Attenborough: „Neyðarstund er runnin upp“

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki leikur,“ segir David Attenborough. „Þetta snýst ekki um að eiga notalegar rökræður og ná einhverri málamiðlun. Þetta er brýnt vandamál sem verður að leysa.“

Náttúrufræðingurinn David Attenborough segir það eintóma þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Náttúrufræðingurinn David Attenborough segir það eintóma þvælu hjá sumum stjórnmálamönnum að eldarnir í Ástralíu tengist ekki loftslagsbreytingum af mannavöldum.
Auglýsing

„Við erum komin að vendi­punkti í við­leitni okkar til að takast á við lofts­lags­breyt­ing­ar,“ segir nátt­úru­fræð­ing­ur­inn og ­sjón­varps­mað­ur­inn David Atten­borough. „Neyð­ar­stund er runnin upp. Við höf­um s­legið hlutum á frest ár eftir ár.“

David Atten­borough lét þessi orð falla í við­tali við Breska rík­is­út­varpið, BBC, sem markar upp­haf sér­stakrar umfjöll­unar fjöl­mið­ils­ins um ­lofts­lags­breyt­ingar sem standa mun allt árið.

Atten­borough bendir á að á meðan við­talið sé tekið stand­i ­suð­aust­ur­hluti Ástr­alíu í ljósum log­um. „Hvers vegna? Af því að hita­stig jarð­ar­ er að hækk­a.“

Auglýsing

Hann segir það aug­ljósan þvætt­ing hjá sumum stjórn­mála­mönn­um og álits­gjöfum að segja eldana í Ástr­alíu ekk­ert hafa með hlýnun jarðar að ­gera. „Við vitum það upp á hár að mann­anna verk eru að baki hlýnun jarð­ar.“

Aðgerðir ríkja heims í lofts­lags­málum og sam­staða þeirra þar um er að mati Atten­boroughs ekki í takt við varn­að­ar­orð vís­inda­manna um að brýnt sé að bregð­ast hratt við.

Fram­kvæmda­stjóri Sam­ein­uðu þjóð­anna var meðal þeirra sem ­sagði að nið­ur­staða nýj­ustu við­ræðn­anna, sem fram fóru á lofts­lags­ráð­stefn­unn­i í Madrid í síð­asta mán­uði, hafi valdið von­brigð­um. Í sama streng tóku bresk ­stjórn­völd og fleiri.

Skógareldarnir í Ástralíu eru óvenjulegir í ár í kjölfar fordæmalausra þurrka og hita.

Áströlsk stjórn­völd eru meðal þeirra sem gagn­rýnd hafa ver­ið ­fyrir að gang­ast ekki við þörfum skuld­bind­ingum sínum í lofts­lags­mál­um.

„Við verðum að gera okkur grein fyrir því að þetta er ekki ­leik­ur,“ segir Atten­borough við BBC. „Þetta snýst ekki um að eiga nota­leg­ar rök­ræður og ná ein­hverri mála­miðl­un. Þetta er brýnt vanda­mál sem verður að ­leysa og það sem meira er, við vitum hvernig á að gera það. Í því fell­st þver­sögn­in; að við neitum að taka þau skref sem við vitum að við þurfum að ­taka.“ Lofts­lags­vís­inda­menn ­Sam­ein­uðu þjóð­anna birtu grein­ar­gerð árið 2018 þar sem til­teknar voru þær að­gerðir sem hægt væri að fara í til að minnka útblástur gróð­ur­húsa­loft­teg­unda frá iðn­aði, land­bún­aði og sam­göngum um helm­ing til árs­ins 2030.

Í frétt BBC er rakið að hið gagn­stæða hafi átt sér stað. Losun gróð­ur­húsa­loft­teg­unda hefur auk­ist frá útgáfu skýrslu vís­inda­mann­anna og er hún meiri en nokkru sinni í mann­kyns­sög­unni. Atten­borough bendir á að með­ hverju árinu sem líði sé erf­ið­ara að ná árangri í bar­átt­unni við ­lofts­lags­breyt­ing­ar.

Út­lit sé því fyrir að jörðin okkar eigi eftir að  hitna enn meira í fram­tíð­inni. „Heim­ur­inn er þegar breytt­ur,“ hefur BBC eftir Ed Hawk­ins, pró­fessor við Háskól­ann í Rea­d­ing.

Í ár mun sjónum stjórn­mála­manna verða beint að ­lofts­lags­breyt­ingum og þeim áhrifum sem þær eru þegar farnar að hafa á vist­kerfi. „Við erum háð nátt­úr­unni í hvert sinn sem við drögum að okkur and­ann og leggjum okkur eitt­hvað til munns,“ segir Atten­borough.

Í Ástr­alíu hafa skóg­ar­eld­arnir stofnað vist­kerfum í hætt­u, hund­ruð millj­óna dýra hafa drep­ist. Bæði plöntur og dýr gætu verið í út­rým­ing­ar­hættu vegna eld­anna.  Slík hætta var  þegar fyrir hendi og í tíma­móta skýrslu sem birt var í fyrra vör­uðu sér­fræð­ingar við því að um milljón teg­und­ir­ ­dýra og plantna gætu dáið út á næstu ára­tug­um.

Eld­arnir í Ástr­alíu hafa nú mögu­lega hraðað því ferli.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Meira úr sama flokkiErlent