Þrettán norrænar skáldsögur, smásagnasöfn og ljóðabækur eru tilnefndar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020. Í þeim hópi eru bækur eftir tvo íslenska höfunda: Skáldsagan Lifandilífslækur eftir Bergsvein Birgisson og smásagnasafnið Kláði eftri Fríðu Ísberg. Tilkynnt verður um verðlaunahafann á verðlaunahátíð Norðurlandaráðs í Reykjavík í október.
Eftirtalin fagurbókmenntaverk eru tilnefnd:
Danmörk
YAHYA HASSAN 2. Höfundur Yahya Hassan. Ljóðabók.
HHV, FRSHWN - Dødsknaldet i Amazonas. Höfundur Hanne Højgaard Viemose. Skáldsaga.
Finnland
Vem dödade bambi? Höfundur Monika Fagerholm. Skáldsaga.
Ihmettä kaikki. Höfundur Juha Itkonen. Skáldsaga.
Færeyjar
Ikki fyrr enn tá. Höfundur Oddfríður Marni Rasmussen. Skáldsaga.
Ísland
Lifandilífslækur. Höfundur Bergsveinn Birgisson. Skáldsaga.
Kláði. Höfundur Fríða Ísberg. Smásagnasafn.
Noregur
Den gode vennen. Höfundur Bjørn Esben Almaas. Skáldsaga.
Vi er fem. Höfundur Matias Faldbakken. Skáldsaga.
Samíska tungumálasvæðið
Juolgevuođđu. Höfundur Niillas Holmberg. Ljóðabók.
Svíþjóð
Marginalia/Xterminalia. Höfundur Johan Jönson. Skáldsaga.
W. Höfundur Steve Sem-Sandberg. Skáldsaga.
Álandseyjar
När vändkrets läggs mot vändkrets. Höfundur Mikaela Nyman. Ljóðabók.
Dómnefndir skipaðar fulltrúum frá löndunum hafa tilnefnt verk til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2020.
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs hafa verið veitt síðan 1962 fyrir fagurbókmenntaverk sem samið er á einu af norrænu tungumálunum. Það getur verið skáldsaga, leikverk, ljóðabók, smásagnasafn eða ritgerðasafn sem uppfyllir strangar kröfur um bókmenntalegt og listrænt gildi.
Markmið hinna fimm verðlauna Norðurlandaráðs er að auka áhuga á norrænu menningarsamfélagi og samstarfi um umhverfismál, svo og að vekja athygli á verkefnum sem skarað hafa fram úr á sviði lista eða umhverfismála.