Verkfallsaðgerðir munu fyrst og fremst hafa áhrif á þjónustu leikskóla í Reykjavík

Komi til þeirra verkfalla sem Efling boðar mun það hafa mest áhrif á leikskóla- og velferðarþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar auk sorphirðu, vetrarþjónustu og umhirðu borgarlandsins.

23-april-2014_13983717045_o.jpg
Auglýsing

Efl­ing hefur boðað til verk­falls­að­gerða næst­kom­andi þriðju­dag frá hádegi til mið­nættis en það er fyrsti dag­ur­inn í boð­uðum verk­falls­að­gerð­um. Komi til verk­falla mun það hafa mest áhrif á leik­skóla- og vel­ferð­ar­þjón­ustu á vegum Reykja­vík­ur­borgar auk sorp­hirðu, vetr­ar­þjón­ustu og umhirðu borg­ar­lands­ins. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Reykja­vík­ur­borg í dag.

Þá segir að starfs­fólk Efl­ingar telji um 1.850 af um 9.000 starfs­mönnum borg­ar­inn­ar. Efl­ing­ar­fólk starfi í fjöl­breyttum störfum á 129 starfs­stöðum hjá Reykja­vík­ur­borg. Um 1.000 starfi á skóla- og frí­stunda­sviði, þar af mik­ill meiri­hluti í leik­skól­un­um. Þá starfi um 700 úr Efl­ingu við vel­ferð­ar­þjón­ustu borg­ar­inn­ar.

Starfs­fólk Efl­ingar í skólum um 1.000 tals­ins

­Sam­kvæmt Reykja­vík­ur­borg er starfs­fólk Efl­ingar í skólum á vegum Reykja­vík­ur­borgar um 1.000. Ef til vinnu­stöðv­unar kemur muni það fyrst og fremst leiða til skerð­ingar á þjón­ustu leik­skóla í Reykja­vík en þeir eru 63 tals­ins.

Mis­jafnt sé eftir leik­skólum hversu mikil skerð­ingin verður en ljóst sé að í mörgum skólum verður hún veru­leg. Mat­ar­þjón­usta verði með ólíkum hætti milli leik­skóla. Stjórn­endur leik­skól­anna muni upp­lýsa for­ráða­menn leik­skóla­barna um þá þjón­ustu sem verður í boði á meðan verk­falls­að­gerðum stend­ur.

Auglýsing

Greiða ekki gjöld vegna verk­falla

For­eldrar greiða ekki gjöld fyrir þá daga sem börn geta ekki sótt leik­skóla vegna verk­falls eða þjón­ustu­skerð­ingar s.s. mat­ar­þjón­ustu, sam­kvæmt borg­inni.

Komi til verk­falls muni það hafa óveru­leg áhrif á grunn­skóla Reykja­vík­ur. Skóla­stjórn­endur grunn­skóla Reykja­víkur muni upp­lýsa nem­endur og for­ráða­menn nánar eftir því sem við á. Þjón­usta frí­stunda­heim­ila verði óbreytt.

Sótt um und­an­þágu fyrir um 245 stöðu­gili

Þá kemur enn fremur fram í til­kynn­ing­unni að vel­ferð­ar­svið hafi sótt um und­an­þágu fyrir starfs­fólk Efl­ingar sem sinnir við­kvæm­ustu þjón­ust­unni sem snýr að umönnun fatl­aðs fólks, aldr­aðra á hjúkr­un­ar­heim­ilum og í heima­hús­um, barna og þeirra sem þurfa á neyð­ar­þjón­ustu að halda í gisti­skýl­um. Ekki verði hægt að tryggja heil­brigði og öryggi ein­stak­linga sem þurfa ákveðna umönnun eða úrræði ef und­an­þága fæst ekki.

Sótt hafi verið um und­an­þágu fyrir um 245 stöðu­gildi af um 450 hjá vel­ferð­ar­sviði á eft­ir­far­andi starfs­stöð­um:

  • Tvö hjúkr­un­ar­heim­ili Drop­laug­ar­staðir (ásamt Folda­bæ) og Selja­hlíð
  • 13 starfs­staðir þar sem rekið er hús­næði fyrir fatlað fólk (íbúða­kjarnar og her­bergja­sam­býli)
  • Sex starfs­staðir sem sinna mál­efnum heim­il­is­lausra með miklar og flóknar þjón­ustu­þarfir
  • Nauð­syn­leg örygg­is­þjón­usta á heim­ilum
  • Þjón­ustu­í­búðir á fimm stöðum
  • Fram­leiðslu­eld­hús Lind­ar­götu sem sér um að elda og pakka heim­sendum mat.
  • Vist­heim­ilið Mána­berg

Sorp­hirða frest­ast

„Fyr­ir­hugað verk­fall mun t.a.m. hafa þau áhrif á vel­ferð­ar­þjón­ustu borg­ar­innar að ekki verður boðið upp á mat og kaffi­veit­ingar í níu félags­mið­stöðvum fyrir aldr­aða auk þess sem heima­þjón­usta á borð við þrif frest­ast á verk­falls­dög­um. Dagdvöl fyrir ein­stak­linga sem búa í heima­húsum sem rekin hefur verið í Þorra­seli mun loka en þar eru að jafn­aði 40 ein­stak­lingar sem njóta þjón­ust­unn­ar. Þá mun ekki verða hádeg­is­matur í boði fyrir fatlað fólk sem starfar og dvelur í Iðju­bergi og Gylfa­flöt,“ segir í til­kynn­ingu Reykja­vík­ur­borg­ar.

Jafn­fram mun á boð­uðum verk­falls­dögum sorp­hirða frestast, sam­kvæmt borg­inni. Þá verði hreinsun í kringum grennd­ar­stöðvar ekki sinnt auk ýmissar umhirðu í borg­ar­land­inu. Örygg­is- og bil­ana­vakt borg­ar­lands­ins fellur nið­ur. Snjó­hreinsun og hálku­varnir á aðskildum hjóla­leiðum og stofn­ana­lóð­um, til að mynda við leik og grunn­skóla fellur enn fremur nið­ur.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Flestir Íslendingar breyttu ekki áfengisnotkun sinni í faraldrinum
Fimmtán prósent Íslendinga drukku oftar eða mun oftar en venjulega í mars og apríl en flestir breyttu þó ekki áfengisnotkun sinni á þessu tímabili.
Kjarninn 6. júní 2020
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent