Landsvirkjun ætlar ekki í Austurgilsvirkjun

Landsvirkjun hefur ákveðið að undangenginni skoðun á fyrirhugaðri Austurgilsvirkjun að halda ekki áfram með verkefnið af sinni hálfu. Forsvarsmaður verkefnisins segir að næstu skref verði tekin eftir afgreiðslu rammaáætlunar.

Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Skjaldfannardalur við Ísafjarðardjúp og Drangajökull í baksýn. Bæirnir Laugaland (t.h.) og Skjaldfönn (t.v.) ásamt mögulegu stöðvarhúsi (gulur kassi ofarlega fyrir miðju).).
Auglýsing

Lands­virkjun mun ekki koma að Aust­ur­gils­virkjun sem fyr­ir­hug­uð er í Skjald­fann­ar­dal við Ísa­fjarð­ar­djúp. Þetta er nið­ur­staða fyr­ir­tæk­is­ins eftir að hafa skoðað aðkomu sína að verk­efn­inu um hríð. Í til­lögu að þriðja á­fanga ramma­á­ætl­un­ar, sem leggja á fram á þingi í þriðja sinn innan skamms, er lagt til að Aust­ur­gils­virkjun fari í orku­nýt­ing­ar­flokk. For­svars­menn verk­efn­is­ins segja að beðið verði með að ákveða næstu skref þar til Alþing­i hefur fjallað um og afgreitt áætl­un­ina.

Í skrif­legu svari Lands­virkj­unar við fyr­ir­spurn Kjarn­ans ­segir að hag­kvæm­asta útfærslan af virkj­un­inni hafi reynst minni en áætlað var þegar fyr­ir­tækið hóf skoðun á aðild að verk­efn­inu.

Virkj­un­ar­verk­efnið miðar að því að virkja rennsli áa und­an­ Dranga­jökli. Þegar verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar fjall­aði um virkj­ana­kost­inn á sínum tíma var miðað við að upp­sett afl gæti orðið 35 MW og að fram­leiddar yrð­u 228 gígawatt­stundir af raf­orku á ári.

Auglýsing

Hug­mynd í skoðun frá 2014

Að baki verk­efn­inu stendur Bjart­mar Pét­urs­son fisk­út­flytj­andi og eig­andi jarð­ar­innar Lauga­lands í Skjald­fann­ar­dal. Hann hóf skoðun á hug­mynd­inn­i vorið 2014 og leit­aði til Orku­stofn­unar í lok þess árs. Orku­stofnun hafði þá þegar skilað skýrslu um virkj­ana­kosti til umfjöll­unar í vernd­ar- og orku­nýt­ing­ar­á­ætlun (3. áfanga ramma­á­ætl­un­ar), „en þar sem orku­ör­yggi á Vest­fjörðum er ábóta­vant ákvað stofn­unin að taka þessa hug­mynd upp á sína arma sem sína eig­in,“ segir í við­auka sem gerður var við skýrsl­una og fjall­aði um Aust­ur­gils­virkj­un.

Nið­ur­staða verk­efn­is­stjórn­ar­innar var í fram­hald­inu sú að ­leggja til að virkj­ana­hug­myndin færi í orku­nýt­ing­ar­flokk. Í rök­stuðn­ingi fyr­ir­ þeirri ákvörðun seg­ir: Virkj­un­ar­kost­ur­inn er inni á svæði sem er óbyggt víð­erni sam­kvæmt laga­legri skil­grein­ingu, en ­sam­kvæmt nið­ur­stöðum fag­hóps 2 hefði virkjun á svæð­inu lítil áhrif á ferða­mennsku, beit og veiði. Í ljósi fram­kom­inna gagna um gróð­ur­far, jarð­fræð­i, ­fugla­líf, vatna­líf og menn­ing­arminjar á svæð­inu er lagt til að ­virkj­un­ar­kost­ur­inn verði í orku­nýt­ing­ar­flokki.

Til­laga lögð fram í þriðja sinn

Verk­efn­is­stjórnin skil­aði sinni vinnu til umhverf­is­ráð­herra í ágúst 2016. Í þings­á­lykt­un­ar­til­lögu að ramma­á­ætlun sem fyrst var lögð fram á þingi það ár og svo aftur 2017 var Aust­ur­gils­virkjun í nýt­ing­ar­flokki í sam­ræmi við nið­ur­stöðu verk­efn­is­stjórn­ar­inn­ar. Vegna ólgu í stjórn­mál­unum og tíð ­rík­is­stjórn­ar­skipti af þeim sökum var til­lagan hins vegar ekki afgreidd á Al­þingi.

Guð­mundur Ingi Guð­brands­son umhverf­is­ráð­herra hyggst nú á vor­þingi leggja til­lög­una fram óbreytta, þremur og hálfu ári eftir að verk­efn­is­stjórn­in skil­aði sínum til­lögum og tæpum sjö árum eftir að vinna hennar hófst.

Vonda­dals­vatn og Djúpi pollur

Sam­kvæmt skýrslu Orku­stofn­unar um Aust­ur­gils­virkj­un, sem verk­efn­is­stjórnin fékk til að byggja sitt mat á, kom fram að virkjað yrði í Aust­ur­gilsá ­sem fellur í Selá í Skjald­fann­ar­dal. Þar sagði að virkj­unin myndi nýta vatns­afl ­sem feng­ist úr Vonda­dals­vatni, Skeifu­vatni og Djúpa polli. Ráð­gert væri að ­með­al­hæð inn­takslóns í Vonda­dals­vatni yrði í 435 metra hæð yfir sjó. Þaðan yrð­i lögð 3,9 kíló­metra löng vatns­pípa að stöðv­ar­húsi við Sel­á. 

Yfirlitskort yfir Austurgilsvirkjun, sem sýnir vatnsvið, framkvæmdasvæði, stíflur, skurði, pípur og vatnaskil. Mynd: Úr skýrslu Orkustofnunar

Reiknað var með að nær allt jök­ul­rennsli Selár færi í inn­takslónið og jafn­vel einnig rennsl­i ­jök­ul­vatna á svæðum vestan Skjald­fann­ar­dals með frek­ari fram­leng­ingu skurða.

Skyn­sam­legt að eyða ekki pen­ingum í glanna­skap

Krist­inn Pét­urs­son, bróðir Bjart­mars, ráð­gjafi í orku­mál­u­m og fyrr­ver­andi verk­efn­is­stjóri Aust­ur­gils­virkj­un­ar, segir í sam­tali við Kjarn­ann að Lands­virkjun hafi skoðað aðkomu að fyrsta áfanga verk­efn­is­ins. Þær fram­kvæmdir sem þar hafi verið til skoð­unar séu ein­göngu á jörð­inni Lauga­land­i ­sem er í eigu Bjart­mars. Rann­sókn­ar­vinna hafi aðal­lega farið fram þar.

Spurður um stöðu verk­efn­is­ins nú þegar Lands­virkjun hef­ur ­gefið það frá sér segir Krist­inn að enn sé stefnt að því að það verði að veru­leika.

„En ég tel það grund­vall­ar­at­riði að til­laga að ramma­á­ætl­un fari í gegnum þingið áður en farið verður að eyða meiri pen­ingum í verk­efn­ið,“ ­segir hann. „Annað væri glanna­legt og ófag­leg vinna að mínu mati. Skyn­sem­in ­segir manni að það eigi eng­inn á Íslandi að eyða pen­ingum í glanna­skap leng­ur. Við eigum að vera búin að læra það.“

Langt ferli

Krist­inn bendir á að vinna að virkj­ana­verk­efnum taki langan ­tíma. Í þeim sé þörf á djúpri fag­vinnu, meiri en gangi og ger­ist í mörgum öðrum ­grein­um. Vinna þurfi að rann­sóknum í langan tíma, jafn­vel ára­tugi, áður en hægt sé að taka end­an­legar ákvarð­an­ir. „Svona verk­efni eru tíma­frek­ari en við héld­um. Það er því skyn­sam­legt að bíða núna þar til [ramma­á­ætl­un] fer í gegnum þing­ið og eftir það er hægt að fara að skoða það af alvöru aftur í róleg­heit­un­um.“

Spurður hvort til greina komi að reyna að fá ein­hverja aðra en Lands­virkjun að verk­efn­inu segir Krist­inn ekki tíma­bært að svara því. „Það á eftir að koma í ljós.“

Á óbyggðu víð­erni

Aust­ur­gils­virkjun færi inni á óbyggt víð­erni líkt og ­fyr­ir­huguð Hval­ár­virkjun á Ófeigs­fjarð­ar­heiði. Hörður Arn­ar­son, for­stjóri Lands­virkj­un­ar, sagði í við­tali á mbl.is haustið 2017 að fyr­ir­tækið hefð­i á­kveðið að skoða aðkomu sína að Aust­ur­gils­virkjun eftir að hún fékk góða um­fjöllun í ramma­á­ætl­un. Farið hafi verið í við­ræður við land­eig­endur og rann­sóknir gerðar á svæð­inu. „En þarna yrði farið inn á svæði sem ekki hefur áður verið virkjað og því yrðu umhverf­is­á­hrif­in um­tals­verð,“ sagði Hörð­ur.

Kortið sýnir mögulegar tengingar Hvalárvirkjunar og Austurgilsvirkjunar við meginflutningskerfi raforku í Kollafirði. Kort: Landsnet

Aust­ur­gils­virkjun og Hval­ár­virkjun yrðu báðar langt frá­ ­meg­in­flutn­ings­kerfi raf­orku. For­senda fyrir fram­kvæmd­unum er því teng­ing þeirra við raf­orku­kerf­ið. Und­an­farið hefur mest verið rætt um að flytja ork­una frá virkj­un­un­um að tengi­punkti sem reistur yrði í Ísa­fjarð­ar­djúpi. Þaðan yrði svo raf­magnið flutt ­með loft­línum yfir Kolla­fjarð­ar­heiði og að Vest­ur­línu. Sá tengi­punktur mynd­i ­gagn­ast bæði Aust­ur­gils­virkjun og Hval­ár­virkjun sem og þriðju virkj­un­inn­i, ­Skúfna­vatna­virkj­un, sem fyr­ir­huguð er á þessum slóð­um.

Þegar virkj­anir á þessu svæði á Vest­fjörðum komu fyrst fram var hug­myndin sú að tengja raf­magnið beint úr Djúp­inu og inn á Ísa­fjörð, með­ ­loft­lín­um, jarð­strengjum og jafn­vel sæstreng. Þannig myndi nást lang­þráð hring­teng­ing raf­magns á stórum hluta Vest­fjarða sem auka myndi raf­orku­ör­yggi á svæð­in­u til muna. Slík áform eru ekki lengur í for­gangi heldur er nú horft til­ ­fyrr­nefndrar teng­ingar yfir Kolla­fjarð­ar­heiði og inn á meg­in­flutn­ings­kerf­ið.

Tengi­punktur ekki háður fleiri virkj­unum

Í apríl á síð­asta ári gaf Lands­net út skýrslu þar sem kostn­að­ur­ við teng­ingar Hval­ár­virkj­unar var met­inn. Sam­kvæmt henni munu tekjur Lands­nets af því að flytja raf­orku frá virkj­un­inni standa undir fram­kvæmdum við fyrsta á­fanga nýs tengi­punktar í Ísa­fjarð­ar­djúpi.

Guð­mundur Ingi Ásmunds­son, for­stjóri Lands­nets, sagði í sam­tali við mbl.is er skýrslan kom út að nið­ur­staða kostn­að­ar­grein­ing­ar­inn­ar væri ekki háð því að fleiri virkj­anir yrðu reistar á þeim slóðum sem tengi­punkt­ur­inn er fyr­ir­hug­að­ur, „en komi fleiri virkj­anir inn, sem gæti orð­ið annar áfangi þessa verk­efn­is, mun það auð­vitað skila meiri tekj­u­m]...]“.

Til­laga að frið­lýs­ingu Dranga­jök­ul­svíð­erna

Frá því að verk­efn­is­stjórn ramma­á­ætl­unar hóf umfjöllun sína um Aust­ur­gils­virkjun og lagði til að hún færi í nýt­ing­ar­flokk áætl­un­ar­innar hef­ur ým­is­legt dregið til tíð­inda. Ferða­mennska hefur blómstrað sem aldrei fyrr, svo ­dæmi sé tek­ið, og þá lagði Nátt­úru­fræði­stofnun til árið 2018 að Dranga­jök­uls­svæðið yrði frið­lýst.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni kom fram að helsta ógn sem að ­svæð­inu stafi sé mögu­leg virkjun vatns­afla. „Við gerum okkur fulla grein fyr­ir­ því að Hval­ár­virkjun er í orku­nýt­ing­ar­flokki ramma­á­ætl­unar og að umhverf­is­mat á henni hefur farið fram. Einnig að Aust­ur­gils­virkjun er í orku­nýt­ing­ar­flokki í til­lögum að þriðja áfanga ramma­á­ætl­un­ar,“ sagði Trausti Bald­urs­son, ­for­stöðu­maður vist­fræði- og ráð­gjafa­deilar Nátt­úru­fræði­stofn­un­ar, sem leidd­i vinnu við til­lögu­gerð­ina, í sam­tali við mbl.­is. „En hlut­verk okkar í þessu til­viki er að rann­saka og kort­leggja nátt­úru­far og gera til­lögur um vernd út frá því, óháð hags­munum ann­arra. Því hlut­verki erum við að sinna með þessum ­til­lög­um. Hvað svo verður um þær er í ann­arra hönd­um.“

Náttúrufræðistofnun hefur lagt til að Drangajökulsvíðerni verði friðlýst. Mynd: Wikipedia

Hópur þrjá­tíu land­eig­enda af átta jörðum í Árnes­hreppi send­u ­síð­asta sumar frá sér yfir­lýs­ingu þar sem röskun Dranga­jök­ul­svíð­erna með þrem­ur ­fyr­ir­hug­uðum vatns­afls­virkj­unum var and­mælt. Hug­mynd­irnar sem um ræðir eru auk Aust­ur­gils­virkj­unar og Hval­ár­virkj­unar Skúfna­vatna­virkjun í Ísa­fjarð­ar­djúpi. 

„Þess­ar stór­karla­legu virkj­ana­hug­mynd­irnar eru full­komin tíma­skekkja í nútíma­sam­fé­lag­i,“ ­sagði í yfir­lýs­ing­unni sem send var til ráð­herra og for­manna stjórn­mála­flokka. „Nátt­úru­vernd­ar­sjón­ar­mið njóta sífellt meira fylgis og óbyggð víð­erni hafa öðl­ast við­ur­kenn­ingu og vernd í lög­um. Þessar virkj­ana­hug­mynd­irnar eiga því að okkar mati heima í vernd­ar- eða bið­flokki ramma­á­ætl­un­ar, ára­tugs­gamlar for­sendur þeirra eru löngu úrelt­ar­. Allir sem kynna sér stað­reyndir um raf­orku­ör­yggi á Vest­fjörðum vita að þess­ar ­virkj­anir hafa þar engin áhrif. Raf­orkan yrði seld hæst­bjóð­anda suður á land, lík­lega til gagna­vera sem leita raf­mynt­ar, s.s Bitcoin.“

Umhverf­is­stofnun hefur til­lögu Nátt­úru­fræði­stofn­unar að frið­lýs­ingu Dranga­jök­ul­svíð­erna enn til með­ferð­ar.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar