Atvinnuleysi ekki meira frá því snemma árs 2012 – Mælist níu prósent á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki verið meira en það mældist í janúar síðan í apríl 2012. Mest er það á Suðurnesjum þar sem fleiri Pólverjar eru án atvinnu en íslenskir ríkisborgarar.

Fækkun ferðamanna er meginástæðan sem er fyrir auknu atvinnuleysi á Íslandi síðustu misserin.
Fækkun ferðamanna er meginástæðan sem er fyrir auknu atvinnuleysi á Íslandi síðustu misserin.
Auglýsing

Atvinnu­leysi á Íslandi hélt áfram að vaxa í jan­ú­ar­mán­uði og var heilt yfir 4,8 pró­sent. Það hækk­aði um 0,5 pró­sentu­stig milli mán­aða og hefur ekki verið meira frá því í apríl 2012. 

Að jafn­aði voru 8.808 ein­stak­lingar atvinnu­lausir í síð­asta mán­uði, eða 789 fleiri en í mán­uð­inum áður. Alls voru 44 pró­sent þeirra sem voru án atvinnu í jan­úar erlendir rík­is­borg­ar­ar, en á und­an­förnum árum hafa nær öll þau tæp­lega 30 þús­und störf sem orðið hafa til á íslenskum vinnu­mark­aði verið mönnum með fólki sem flutt hefur hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnu­mála­stofn­unar um atvinnu­leysi á Íslandi sem birtar voru í gær.

Suð­ur­nesin skera sig úr

Atvinnu­leysið er lang­mest á Suð­ur­nesjum, eða níu pró­sent. Það hefur vaxið hratt þar und­an­farið en það svæði verður fyrir mestum áhrifum vegna sam­dráttar í ferða­þjón­ustu, enda eini alþjóða­flug­völlur lands­ins stað­settur þar. Ferða­mönnum sem heim­sóttu Ísland fækk­aði um 14 pró­sent í fyrra, eða um tæp­lega eina íslenska þjóð. 

Auglýsing
Af þeim 1.316 manns sem voru atvinnu­lausir á Suð­ur­nesj­unum var meiri­hlut­inn erlendir rík­is­borg­ar­ar, eða 58 pró­sent. Lang­flestir þeirra voru Pól­verjar en alls 46 pró­sent allra atvinnu­lausra á Suð­ur­nesjum eru með pólskt rík­is­fang. Sú staða er uppi að fleiri Pól­verjar hafa nú verið atvinnu­lausir á svæð­inu í nokkra mán­uði en íslenskir rík­is­borg­ar­ar.

Tökum aðlögun út í gegnum atvinnu­leysi

Sögu­lega hefur íslenska efna­hags­kerfið virkað þannig að íslenska krónan hefur gefið eftir þegar það harðnar á dalnum og verð­bólga auk­ist sam­hliða. 

Því er ekki að skipta leng­ur. Verð­bólga á Íslandi er 1,7 pró­sent og hefur ekki verið minni frá því í sept­em­ber 2017. Hún er því langt undir verð­bólgu­mark­miði Seðla­bank­ans, sem er 2,5 pró­sent. Gengi krón­unnar hefur auk þess hald­ist stöðugt í gegnum þær efna­hags­legu áskor­anir sem íslenska hag­kerfið hefur staðið frammi fyrir und­an­farið ár. 

Þess í stað er aðlögun efna­hags­lífs­ins tekin út í gegnum atvinnu­leysi, líkt og er van­inn í mörgum öðrum vest­rænum mark­aðs­hag­kerf­um. Í nýj­ustu Pen­inga­málum Seðla­banka Íslands sagði að búist sé við því að atvinnu­leysið auk­ist fram eftir ári. Sam­an­dregið er þar kom­ist að eft­ir­far­andi nið­ur­stöðu: „Horfur eru því á að slak­inn í þjóð­ar­bú­inu vari lengur en áður var talið.“

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Myndir af börnum í Austur-Kongó með alvarleg einkenni apabólu.
Fimm staðreyndir um apabólu
Apabóla er orð sem Íslendingar höfðu fæstir heyrt þar til nýverið er tilfelli af þessum sjúkdómi hófu að greinast í Evrópu og Norður-Ameríku. Sjúkdómurinn er hins vegar vel þekktur í fátækustu ríkjum heims þar sem þúsundir sýkjast árlega.
Kjarninn 19. maí 2022
Sonja Ýr Þorbergsdóttir formaður BSRB
„Hlutverk hins opinbera er að tryggja öllum húsnæðisöryggi“
Formaður BSRB segir að margt sé til bóta í tillögunum starfshóps um aðgerðir og umbætur á húsnæðismarkaði – og gefi ástæðu til hóflegrar bjartsýni um betri tíma.
Kjarninn 19. maí 2022
Árni Guðmundsson
Af þreyttasta frumvarpi Íslandssögunnar
Kjarninn 19. maí 2022
Jóhannes Þór Skúlason er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.
Vilja margföldun á framlagi ríkisins til rannsókna í ferðaþjónustu
Samtök ferðaþjónustunnar gagnrýna framsetningu á framlögum til ferðamála í umsögn sinni við fjármálaáætlun. Samtökin óska eftir 250 milljón króna árlegri hækkun framlaga til rannsókna í greininni á gildistíma áætlunarinnar.
Kjarninn 19. maí 2022
Húsnæðisstuðningur skuli fyrst og fremst nýtast þeim sem á þurfa að halda
Ljóst er að staða leigjenda út frá húsnæðisöryggi og byrði húsnæðiskostnaðar er lakari en þeirra sem eiga eigin íbúð. Aðgerða er þörf sem miða m.a. að því að lækka byrði húsnæðiskostnaðar hjá efnaminni leigjendum, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 19. maí 2022
Margar kvartanir byggðar „á misskilningi“
UN Women lýsa yfir þungum áhyggjum af aðstæðum einstaklinga sem hingað hafa leitað að skjóli og eru hluti af búsetuúrræði ÚTL á Ásbrú. Samkvæmt ÚTL hefur aðstaðan verið í stöðugri endurskoðun undanfarna rúma tvo mánuði.
Kjarninn 19. maí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Að vinna þegar maður tapar
Kjarninn 19. maí 2022
Claudia Ashanie Wilson, Eiríkur Rögnvaldsson, Eliza Reid, Eyrún Ólöf Sigurðardóttir, Gísli Pálsson og Sema Erla Serdaroglu
Kynþáttamörkun
Kjarninn 19. maí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent