Fimm hjúkrunarfræðingar á Landsspítala eru smitaðir af veirunni sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Fimm til viðbótar eru í sóttkví. Þessu greindi Alma Möller landlæknir frá á blaðamannafundi í dag.
Þar kom einnig fram að 55 séu nú greindir smitaðir, sem eru sex fleiri en í gær. Tveir þeirra sem greinst hafa síðastliðinn sólarhring smituðust innanlands. Sóttvarnarlæknir sagði á fundinum að það væri ánægjulegt að innlendum smitum væri ekki að fjölga mikið.
Tveir af hjúkrunarfræðingunum fimm sem hafa smitast gerðu það í skíðaferð í Ölpunum. Annar þeirra mætti til starfa á gjörgæslu Landsspítalans eftir þá ferð og er gert ráð fyrir að hinir hjúkrunarfræðingarnir sem hafa verið greindir hafi smitast á starfsstaðnum. Ekki er vitað til þess að neinir sjúklingar hafi smitast og sá hjúkrunarfræðingur sem mætti til vinnu sinnti ekki sjúklingum á meðan að hann dvaldi þar.
á fundinum kom fram heilbrigðisyfirvöld hafi þegar kannað hvort hægt yrði að kalla fólk með heilbrigðismenntun, sem starfar í öðrum geirum en heilbrigðisgeiranum, til starfa ef með þarf. Meðal annars þurfi að kanna réttarstöðu þeirra. Sama gildir um fólk með heilbrigðismenntun sem er komið á eftirlaun.