Eldingar í kortunum í kjölfar ofsaveðurs

Vindhraði fór yfir 70 metra á sekúndu í hviðum í morgun. Ofsaveðrið er nú gengið niður en Veðurstofan varar við eldingaveðri í framhaldinu.

Myndin sýnir vindhraða á landinu um klukkan 9 í morgun.
Myndin sýnir vindhraða á landinu um klukkan 9 í morgun.
Auglýsing

Rauð við­vör­un: Víð­tækar lok­anir á veg­um. Raf­magns- og vatns­leysi og íbúar beðnir að spara raf­magn. Mann­lausar göt­ur, skóla­hald­i af­lýst og tómar hillur versl­ana. Ofsa­veðrið sem hóf að ganga yfir landið snemma í morg­un, þar sem vind­hraði fór í miklar hæðir og úrkoma sömu­leið­is, hefur haft marg­vís­legar afleið­ing­ar. Engin alvar­leg slys hafa þó orðið á fólki en ein­hverjir veg­far­endur þurftu að leita skjóls í fjölda­hjálp­ar­mið­stöð á Vík.

Vind­hraði mæld­ist 71 metri á sek­úndu í hviðu við Hafn­ar­fjall um klukkan 10 í morg­un. Það er með því mesta sem mælst hefur hér á landi. Mjög hvasst var í Vest­manna­eyjum og fór með­al­vindur upp í 45 m/s og í 58 m/s í hvið­um.

En það var ekki aðeins vind­ur­inn sem var óvenju­legur held­ur líka úrkom­an. Sam­kvæmt óyf­ir­förnum frum­nið­ur­stöðum mæla Veð­ur­stof­unnar var úr­koman mest í Vest­manna­eyj­um, 68,7 mm. Mik­ill munur var á hæsta og lægsta hita á land­inu í morg­un. 6,6°C voru undir Hafn­ar­fjalli á sama tíma og tæp­lega tutt­ugu stiga frost mæld­ist í Köldu­kinn.

Auglýsing

Veð­ur­stof­an, almanna­varn­ir, Vega­gerðin og lög­reglu­emb­ætt­i höfðu ítrekað varað við veðr­inu og svo virð­ist sem almenn­ingur hafi hlustað á þau varna­ar­orð. Veð­ur­spáin gekk eftir og rauð við­vörun var í gildi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­landi, Suð­aust­ur­landi og í Faxa­flóa. Þetta er í ann­að s­inn frá því að lita­kerfið var tekið upp sem Veð­ur­stofan gefur út rauða við­vör­un. Það gerð­ist í fyrsta sinn í óveðr­inu í des­em­ber.

Ofsa­veðrið nálg­ast landið

Hér er áhuga­vert mynd­skeið sem sýnir lægð­ina nálg­ast land­ið. Mynd­skeiðið er sam­sett úr myndum frá Met­eosat 11 gervi­tungl­inu sem sendir myndir á 15 mín­útna fresti. Mynd­irnar sýnir ferða­lag lægð­ar­innar aðfara­nótt 13. febr­úar til kl. 9 í morg­un. Myndin er svokölluð inn­rauð hita­mynd sem þýðir að kaldir fletir eru ljósir og þeir hlýrri dökk­ir. Kalt efra borð skýja verður hvítt þar sem frostið er oft á tíðum nálægt 50 stigum í 8 til 9 km hæð. Sjón­ar­spilið í þessum myndum er til­komu­mikið og sýnir eina hlið af þeim krafti sem býr í nátt­úru­öfl­un­um.

Posted by Veð­ur­stofa Íslands on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


 Til frek­ari glöggv­un­ar eru hér nokkrar skil­grein­ingar Veð­ur­stof­unn­ar:

Rauð við­vör­un: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mik­il ­sam­fé­lags­leg áhrif, eða slíkt veður er yfir­stand­andi. Ein­stak­lega áköfum og hættu­legum veð­ur­skil­yrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum og líkur á slysum­ eru miklar, ógn við líf og limi. Við­búið er að sam­göngur legg­ist með öllu af og að­gengi að innvið­u­m/­þjón­ustu verði skert.

Á Suð­ur­landi var í morgun varað við ofsa­veðri og „jafn­vel ­fár­viðri“. En hver er mun­ur­inn á þessu tvennu?

Ofsa­veð­ur: Ofsa­veður er skil­grein­ing á vind­hraða líkt og fram kemur í grein Trausta Jóns­sonar veð­ur­fræð­ings. Ofsa­veður er það kall­að þegar vind­hrað­inn nær 28,5-32,6 m/​​​s. Við svo mik­inn vind­hraða eru áhrif­in þau að miklar skemmdir verða á mann­virkjum og úti­vera á ber­svæðum verð­ur­ hættu­leg. Vind­ur­inn rýfur hjarn og lyftir möl og grjóti.

Fár­viðri: Í fár­viðri fer með­al­hraði vind­hviða yfir 32,7 ­metra á sek­úndu. Allt laus­legt fýk­ur, þar á meðal möl og jafn­vel stór­ir ­stein­ar, segir á vef Veð­ur­stofu Íslands. „Kyrr­stæðir bílar geta oltið eða ­fok­ið. Heil þök tekur af hús­um. Skyggni oft­ast tak­mark­að, jafn­vel í þurru veðri.“

Fengum þessa mynd senda frá @Hjörvar Ingi Har­alds­son núna rétt í þessu en myndin fangar augna­blikið þegar við vorum að...

Posted by Lands­net on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Afleið­ingar veð­urs­ins hafa í stórum dráttum ver­ið eft­ir­far­andi:

Snjó­flóð féll á veg­inn við Laufás rétt fyrir hádegið og er veg­ur­inn lok­að­ur. Hætta getur verið á fleiri flóðum á Greni­vík­ur­vegi og eru íbúar beðnir að vera ekki á ferð­inni. Ekki verður átt við mokstur fyrr en veðri slotar og talið er öruggt, segir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Norð­ur­landi.

Tölu­vert hefur verið um raf­magns­trufl­an­ir. Lands­net er með­ ­stöðuga vöktun á flutn­ings­kerfi sínu og greinir jafn­óðum frá bil­unum og við­gerð­u­m á sam­fé­lags­miðl­um. Rarik gefur einnig út sam­an­tekt á trufl­unum í dreifi­kerf­i sínu reglu­lega og klukkan 11 í morgun var staðan eft­ir­far­andi:

Vest­ur­land: Norð­ur­hluti Hval­fjarðar og Svína­dal­ur raf­magns­laus. Mikil selta er á svæð­inu.

Suð­ur­land: Trufl­anir á tólf stöð­um. Raf­magns­laust á bæj­u­m undir Eyja­fjöllum og í Vík og í Mýr­dal. Raf­magn skammtað í Vík og íbúar beðn­ir um að fara spar­lega með það. Raf­magns­laust í upp­sveitum Árnes­sýslu og við Þing­valla­vatn frá Mið­felli að Mjóa­nesi. Þá er raf­magns­laust í Holt­um, Land­sveit og upp með­ Heklu­bæj­um. Einnig er raf­magns­laust í Land­eyjum og 27 staurar brotn­ir. Lín­an milli Kirkju­bæj­ar­klaust­urs og Víkur er úti og þar með er raf­magns­laust í Álfta­veri, Með­al­landi og hluta Skaft­ár­tungna.

Núna þegar klukkan er að ganga níu er staðan í flutn­ings­kerf­inu þannig að við erum með nokkrar línur úti - ...

Posted by Lands­net on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Aðstæður á Suð­ur­landi voru farnar að skána fyrir klukk­an ell­efu í morgun og vinnu­flokkar voru farnir af stað í Árnes­sýslu. „Þessu til­ við­bótar er eld­inga­veður að koma yfir landið og það getur bæði vald­ið ­trufl­un­um, en einnig getur þetta tafið fyrir trufl­ana­leit og við­gerð­u­m.“

Aust­ur­land: Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður raf­magns­laust, þ.m.t. Höfn, vegna trufl­unar í flutn­ings­kerf­inu. Einnig er bilun í dreifi­kerf­inu. Eld­ingar hafa verið á svæð­inu.

Heita­vatns­laust varð í Rangár­þingi, þar með talið Hellu og á Hvols­velli og í Ása­hreppi vegna raf­magns­leysis hjá Rarik.

Þjóð­vegir frá höf­uð­borg­inni voru allir lok­aðir um tíma í morgun en hafa svo verið opn­aðir fyrir umferð einn af öðr­um.

Björg­un­ar­sveitir og lög­regla hafa sinnt fjöl­mörgum verk­efn­um í morg­un. Í Vest­manna­eyj­um, þar sem vind­hraði fór mest upp í 44 m/s, bárust við­bragðs­að­ilum 25 til­kynn­ing­ar, m.a. vegna foktjóns. Þá sökk bátur í höfn­inni.

Þá flæddi sjór á land í Reykja­nesbæ og Garði eins og sjá má á mynd­skeiði Vík­ur­frétta hér að neð­an.

Sjáv­ar­flóð við bak­hlið Hafn­ar­götu í Kefla­vík. Djúpur sjór á svæð­inu.

Posted by Vík­ur­fréttir Ehf. on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Þó að veðrið hafi gengið nokkuð niður víð­ast hvar ber enn að hafa gætur á veð­ur­spám. Sú nýjasta er þessi:

Snýst í sunnan hvass­viðri með deg­in­um, fyrst syðst, en áfram rok og ofan­koma um landið norð­an­vert fram á kvöld. Lægir tals­vert á land­inu í kvöld og nótt og styttir upp.

Gengur í austan og norð­austan 13-20 m/s á morg­un, en 20-25 um tíma syðst á land­inu. Rign­ing eða slydda um landið sunn­an- og aust­an­vert, en snjó­koma á Vest­fjörð­um. Þurrt á Norð­ur- og Vest­ur­landi framan af degi, en dá­lítil úrkoma þar seinni­part­inn. Hiti 0 til 7 stig, hlýj­ast syðst.

Fjöldi eld­inga hafa mælst handan skil­anna og á Suð­aust­ur­landi eru líkur á að það verði vart við eld­ingar þegar að skilin ganga ­yf­ir. Veð­ur­stofan varar einnig við eld­inga­veðri á Suð­ur­landi í dag og á morg­un.Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðmundur Hauksson
Jóga er meira en bara teygjur og stellingar
Kjarninn 3. ágúst 2020
Inga Dóra Björnsdóttir
Heimsmaðurinn Halldór Kiljan Laxness, sem aldrei varð frægur og ríkur í Ameríku
Kjarninn 3. ágúst 2020
Tekjur Kjarnans jukust og rekstrarniðurstaða í takti við áætlanir
Rekstur Kjarnans miðla, útgáfufélags Kjarnans, skilaði hóflegu tapi á árinu 2019. Umfang starfseminnar var aukið á því ári og tekjustoðir hafa styrkst verulega síðustu misseri.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur: „Jújú, það er önnur bylgja hafin“
Sóttvarnalæknir segir að það sé hægt að sammælast um að kalla það ástand sem Ísland stendur frammi fyrir nýja bylgju. Það segi sig sjálft að aukning sé á tilfellum. Landlæknir segir tækifærið til að ráða niðurlögum ástandsins vera núna.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Til stendur að breyta rukkun fargjalda í strætó með þeim hætti að sala fargjalda verður einungis utan vagna.
Hægt verður að leggja févíti á þá farþega sem borga ekki í strætó
Fyrirhugaðar eru breytingar á fyrirkomulagi fargjalda í Strætó sem mun leiða til þess að sala fargjalda verður ekki lengur í boði í vögnunum sjálfum. Farþegar sem greiða ekki fargjald, eða misnota kerfið með öðrum hætti, verða beittir févíti.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Átta ný innanlandssmit og fjölgar um yfir hundrað í sóttkví
Af 291 sýni sem greint var á sýkla- og veirufræðideild Landspítala í gær reyndust átta jákvæð. Alls eru nú 80 í einangrun og 670 í sóttkví.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Ávöxtur olíupálma. Úr kjarnanum er unnin ljós, gegnsæ pálmaolía en einnig er hægt að vinna svokallaða rauða pálmaolíu úr ávextinum sjálfum.
Yfirvöld í Malasíu reyna að bæta ímynd pálmaolíu
„Pálmaolía er guðsgjöf“ er slagorð sem yfirvöld í Malasíu ætla að nota til að reyna að lappa upp á ímynd pálmaolíunnar. Ræktun pálmaolíu ógnar lífríki í regnskógum víða um heim og hefur varan mætt andstöðu til að mynda í Evrópu.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Mótmælendur komu saman á Austurvelli skömmu eftir að fjölmiðlar greindu frá innihaldi Samherjaskjalanna í nóvember síðastliðnum. Nú virðist sjávarútvegsfyrirtækið vera að mæla almenningsálitið.
Spurt hvað fólki finnist um viðbrögð Samherja við Namibíumálinu
Gallup spurði viðhorfahóp sinn í vikunni um álit á aðgerðum Samherja „í kjölfar ásakana um mútur í Namibíu“. Sjávarútvegsfyrirtækið virðist vera að taka stöðuna á almenningsálitinu, áður en það ræðist í að svara ásökunum í auknum mæli opinberlega.
Kjarninn 3. ágúst 2020
Meira úr sama flokkiInnlent