Vonin kveikt með tæknifrjóvgun og staðgöngumæðrun

Norðlægi hvíti nashyrningurinn er í raun útdauður. Síðasta karldýrið er fallið. En nú hefur tekist með fordæmalausri aðgerð að búa til lífvænlega fósturvísa sem setja á upp í annarri deilitegund þessara einstöku risa.

Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Mohammed Doyo, starfsmaður Ol Pejeta-garðsins í Kenía, ásamt Najin og Fatu, tveimur síðustu norðlægu hvítu nashyrningunum.
Auglýsing

Að vera ein­stak­ur, einn sinnar teg­und­ar, er stundum sagt til­ að slá fram­úr­skar­andi fólki gull­hamra. Þegar þetta orða­lag var notað um nas­hyrn­ing­inn Súdan var mein­ingin öllu bók­staf­legri. Hann var síð­asta karl­dýr norð­læga hvíta nas­hyrn­ings­ins í gjör­vallri ver­öld­inni. Er hann dró and­ann í síð­asta sinn fyrir tveimur árum mátti nán­ast heyra jarð­ar­búa and­varpa í upp­gjöf.

Hann var far­inn. Sá síð­asti. Mann­fólkið hafði útrýmt deili­teg­und nas­hyrn­inga sem komu fyrst  fram á sjón­ar­sviðið fyrir um 50 millj­ónum ára. Teg­und sem hafði eins og allt annað sem lifir haft sínu mik­il­væga hlut­verki að gegna í vist­kerf­in­u. 

Auglýsing

En ver­andi vel yfir tonn á þyngd, stand­andi á beit bróð­ur­part­inn úr sól­ar­hringnum og eign­ast aðeins eitt afkvæmi í einu og það á nokk­urra ára fresti, var ekki bein­línis styrkur þegar menn­irnir hófu að ­þrengja að búsvæðum nas­hyrn­inga í Afr­íku, vopn­aðir byssum og lás­bog­um. 

Stund­um voru þeir ein­fald­lega fyr­ir. Seinna komst sú þjóð­saga á kreik að úr horn­um þeirra mætti vinna frygð­ar­lyf.  Og það var gert. Í stórum stíl. Þótt ítrekað væri bent á með­ ­rann­sóknum að sama efni væri í nas­hyrn­ings­hornum og nöglum manna. Það er því ­jafn kynörvandi að naga á sér tánegl­urnar og gleypa mulið nas­hyrn­ings­horn.

Og þá voru eftir tveir

Áður en Súdan kvaddi þennan heim, 45 ára og því sadd­ur líf­daga, hafði hans verið gætt af vopn­uðum vörðum í friðlandi í Ken­ía. Þangað hafði hann verið fluttur úr dýra­garði í Tékk­landi. Hann var eft­ir­sótt­ur, veiði­þjófar ásæld­ust horn hans. Í friðland­inu hafði verið reynt án ár­ang­urs að koma honum til fylgilags við kven­dýr. Eftir dauða hans eru aðeins t­veir nas­hyrn­ingar af deili­teg­und­inni á lífi í heim­inum og þeir eru báðir kven­kyns, ­mæðgurnar Najin og Fatu.

En vonin var ekki öll úti. Í ágúst á síð­asta ári urð­u ­merki­leg tíma­mót er vís­inda­menn söfn­uðu egg­frumum úr kven­dýr­unum tveimur og frjóvg­uðu þau á rann­sókn­ar­stofu með sæði sem þeir höfðu varð­veitt úr Súdan og þrem­ur öðrum karl­dýr­um. Til urðu í fyrsta sinn tveir fóst­ur­vísar að norð­lægum hvít­u­m nas­hyrn­ing­um. Þessi aðgerð var svo end­ur­tekin í des­em­ber síð­ast­liðnum og um jólin tókst að búa til enn einn fóst­ur­vís­inn.

View this post on Instagram

Photo by @amivitale. A consortium of sci­ent­ists from Leibniz Institute for Zoo and Wild­life Res­e­arch (@leibn­izizw) #Avan­tea, @OlPejeta Conservancy, @KenyaWild­lifeS­ervice and @SafariPark­Dvur­Kra­love cond­uct the second ever pickup of immat­ure egg cells (oocyt­es) on the last two northern white rhinos on the planet, Najin and Fatu. The oocytes were tran­sported immedi­ately to the Avan­tea Laboratory in Italy where they were incubated, mat­ured and fer­til­ized. One viable embryo was created. That embryo joins the two others created this past Aug­ust. Cur­rent­ly, they are stored in liquid nitrogen. The plan is to attempt a trans­fer into a sur­rogate southern white rhino mother this year.. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ Human­ity is now one step closer to sav­ing this anci­ent species from certain ext­inct­ion, thanks to the work of this incredi­ble team. Learn more, inclu­ding how to get invol­ved, by foll­owing @BioR­escue_Project and click­ing on the link in my profile. ⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀⠀ @bmbf.bund @leibnizgemeinschaft @MinistryOfTourism­And­Wild­lifeKE @nat­geo @nat­geoima­gecollect­ion @thephotosoci­ety @ni­konusa @pho­tography.­for.­good #NorthernWhiteR­hinos #ni­konambassa­dor #northernwhiter­hinos #dont­lett­hemd­isapp­ear #ni­konnofilter #ni­kon­love #kenya #rhinos #sa­ver­hinos

A post shared by Ami Vitale (@a­mivita­le) on



Þetta eykur mjög svo lík­urnar á því að bjarga meg­i ­teg­und­inni frá algjörri útrým­ingu. Til stendur að end­ur­taka egg­heimt­una úr Na­jin og Fatu nokkrum sinnum í við­bót áður en þær verða of gaml­ar.

Fatu og Najin búa í Ol Pejeta-friðland­inu í Kenía þar sem Súdan eyddi sínum síð­ustu árum. Til að sækja eggin þarf að svæfa þær og um leið og aðgerðin er afstaðin er flogið með kyn­frum­urnar á rann­sókn­ar­stofu á Ítal­íu.

Um jólin tókst að frjóvga eitt eggja Fatu. Sæðið var úr nas­hyrn­ingnum Suni sem drapst árið 2014.  Fóst­ur­vísir­inn er nú geymdur í kæli á rann­sókn­ar­stof­unni ítölsku í fljót­andi köfn­un­ar­efn­i á­samt fóst­ur­vís­unum tveimur sem urðu til síð­asta haust.

Fósturvísarnir þrír eru nú geymdir á rannsóknarstofu á Ítalíu.

Najib Bala­la, ráð­herra nátt­úru- og ferða­mála í Ken­ía, seg­ir ­rík­is­stjórn­ina mjög ánægða með hvernig til hefur tek­ist. Verk­efnið er styrkt af ­stjórn­völdum þar í landi og að því koma vís­inda­menn frá Ken­ía, Tékk­land­i, Þýska­landi og Ítal­íu. „Ég hvet vís­inda­menn­ina til að halda áfram að þró­a ­tækn­ina og upp­finn­ing­arn­ar, ekki aðeins svo að hægt verði að bjarga þess­ari ­dýra­teg­und heldur einnig öðrum sem standa frammi fyrir sam­bæri­legri ógn,“ sagð­i Balala.

En hvert verður fram­hald­ið? Hver verða örlög fóst­ur­vísanna?

Svörin við þessum spurn­ingum eru nokkuð óvenju­leg. Norð­læg­u, hvítu nas­hyrn­ing­arnir tveir sem eftir lifa eru komnir af léttasta skeiði og því er stefnt að því að setja fóst­ur­vís­ana upp í annarri deili­teg­und hvítra nas­hyrn­inga, hinni suð­lægu. Um óvenju­lega stað­göngu­mæðrun verður því sann­ar­lega að ræða. 

Und­ir­bún­ing­ur að þeim kafla björg­un­ar­að­gerð­ar­innar er þegar haf­inn. Valin verð­ur­ ­stað­göngu­móðir úr  hópi kven­dýra hvíta, suð­læga nas­hyrn­ings­ins í Ol Pejeta-friðland­inu og von­ast er til að hin kven­dýrin styðj­i við upp­eld­ið, ef þar að kem­ur, með nær­veru sinni.

Stúlka snertir styttu af nashyrningnum Súdan í New York.

Hin suð­læga teg­und, sem kalla má frænku hinnar norð­lægu, er einnig á válista líkt og allar aðrar nas­hyrn­ings­teg­undir heims­ins. Á síð­asta ári var því ákaft fagnað er nas­hyrn­ings­kýrin Vikt­oría í dýra­garð­inum í San Di­ego fæddi kálf sem get­inn var með tækni­frjóvg­un. Það jók von vís­inda­manna að hin mik­il­væga en vanda­sama aðgerð að bjarga hinni norð­lægu teg­und frá útrým­ing­u væri fram­kvæm­an­leg.  

Enn eru þó ýmis ljón í veg­in­um. Að búa til fóst­ur­vís­ana er að­eins eitt skref á langri leið að settu mark­miði. Tak­ist að koma fóst­ur­vís­un­um ­upp er alls óvíst að með­gangan, sem tekur heila átján mán­uði, heppn­ist vel. Einnig er ljóst að ekki verður hægt að við­halda heilli teg­und alfarið með­ kyn­frumum tveggja kven­dýra og fjög­urra karl­dýra.

Gangi áætlanir vísindamannanna eftir gæti norðlægur hvítur nashyrningskálfur fæðst fyrir árið 2022.

Vís­inda­menn­irnir ætla því líka að freista þess að búa til­ kyn­frumur úr stofn­frumum sem safnað var úr tólf norð­læg­um, hvítum nas­hyrn­ing­um áður en þeir drápust. Þeir segja að til­raun­irnar allar séu mik­il­vægar og þarfar til að bjarga teg­undum í útrým­ing­ar­hættu seinna meir en minna á að besta leið­in til að við­halda teg­und sé að auka lífs­gæði henn­ar, hætta veiðum og ágangi að ­bú­svæð­um.

Bjart­sýni vís­inda­mann­anna er það mikil á þess­ari stundu að þeir von­ast til að velja stað­göngu­móður úr hópi suð­lægu, hvítu nas­hyrn­ing­anna bráð­lega og setja fóst­ur­vís­ana upp á þessu ári. Gangi allt að óskum gæti því ­lít­ill nas­hyrn­ingskálf­ur, af norð­lægu, hvítu deili­teg­und­inni, dregið and­ann í fyrsta sinn fyrir árið 2022.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent