Staðfest tilfelli COVID-19 orðin sex

Einstaklingarnir sem greindust með veiruna dag komu til landsins á laugardaginn með flugi Icelandair til Keflavíkurflugvallar frá Veróna.

landspitalinn_15414295044_o.jpg
Auglýsing

Þrjú til­felli veirunnar sem veldur COVID-19 sjúk­dómi voru greind á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­ala í dag. Heild­ar­fjöldi stað­festra til­fella er núna sex. Ein­stak­ling­arnir sem greindust með veiruna dag komu til lands­ins á laug­ar­dag­inn með flugi Icelandair til Kefla­vík­ur­flug­vallar frá Veróna.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Sam­hæf­ing­ar­stöð­inni í dag. 

Þessir þrír ein­stak­ling­ar, tvær konur og einn karl, eru allir á sex­tugs­aldri og búsettir á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Þau eru ekki mikið veik en þó með dæmi­gerð ein­kenni COVID-19 sjúk­dóms (hósti, hiti, bein­verkir), sam­kvæmt Sam­hæf­ing­ar­stöð­inni.

Auglýsing

„Mað­ur­inn sem greind­ist fyrstur Íslend­inga með veiruna hefur verið útskrif­aður af Land­spít­ala og er nú í heima­ein­angr­un. Allir sem hafa verið greindir með smit eru því í heima­ein­angrum við sæmi­lega heilsu,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Þá kemur fram að smit­rann­sóknateymi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra, lög­regl­unnar á höf­uð­borg­ar­svæð­inu og sótt­varna­læknis vinni nú að því að rekja smit­leiðir í tengslum við þessi nýju til­felli. Á síð­ustu tveimur dögum hafi teymið haft sam­band við um 115 ein­stak­linga. Mik­ill meiri­hluti þeirra hafi verið um borð í flug­vél Icelandair sem kom frá Veróna (skil­greindu hættu­svæði) á laug­ar­dag­inn.

„Meiri­hluti þeirra far­þega sem komu frá München með Icelandair á sunnu­dag­inn hafði verið í Aust­ur­ríki. Hvorki Þýska­land né Aust­ur­ríki eru skil­greind hættu­svæði fyrir COVID-19 og því þurfti um  30 manna hópur að fara í sótt­kví eftir flugið frá München. Allir far­þeg­arnir sem komu frá Veróna fóru hins vegar í sótt­kví,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

260 manns í sótt­kví á land­inu öllu

Jafn­framt segir að í dag hafi 19 sýni verið rann­sökuð á Land­spít­ala, þar af hafi þrjú fyrr­nefnd til­felli verið jákvæð. Frá upp­hafi hafi um 150 sýni verið rann­sök­uð. Í kringum 260 manns séu í sótt­kví á land­inu öllu. 

Nán­ari upp­lýs­ingar um heima­sótt­kví má nálg­ast á vef land­læknis. Svo gæti farið að fleiri muni þurfa að fara í sótt­kví á næstu dög­um. Atvinnu­rek­endur og stjórn­endur á vinnu­mark­aði eru hvattir til að sýna stöðu þessa fólks skiln­ing.

„Það er vitað að fjöldi heil­brigð­is­starfs­manna, ekki síst af Land­spít­ala er á far­alds­fæti en af hálfu Land­spít­ala er verið að kort­leggja um hve marga er að ræða. Því er lík­legt að ein­hver fjöldi heil­brigð­is­starfs­manna þurfi að fara í sótt­kví sem varir í 14 daga. Þá er ljóst að íslenskt heil­brigð­is­kerfi er við­kvæmt og það gæti orðið afdrifa­ríkt ef upp kæmi smit hjá starfs­manni. Því vilja land­lækn­ir, sótt­varna­læknir og almanna­varnir biðla til heil­brigð­is­starfs­manna að fresta öllum utan­lands­ferðum eftir því sem kostur er meðan það skýrist hvert umfang far­ald­urs­ins verð­ur,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Vinna að því að koma upp­lýs­ingum til fólks

Upp­lýs­ingateymi almanna­varna­deildar rík­is­lög­reglu­stjóra vinnur að því að koma upp­lýs­ingum um COVID-19 til þeirra sem telj­ast til við­kvæmra hópa. Þetta eru til að mynda aldr­aðir ein­stak­lingar og þeir sem eru með und­ir­liggj­andi sjúk­dóma. Þetta verður gert í sam­ráði við sjúk­linga­sam­tök, fag­fé­lög og hags­muna­hópa þess­ara ein­stak­linga.

„Unnið er að opnun far­sótt­ar­húss á Rauð­ar­ár­stíg í Reykja­vík. Til­gangur þess er að hýsa ein­stak­linga sem hafa verið útsettir fyrir smiti en eiga ekki greiðan aðgang að hús­næði hér á landi (t.d. ferða­menn). 70 her­bergi verða í hús­inu. Verk­efnið er á vegum Heilsu­gæslu höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins og Rauða kross­ins. Í dag var kennsla og fræðsla fyrir starfs­fólk og sjálf­boða­liða Rauða kross­ins.

Sótt­varna­læknir minnir á að ein­stak­ling­ar, með búsetu á Íslandi, sem hafa verið á skil­greindum áhættu­svæð­um, það er Ítal­íu, Kína, Suður Kóreu og Íran og snúa heim eru hvattir til að halda sig heima í 14 daga eftir að þeir hafa yfir­gefið skil­greind áhættu­svæði. Erlendir rík­is­borg­arar þurfa hins vegar ekki að fara í sótt­kví þar sem að talið er að þeir séu ólík­legri að vera í nánu sam­neyti við marga ein­stak­linga og auk þess dvelja þeir yfir­leitt stutt á Íslandi. Smit­hætta frá þeim er því talin veru­lega minni en frá Íslend­ingum sem hér búa,“ segir að lokum í til­kynn­ingu Sam­hæf­ing­ar­stöðv­ar­inn­ar. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Gosið í Eyjum notað til þess að sýna áhrif fólksflótta
Börnum sem fluttu frá Vestmannaeyjum vegna gossins árið 1973 og afkomendum þeirra vegnaði að meðaltali betur vegna flutninganna, samkvæmt rannsókn íslenskra hagfræðinga.
Kjarninn 24. september 2020
Rúmlega þrjátíu ný smit í gær – Minnihluti í sóttkví
Alls greindust þrjátíu og þrír einstaklingar með COVID-19 hér á landi í gær. Nítján þeirra voru ekki í sóttkví við greiningu.
Kjarninn 24. september 2020
Aðstæður dýra sem búa við þauleldi „eru forkastanlegar“
Að hafa varphænur í búrum er slæmt en að bregðast við með því að stafla þeim á palla í sama þrönga rýminu er „aumkunarverð tilraun til málamynda,“ segir í athugasemd um áformaða framleiðsluaukningu Stjörnueggja. Sex þauleldibú eru starfrækt á Kjalarnesi.
Kjarninn 24. september 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Foreldralaust partý: Leikjatölvur og Facebook-hótanir
Kjarninn 24. september 2020
Magnús Hrafn Magnússon
Síðustu dómar Ruth Bader Ginsburg
Kjarninn 24. september 2020
Yfir 25 þúsund manns hafa ritað undir kröfu um nýja stjórnarskrá – Markmiðinu náð
Markmið undirskriftasöfnunar, þar sem þess er krafist að niðurstaða þjóðaratkvæðagreiðslu um hvort tillögur stjórnlagaráðs eigi að liggja til grundvallar nýrri stjórnarskrá, hefur náðst tæpum mánuði áður en söfnuninni lýkur.
Kjarninn 24. september 2020
Frá fundi KVH fyrr í dag. Frá vinstri: Björn Brynjúlfur Björnsson, Már Guðmundsson, Konráð S. Guðjónsson og Anna Hrefna Ingimundardóttir.
Vilja sértækan stuðning til ferðaþjónustunnar
Fyrrverandi seðlabankastjóri og yfirhagfræðingur SA velta upp hugmyndum um sértæka styrki til þeirra sem hafa beðið tjón af sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda.
Kjarninn 23. september 2020
Sema Erla Serdar
Opið bréf til ríkisstjórnar Íslands
Kjarninn 23. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent