengdur um klukkustund, leyfilegur fjöldi í verslunum tvöfaldast, fleiri mega vera í sundi og fara í ræktina. Grímuskylda verður hins vegar óbreytt.
Kjarninn 7. maí 2021
Skálað á kaffihúsi í Danmörku.
Ýta við ferðaþjónustunni með 32 milljarða króna „sumarpakka“
Danska ríkisstjórnin ætlar að setja 1,6 milljarða danskra króna, um 32 milljarða íslenskra, í „sumarpakka“ til að örva ferðaþjónustu landsins.
Kjarninn 7. maí 2021
Kvótinn um 1.200 milljarða króna virði – Þrjár blokkir halda á tæplega helmingi hans
Miðað við síðustu gerðu viðskipti með aflaheimildir þá er virði þeirra langtum hærra en bókfært virði í ársreikningum útgerða. Í næstu viku munu örfáir eigendur útgerðar selja tæplega 30 prósent hlut sinn í henni.
Kjarninn 7. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent