Hildur Guðnadóttir tónskáld vann BAFTA-verðlaunin rétt í þessu fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Auk hennar voru Thomas Newman, Michael Giacchino, Alexandre Desplat og John Williams tilnefndir. Newman fyrir 1917, Giacchino fyrir Jojo Rabbit, Desplat fyrir Little Women og Williams fyrir Star Wars: Rise of Skywalker.
Þessi einstaki listamaður hlaut Grammy-verðlaunin fyrir að gera tónlistina við sjónvarpsþættina Chernobyl fyrir aðeins sjö dögum.
Hún varð fyrr á árinu fyrsta konan til að vinna ein Golden Globe-verðlaun fyrir tónlistina í kvikmyndinni Joker. Hún hlaut einnig verðlaun fyrir tónlistina í Joker á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum auk þess sem hú var valin sjónvarpstónskáld ársins á World Soundtrack Awards.
Þann 13. janúar var greint frá því að hún væri tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir tónlistina í Joker, en þau verða afhend 9. febrúar næstkomandi.