Nýskráðum fólksbifreiðum fækkar um 36 prósent milli ára

Þrátt fyrir að það dragi úr nýskráningu bifreiða hér á landi þá eru vistvænir bílar vinsælli en nokkru sinni fyrr.

Borgartún - Höfðatorg
Auglýsing

Nýskráðum fólks­bif­reiðum fækkar á Íslandi á sama tíma og bílum knúnum áfram af vist­vænum orku­gjöfum fjölgar hlut­falls­lega mik­ið. Í fyrra voru um 13.700 bif­reiðar nýskráðar hér á landi og fækk­aði skrán­ingum um 36 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram hjá hag­fræði­deild Lands­bank­ans.

Sam­kvæmt þeim kemur þessi mikli sam­dráttur kemur þó ekki sér­stak­lega á óvart þar sem nýskrán­ingum hafði fjölgað veru­lega á síð­ustu árum, meðal ann­ars í takt við fjölgun ferða­manna.

Mynd: Hagfræðideild Landsbankans

Auglýsing

„Ný­skrán­ingum fækk­ar, en þær taka einnig breyt­ingum í átt að auknu vægi vist­vænni bíla. Rúm­lega 30 pró­sent allra nýskráðra bif­reiða í fyrra voru raf- eða tvinn­bílar sam­an­borið við 5 pró­sent árið 2014. Vin­sældir bíla sem eru að hluta til, eða öllu leyti, knúnir áfram af orku­gjöfum öðrum en bens­íni eða dísel hafa þannig auk­ist veru­lega á síð­ustu árum.“

Jafn­framt kemur fram að árið 2014 hafi um 480 raf- eða tvinn­bílar verið nýskráðir hér á landi. Árið 2018 hefði fjöld­inn tífald­ast en þá hafi rúm­lega 4.800 bílar verið af slíkri gerð nýskráð­ir. Í fyrra hafi fjöld­inn dreg­ist örlítið saman en þá hefðu nýskráðir verið 4.200 raf- og tvinn­bíl­ar.

Sam­kvæmt hag­fræði­deild­inni benda fyrstu gögn varð­andi árið í ár til þess að vist­vænir bílar verði vin­sælli en nokkru sinni fyrr. Af þeim 823 fólks­bif­reiðum sem voru nýskráðar í jan­úar voru raf- eða tvinn­bílar 55 pró­sent, eða 451 tals­ins.

Stefnt að því að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum

Að­gerð­ar­á­ætlun um orku­skipti var sam­þykkt af Alþingi þann 31. maí árið 2017 en í henni var stefnt að því að auka hlut­deild inn­lendra end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á kostnað jarð­efna­eld­neyt­is. Orku­skiptin eiga að leiða til orku­sparn­að­ar, auk­ins orku­ör­ygg­is, gjald­eyr­is­sparn­aðar og minni los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

„Að því skal stefnt að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum á öllum svið­um. Heild­ar­hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í orku­bú­skap lands­ins er um 70%. Hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á landi er nú um 6%. Stefnt er að 10% hlut­falli end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á landi fyrir árið 2020 og 40% árið 2030. End­ur­nýj­an­leg orka sem notuð er á inn­lendum fiski­skipum er 0,1%. Stefnt er að 10% hlut­falli fyrir haf­tengda starf­semi árið 2030,“ segir í aðgerða­á­ætl­un­inni.

1,5 millj­­arðar til orku­­skipta

Þrír ráð­herrar rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, þau Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son­, Þór­­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir og Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son­, kynntu síð­asta sumar næstu skref varð­andi orku­­skipti í sam­­göngum á Íslandi.

Þá kom fram hjá ráð­herr­unum að hrað­hleðslu­­stöðvum við þjóð­­veg­inn yrði fjölgað veru­­lega og blásið yrði til átaks með ferða­­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­­skiptum hjá bíla­­leig­­um.

Í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyt­unum þremur kom fram að verk­efnin byggðu á til­­lögum starfs­hóps sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra skip­uðu í byrjun síð­asta árs og var falið að móta til­­lögur um aðgerðir til að hraða orku­­skiptum hér á landi, í sam­ræmi við aðgerða­á­ætl­­­anir um lofts­lags­­mál og orku­­skipti.

Jafn­­framt var til­­kynnt um ráð­­stöfun 450 millj­­óna króna vegna orku­­skipta í sam­­göngum á árunum 2019 til 2020 en sam­­kvæmt fjár­­­mála­á­ætlun er áætlað að verja 1,5 millj­­arði króna til orku­­skipta á fimm ára tíma­bili.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hörður Arnarson, forstjóri Landsvirkjunar.
Landsvirkjun hagnaðist um 13,6 milljarða króna í fyrra
Lágt álverð á heimsmarkaði, sem tryggir minni tekjur af raforkusölu til stærsta viðskiptavinar Landsvirkjunar, og stöðvum á kerskála Rio Tinto í Straumsvík, drógu úr hagnaði Landsvirkjunar í fyrra. Eigið fé ríkisfyrirtækisins er um 271 milljarður króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Hjördís Björk Hákonardóttir
Málsvörn dómskerfis – sjálfstæði dómstóla og traust til þeirra
Kjarninn 28. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra kynnti skýrsluna og áætlunina í morgun.
900 milljarðar króna í uppbyggingu innviða á næstu tíu árum
Framkvæmdum sem kosta 27 milljarða króna verður flýtt á næsta áratug. Stefnt að því að ljúka uppbyggingu ofanflóðavarna árið 2030.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þrátt fyrir umtalsverðan samdrátt í komu ferðamanna til Íslands var ágætis hagvöxtur hérlendis í fyrra.
Hagvöxtur í fyrra var enn meiri en áður var áætlað, eða 1,9 prósent
Nýjustu tölur Hagstofunnar sýna að hagvöxtur í fyrra var 1,9 prósent. Það er mikill viðsnúningur frá nóvembertölum hennar sem reiknuðu með samdrætti á síðasta ári. Mjög öflugur vöxtur var á fjórða ársfjórðungi.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Hvað eru símamyndgæði?
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent