Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segir að líklega hafi 737 800 vél Ukraine International verið skotin niður af loftvarnarkerfi íranska hersins, en allir um borð, samtals 176, létust þegar vélin hrapaði til jarðar skömmu eftir flugtak.
Í vélinni voru meðal annars 63 Kanadamenn.
Trudeau hefur heitið því að öllum steinum verði velt við, í rannsókn á málinu, og ætla yfirvöld í Kanada að standa fyrir sinni eigin rannsókn, en einnig vinna með þeim sem koma að rannsókn mála í Íran og í Bandaríkjunum.
PM Trudeau: 'We have intelligence from multiple sources including our allies and our own intelligence. The evidence indicates that the plane was shot down by an Iranian surface-to-air missile.' Goes on to say that shooting 'may well have been unintentional.'
— CBC News Alerts (@CBCAlerts) January 9, 2020
Atburðurinn var nær samhliða því að Íran skaut flugskeytum að tveimur herstöðvum Bandaríkjanna í Írak, í hefndarskyni fyrir morðið á Qassem Soleimani, æðsta hershöfðingja Íran, en það var Donald Trump Bandaríkjaforseti sem fyrirskipaði drónaárás á Soleimani.
Enginn lét lífið í árásunum Íran, en yfirvöld þar í landi sögðu að um hefndaraðgerð væri að ræða. Bandaríkjaforseti sagði í ávarpi til þjóðarinnar í gær, að hann vildi ekki stríð við Íran og að spennan hefði nú minnkað í samskiptum ríkjanna.