„Örkin hans Nóa“ stórsköðuð eftir eldana

Á þessari stundu veit enginn hver áhrif eldanna í Ástralíu nákvæmlega eru. Fornir skógar brunnu og heimkynni fágætra dýrategunda sömuleiðis. Vistkerfin þurfa að jafna sig en óvíst er hvort þau fái nægan tíma. Næsta heita sumar nálgast þegar.

Hræ kengúru í girðingu á Kengúrueyju. Eyjan hefur oft verið kölluð Örkin hans Nóa.
Hræ kengúru í girðingu á Kengúrueyju. Eyjan hefur oft verið kölluð Örkin hans Nóa.
Auglýsing

Kengúru­eyju í Suð­ur­-Ástr­alíu hefur verið líkt við Örk­ina hans Nóa vegna hins ein­staka líf­ríkis sem þar þrífst. En eftir mikla skóg­ar­elda ­sem log­uðu á eyj­unni vikum saman er ótt­ast hún verði aldrei söm. Rúm­lega ­þriðj­ungur hennar að minnsta kosti er brunn­inn. Dýr sem þar bjuggu eru á lista ­stjórn­valda yfir þær teg­undir sem eru í hvað mestri hættu eftir ham­fara­eldana. Nú er loks­ins farið að rigna og síð­ustu glæður elda ástr­alska sum­ars­ins að slokkna.

Ástr­alska land­bún­að­ar­ráðu­neytið gaf út lista í gær. Á hon­um er að finna 113 dýra­teg­undir sem þurfa á nauð­syn­legri hjálp að halda eftir skóg­ar­eldana. Á list­anum eru þrettán teg­undir fugla, 20 teg­undir skrið­dýra, 17 frosk­teg­und­ir­, ­yfir þrjá­tíu teg­undir ferskvatns­fiska og nítján spen­dýra­teg­und­ir.

Gróð­ur­eldar kvikna í Ástr­alíu á hverju ári og hafa gert í ár­þús­und. „Við erum eldálfan á hnett­in­um,“ segir Tom Griffiths, sagn­fræð­i ­pró­fessor við Háskól­ann í Nýja Suð­ur­-Wa­les. „Þannig að það er ekki að undra að við höfum áhyggjur af eldum fram­tíð­ar­innar nú þegar spáð er heit­ara loft­lag­i.“

Auglýsing

En eld­arnir sem logað hafa í land­inu frá því í byrj­un sept­em­ber eru for­dæma­laus­ir. Á fimm mán­uðum brunnu að minnsta kosti um 85 ­þús­und fer­kíló­metrar lands. Þrjá­tíu og þrír menn létu­st, þús­undir heim­ila eyðilögð­ust og kol­svartur og þykkur reykur lagð­ist yfir borgir og bæi. Áhrif­in á hið ein­staka líf­ríki Ástr­alíu eru enn ekki fylli­lega ljós. Það eina sem hægt er að full­yrða er að þau eru mik­il.

Þegar Nan Nichol­son sá reyk rísa frá Ter­ania Creek-­dæld­inn­i, einu rakasta svæði Nýja Suð­ur­-Wa­les, átt­aði hún sig þegar á því að eitt­hvað ó­venju­legt var á seyði. Svæðið er hluti af Nightcap-­þjóð­garð­inum þar sem er að f­inna regn­skóg sem rekja má allt aftur til hinnar fornu heims­álfu, Gond­wana. ­Þjóð­garð­ur­inn er því á heimsminja­skrá UNESCO.

Þann 8 nóv­em­ber í fyrra var engu líka en að þar væri haf­ið eld­gos. „Þetta er eitt það hræði­leg­asta sem ég hef séð,“ segir Nichol­son í sam­tali við Guar­dian. „Það var ótrú­legt að þetta gæti brunnið yfir­leitt, hvað þá að sjálfur regn­skóg­ur­inn, sá blaut­asti af öllu blautu, log­að­i.“  

Nichol­son hefur búið á svæð­inu í yfir fjóra ára­tugi. Hún og eig­in­maður hennar voru þau sem kröfð­ust þess að skóg­ar­höggi í regn­skóg­inum yrð­i hætt. Þau gripu til nokkuð rót­tækra aðgerða á átt­unda ára­tugn­um, settu með­al­ ann­ars upp vega­tálma. Það skil­aði árangri og í kjöl­farið var allur hinn forn­i regn­skógur frið­aður og gerður að þjóð­garði.

Allt frá tímum risa­eðl­anna

Leifar hins forna Gond­wana-regn­skógar eru á um 366 þús­und hekt­urum lands. Sum trén eru mörg hund­ruð ára göm­ul, jafn­vel yfir þús­und ára, en skóg­ur­inn sjálfur er margra millj­óna ára gam­all. Hann var til á tímum risa­eðl­anna, svo forn er hann.

Nú eru engar risa­eðlur þar en þeirra í stað hafa fjöl­marg­ar aðrar dýra- og plöntu­teg­undir sest að í skóg­in­um. Talið er að allt að helm­ing­ur ­skóg­ar­ins hafi skemmst í eld­unum síð­ustu mán­uði og þar af leið­andi helm­ingur búsvæð­is ­yfir hund­rað teg­unda planta og dýra sem þegar voru í hætt­u.  

„Hér erum við að horfa á sam­fé­lag sem hefur verið til í 40-50 millj­ónir ára á ástr­alska meg­in­land­inu og hefur í gegnum árþús­und­in minnkað um 99%,“ segir Robert Kooyman, sér­fræð­ingur í regn­skóg­um. Hann hef­ur helgað starf sitt rann­sóknum á Gond­wana-­skóg­un­um. „Og nú höfum við brennd fimm­tíu pró­sent eða meira af þessu eina pró­senti sem eftir var.“

Hann segir að vissu­lega muni hluti skóg­ar­ins ná sér að nýju. En aðrir hlutar hans ekki. Skóg­ur­inn muni breyt­ast og halda áfram að minnka.

Skógar sem næra sál­ina

„Þessir skógar sem yfir­leitt iða af lífi, eru grænir og væn­ir, næra sál okk­ar,“ segir Mark Gra­ham, vist­fræð­ingur hjá nátt­úru­vernd­ar­ráð­i Nýja Suð­ur­-Wa­les. „Þú stígur þangað inn, andar djúpt að þér og þú finnur frið.“

Þar sem þessir skógar eru yfir­leitt rakir þá hafa þeir ekki brunnið hingað til. En þegar eldar loga allt umhverfis þá mán­uðum saman og hit­inn verður gríð­ar­legur þá breyt­ist allt. Og þetta sum­arið brunnu þess­ir ­skógar mögu­lega í fyrsta skipti.Stund milli stríða hjá slökkviliðsmönnum á Kengúrueyju.

Árið 2019 var heitasta og þurrasta ár Ástr­alíu frá því að ­mæl­ingar hófust fyrir 120 árum.

„Við erum að fara inn í óvissu tíma,“ segir Ric­hard Hobbs, vist­fræð­ing­ur við háskól­ann í Perth. „Við höfum ekki fengið elda svona snemma [að sum­ri] fyrr og þeir hafa ekki áður farið yfir svo stórt svæði. Það kvikn­aði í vist­kerf­um ­sem hafa ekki brunnið áður í manna minnum svo við verðum bara að giska á hvernig þau bregð­ast við.“

Saga teg­undar

Þau vist­kerfi sem verst verða úti eru þau sem sjaldan eða aldrei hafa áður brunn­ið. Aðrir skógar hafa brunnið reglu­lega síð­ustu ára­tug­i og hefur áferð þeirra og sam­setn­ing þar með breyst. Sum tré hafa alfarið hopað úr þeim. Tíðir eldar gera það að verkum að þau ná ekki að vaxa og dafna.

Kooyman hefur farið á vett­vang, séð ástandið í Gond­wana-­forn­skóg­inum með eigin augum eftir eldana. Hann segir að börk­ur trjánna hafi brunn­ið. Þau séu enn með lífs­marki en að enda­lok þeirra nálgist.

Ein­stök eik­ar­tré sem þar vaxa eru aðeins 250 tals­ins. Kooyman telur að tíu pró­sent þeirra séu dauð. Önnur muni ekki lifa lengi eft­ir ham­far­irn­ar.

Hann bendir á að þetta sé aðeins saga einnar teg­und­ar. Í fornu regn­skóg­unum eru margar aðrar teg­undir plantna og dýra sem nú eru í enn ­meiri útrým­ing­ar­hættu en áður.

Þegar vist­kerfi verður fyrir áfalli eins og skóg­ar­eld­um ra­skast mik­il­vægt jafn­vægi. Áhrifin verða meiri en á einn stað, ákveðið svæð­i. Stóru trén í skóg­unum eru til að mynda nauð­syn­leg fyrir dýra­líf. Þau veita ­dýrum skjól og fæða þau með ávöxtum sínum og lauf­um. Vist­kerfi eru sam­of­in, ekki ein­angr­uð.Slökkviliðsmönnum að störfum í Nýja Suður-Wales fyrr í vikunni. Eldar loga enn en þeir eru staðbundnir og viðráðanlegri en áður.

Aðrir skógar Ástr­alíu sem brunnu í eld­unum síð­ustu mán­uð­i eru vanir slíku álagi. Það á til dæmis við um skóga tröllatrjánna. Aðeins nokkrum vikum og jafn­vel dögum eftir að eldur veður um þá má sjá lífið kvikna á ný. Rign­ingar á næstu mán­uðum munu gæða þá enn meira lífi og gera þá græna. En ­stærri vanda­mál gætu verið handan við horn­ið.

„Já, sumar teg­undir hafa aðlag­ast eldum en það þýðir ekki að þær muni þola mikla og tíða elda sem  er einmitt það sem við búumst við á sumum svæðum í Ástr­alíu vegna ­lofts­lags­breyt­inga,“ segir Euan Ritchie, vist­fræð­ingur við Deak­in-há­skóla í Mel­bo­ur­ne. „Ef það koma oftar stórir og heitir eldar þá mun jafn­vel teg­und­um ­sem eru að vissu leyti eld­þolnar verða ógn­að.“

Tím­inn einn mun leiða í ljós hvernig bati skóg­anna og vist­kerf­anna í heild verð­ur.

Hvar er gljá­andi svarti kakadúinn?

Á Kengúru­eyju krossa menn fingur og vona það besta. Með­al­ ­teg­unda sem ótt­ast er að hafi orðið fyrir miklum skaða er gljá­andi, svart­i kakadúinn. Fugl­inn sá getur orðið allt að fimm­tíu ára gam­all. Hann parar sig ­fyrir lífs­tíð. Það hefur tekið nátt­úru­vernd­ar­fólk og sjálf­boða­liða ald­ar­fjórð­ung að bjarga teg­und­inni frá útrým­ingu. Árið 1995 voru aðeins 158 slíkir fuglar á lífi. Hægt og rólega tókst að fjölga þeim í um 400. 

En nú er alls óvíst hversu margir þeirra lifa. Hluti svæðis sem kakadúarnir eru vanir að ­gera hreiður sín á brann. Hræ ann­arra fugla hafa fund­ist í brennd­um jarð­veg­in­um, fugla sem oft­ast ná að forða sér þegar gróð­ur­eldar kvikna. En ekk­ert hræ af kakadúa hefur fund­ist.

Kóalabjörn fær aðhlynningu á dýraspítala eftir að hafa brunnið á trýni og fótum.

„Við vorum að velta fyrir okkur hvar öll dýrin væru,“ seg­ir Di­ana Berris sem starfar á eyj­unni. „En svo átt­uðum við okkur á því að þarna voru bara litlar hrúgur af bein­um, eld­arnir voru svo ákafir að beinin bara moln­uðu niður í hönd­unum á okk­ur.“

Alls óvíst er hversu mörg dýr urðu eld­unum í Ástr­alíu að bráð. Sumir vís­inda­menn hafa sagt að hálfur til einn millj­arður þeirra; skrið­dýr, spen­dýr, fugl­ar, fiskar og fleiri teg­und­ir, hafi drep­ist.

Víst er þó talið að minnsta kosti 100 plöntur og dýr sem ­fyrir voru í við­kvæmri stöðu misstu heim­kynni sín í eld­un­um. Í þessum hópi er hinn svarti, gljá­andi kakadúi.

Hlustið á frum­byggj­ana

„For­feður okkar yrðu reið­ir, held ég, ef þeir vissu hvað hefði komið fyrir land­ið, fyrir dýrin okk­ar,“ segir War­ren Foster, tals­mað­ur­ Yu­in-­þjóð­ar­innar við Wallaga-­vatn. Talið er að þús­undir helgra svæða frum­byggja Ástr­alíu hafi skemmst eða eyði­lagst í ham­fara­eld­un­um. Þessi svæði hafa ver­ið heilög í þeirra huga kyn­slóð fram af kyn­slóð í þús­undir ára. „En þegar þau eru farin þá er ekki hægt að fá þau til bak­a.“

Frum­byggja­þjóð­irnar hafa lengi kveikt elda til að hreinsa ­skóga. Slík iðja var svo litin horn­auga og henni að mestu hætt. En sögur um elda for­tíð­ar, þá sem nátt­úran hefur kveikt,  lifa í sögum fólks­ins. „Þetta hefur aldrei verið eins og núna. Okkar fólk hefur aldrei kynnst eldum sem þess­um. Við þurfum að halda land­inu okk­ar heil­brigðu svo við getum verið heil­brigð. Við þurfum dýr­in. Ef þetta er allt far­ið, andi okkar deyr þegar þau deyja.“

Foster segir að mögu­lega verði nú hlustað á frum­byggj­ana og hvernig þeir hafa brennt gróð­ur. „Það er tíma­bært að spyrja okkur hvernig eig­i að sjá um þetta land.“

 

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiErlent