Verkfallsaðgerðir munu fyrst og fremst hafa áhrif á þjónustu leikskóla í Reykjavík

Komi til þeirra verkfalla sem Efling boðar mun það hafa mest áhrif á leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Efl­ing hefur boðað til verk­falls­að­gerða næst­kom­andi þriðju­dag frá hádegi til mið­nættis en það er fyrsti dag­ur­inn í boð­uðum verk­falls­að­gerð­um. Komi til verk­falla mun það hafa mest áhrif á leik­skóla- og vel­ferð­ar­þjón­ustu á vegum Reykja­vík­ur­borgar auk sorp­hirðu, vetr­ar­þjón­ustu og umhirðu borg­ar­lands­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í dag.

Þá segir að starfs­fólk Efl­ingar telji um 1.850 af um 9.000 starfs­mönnum borg­ar­inn­ar. Efl­ing­ar­fólk starfi í fjöl­breyttum störfum á 129 starfs­stöðum hjá Reykja­vík­ur­borg. Um 1.000 starfi á skóla- og frí­stunda­sviði, þar af mik­ill meiri­hluti í leik­skól­un­um. Þá starfi um 700 úr Efl­ingu við vel­ferð­ar­þjón­ustu borg­ar­inn­ar.

Starfs­fólk Efl­ingar í skólum um 1.000 tals­ins

­Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg er starfs­fólk Efl­ingar í skólum á vegum Reykja­vík­ur­borgar um 1.000. Ef til vinnu­stöðv­unar kemur muni það fyrst og fremst leiða til skerð­ingar á þjón­ustu leik­skóla í Reykja­vík en þeir eru 63 tals­ins.

Mis­jafnt sé eftir leik­skólum hversu mikil skerð­ingin verður en ljóst sé að í mörgum skólum verður hún veru­leg. Mat­ar­þjón­usta verði með ólíkum hætti milli leik­skóla. Stjórn­endur leik­skól­anna muni upp­lýsa for­ráða­menn leik­skóla­barna um þá þjón­ustu sem verður í boði á meðan verk­falls­að­gerðum stend­ur.

Auglýsing

Greiða ekki gjöld vegna verk­falla

For­eldrar greiða ekki gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki sótt leik­skóla vegna verk­falls eða þjón­ustu­skerð­ingar s.s. mat­ar­þjón­ustu, sam­kvæmt borg­inni.

Komi til verk­falls muni það hafa óveru­leg áhrif á grunn­skóla Reykja­vík­ur. Skóla­stjórn­endur grunn­skóla Reykja­víkur muni upp­lýsa nem­endur og for­ráða­menn nánar eftir því sem við á. Þjón­usta frí­stunda­heim­ila verði óbreytt.

Sótt um und­an­þágu fyrir um 245 stöðu­gili

Þá kemur enn fremur fram í til­kynn­ing­unni að vel­ferð­ar­svið hafi sótt um und­an­þágu fyrir starfs­fólk Efl­ingar sem sinnir við­kvæm­ustu þjón­ust­unni sem snýr að umönnun fatl­aðs fólks, aldr­aðra á hjúkr­un­ar­heim­ilum og í heima­hús­um, barna og þeirra sem þurfa á neyð­ar­þjón­ustu að halda í gisti­skýl­um. Ekki verði hægt að tryggja heil­brigði og öryggi ein­stak­linga sem þurfa ákveðna umönnun eða úrræði ef und­an­þága fæst ekki.

Sótt hafi verið um und­an­þágu fyrir um 245 stöðu­gildi af um 450 hjá vel­ferð­ar­sviði á eft­ir­far­andi starfs­stöð­um:

  • Tvö hjúkr­un­ar­heim­ili Drop­laug­ar­staðir (ásamt Folda­bæ) og Selja­hlíð
  • 13 starfs­staðir þar sem rekið er hús­næði fyrir fatlað fólk (íbúða­kjarnar og her­bergja­sam­býli)
  • Sex starfs­staðir sem sinna mál­efnum heim­il­is­lausra með miklar og flóknar þjón­ustu­þarfir
  • Nauð­syn­leg örygg­is­þjón­usta á heim­ilum
  • Þjón­ustu­í­búðir á fimm stöðum
  • Fram­leiðslu­eld­hús Lind­ar­götu sem sér um að elda og pakka heim­sendum mat.
  • Vist­heim­ilið Mána­berg

Sorp­hirða frest­ast

„Fyr­ir­hugað verk­fall mun t.a.m. hafa þau áhrif á vel­ferð­ar­þjón­ustu borg­ar­innar að ekki verður boðið upp á mat og kaffi­veit­ingar í níu félags­mið­stöðvum fyrir aldr­aða auk þess sem heima­þjón­usta á borð við þrif frest­ast á verk­falls­dög­um. Dagdvöl fyrir ein­stak­linga sem búa í heima­húsum sem rekin hefur verið í Þorra­seli mun loka en þar eru að jafn­aði 40 ein­stak­lingar sem njóta þjón­ust­unn­ar. Þá mun ekki verða hádeg­is­matur í boði fyrir fatlað fólk sem starfar og dvelur í Iðju­bergi og Gylfa­flöt,“ segir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Jafn­fram mun á boð­uðum verk­falls­dögum sorp­hirða frestast, sam­kvæmt borg­inni. Þá verði hreinsun í kringum grennd­ar­stöðvar ekki sinnt auk ýmissar umhirðu í borg­ar­land­inu. Örygg­is- og bil­ana­vakt borg­ar­lands­ins fellur nið­ur. Snjó­hreinsun og hálku­varnir á aðskildum hjóla­leiðum og stofn­ana­lóð­um, til að mynda við leik og grunn­skóla fellur enn fremur nið­ur.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Haukur V. Alfreðsson
Læsi og lífsgæði
Kjarninn 21. janúar 2021
Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar ESB.
ESB þrýstir á Biden til að setja tæknifyrirtækjunum þröngar skorður
Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins fagnaði í gær innsetningu Joe Biden í embætti Bandaríkjaforseta, en hvatti til aukins samstarfs milli ríkjanna við að takmarka vald stóru tæknifyrirtækjanna.
Kjarninn 21. janúar 2021
ESA hefur verið með augun á íslensku leigubílalöggjöfinni allt frá árinu 2017.
ESA boðar samningsbrotamál út af íslensku leigubílalöggjöfinni
Þrátt fyrir að frumvarp um breytingar á lögum liggi fyrir Alþingi sendi Eftirlitsstofnun EFTA íslenskum stjórnvöldum bréf í dag og boðar að mögulega verði farið í mál út af núgildandi lögum, sem brjóti gegn EES-samningnum.
Kjarninn 20. janúar 2021
Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, sór embættiseið sinn fyrr í dag.
Biden: „Það verður enginn friður án samheldni“
Joe Biden var svarinn í embætti forseta Bandaríkjanna fyrr í dag. Í innsetningarræðu sinni kallaði hann eftir aukinni samheldni meðal Bandaríkjamanna svo að hægt yrði að takast á við þau erfiðu verkefni sem biðu þjóðarinnar.
Kjarninn 20. janúar 2021
Helgi Hrafn Gunnarsson
Mikið fagnaðarefni að „nýfasistinn og hrottinn Donald Trump“ láti af embætti
Þingflokksformaður Pírata fagnar brotthvarfi Donalds Trump úr embætti Bandaríkjaforseta og bendir á að uppgangur nýfasisma geti átt sér stað ef við gleymum því að það sé mögulegt.
Kjarninn 20. janúar 2021
Frá miðstjórnarfundi hjá Alþýðusambandi Íslands í febrúar árið 2019.
Segja skorta á röksemdir fyrir sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka
Miðstjórn ASÍ mótmælir harðlega áformum um sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka, segir flýti einkenna ferlið og telur að ekki hafi verið færðar fram fullnægjandi röksemdir fyrir sölunni.
Kjarninn 20. janúar 2021
Gosi – ævintýri spýtustráks
Öll viljum við vera alvöru!
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um sýninguna Gosi – ævintýri spýtustráks sem sýnd er í Borgarleikhúsinu.
Kjarninn 20. janúar 2021
Á nýrri tölfræðisíðu sem sett var í loftið í dag má fylgjast með framgangi bólusetningar gegn COVID-19 hér á landi.
Tæplega 500 manns hafa þegar fengið tvær sprautur
Búið er að gefa rúmlega 40 prósent af Íslendingum yfir 90 ára aldri a.m.k. einn skammt af bóluefni og tæp 13 prósent þeirra sem eru 80-89 ára. Ný tölfræðisíða um bólusetningu hefur verið sett í loftið á vefnum covid.is.
Kjarninn 20. janúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent