„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands mót­mælir harð­lega þeirri ákvörðun skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar að mæla með stytt­ingu opn­un­ar­tíma leik­skóla borg­ar­inn­ar, að þeim verði lokað klukkan 16:30 í stað 17:00. Þetta kemur fram í opnu bréfi félags­ins til borg­ar­ráðs.

Í bréf­inu minnir félagið á að öflug starf­semi leik­skóla sé for­senda þess að Ísland hafi náð svo langt sem raun ber vitni í að tryggja jafn­rétti kynj­anna. „Jafn­rétti kvenna og karla verður aldrei náð fyrr en konur hafa fjár­hags­legt sjálf­stæði, og konur ná ekki fjár­hags­legu sjálf­stæði ef þær eru bundnar inni á heim­ilum í ólaun­uðu starf­i.“

Full þátt­taka kvenna á íslenskum vinnu­mark­aði sé ekki aðeins for­senda fyrir kven­frelsi, heldur einnig fyrir hag­sæld þjóð­ar­innar þar sem sam­fé­lagið reiði sig á að „við öll tökum virkan þátt í atvinnu­líf­inu og leggjum okkar af mörk­um. Í stað þess að skerða þjón­ustu leik­skóla borg­ar­innar væri nær­tæk­ast ef Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lögin öll á land­inu tækju höndum saman og hækk­uðu laun alls starfs­fólks í leik­skól­un­um, lang­flest kon­ur, til muna og borgi þeim verð­skulduð laun.“

Auglýsing

Mun lík­lega bitna frekar á konum en körlum

Einnig er bent á í bréf­inu að úti­vinn­andi for­eldrar vinni flestir fullan vinnu­dag til að geta lagt sitt til sam­fé­lags­ins og í mörgum til­fellum til þess að eiga til hnífs og skeið­ar. For­eldrar sé alla jafna að gera sitt allra besta til að láta púslu­spilið ganga upp með það að mark­miði að geta varið sem mestum gæða­tíma með börnum sín­um. Að ala á sam­visku­biti for­eldra varð­andi lengd þess tíma sem börnin eru í leik­skóla á hverjum degi sé lúa­legt bragð sem bein­ist meira að mæðrum en feðrum, þar sem það virð­ist enn vera svo að þegar taka þarf ákvörðun um að skera niður vinnu til að sinna börnum séu það mæður í flestum til­vikum sem taka það á sig með til­heyr­andi tekju­skerð­ingu.

„Sú ákvörðun að stytta opn­un­ar­tíma leik­skóla Reykja­víkur er lík­leg til að bitna mun meira á konum en á körl­um. Jafnt fæð­ing­ar­or­lof og dag­vistun barna tryggir jafn­ræði atvinnu­þátt­töku kvenna og karla og eykur hag­sæld hér á landi. Leik­skólar eru einn lyk­il­þátt­ur­inn til að tryggja jafn­rétti kynj­anna. Með því að skerða dag­vist­un­ar­úr­ræði er skref tekið aft­urá­bak í jafn­rétt­is­bar­átt­unn­i,“ segir í bréfi Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Félagið hvetur enn fremur borg­ar­ráð til að hafna þess­ari til­lögu og ræða í kjöl­farið hvernig Reykja­vík­ur­borg geti unnið að „raun­veru­legum kjara­bótum og bættu starfs­um­hverfi fyrir starfs­fólk í leik­skólum borg­ar­innar og á sama tíma brúað bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Órangútanar eru greindir og hafa hafst við í frumskógunum sem  nú er verið að eyða í þúsundir ára.
Kraftaverkaolía með ýmislegt á samviskunni
Við eldum úr henni, böðum okkur í henni og burstum jafnvel tennurnar með henni. Sérfræðingar telja pálmaolíu vera í um helmingi allra mat- og snyrtivara sem finna má í verslunum á Vesturlöndum.
Kjarninn 25. október 2020
Klezmer-partývél úr látúni
Hljómsveitin Látún safnar fyrir framleiðslu á fyrstu plötu sinni. Það er gert með hópfjármögnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. október 2020
Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans á blaðamannafundi í dag.
Stór hópsýking tengd Landakoti – 77 greinst með COVID-19
Það sem óttast var mest, að veiran kæmist inn í viðkvæma hópa, er orðið að veruleika. Umfangsmikil hópsýking er rakin til Landakots og 49 sjúklingar hafa sýkst af COVID-19.
Kjarninn 25. október 2020
Matthías Aron Ólafsson
Saltnámur, gagnsiðbót og orkudrykkir
Kjarninn 25. október 2020
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi.
Segir málið hafa skaðað samskipti sjómanna og útgerðarmanna
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi, segir í yfirlýsingu að Hraðfrysthúsið-Gunnvör hafi ekki farið að leiðbeiningum um mögulegt smit á sjó. Heiðrún er sögð skráður höfundur skjals sem HG sendi fjölmiðlum í dag.
Kjarninn 25. október 2020
Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegsráðhera.
Áhöfnin lokuð „inni í stálkassa“
Sjávarútvegsráðherra segist sleginn yfir því sem gerðist um borð í frystiskipinu Júlíusi Geirmundssyni. Hann segir augljóst að farið hafi verið freklega á svig við þau grundvallaratriði sem snúast um öryggi og velferð áhafnar.
Kjarninn 25. október 2020
Þarf að gera Bandaríkin frábær á ný eða þarf að byggja betur upp aftur?
Atvinnuleysi í Bandaríkjunum er umtalsvert og störfum í landinu hefur fækkað á síðustu árum. Gripið hefur verið til mjög kostnaðarsamra efnahagspakka sem hafa gert það að verkum að hallinn á ríkissjóði landsins er nú meiri en hann hefur verið í áratugi.
Kjarninn 25. október 2020
Júlíus Geirmundsson ÍS 270, er gerður út frá Ísafirði.
Útgerðin biðst „einlæglega afsökunar“
Framkvæmdastjóra Hraðfrystihússins-Gunnvarar, sem gerir út Júlíus Geirmundsson, þykir „þungbært að sitja undir ásökunum um að ekki sé hugað nógu vel að heilsu og öryggi starfsmanna“.
Kjarninn 25. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent