Trump setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna

Eftir að hafa gert lítið úr alvarleika nýju kórónuveirunnar síðustu vikur ávarpaði Donald Trump bandarísku þjóðina í kvöld og tilkynnti um róttækar aðgerðir til að verjast veirunni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í nótt að ferð­u­m frá Evr­ópu­löndum utan Bret­lands til Banda­ríkj­anna yrði aflýst í þrjá­tíu daga. Hann sagði Evr­ópu­sam­band­inu hafa mis­tek­ist að hefta útbreiðsl­una. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafi hins vegar brugð­ist hratt við og að til­felli nýju kór­ónu­veirunnar þar í landi væru fá miðað við í Evr­ópu. Að­gerð­irnar væru „harðar en nauð­syn­leg­ar“.

1.135 til­felli COVID-19 hafa verið greind í Banda­ríkj­unum og þar hafa 38 lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. 23 ríki hafa lýst yfir neyð­ar­á­standi vegna út­breiðsl­unn­ar..

 For­set­inn, sem ávarp­aði þjóð sína frá for­seta­skrif­stof­unni í Hvíta hús­inu, sagði að gripið yrði til þess­ara aðgerða til að „halda nýj­u­m til­fellum frá því að kom­ast inn fyrir land­stein­ana“.

Orð­rétt sagði Trump: „Við munum aflýsa öllum ferða­lögum frá­ ­Evr­ópu til Banda­ríkj­anna næstu þrjá­tíu daga. Þessar nýju reglur munu taka gild­i á mið­nætti á föstu­dag.“

Und­an­tekn­ingar verða á ferða­bann­inu og munu „ákveðn­ir ­Banda­ríkja­menn“ sem hafa und­ir­geng­ist „við­eig­andi skoð­un“ fá að ferð­ast. Sagð­i ­for­set­inn að tak­mark­an­irnar myndu ekki aðeins ná til „gríð­ar­legra við­skipta og vöru­flutn­inga“ heldur einnig „ann­arra hluta þegar við fáum sam­þykki. Allt en kemur frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna er það sem við erum að ræða“.

Auglýsing
Einnig til­kynnti Trump um aðgerðir í efna­hags­málum en minnt­i á að ekki væri um efna­hag­skreppu að ræða heldur tíma­bundið ástand. 

Til að tryggja að allir vinn­andi Banda­ríkja­menn sem verða fyrir áhrifum veirunnar geti verið heima án þess að ótt­ast um fjár­hags­lega afkomu sína þá verða að sögn Trumps fljót­lega kynntar aðgerðir sem „eiga sér engin for­dæmi“. Að­gerð­irnar munu miða að því að hjálpa þeim sem eru veik­ir, í ein­angrun eða sótt­kví og einnig þeim sem þurfa að sinna öðrum sem eru veikir af veirunni. Mun til­laga þessa efnis verða send þing­inu fljót­lega. Í ávarpi sínu greindi Trump svo frá því að til stæði að veita litlum fyr­ir­tækjum millj­arða Banda­ríkja­dala að láni til að lág­marka áhrif veiru­sýk­ing­ar­innar á banda­rískt hag­kerfi. Þá hvatti hann þingið til að ­sam­þykkja „meiri­hátt­ar“ skatta­lækk­anir í sama til­gangi. „Við ætlum að beita öllu afli alrík­is­stjórn­ar­innar og einka­geirans til að vernda banda­ríska ­borg­ara.“

Þvoðu þér um hend­urnar

Minnti hann fólk svo á almennt hrein­læti. „Þvoðu þér um hend­urn­ar,“ sagði hann m.a. og „haltu þig heima“.

Sagði hann að Banda­ríkja­menn ættu bestu lækna í heimi og að „við erum öll í þessu sam­an. [...] Fram­tíð okkar er bjart­ari en nokkurn hefði get­að órað fyr­ir“.

Hann lauk svo ávarpi sínu á orð­un­um: „Guð blessi þig og guð blessi Banda­rík­in.“

Hægir á útbreiðslu um 3-5 daga

Árangur af ferða­banni er tak­mark­aður þegar smit­sjúk­dóm­ur hefur þegar breiðst út á við­kom­andi svæði sem bannið nær til. Þetta er ­nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var í kjöl­far útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunnar í Wu­han-­borg í Kína þar sem hún átti upp­tök sín. Er stjórn­völd höfðu sett á ferða­bann til og frá borg­inni var það of seint til að hefta útbreiðsl­una þar ­sem veiran hafði þá þegar breiðst út til ann­arra svæða. Það sem ferða­bann­ið ­gerði var að hægja á útbreiðsl­unni um 3-5 daga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Charles Michel, formaður leiðtogaráðs ESB, á blaðamannafundi síðasta föstudag.
Erfiðar viðræður um björgunarpakka ESB framundan
Aðildarríki Evrópusambandsins munu reyna að sammælast um björgunarpakka vegna efnahagslegra afleiðinga COVID-19 faraldursins næsta föstudag. Búist er við erfiðum viðræðum þar sem mikill ágreiningur ríkir milli landa um stærð og eðli útgjaldanna.
Kjarninn 12. júlí 2020
Stíflurnar loka fyrir flæði sjávar úr Adríahafi inn í Feneyjalónið.
Feneyingar prófa flóðavarnir sem beðið hefur verið eftir
Framkvæmdir við flóðavarnakerfi Feneyinga hafa staðið yfir frá því 2003. Verkefnið er langt á eftir áætlun og kostnaður við það hefur margfaldast.
Kjarninn 12. júlí 2020
Meiri áhugi virðist vera á íbúðum utan höfuðborgarsvæðisins.
Fleiri kaupa utan Reykjavíkur
Talið er að vaxtalækkanir Seðlabankans hafi komið í veg fyrir mikla niðursveiflu á íbúðamarkaðnum, sem tekið hefur við sér að nokkru leyti á síðustu mánuðum. Fleiri kjósa þó að kaupa íbúð utan höfuðborgarsvæðisins heldur en innan þess.
Kjarninn 12. júlí 2020
Trump stígur í vænginn við Færeyinga
Bandaríkjamenn hafa mikinn áhuga á aukinni samvinnu við Færeyinga. Þótt í orði kveðnu snúist sá áhugi ekki um hernaðarsamvinnu dylst engum hvað að baki býr.
Kjarninn 12. júlí 2020
Fé á leið til slátrunar.
Bændum á Íslandi heimilt að aflífa dýr utan sláturhúsa með ýmsum aðferðum
Yrði sláturhús á Íslandi óstarfhæft vegna hópsmits yrði fyrsti kosturinn sá að senda dýr til slátrunar í annað sláturhús. Ef aflífa þarf dýr utan sláturhúsa mega bændur beita til þess ýmsum aðferðum, m.a. gösun, höfuðhöggi og pinnabyssu.
Kjarninn 12. júlí 2020
Þriðjungsfjölgun í Siðmennt á rúmu einu og hálfu ári
Af trúfélögum bætti Stofnun múslima á Íslandi við sig hlutfallslega flestum meðlimum á síðustu mánuðum. Meðlimum þjóðkirkjunnar heldur áfram að fækka en hlutfallslega var mesta fækkunin hjá Zúistum.
Kjarninn 11. júlí 2020
Aldís Hafsteinsdóttir, formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga og bæjarstjóri Hveragerðis.
„Við þurfum fleiri ferðamenn“
Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga telur nauðsynlegt að fleiri ferðamenn komi til Íslands sem fyrst og vill breytingar á fyrirkomulagi skimana á Keflavíkurflugvelli.
Kjarninn 11. júlí 2020
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Frekju og yfirgangi Ísraels engin takmörk sett
Kjarninn 11. júlí 2020
Meira úr sama flokkiErlent