Nýskráðum fólksbifreiðum fækkar um 36 prósent milli ára

Þrátt fyrir að það dragi úr nýskráningu bifreiða hér á landi þá eru vistvænir bílar vinsælli en nokkru sinni fyrr.

Borgartún - Höfðatorg
Auglýsing

Nýskráðum fólks­bif­reiðum fækkar á Íslandi á sama tíma og bílum knúnum áfram af vist­vænum orku­gjöfum fjölgar hlut­falls­lega mik­ið. Í fyrra voru um 13.700 bif­reiðar nýskráðar hér á landi og fækk­aði skrán­ingum um 36 pró­sent milli ára. Þetta kemur fram hjá hag­fræði­deild Lands­bank­ans.

Sam­kvæmt þeim kemur þessi mikli sam­dráttur kemur þó ekki sér­stak­lega á óvart þar sem nýskrán­ingum hafði fjölgað veru­lega á síð­ustu árum, meðal ann­ars í takt við fjölgun ferða­manna.

Mynd: Hagfræðideild Landsbankans

Auglýsing

„Ný­skrán­ingum fækk­ar, en þær taka einnig breyt­ingum í átt að auknu vægi vist­vænni bíla. Rúm­lega 30 pró­sent allra nýskráðra bif­reiða í fyrra voru raf- eða tvinn­bílar sam­an­borið við 5 pró­sent árið 2014. Vin­sældir bíla sem eru að hluta til, eða öllu leyti, knúnir áfram af orku­gjöfum öðrum en bens­íni eða dísel hafa þannig auk­ist veru­lega á síð­ustu árum.“

Jafn­framt kemur fram að árið 2014 hafi um 480 raf- eða tvinn­bílar verið nýskráðir hér á landi. Árið 2018 hefði fjöld­inn tífald­ast en þá hafi rúm­lega 4.800 bílar verið af slíkri gerð nýskráð­ir. Í fyrra hafi fjöld­inn dreg­ist örlítið saman en þá hefðu nýskráðir verið 4.200 raf- og tvinn­bíl­ar.

Sam­kvæmt hag­fræði­deild­inni benda fyrstu gögn varð­andi árið í ár til þess að vist­vænir bílar verði vin­sælli en nokkru sinni fyrr. Af þeim 823 fólks­bif­reiðum sem voru nýskráðar í jan­úar voru raf- eða tvinn­bílar 55 pró­sent, eða 451 tals­ins.

Stefnt að því að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum

Að­gerð­ar­á­ætlun um orku­skipti var sam­þykkt af Alþingi þann 31. maí árið 2017 en í henni var stefnt að því að auka hlut­deild inn­lendra end­ur­nýj­an­legra orku­gjafa á kostnað jarð­efna­eld­neyt­is. Orku­skiptin eiga að leiða til orku­sparn­að­ar, auk­ins orku­ör­ygg­is, gjald­eyr­is­sparn­aðar og minni los­unar gróð­ur­húsa­loft­teg­unda.

„Að því skal stefnt að Ísland verði fram­ar­lega í notkun á end­ur­nýj­an­legum orku­gjöfum á öllum svið­um. Heild­ar­hlut­deild end­ur­nýj­an­legrar orku í orku­bú­skap lands­ins er um 70%. Hlut­fall end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á landi er nú um 6%. Stefnt er að 10% hlut­falli end­ur­nýj­an­legrar orku í sam­göngum á landi fyrir árið 2020 og 40% árið 2030. End­ur­nýj­an­leg orka sem notuð er á inn­lendum fiski­skipum er 0,1%. Stefnt er að 10% hlut­falli fyrir haf­tengda starf­semi árið 2030,“ segir í aðgerða­á­ætl­un­inni.

1,5 millj­­arðar til orku­­skipta

Þrír ráð­herrar rík­­is­­stjórn­­­ar­inn­­ar, þau Guð­­mundur Ingi Guð­brands­­son­, Þór­­dís Kol­brún R. Gylfa­dóttir og Sig­­urður Ingi Jóhanns­­son­, kynntu síð­asta sumar næstu skref varð­andi orku­­skipti í sam­­göngum á Íslandi.

Þá kom fram hjá ráð­herr­unum að hrað­hleðslu­­stöðvum við þjóð­­veg­inn yrði fjölgað veru­­lega og blásið yrði til átaks með ferða­­þjón­ust­unni til að stuðla að orku­­skiptum hjá bíla­­leig­­um.

Í til­­kynn­ingu frá ráðu­­neyt­unum þremur kom fram að verk­efnin byggðu á til­­lögum starfs­hóps sem umhverf­is- og auð­linda­ráð­herra og ferða­­mála-, iðn­­að­­ar- og nýsköp­un­­ar­ráð­herra skip­uðu í byrjun síð­asta árs og var falið að móta til­­lögur um aðgerðir til að hraða orku­­skiptum hér á landi, í sam­ræmi við aðgerða­á­ætl­­­anir um lofts­lags­­mál og orku­­skipti.

Jafn­­framt var til­­kynnt um ráð­­stöfun 450 millj­­óna króna vegna orku­­skipta í sam­­göngum á árunum 2019 til 2020 en sam­­kvæmt fjár­­­mála­á­ætlun er áætlað að verja 1,5 millj­­arði króna til orku­­skipta á fimm ára tíma­bili.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Sjávarútvegurinn hefur bætt við sig störfum á meðan hart hefur verið í ári hjá ferðaþjónustunni.
Ferðaþjónustan skreppur saman en sjávarútvegurinn er í sókn
Rúmlega helmingi færri störfuðu í ferðaþjónustu á síðasta ársfjórðungi miðað við árið á undan. Störfum í sjávarútvegi hefur hins vegar fjölgað um helming.
Kjarninn 11. júlí 2020
„Þegar dætrum mínum var ógnað, náðu þeir mér“
Þegar Guðrún Jónsdóttir gekk inn í Kvennaathvarfið árið 1988 til að taka sína fyrstu vakt mætti henni kasólétt kona með glóðarauga. Hún hafði gengið inn í heim sem hafði fram til þessa verið henni gjörsamlega hulinn. „Ég grét í heilan sólarhring.“
Kjarninn 11. júlí 2020
Eldishús með Aviary Pro 10 varpkerfi frá Hellmann sambærilegt kerfum sem verða í notkun að Vallá.
Stjörnuegg vill fjölga fuglum í allt að 95 þúsund að Vallá
Fyrirtækið Stjörnuegg hf. áformar breytingar á eldishúsum sínum að Vallá á Kjalarnesi sem yrðu til þess að hægt væri að koma þar fyrir 95 þúsund fuglum í stað 50 þúsund nú. Slíkum fjölda fylgja um 3.500 tonn af hænsnaskít á ári.
Kjarninn 11. júlí 2020
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Kvótaþak óbreytt í tillögum – sem og hvað aðilar þurfi að eiga hvor í öðrum til að teljast tengdir
Lokaskýrsla verkefnastjórnar um bætt eftirlit með fiskveiðiauðlindinni hefur litið dagsins ljós og hefur hún verið afhent Kristjáni Þór Júlíussyni, sjávarútvegsráðherra. Einn stjórnarmeðlimur setur sérstakan fyrirvara við skýrsluna.
Kjarninn 10. júlí 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 39. þáttur: Naumlega sloppið!
Kjarninn 10. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent