Helgi I. Jónsson hefur óskað eftir lausn frá embætti hæstaréttardómara. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra greindi frá þessu á ríkisstjórnarfundi í morgun. Hann er fæddur 1955 og verður því 65 ára á árinu.
Hann tók við skipunarbréfum hjá Ögmundi Jónassyni innanríkisráðherra í september 2012 en hann var skipaður í embætti frá 1. október sama ár.
Helgi er varaforseti Hæstaréttar en hann hefur verið það frá 1. janúar 2017. Hann var héraðsdómari við héraðsdóm Reykjavíkur frá 1992 til 2011, þar af dómstjóri frá 2003.
Auglýsing