Nýskráðum fólksbifreiðum fækkar um 36 prósent milli ára

Þrátt fyrir að það dragi úr nýskráningu bifreiða hér á landi þá eru vistvænir bílar vinsælli en nokkru sinni fyrr.

Borgartún - Höfðatorg
Auglýsing

Nýskráðum fólks­bif­reiðum fækkar á Íslandi á sama tíma og bílum knúnum áfram af vist­vænum orku­gjöfum fjölgar hlut­falls­lega mik­ið. Í fyrra voru um 13.700 bif­reiðar nýskráðar hér á landi og fækk­aði skrán­ingum um 36 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram hjá hag­fræði­deild Lands­bank­ans.

Sam­kvæmt þeim kemur þessi mikli sam­dráttur kemur þó ekki sér­stak­lega á óvart þar sem nýskrán­ingum hafði fjölgað veru­lega á síð­ustu árum, meðal ann­ars í takt við fjölgun ferða­manna.

Mynd: Hagfræðideild Landsbankans

Auglýsing

„Ný­skrán­ingum fækk­ar, en þær taka einnig breyt­ingum í átt að auknu vægi vist­vænni bíla. Rúm­lega 30 pró­sent allra nýskráðra bif­reiða í fyrra voru raf- eða tvinn­bílar sam­an­borið við 5 pró­sent árið 2014. Vin­sældir bíla sem eru að hluta til, eða öllu leyti, knúnir áfram af orku­gjöfum öðrum en bens­íni eða dísel hafa þannig auk­ist veru­lega á síð­ustu árum.“

Jafn­framt kemur fram að árið 2014 hafi um 480 raf- eða tvinn­bílar verið nýskráðir hér á landi. Árið 2018 hefði fjöld­inn tífald­ast en þá hafi rúm­lega 4.800 bílar verið af slíkri gerð nýskráð­ir. Í fyrra hafi fjöld­inn dreg­ist örlítið saman en þá hefðu nýskráðir verið 4.200 raf- og tvinn­bíl­ar.

Sam­kvæmt hag­fræði­deild­inni benda fyrstu gögn varð­andi árið í ár til þess að vist­vænir bílar verði vin­sælli en nokkru sinni fyrr. Af þeim 823 fólks­bif­reiðum sem voru nýskráðar í jan­úar voru raf- eða tvinn­bílar 55 pró­sent, eða 451 tals­ins.

Stefnt að því að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum

Að­gerð­ar­á­ætlun um orku­skipti var sam­þykkt af Alþingi þann 31. maí árið 2017 en í henni var stefnt að því að auka hlut­deild inn­lendra end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á kostnað jarð­efna­eld­neyt­is. Orku­skiptin eiga að leiða til orku­sparn­að­ar, auk­ins orku­ör­ygg­is, gjald­eyr­is­sparn­aðar og minni los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

„Að því skal stefnt að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum á öllum svið­um. Heild­ar­hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í orku­bú­skap lands­ins er um 70%. Hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á landi er nú um 6%. Stefnt er að 10% hlut­falli end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á landi fyrir árið 2020 og 40% árið 2030. End­ur­nýj­an­leg orka sem notuð er á inn­lendum fiski­skipum er 0,1%. Stefnt er að 10% hlut­falli fyrir haf­tengda starf­semi árið 2030,“ segir í aðgerða­á­ætl­un­inni.

1,5 millj­­arðar til orku­­skipta

Þrír ráð­herrar rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, þau Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son­, Þór­­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir og Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son­, kynntu síð­asta sumar næstu skref varð­andi orku­­skipti í sam­­göngum á Íslandi.

Þá kom fram hjá ráð­herr­unum að hrað­hleðslu­­stöðvum við þjóð­­veg­inn yrði fjölgað veru­­lega og blásið yrði til átaks með ferða­­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­­skiptum hjá bíla­­leig­­um.

Í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyt­unum þremur kom fram að verk­efnin byggðu á til­­lögum starfs­hóps sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra skip­uðu í byrjun síð­asta árs og var falið að móta til­­lögur um aðgerðir til að hraða orku­­skiptum hér á landi, í sam­ræmi við aðgerða­á­ætl­­­anir um lofts­lags­­mál og orku­­skipti.

Jafn­­framt var til­­kynnt um ráð­­stöfun 450 millj­­óna króna vegna orku­­skipta í sam­­göngum á árunum 2019 til 2020 en sam­­kvæmt fjár­­­mála­á­ætlun er áætlað að verja 1,5 millj­­arði króna til orku­­skipta á fimm ára tíma­bili.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Samherji Holding hefur enn ekki skilað ársreikningi fyrir árið 2019
Hálfu ári eftir að lögboðinn frestur til að skila inn ársreikningum rann út þá hefur félagið sem heldur utan um erlenda starfsemi Samherja, meðal annars allt sem snýr að Namibíuumsvifum þess, ekki skilað inn sínum fyrir árið 2019.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Langflest hagsmunagæslusamtök landsins, sem reyna að hafa áhrif á hvernig löggjöf og aðrar ákvarðanir innan stjórnmála og stjórnsýslu þróast, eru til heimilis í Hús atvinnulífsins við Borgartún 35.
Búið að skrá 27 hagsmunaverði og birta vefsvæði með upplýsingum um þá
Tilkynningum á hagsmunaverði sem reyna að hafa áhrif á stjórnmál og stjórnsýslu í starfi sínu, og áttu samkvæmt lögum að berast um áramót, hefur rignt inn síðustu daga eftir að forsætisráðuneytið sendi ítrekun.
Kjarninn 27. febrúar 2021
Ásthildur Lóa Þórsdóttir, formaður Hagsmunasamtaka heimilanna, er ein þeirra sem skráð voru sem hagsmunaverðir á vegum samtakanna.
Hagsmunasamtök heimilanna þau einu sem hafa tilkynnt hagsmunaverði
Ekkert stóru hagsmunasamtakanna í landinu hefur tilkynnt starfsmenn sína sem vinna við að hafa áhrif á ákvarðanir stjórnvalda sem hagsmunaverði, þrátt fyrir að lög sem krefjist þess hafi tekið gildi fyrir tveimur mánuðum.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Þorsteinn Vilhjálmsson
Sprautur, siður og réttur
Kjarninn 26. febrúar 2021
Símon Sigvaldason
Dómsmálaráðherra gerir tillögu um að skipa Símon Sigvaldason í Landsrétt
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir vill að Símon Sigvaldason verði skipaður í eina lausa stöðu við Landsrétt. Það þýðir að Jón Finnbjörnsson, sem er í leyfi og sótti um endurskipun, fær hana ekki.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum.
Býst við að Viaplay hækki verðið þegar íþróttapakkinn stækkar
Magnús Ragnarsson framkvæmdastjóri hjá Símanum býst við því að Viaplay hækki verðið á áskriftum sínum þegar íþróttapakkinn þeirra stækkar. „Annað væri bara skaðleg undirverðlagning,“ sagði Magnús í nýjum þætti af Tæknivarpinu.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Sambærilegum smáhýsum hefur þegar verið komið upp í Gufunesi.
Smáhýsi fyrir heimilislausa í Laugardalnum þokast nær
Áform um smáhýsi fyrir heimilislausa á borgarlandi milli Suðurlandsbrautar og Fjölskyldu- og húsdýragarðsins hafa verið samþykkt í skipulags- og samgönguráði. Íþróttafélög, fasteignafélagið Reitir og fleiri lögðust gegn þessari staðsetningu smáhýsanna.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Einkaneysla Íslendinga dróst lítið saman, þrátt fyrir samkomutakmarkanir
Minni samdráttur í fyrra en áður var áætlað
Landsframleiðsla dróst saman um 6,6 prósent í fyrra samkvæmt nýútgefnum þjóðhagsreikningum Hagstofu. Þetta er nokkuð minni samdráttur en Seðlabankinn og Íslandsbankinn höfðu áætlað.
Kjarninn 26. febrúar 2021
Meira úr sama flokkiInnlent