Eldingar í kortunum í kjölfar ofsaveðurs

Vindhraði fór yfir 70 metra á sekúndu í hviðum í morgun. Ofsaveðrið er nú gengið niður en Veðurstofan varar við eldingaveðri í framhaldinu.

Myndin sýnir vindhraða á landinu um klukkan 9 í morgun.
Myndin sýnir vindhraða á landinu um klukkan 9 í morgun.
Auglýsing

Rauð við­vör­un: Víð­tækar lok­anir á veg­um. Raf­magns- og vatns­leysi og íbúar beðnir að spara raf­magn. Mann­lausar göt­ur, skóla­hald­i af­lýst og tómar hillur versl­ana. Ofsa­veðrið sem hóf að ganga yfir landið snemma í morg­un, þar sem vind­hraði fór í miklar hæðir og úrkoma sömu­leið­is, hefur haft marg­vís­legar afleið­ing­ar. Engin alvar­leg slys hafa þó orðið á fólki en ein­hverjir veg­far­endur þurftu að leita skjóls í fjölda­hjálp­ar­mið­stöð á Vík.

Vind­hraði mæld­ist 71 metri á sek­úndu í hviðu við Hafn­ar­fjall um klukkan 10 í morg­un. Það er með því mesta sem mælst hefur hér á landi. Mjög hvasst var í Vest­manna­eyjum og fór með­al­vindur upp í 45 m/s og í 58 m/s í hvið­um.

En það var ekki aðeins vind­ur­inn sem var óvenju­legur held­ur líka úrkom­an. Sam­kvæmt óyf­ir­förnum frum­nið­ur­stöðum mæla Veð­ur­stof­unnar var úr­koman mest í Vest­manna­eyj­um, 68,7 mm. Mik­ill munur var á hæsta og lægsta hita á land­inu í morg­un. 6,6°C voru undir Hafn­ar­fjalli á sama tíma og tæp­lega tutt­ugu stiga frost mæld­ist í Köldu­kinn.

Auglýsing

Veð­ur­stof­an, almanna­varn­ir, Vega­gerðin og lög­reglu­emb­ætt­i höfðu ítrekað varað við veðr­inu og svo virð­ist sem almenn­ingur hafi hlustað á þau varna­ar­orð. Veð­ur­spáin gekk eftir og rauð við­vörun var í gildi á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, Suð­ur­landi, Suð­aust­ur­landi og í Faxa­flóa. Þetta er í ann­að s­inn frá því að lita­kerfið var tekið upp sem Veð­ur­stofan gefur út rauða við­vör­un. Það gerð­ist í fyrsta sinn í óveðr­inu í des­em­ber.

Ofsa­veðrið nálg­ast landið

Hér er áhuga­vert mynd­skeið sem sýnir lægð­ina nálg­ast land­ið. Mynd­skeiðið er sam­sett úr myndum frá Met­eosat 11 gervi­tungl­inu sem sendir myndir á 15 mín­útna fresti. Mynd­irnar sýnir ferða­lag lægð­ar­innar aðfara­nótt 13. febr­úar til kl. 9 í morg­un. Myndin er svokölluð inn­rauð hita­mynd sem þýðir að kaldir fletir eru ljósir og þeir hlýrri dökk­ir. Kalt efra borð skýja verður hvítt þar sem frostið er oft á tíðum nálægt 50 stigum í 8 til 9 km hæð. Sjón­ar­spilið í þessum myndum er til­komu­mikið og sýnir eina hlið af þeim krafti sem býr í nátt­úru­öfl­un­um.

Posted by Veð­ur­stofa Íslands on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


 Til frek­ari glöggv­un­ar eru hér nokkrar skil­grein­ingar Veð­ur­stof­unn­ar:

Rauð við­vör­un: Miklar líkur eru á veðri sem hefur mjög mik­il ­sam­fé­lags­leg áhrif, eða slíkt veður er yfir­stand­andi. Ein­stak­lega áköfum og hættu­legum veð­ur­skil­yrðum er spáð. Búast má við miklum skemmdum og líkur á slysum­ eru miklar, ógn við líf og limi. Við­búið er að sam­göngur legg­ist með öllu af og að­gengi að innvið­u­m/­þjón­ustu verði skert.

Á Suð­ur­landi var í morgun varað við ofsa­veðri og „jafn­vel ­fár­viðri“. En hver er mun­ur­inn á þessu tvennu?

Ofsa­veð­ur: Ofsa­veður er skil­grein­ing á vind­hraða líkt og fram kemur í grein Trausta Jóns­sonar veð­ur­fræð­ings. Ofsa­veður er það kall­að þegar vind­hrað­inn nær 28,5-32,6 m/​​​s. Við svo mik­inn vind­hraða eru áhrif­in þau að miklar skemmdir verða á mann­virkjum og úti­vera á ber­svæðum verð­ur­ hættu­leg. Vind­ur­inn rýfur hjarn og lyftir möl og grjóti.

Fár­viðri: Í fár­viðri fer með­al­hraði vind­hviða yfir 32,7 ­metra á sek­úndu. Allt laus­legt fýk­ur, þar á meðal möl og jafn­vel stór­ir ­stein­ar, segir á vef Veð­ur­stofu Íslands. „Kyrr­stæðir bílar geta oltið eða ­fok­ið. Heil þök tekur af hús­um. Skyggni oft­ast tak­mark­að, jafn­vel í þurru veðri.“

Fengum þessa mynd senda frá @Hjörvar Ingi Har­alds­son núna rétt í þessu en myndin fangar augna­blikið þegar við vorum að...

Posted by Lands­net on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Afleið­ingar veð­urs­ins hafa í stórum dráttum ver­ið eft­ir­far­andi:

Snjó­flóð féll á veg­inn við Laufás rétt fyrir hádegið og er veg­ur­inn lok­að­ur. Hætta getur verið á fleiri flóðum á Greni­vík­ur­vegi og eru íbúar beðnir að vera ekki á ferð­inni. Ekki verður átt við mokstur fyrr en veðri slotar og talið er öruggt, segir í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Norð­ur­landi.

Tölu­vert hefur verið um raf­magns­trufl­an­ir. Lands­net er með­ ­stöðuga vöktun á flutn­ings­kerfi sínu og greinir jafn­óðum frá bil­unum og við­gerð­u­m á sam­fé­lags­miðl­um. Rarik gefur einnig út sam­an­tekt á trufl­unum í dreifi­kerf­i sínu reglu­lega og klukkan 11 í morgun var staðan eft­ir­far­andi:

Vest­ur­land: Norð­ur­hluti Hval­fjarðar og Svína­dal­ur raf­magns­laus. Mikil selta er á svæð­inu.

Suð­ur­land: Trufl­anir á tólf stöð­um. Raf­magns­laust á bæj­u­m undir Eyja­fjöllum og í Vík og í Mýr­dal. Raf­magn skammtað í Vík og íbúar beðn­ir um að fara spar­lega með það. Raf­magns­laust í upp­sveitum Árnes­sýslu og við Þing­valla­vatn frá Mið­felli að Mjóa­nesi. Þá er raf­magns­laust í Holt­um, Land­sveit og upp með­ Heklu­bæj­um. Einnig er raf­magns­laust í Land­eyjum og 27 staurar brotn­ir. Lín­an milli Kirkju­bæj­ar­klaust­urs og Víkur er úti og þar með er raf­magns­laust í Álfta­veri, Með­al­landi og hluta Skaft­ár­tungna.

Núna þegar klukkan er að ganga níu er staðan í flutn­ings­kerf­inu þannig að við erum með nokkrar línur úti - ...

Posted by Lands­net on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Aðstæður á Suð­ur­landi voru farnar að skána fyrir klukk­an ell­efu í morgun og vinnu­flokkar voru farnir af stað í Árnes­sýslu. „Þessu til­ við­bótar er eld­inga­veður að koma yfir landið og það getur bæði vald­ið ­trufl­un­um, en einnig getur þetta tafið fyrir trufl­ana­leit og við­gerð­u­m.“

Aust­ur­land: Sveit­ar­fé­lagið Horna­fjörður raf­magns­laust, þ.m.t. Höfn, vegna trufl­unar í flutn­ings­kerf­inu. Einnig er bilun í dreifi­kerf­inu. Eld­ingar hafa verið á svæð­inu.

Heita­vatns­laust varð í Rangár­þingi, þar með talið Hellu og á Hvols­velli og í Ása­hreppi vegna raf­magns­leysis hjá Rarik.

Þjóð­vegir frá höf­uð­borg­inni voru allir lok­aðir um tíma í morgun en hafa svo verið opn­aðir fyrir umferð einn af öðr­um.

Björg­un­ar­sveitir og lög­regla hafa sinnt fjöl­mörgum verk­efn­um í morg­un. Í Vest­manna­eyj­um, þar sem vind­hraði fór mest upp í 44 m/s, bárust við­bragðs­að­ilum 25 til­kynn­ing­ar, m.a. vegna foktjóns. Þá sökk bátur í höfn­inni.

Þá flæddi sjór á land í Reykja­nesbæ og Garði eins og sjá má á mynd­skeiði Vík­ur­frétta hér að neð­an.

Sjáv­ar­flóð við bak­hlið Hafn­ar­götu í Kefla­vík. Djúpur sjór á svæð­inu.

Posted by Vík­ur­fréttir Ehf. on Fri­day, Febru­ary 14, 2020


Þó að veðrið hafi gengið nokkuð niður víð­ast hvar ber enn að hafa gætur á veð­ur­spám. Sú nýjasta er þessi:

Snýst í sunnan hvass­viðri með deg­in­um, fyrst syðst, en áfram rok og ofan­koma um landið norð­an­vert fram á kvöld. Lægir tals­vert á land­inu í kvöld og nótt og styttir upp.

Gengur í austan og norð­austan 13-20 m/s á morg­un, en 20-25 um tíma syðst á land­inu. Rign­ing eða slydda um landið sunn­an- og aust­an­vert, en snjó­koma á Vest­fjörð­um. Þurrt á Norð­ur- og Vest­ur­landi framan af degi, en dá­lítil úrkoma þar seinni­part­inn. Hiti 0 til 7 stig, hlýj­ast syðst.

Fjöldi eld­inga hafa mælst handan skil­anna og á Suð­aust­ur­landi eru líkur á að það verði vart við eld­ingar þegar að skilin ganga ­yf­ir. Veð­ur­stofan varar einnig við eld­inga­veðri á Suð­ur­landi í dag og á morg­un.



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent