Atvinnuleysi ekki meira frá því snemma árs 2012 – Mælist níu prósent á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki verið meira en það mældist í janúar síðan í apríl 2012. Mest er það á Suðurnesjum þar sem fleiri Pólverjar eru án atvinnu en íslenskir ríkisborgarar.

Fækkun ferðamanna er meginástæðan sem er fyrir auknu atvinnuleysi á Íslandi síðustu misserin.
Fækkun ferðamanna er meginástæðan sem er fyrir auknu atvinnuleysi á Íslandi síðustu misserin.
Auglýsing

Atvinnu­leysi á Íslandi hélt áfram að vaxa í jan­ú­ar­mán­uði og var heilt yfir 4,8 pró­sent. Það hækk­aði um 0,5 pró­sentu­stig milli mán­aða og hefur ekki verið meira frá því í apríl 2012. 

Að jafn­aði voru 8.808 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í síð­asta mán­uði, eða 789 fleiri en í mán­uð­inum áður. Alls voru 44 pró­sent þeirra sem voru án atvinnu í jan­úar erlendir rík­is­borg­ar­ar, en á und­an­förnum árum hafa nær öll þau tæp­lega 30 þús­und störf sem orðið hafa til á íslenskum vinnu­mark­aði verið mönnum með fólki sem flutt hefur hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnu­mála­stofn­unar um atvinnu­leysi á Íslandi sem birtar voru í gær.

Suð­ur­nesin skera sig úr

Atvinnu­leysið er lang­mest á Suð­ur­nesjum, eða níu pró­sent. Það hefur vaxið hratt þar und­an­farið en það svæði verður fyrir mestum áhrifum vegna sam­dráttar í ferða­þjón­ustu, enda eini alþjóða­flug­völlur lands­ins stað­settur þar. Ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland fækk­aði um 14 pró­sent í fyrra, eða um tæp­lega eina íslenska þjóð. 

Auglýsing
Af þeim 1.316 manns sem voru atvinnu­lausir á Suð­ur­nesj­unum var meiri­hlut­inn erlendir rík­is­borg­ar­ar, eða 58 pró­sent. Lang­flestir þeirra voru Pól­verjar en alls 46 pró­sent allra atvinnu­lausra á Suð­ur­nesjum eru með pólskt rík­is­fang. Sú staða er uppi að fleiri Pól­verjar hafa nú verið atvinnu­lausir á svæð­inu í nokkra mán­uði en íslenskir rík­is­borg­ar­ar.

Tökum aðlögun út í gegnum atvinnu­leysi

Sögu­lega hefur íslenska efna­hags­kerfið virkað þannig að íslenska krónan hefur gefið eftir þegar það harðnar á dalnum og verð­bólga auk­ist sam­hliða. 

Því er ekki að skipta leng­ur. Verð­bólga á Íslandi er 1,7 pró­sent og hefur ekki verið minni frá því í sept­em­ber 2017. Hún er því langt undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans, sem er 2,5 pró­sent. Gengi krón­unnar hefur auk þess hald­ist stöðugt í gegnum þær efna­hags­legu áskor­anir sem íslenska hag­kerfið hefur staðið frammi fyrir und­an­farið ár. 

Þess í stað er aðlögun efna­hags­lífs­ins tekin út í gegnum atvinnu­leysi, líkt og er van­inn í mörgum öðrum vest­rænum mark­aðs­hag­kerf­um. Í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands sagði að búist sé við því að atvinnu­leysið auk­ist fram eftir ári. Sam­an­dregið er þar kom­ist að eft­ir­far­andi nið­ur­stöðu: „Horfur eru því á að slak­inn í þjóð­ar­bú­inu vari lengur en áður var talið.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Ingibjörg Sólrún lætur af störfum hjá ÖSE – Utanríkisráðherra segir þetta aðför að stofnuninni
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir læt­ur af störf­um sem for­stjóri lýðræðis- og mannréttindastofnunar ÖSE en hún hefur sinnt starfinu í þrjú ár.
Kjarninn 13. júlí 2020
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði um 30 prósent í faraldrinum
Komum á dag- og göngudeildir fækkaði að meðaltali um 30 prósent á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð sem hæst. Þá fækkaði samskiptum við sjálfstætt starfandi sérfræðinga um 25 prósent, samkvæmt upplýsingum frá landlækni.
Kjarninn 13. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Íslensk erfðagreining heldur áfram að skima í viku í viðbót
Til stóð að dagurinn í dag ætti að vera síðasti dagurinn sem Íslensk erfðagreining myndi skima á landamærunum.
Kjarninn 13. júlí 2020
Mótefni minnkar strax á fyrstu mánuðum
Þó að mótefni sem líkaminn myndar gegn veirunni SARS-CoV-2 sem veldur COVID-19 minnki þegar á fyrstu þremur mánuðunum eftir að þau verða þarf það ekki að þýða að ónæmi viðkomandi sé ekki lengur til staðar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Veldi Storytel stækkar
Fyrstu tíu daga júlímánaðar keypti Storytel ráðandi hluti í tveimur fyrirtækjum og eitt til viðbótar.
Kjarninn 13. júlí 2020
Icelandair skrifar undir samning við lettneska flugfélagið airBaltic
Um er að ræða samstarfssamning sem felur í sér að bæði flugfélögin geta selt og gefið út flugmiða hvort hjá öðru.
Kjarninn 13. júlí 2020
(F.v.) Richard Curtis, Jerry Greenfield og Abigail Disney eru meðal þeirra milljónamæringa sem skrifa undir bréfið.
Auðmenn vilja að ríkisstjórnir hækki skatta „á fólk eins og okkur“
„Milljónamæringar eins og við gegna lykilhlutverki í því að græða heiminn,“ segir í bréfi 83 auðmanna sem vilja skattahækkanir á ríkt fólk – eins og þá sjálfa – til að draga úr misrétti vegna COVID-19 og flýta fyrir efnahagsbata.
Kjarninn 13. júlí 2020
Dagur B. Eggertsson
Dagur: Nauðsyn­legt að hætta skot­grafa­hernaði varðandi ferðamáta
Borgarstjórinn segir að nauðsyn­legt sé að kom­ast „út úr þeim skot­grafa­hernaði að líta á að ein­hver einn ferðamáti skuli ráða“. Hann vill að Borgarlínunni verði flýtt.
Kjarninn 13. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent