Atvinnuleysi ekki meira frá því snemma árs 2012 – Mælist níu prósent á Suðurnesjum

Atvinnuleysi á Íslandi hefur ekki verið meira en það mældist í janúar síðan í apríl 2012. Mest er það á Suðurnesjum þar sem fleiri Pólverjar eru án atvinnu en íslenskir ríkisborgarar.

Fækkun ferðamanna er meginástæðan sem er fyrir auknu atvinnuleysi á Íslandi síðustu misserin.
Fækkun ferðamanna er meginástæðan sem er fyrir auknu atvinnuleysi á Íslandi síðustu misserin.
Auglýsing

Atvinnuleysi á Íslandi hélt áfram að vaxa í janúarmánuði og var heilt yfir 4,8 prósent. Það hækkaði um 0,5 prósentustig milli mánaða og hefur ekki verið meira frá því í apríl 2012. 

Að jafnaði voru 8.808 einstaklingar atvinnulausir í síðasta mánuði, eða 789 fleiri en í mánuðinum áður. Alls voru 44 prósent þeirra sem voru án atvinnu í janúar erlendir ríkisborgarar, en á undanförnum árum hafa nær öll þau tæplega 30 þúsund störf sem orðið hafa til á íslenskum vinnumarkaði verið mönnum með fólki sem flutt hefur hingað til lands. 

Þetta kemur fram í nýjum tölum Vinnumálastofnunar um atvinnuleysi á Íslandi sem birtar voru í gær.

Suðurnesin skera sig úr

Atvinnuleysið er langmest á Suðurnesjum, eða níu prósent. Það hefur vaxið hratt þar undanfarið en það svæði verður fyrir mestum áhrifum vegna samdráttar í ferðaþjónustu, enda eini alþjóðaflugvöllur landsins staðsettur þar. Ferðamönnum sem heimsóttu Ísland fækkaði um 14 prósent í fyrra, eða um tæplega eina íslenska þjóð. 

Auglýsing
Af þeim 1.316 manns sem voru atvinnulausir á Suðurnesjunum var meirihlutinn erlendir ríkisborgarar, eða 58 prósent. Langflestir þeirra voru Pólverjar en alls 46 prósent allra atvinnulausra á Suðurnesjum eru með pólskt ríkisfang. Sú staða er uppi að fleiri Pólverjar hafa nú verið atvinnulausir á svæðinu í nokkra mánuði en íslenskir ríkisborgarar.

Tökum aðlögun út í gegnum atvinnuleysi

Sögulega hefur íslenska efnahagskerfið virkað þannig að íslenska krónan hefur gefið eftir þegar það harðnar á dalnum og verðbólga aukist samhliða. 

Því er ekki að skipta lengur. Verðbólga á Íslandi er 1,7 prósent og hefur ekki verið minni frá því í september 2017. Hún er því langt undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans, sem er 2,5 prósent. Gengi krónunnar hefur auk þess haldist stöðugt í gegnum þær efnahagslegu áskoranir sem íslenska hagkerfið hefur staðið frammi fyrir undanfarið ár. 

Þess í stað er aðlögun efnahagslífsins tekin út í gegnum atvinnuleysi, líkt og er vaninn í mörgum öðrum vestrænum markaðshagkerfum. Í nýjustu Peningamálum Seðlabanka Íslands sagði að búist sé við því að atvinnuleysið aukist fram eftir ári. Samandregið er þar komist að eftirfarandi niðurstöðu: „Horfur eru því á að slakinn í þjóðarbúinu vari lengur en áður var talið.“

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Odd Emil Ingebrigtsen, sjávarútvegsráðherra Noregs.
Norski sjávarútvegsráðherrann segir að Samherji sé með „laskað mannorð“
Sjávarútvegsráðherra Noregs segist gruna að Samherji sé að reyna að komast í kringum reglur um eignarhald erlendra aðila á norskum fiskveiðikvóta og hefur gripið til aðgerða. Hann felur ekki neikvæðni sína í garð Samherja.
Kjarninn 9. maí 2021
Jón Gnarr
Af þrælmennum
Kjarninn 9. maí 2021
Borgarstjórar skyldaðir til handabanda
Umræður um handabönd hafa, og það ekki í fyrsta sinn, ratað inn í danska þingið. Þingmenn vilja skylda borgarstjóra landsins til að taka í höndina á nýjum ríkisborgurum, en handabandið er skilyrði ríkisborgararéttar.
Kjarninn 9. maí 2021
Ari
„Vægi loftslagsmálanna minnkar ekki þessa dagana“
Þingmaður VG segir að ef Íslendingar standi við það sem þeir hafa samþykkt af áætlunum um loftslagsmál og geri aðeins betur hafi þeir að minnsta kosti staðið við sinn skerf í málaflokknum.
Kjarninn 8. maí 2021
Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Býður sig fram í 2. sæti – stefnir á að verða í framvarðasveit flokksins í Reykjavík
Brynjar Níelsson ætlar að bjóða fram krafta sína fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir næstu kosningar en hann hefur verið á þingi síðan 2013.
Kjarninn 8. maí 2021
Nichole Leigh Mosty
Ég vil tala um innflytjendur
Leslistinn 8. maí 2021
Jón Sigurðsson
Ein uppsprettulind mennskunnar
Kjarninn 8. maí 2021
Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, er einn þeirra sex sem eru með stöðu sakbornings í rannsókn héraðssaksóknara á viðskiptaháttum fyrirtækisins.
Fjallað um rannsókn á Samherja í skráningarlýsingu Síldarvinnslunnar
Hlutafjárútboð Síldarvinnslunnar hefst á mánudag. Á meðal þeirra sem ætla að selja hlut í útgerðinni í því er Samherji, sem verður þó áfram stærsti eigandi Síldarvinnslunnar. Fjallað er um rannsókn yfirvalda á Samherja í skráningarlýsingu.
Kjarninn 8. maí 2021
Meira úr sama flokkiInnlent