Staðfest tilfelli COVID-19 orðin sex

Einstaklingarnir sem greindust með veiruna dag komu til landsins á laugardaginn með flugi Icelandair til Keflavíkurflugvallar frá Veróna.

landspitalinn_15414295044_o.jpg
Auglýsing

Þrjú til­felli veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómi voru greind á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala í dag. Heild­ar­fjöldi stað­festra til­fella er núna sex. Ein­stak­ling­arnir sem greindust með veiruna dag komu til lands­ins á laug­ar­dag­inn með flugi Icelandair til Kefla­vík­ur­flug­vallar frá Veróna.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­hæf­ing­ar­stöð­inni í dag. 

Þessir þrír ein­stak­ling­ar, tvær konur og einn karl, eru allir á sex­tugs­aldri og búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þau eru ekki mikið veik en þó með dæmi­gerð ein­kenni COVID-19 sjúk­dóms (hósti, hiti, bein­verkir), sam­kvæmt Sam­hæf­ing­ar­stöð­inni.

Auglýsing

„Mað­ur­inn sem greind­ist fyrstur Íslend­inga með veiruna hefur verið útskrif­aður af Land­spít­ala og er nú í heima­ein­angr­un. Allir sem hafa verið greindir með smit eru því í heima­ein­angrum við sæmi­lega heilsu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá kemur fram að smit­rann­sóknateymi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sótt­varna­læknis vinni nú að því að rekja smit­leiðir í tengslum við þessi nýju til­felli. Á síð­ustu tveimur dögum hafi teymið haft sam­band við um 115 ein­stak­linga. Mik­ill meiri­hluti þeirra hafi verið um borð í flug­vél Icelandair sem kom frá Veróna (skil­greindu hættu­svæði) á laug­ar­dag­inn.

„Meiri­hluti þeirra far­þega sem komu frá München með Icelandair á sunnu­dag­inn hafði verið í Aust­ur­ríki. Hvorki Þýska­land né Aust­ur­ríki eru skil­greind hættu­svæði fyrir COVID-19 og því þurfti um  30 manna hópur að fara í sótt­kví eftir flugið frá München. Allir far­þeg­arnir sem komu frá Veróna fóru hins vegar í sótt­kví,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

260 manns í sótt­kví á land­inu öllu

Jafn­framt segir að í dag hafi 19 sýni verið rann­sökuð á Land­spít­ala, þar af hafi þrjú fyrr­nefnd til­felli verið jákvæð. Frá upp­hafi hafi um 150 sýni verið rann­sök­uð. Í kringum 260 manns séu í sótt­kví á land­inu öllu. 

Nán­ari upp­lýs­ingar um heima­sótt­kví má nálg­ast á vef land­læknis. Svo gæti farið að fleiri muni þurfa að fara í sótt­kví á næstu dög­um. Atvinnu­rek­endur og stjórn­endur á vinnu­mark­aði eru hvattir til að sýna stöðu þessa fólks skiln­ing.

„Það er vitað að fjöldi heil­brigð­is­starfs­manna, ekki síst af Land­spít­ala er á far­alds­fæti en af hálfu Land­spít­ala er verið að kort­leggja um hve marga er að ræða. Því er lík­legt að ein­hver fjöldi heil­brigð­is­starfs­manna þurfi að fara í sótt­kví sem varir í 14 daga. Þá er ljóst að íslenskt heil­brigð­is­kerfi er við­kvæmt og það gæti orðið afdrifa­ríkt ef upp kæmi smit hjá starfs­manni. Því vilja land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og almanna­varnir biðla til heil­brigð­is­starfs­manna að fresta öllum utan­lands­ferðum eftir því sem kostur er meðan það skýrist hvert umfang far­ald­urs­ins verð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Vinna að því að koma upp­lýs­ingum til fólks

Upp­lýs­ingateymi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra vinnur að því að koma upp­lýs­ingum um COVID-19 til þeirra sem telj­ast til við­kvæmra hópa. Þetta eru til að mynda aldr­aðir ein­stak­lingar og þeir sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Þetta verður gert í sam­ráði við sjúk­linga­sam­tök, fag­fé­lög og hags­muna­hópa þess­ara ein­stak­linga.

„Unnið er að opnun far­sótt­ar­húss á Rauð­ar­ár­stíg í Reykja­vík. Til­gangur þess er að hýsa ein­stak­linga sem hafa verið útsettir fyrir smiti en eiga ekki greiðan aðgang að hús­næði hér á landi (t.d. ferða­menn). 70 her­bergi verða í hús­inu. Verk­efnið er á vegum Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Rauða kross­ins. Í dag var kennsla og fræðsla fyrir starfs­fólk og sjálf­boða­liða Rauða kross­ins.

Sótt­varna­læknir minnir á að ein­stak­ling­ar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skil­greindum áhættu­svæð­um, það er Ítal­íu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfir­gefið skil­greind áhættu­svæði. Erlendir rík­is­borg­arar þurfa hins vegar ekki að fara í sótt­kví þar sem að talið er að þeir séu ólík­legri að vera í nánu sam­neyti við marga ein­stak­linga og auk þess dvelja þeir yfir­leitt stutt á Íslandi. Smit­hætta frá þeim er því talin veru­lega minni en frá Íslend­ingum sem hér búa,“ segir að lokum í til­kynn­ingu Sam­hæf­ing­ar­stöðv­ar­inn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingmaður Pírata.
Tímasetning kosninganna ekki einkamál ríkisstjórnarinnar
Þingmaður Pírata telur að nú sé kominn tími til að ríkisstjórnin greini frá því hvenær kosningar verða á næsta ári, það sé mikilvægt lýðræðismál. Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins segir sjálfsagt að meirihlutinn starfi saman til loka október 2021.
Kjarninn 29. maí 2020
Arngrímur Brynjólfsson
„Við gerðum bara gott úr þessu“
Skipstjórinn á Heinaste sem var handtekinn og settur í farbann í Namibíu um síðustu jól segist hafa viljað vera þar í landi á öðrum forsendum. Hann hafi þó ekki látið það trufla sig en hann og eiginkona hans notuðu tækifærið og ferðuðust um landið.
Kjarninn 29. maí 2020
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra lagði frumvarpið fram í mars.
Frumvarp ráðherra mun gera framkvæmd upplýsingalaga „flóknari og óskilvirkari“
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál gagnrýnir frumvarp forsætisráðherra um breytingar á upplýsingalögum í umsögn sem birtist í gær. Verði frumvarpið að lögum muni það valda enn tíðari og lengri töfum á afgreiðslu erinda á grundvelli upplýsingalaga.
Kjarninn 29. maí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Heimajarðgerð
Kjarninn 29. maí 2020
Alma Möller landlæknir og Kári Stefánsson forstjóri ÍE á upplýsingafundi almannavarna.
Ríkið hefur ekki greitt Íslenskri erfðagreiningu neitt fyrir skimanir
Íslensk erfðagreining hefur ekkert fengið greitt frá íslenskum yfirvöldum fyrir skimanir sínar gegn veirunni. Kári Stefánsson forstjóri fyrirtækisins verðmat framlag fyrirtækisins til samfélagsins á þrjá milljarða króna í Kastljósi á miðvikudagskvöld.
Kjarninn 29. maí 2020
Icelandair Group er efst á lista, enda með meira en eitt og hálft prósent íslenska vinnumarkaðarins í hlutastarfi í mars og apríl.
Fyrirtækin sem fengu mest út úr hlutabótaleiðinni í mars og apríl
Í skýrslu Ríkisendurskoðunar um hlutabótaleiðina má finna niðurbrot á því hversu mikið fé rann frá Vinnumálastofnun til starfsmanna fyrirtækja sem nýttu hlutabótaleiðina í mars og apríl. Kjarninn tók það helsta saman.
Kjarninn 28. maí 2020
Samkeppniseftirlitið sektar Símann um 500 milljónir
Samkvæmt Samkeppniseftirlitinu hefur Síminn brotið gegn skilyrðum í sáttum sem fyrirtækið hefur á undanförnum árum gert við eftirlitið. Það telur að brotin séu alvarleg og sektar Símann vegna þessa um 500 milljónir króna. Síminn ætlar að áfrýja.
Kjarninn 28. maí 2020
Skúli Eggert Þórðarson er ríkisendurskoðandi.
Talin hafa breytt launaseðlum til að ná hærri greiðslum úr ríkissjóði vegna hlutabótaleiðar
Ríkisendurskoðun telur að leiða megi líkum að því að ákveðinn hópur sem nýtti sér hlutabótaleiðina hafi breytt áður uppgefnum launum til hækkunar svo þeir myndu fá hærri greiðslur úr ríkissjóði. Hækkunin í heild nemur 114 milljónum króna.
Kjarninn 28. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent