„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands mót­mælir harð­lega þeirri ákvörðun skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar að mæla með stytt­ingu opn­un­ar­tíma leik­skóla borg­ar­inn­ar, að þeim verði lokað klukkan 16:30 í stað 17:00. Þetta kemur fram í opnu bréfi félags­ins til borg­ar­ráðs.

Í bréf­inu minnir félagið á að öflug starf­semi leik­skóla sé for­senda þess að Ísland hafi náð svo langt sem raun ber vitni í að tryggja jafn­rétti kynj­anna. „Jafn­rétti kvenna og karla verður aldrei náð fyrr en konur hafa fjár­hags­legt sjálf­stæði, og konur ná ekki fjár­hags­legu sjálf­stæði ef þær eru bundnar inni á heim­ilum í ólaun­uðu starf­i.“

Full þátt­taka kvenna á íslenskum vinnu­mark­aði sé ekki aðeins for­senda fyrir kven­frelsi, heldur einnig fyrir hag­sæld þjóð­ar­innar þar sem sam­fé­lagið reiði sig á að „við öll tökum virkan þátt í atvinnu­líf­inu og leggjum okkar af mörk­um. Í stað þess að skerða þjón­ustu leik­skóla borg­ar­innar væri nær­tæk­ast ef Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lögin öll á land­inu tækju höndum saman og hækk­uðu laun alls starfs­fólks í leik­skól­un­um, lang­flest kon­ur, til muna og borgi þeim verð­skulduð laun.“

Auglýsing

Mun lík­lega bitna frekar á konum en körlum

Einnig er bent á í bréf­inu að úti­vinn­andi for­eldrar vinni flestir fullan vinnu­dag til að geta lagt sitt til sam­fé­lags­ins og í mörgum til­fellum til þess að eiga til hnífs og skeið­ar. For­eldrar sé alla jafna að gera sitt allra besta til að láta púslu­spilið ganga upp með það að mark­miði að geta varið sem mestum gæða­tíma með börnum sín­um. Að ala á sam­visku­biti for­eldra varð­andi lengd þess tíma sem börnin eru í leik­skóla á hverjum degi sé lúa­legt bragð sem bein­ist meira að mæðrum en feðrum, þar sem það virð­ist enn vera svo að þegar taka þarf ákvörðun um að skera niður vinnu til að sinna börnum séu það mæður í flestum til­vikum sem taka það á sig með til­heyr­andi tekju­skerð­ingu.

„Sú ákvörðun að stytta opn­un­ar­tíma leik­skóla Reykja­víkur er lík­leg til að bitna mun meira á konum en á körl­um. Jafnt fæð­ing­ar­or­lof og dag­vistun barna tryggir jafn­ræði atvinnu­þátt­töku kvenna og karla og eykur hag­sæld hér á landi. Leik­skólar eru einn lyk­il­þátt­ur­inn til að tryggja jafn­rétti kynj­anna. Með því að skerða dag­vist­un­ar­úr­ræði er skref tekið aft­urá­bak í jafn­rétt­is­bar­átt­unn­i,“ segir í bréfi Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Félagið hvetur enn fremur borg­ar­ráð til að hafna þess­ari til­lögu og ræða í kjöl­farið hvernig Reykja­vík­ur­borg geti unnið að „raun­veru­legum kjara­bótum og bættu starfs­um­hverfi fyrir starfs­fólk í leik­skólum borg­ar­innar og á sama tíma brúað bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar.“

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent