„Lúalegt bragð“ að ala á samviskubiti foreldra

Kvenréttindafélag Íslands hefur sent borgarráði opið bréf vegna fyrirhugaðrar styttingar opnunartíma leikskóla í Reykjavíkurborg.

Leikskólabarn Mynd: Pixabay
Auglýsing

Kven­rétt­inda­fé­lag Íslands mót­mælir harð­lega þeirri ákvörðun skóla- og frí­stunda­ráðs Reykja­vík­ur­borgar að mæla með stytt­ingu opn­un­ar­tíma leik­skóla borg­ar­inn­ar, að þeim verði lokað klukkan 16:30 í stað 17:00. Þetta kemur fram í opnu bréfi félags­ins til borg­ar­ráðs.

Í bréf­inu minnir félagið á að öflug starf­semi leik­skóla sé for­senda þess að Ísland hafi náð svo langt sem raun ber vitni í að tryggja jafn­rétti kynj­anna. „Jafn­rétti kvenna og karla verður aldrei náð fyrr en konur hafa fjár­hags­legt sjálf­stæði, og konur ná ekki fjár­hags­legu sjálf­stæði ef þær eru bundnar inni á heim­ilum í ólaun­uðu starf­i.“

Full þátt­taka kvenna á íslenskum vinnu­mark­aði sé ekki aðeins for­senda fyrir kven­frelsi, heldur einnig fyrir hag­sæld þjóð­ar­innar þar sem sam­fé­lagið reiði sig á að „við öll tökum virkan þátt í atvinnu­líf­inu og leggjum okkar af mörk­um. Í stað þess að skerða þjón­ustu leik­skóla borg­ar­innar væri nær­tæk­ast ef Reykja­vík­ur­borg og sveit­ar­fé­lögin öll á land­inu tækju höndum saman og hækk­uðu laun alls starfs­fólks í leik­skól­un­um, lang­flest kon­ur, til muna og borgi þeim verð­skulduð laun.“

Auglýsing

Mun lík­lega bitna frekar á konum en körlum

Einnig er bent á í bréf­inu að úti­vinn­andi for­eldrar vinni flestir fullan vinnu­dag til að geta lagt sitt til sam­fé­lags­ins og í mörgum til­fellum til þess að eiga til hnífs og skeið­ar. For­eldrar sé alla jafna að gera sitt allra besta til að láta púslu­spilið ganga upp með það að mark­miði að geta varið sem mestum gæða­tíma með börnum sín­um. Að ala á sam­visku­biti for­eldra varð­andi lengd þess tíma sem börnin eru í leik­skóla á hverjum degi sé lúa­legt bragð sem bein­ist meira að mæðrum en feðrum, þar sem það virð­ist enn vera svo að þegar taka þarf ákvörðun um að skera niður vinnu til að sinna börnum séu það mæður í flestum til­vikum sem taka það á sig með til­heyr­andi tekju­skerð­ingu.

„Sú ákvörðun að stytta opn­un­ar­tíma leik­skóla Reykja­víkur er lík­leg til að bitna mun meira á konum en á körl­um. Jafnt fæð­ing­ar­or­lof og dag­vistun barna tryggir jafn­ræði atvinnu­þátt­töku kvenna og karla og eykur hag­sæld hér á landi. Leik­skólar eru einn lyk­il­þátt­ur­inn til að tryggja jafn­rétti kynj­anna. Með því að skerða dag­vist­un­ar­úr­ræði er skref tekið aft­urá­bak í jafn­rétt­is­bar­átt­unn­i,“ segir í bréfi Kven­rétt­inda­fé­lags Íslands.

Félagið hvetur enn fremur borg­ar­ráð til að hafna þess­ari til­lögu og ræða í kjöl­farið hvernig Reykja­vík­ur­borg geti unnið að „raun­veru­legum kjara­bótum og bættu starfs­um­hverfi fyrir starfs­fólk í leik­skólum borg­ar­innar og á sama tíma brúað bilið milli fæð­ing­ar­or­lofs og dag­vist­un­ar.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent