„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands mót­mælir harð­lega þeirri ákvörðun skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar að mæla með stytt­ingu opn­un­ar­tíma leik­skóla borg­ar­inn­ar, að þeim verði lokað klukkan 16:30 í stað 17:00. Þetta kemur fram í opnu bréfi félags­ins til borg­ar­ráðs.

Í bréf­inu minnir félagið á að öflug starf­semi leik­skóla sé for­senda þess að Ísland hafi náð svo langt sem raun ber vitni í að tryggja jafn­rétti kynj­anna. „Jafn­rétti kvenna og karla verður aldrei náð fyrr en konur hafa fjár­hags­legt sjálf­stæði, og konur ná ekki fjár­hags­legu sjálf­stæði ef þær eru bundnar inni á heim­ilum í ólaun­uðu starf­i.“

Full þátt­taka kvenna á íslenskum vinnu­mark­aði sé ekki aðeins for­senda fyrir kven­frelsi, heldur einnig fyrir hag­sæld þjóð­ar­innar þar sem sam­fé­lagið reiði sig á að „við öll tökum virkan þátt í atvinnu­líf­inu og leggjum okkar af mörk­um. Í stað þess að skerða þjón­ustu leik­skóla borg­ar­innar væri nær­tæk­ast ef Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lögin öll á land­inu tækju höndum saman og hækk­uðu laun alls starfs­fólks í leik­skól­un­um, lang­flest kon­ur, til muna og borgi þeim verð­skulduð laun.“

Auglýsing

Mun lík­lega bitna frekar á konum en körlum

Einnig er bent á í bréf­inu að úti­vinn­andi for­eldrar vinni flestir fullan vinnu­dag til að geta lagt sitt til sam­fé­lags­ins og í mörgum til­fellum til þess að eiga til hnífs og skeið­ar. For­eldrar sé alla jafna að gera sitt allra besta til að láta púslu­spilið ganga upp með það að mark­miði að geta varið sem mestum gæða­tíma með börnum sín­um. Að ala á sam­visku­biti for­eldra varð­andi lengd þess tíma sem börnin eru í leik­skóla á hverjum degi sé lúa­legt bragð sem bein­ist meira að mæðrum en feðrum, þar sem það virð­ist enn vera svo að þegar taka þarf ákvörðun um að skera niður vinnu til að sinna börnum séu það mæður í flestum til­vikum sem taka það á sig með til­heyr­andi tekju­skerð­ingu.

„Sú ákvörðun að stytta opn­un­ar­tíma leik­skóla Reykja­víkur er lík­leg til að bitna mun meira á konum en á körl­um. Jafnt fæð­ing­ar­or­lof og dag­vistun barna tryggir jafn­ræði atvinnu­þátt­töku kvenna og karla og eykur hag­sæld hér á landi. Leik­skólar eru einn lyk­il­þátt­ur­inn til að tryggja jafn­rétti kynj­anna. Með því að skerða dag­vist­un­ar­úr­ræði er skref tekið aft­urá­bak í jafn­rétt­is­bar­átt­unn­i,“ segir í bréfi Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Félagið hvetur enn fremur borg­ar­ráð til að hafna þess­ari til­lögu og ræða í kjöl­farið hvernig Reykja­vík­ur­borg geti unnið að „raun­veru­legum kjara­bótum og bættu starfs­um­hverfi fyrir starfs­fólk í leik­skólum borg­ar­innar og á sama tíma brúað bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Þáttur ársins
Kjarninn 21. janúar 2021
Leið evrópskra fótboltamanna til Englands þrengdist vegna Brexit
Frjálst flæði evrópsks vinnuafls til Bretlands heyrir sögunni til. Það á einnig við um fótboltamenn, sem nú þurfa að uppfylla ákveðnar gæðakröfur til að fá atvinnuleyfi. Leið ungra leikmanna til Englands er orðin þrengri. Kjarninn rýndi í breytingarnar.
Kjarninn 21. janúar 2021
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent