Mælt fyrir frumvarpi sem kúvendir fiskveiðistjórnunarkerfinu

Frumvarp þriggja stjórnarandstöðuflokka um eðlisbreytingu á því umhverfi sem sjávarútvegsfyrirtæki starfa í hérlendis, verður tekið til umræðu á þingi í dag samkvæmt fyrirliggjandi dagskrá.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar. Hún er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins.
Auglýsing

Á dag­skrá Alþingis í dag er frum­varp til laga um breyt­ingu á lögum um stjórn fisk­veiða, lagt fram af þing­flokki Við­reisnar og full­trúum úr tveimur öðrum stjórn­ar­flokk­um, Sam­fylk­ingu og Píröt­u­m. 

Ef frum­varpið yrði að lögum myndi það brjóta upp fisk­veiði­stjórn­un­ar­kerfið eins og það er í dag, og hefur verið um all langt skeið. 

Í frum­varp­inu fel­ast þrjár megin breyt­ing­ar. Í fyrsta lagi verði þeir aðilar skil­greindir sem tengdir sem eiga að minnsta kosti tíu pró­sent hluta­fjár í öðrum sem heldur á meira en eitt pró­sent kvóta. Sama gildi um kröfur sem geri það að verkum að ætla megi að eig­andi þeirra hafi áhrif á rekstur aðila sem ræður yfir eitt pró­sent hluta­fjár eða meira. Sam­kvæmt gild­andi lögum þarf sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki að eiga meiri­hluta í annarri útgerð til að hún telj­ist tengd, en eft­ir­lit með því hvað telj­ist tengdir aðilar hefur auk þess verið í lama­sessi. 

Í öðru lagi er lagt til að allir þeir sem ráða yfir eitt pró­sent heild­ar­afla­hlut­deildar þurfi að stofna hluta­fé­lag um rekst­ur­inn og skrá félagið á mark­að. Það myndi þýða, að óbreyttu, að 21 sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki þyrftu að skrá sig á markað til við­bótar við Brim, sem er eina fyr­ir­tækið sem heldur á kvóta sem er skráð í dag. 

Auglýsing
Í þriðja lagi leggur frum­varpið til að að settar verði tak­mark­anir við hluta­fjár­eign eða atkvæð­is­rétt ein­stakra hlut­hafa og tengdra aðila í útgerðum sem fara með átta til tólf pró­sent af kvóta. Í frum­varp­inu segir að í slíkum útgerð­ar­fyr­ir­tækjum eigi eng­inn aðili, ein­stak­ling­ur, lög­að­ili eða tengdir aðil­ar, að eiga „meira en tíu pró­sent af hluta­fé, stofnfé eða atkvæð­is­rétti í við­kom­andi aðila. Þessu ákvæði er ætlað að koma í veg fyrir frek­ari sam­þjöppun eign­ar­að­ildar í allra stærstu útgerð­ar­fyr­ir­tækj­un­um.“

Líkt og áður sagði þá stendur allur þing­flokkur Við­reisnar að frum­varp­inu og Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, for­maður flokks­ins, er fyrsti flutn­ings­maður þess. Haldi dag­skrá þings­ins í dag mun hún því mæla fyrir mál­inu. Auk þeirra eru Helgi Hrafn Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, og Helga Vala Helga­dótt­ir, þing­maður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, flutn­ings­menn þess. 

Flokk­arnir þrír sem standa að frum­varp­inu hafa verið að mæl­ast með á bil­inu 35 til 38 pró­sent sam­eig­in­legt fylgi í könn­unum und­an­farna mán­uði og starfa þegar saman í meiri­hluta í borg­ar­stjórn Reykja­vík­ur, ásamt Vinstri græn­um.

Fimm til­lögur um breytta skil­grein­ingu

Rík­is­stjórnin hefur sjálf verið að vinna að til­lögum um mögu­legar breyt­ingar á kvóta­þaki og skil­grein­ingu á tengdum aðil­um. Verk­efna­stjórn var skipuð til þess í jan­úar í fyrra. Stjórn­ar­and­staðan á full­trúa í þeirri verk­efna­stjórn, Odd­nýju G. Harð­ar­dótt­ur, þing­mann Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. 

Eftir að Sam­herj­a­málið kom upp í nóv­em­ber var þeirri verk­efna­stjórn gert að flýta ákveðnum hluta vinna sinnar og skila fyrir lok síð­asta árs. Loka­skýrsla hennar á svo að liggja fyrir í mar­s.  Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans eru deilur innan verk­efna­stjórn­ar­innar um hvort lækka eigi kvóta­þakið – það hlut­fall af úthlut­uðum fisk­veiði­kvóta sem einn hópur tengdra aðila má halda á sam­kvæmt lögum – úr tólf pró­sentum í lægri pró­sentu og lítið hefur verið rætt á vett­vangi hans um hvert hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um, sem í dag er 50 pró­sent, ætti að ver­a. 

Verk­efna­stjórnin skil­aði hins vegar fimm til­lögum um breytta skil­grein­ingu á tengdum aðilum 30. des­em­ber 2019. Í bréfi sem for­maður henn­ar, Sig­urður Þórð­ar­son, sendi Krist­jáni Þór Júl­í­us­syni, sjáv­ar­út­vegs- og land­bún­að­ar­ráð­herra vegna til­lögu­skil­anna sagði: „Verk­efna­stjórnin vill taka fram, að í til­lögum sem hér fylgja með er hvorki tekin afstaða til reglna um hámarks­afla­hlut­deild né kröfu um hlut­fall meiri­hluta­eignar í tengdum aðil­um. Verk­efna­stjórnin áformar að taka þessi atriði til skoð­unar og fjalla um í loka­skýrslu sinn­i.“

Í til­­lög­un­um, fimm felst að skil­­grein­ing á tengdum aðilum verði látin ná til hjóna, sam­­búð­­ar­­fólks og barna þeirra, að ákveðin stjórn­­un­­ar­­leg tengsl milli fyr­ir­tækja leiði til þess að fyr­ir­tækin eru talin tengd nema sýnt sé fram á hið gagn­­stæða, að skil­­greint verði hvað felst í raun­veru­­legum yfir­­ráðum, að aðilar sem ráða meira en sex pró­­sent af afla­hlut­­deild eða 2,5 pró­­sent af krókafla­hlut­­deild skulu til­­kynna til Fiski­­stofu áætl­­aðan sam­runa, eða kaup í félagi sem ræður yfir hlut­­deild eða kaup á hlut­­deild og koma kaupin ekki til fram­­kvæmda nema sam­­þykki Fiski­­stofu liggi fyrir og að Fiski­­stofu verði veittar auknar heim­ildir til afla gagna.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Dagur: Mesta hækkun lægstu launa sem samið hefur verið um í kjarasamningum
Borgarstjórinn í Reykjavík opinberaði hvað felst í tilboði borgarinnar til ófaglærðra starfsmanna Eflingar í sjónvarpsviðtali í kvöld. Hann segir tilboðið upp á mestu hækkun lægstu launa í Íslandssögunni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Frá baráttufundi á vegum Eflingar fyrr í mánuðinum.
Segja borgina hafa slegið á sáttarhönd láglaunafólks – Verkfallið heldur áfram
Engin lausn er í sjónmáli í deilum Eflingar við Reykjavíkurborg eftir að tilboði sem Efling lagði fram í gær til lausnar á deilunni var ekki tekið.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Krínólín, kjólar og ómældur kvennakraftur!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Konur & krínólin eftir Eddu Björgvinsdóttur.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Sanna Magdalena Mörtudóttir
Láglaunastefnan gerir mann svangan
Kjarninn 19. febrúar 2020
Loftslagsbreytingar, hnignun vistkerfa, fólksflótti, stríðsátök, ójöfnuður og skaðleg markaðssetning er meðal þess sem ógnar heilsu og framtíð barna í öllum löndum.
Loftslagsbreytingar ógn við framtíð allra barna
Ísland er eitt besta landið í veröldinni fyrir börn en samkvæmt nýrri skýrslu UNICEF, WHO og læknaritsins Lancet dregur mikil losun gróðurhúsalofttegunda okkur niður listann yfir sjálfbærni.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Þorsteinn Már Baldvinsson, fyrrverandi og líkast til verðandi forstjóri Samherja.
Búist við að Þorsteinn Már snúi aftur sem forstjóri Samherja í næsta mánuði
Tímabundnu leyfi Þorsteins Más Baldvinssonar frá forstjórastóli Samherja virðist vera að fara að ljúka. Sitjandi forstjóri reiknar með að hann snúi aftur í næsta mánuði. Engin niðurstaða liggur fyrir í rannsókn Samherjamálsins hérlendis.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Útvegsmenn vilja að sjómenn greiði hlutdeild í veiðigjaldi til stjórnvalda
Ein af nítján kröfum Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi er að sjómenn greiði hlut í veiðigjaldi og kolefnisgjaldi. Formanni Sjómannasambands Íslands líst ekki kröfurnar „frekar en endranær.“
Kjarninn 19. febrúar 2020
Hluthafar Arion banka gætu tekið út tugi milljarða úr bankanum í ár
Áframhaldandi breytt fjármögnun, samdráttur í útlánum, stórtæk uppkaup á eigin bréfum og arðgreiðslur sem eru langt umfram hagnað eru allt leiðir sem er verið að fullnýta til að auka getu Arion banka til að greiða út eigið fé bankans í vasa hluthafa.
Kjarninn 19. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent