Trump setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna

Eftir að hafa gert lítið úr alvarleika nýju kórónuveirunnar síðustu vikur ávarpaði Donald Trump bandarísku þjóðina í kvöld og tilkynnti um róttækar aðgerðir til að verjast veirunni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í nótt að ferð­u­m frá Evr­ópu­löndum utan Bret­lands til Banda­ríkj­anna yrði aflýst í þrjá­tíu daga. Hann sagði Evr­ópu­sam­band­inu hafa mis­tek­ist að hefta útbreiðsl­una. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafi hins vegar brugð­ist hratt við og að til­felli nýju kór­ónu­veirunnar þar í landi væru fá miðað við í Evr­ópu. Að­gerð­irnar væru „harðar en nauð­syn­leg­ar“.

1.135 til­felli COVID-19 hafa verið greind í Banda­ríkj­unum og þar hafa 38 lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. 23 ríki hafa lýst yfir neyð­ar­á­standi vegna út­breiðsl­unn­ar..

 For­set­inn, sem ávarp­aði þjóð sína frá for­seta­skrif­stof­unni í Hvíta hús­inu, sagði að gripið yrði til þess­ara aðgerða til að „halda nýj­u­m til­fellum frá því að kom­ast inn fyrir land­stein­ana“.

Orð­rétt sagði Trump: „Við munum aflýsa öllum ferða­lögum frá­ ­Evr­ópu til Banda­ríkj­anna næstu þrjá­tíu daga. Þessar nýju reglur munu taka gild­i á mið­nætti á föstu­dag.“

Und­an­tekn­ingar verða á ferða­bann­inu og munu „ákveðn­ir ­Banda­ríkja­menn“ sem hafa und­ir­geng­ist „við­eig­andi skoð­un“ fá að ferð­ast. Sagð­i ­for­set­inn að tak­mark­an­irnar myndu ekki aðeins ná til „gríð­ar­legra við­skipta og vöru­flutn­inga“ heldur einnig „ann­arra hluta þegar við fáum sam­þykki. Allt en kemur frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna er það sem við erum að ræða“.

Auglýsing
Einnig til­kynnti Trump um aðgerðir í efna­hags­málum en minnt­i á að ekki væri um efna­hag­skreppu að ræða heldur tíma­bundið ástand. 

Til að tryggja að allir vinn­andi Banda­ríkja­menn sem verða fyrir áhrifum veirunnar geti verið heima án þess að ótt­ast um fjár­hags­lega afkomu sína þá verða að sögn Trumps fljót­lega kynntar aðgerðir sem „eiga sér engin for­dæmi“. Að­gerð­irnar munu miða að því að hjálpa þeim sem eru veik­ir, í ein­angrun eða sótt­kví og einnig þeim sem þurfa að sinna öðrum sem eru veikir af veirunni. Mun til­laga þessa efnis verða send þing­inu fljót­lega. Í ávarpi sínu greindi Trump svo frá því að til stæði að veita litlum fyr­ir­tækjum millj­arða Banda­ríkja­dala að láni til að lág­marka áhrif veiru­sýk­ing­ar­innar á banda­rískt hag­kerfi. Þá hvatti hann þingið til að ­sam­þykkja „meiri­hátt­ar“ skatta­lækk­anir í sama til­gangi. „Við ætlum að beita öllu afli alrík­is­stjórn­ar­innar og einka­geirans til að vernda banda­ríska ­borg­ara.“

Þvoðu þér um hend­urnar

Minnti hann fólk svo á almennt hrein­læti. „Þvoðu þér um hend­urn­ar,“ sagði hann m.a. og „haltu þig heima“.

Sagði hann að Banda­ríkja­menn ættu bestu lækna í heimi og að „við erum öll í þessu sam­an. [...] Fram­tíð okkar er bjart­ari en nokkurn hefði get­að órað fyr­ir“.

Hann lauk svo ávarpi sínu á orð­un­um: „Guð blessi þig og guð blessi Banda­rík­in.“

Hægir á útbreiðslu um 3-5 daga

Árangur af ferða­banni er tak­mark­aður þegar smit­sjúk­dóm­ur hefur þegar breiðst út á við­kom­andi svæði sem bannið nær til. Þetta er ­nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var í kjöl­far útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunnar í Wu­han-­borg í Kína þar sem hún átti upp­tök sín. Er stjórn­völd höfðu sett á ferða­bann til og frá borg­inni var það of seint til að hefta útbreiðsl­una þar ­sem veiran hafði þá þegar breiðst út til ann­arra svæða. Það sem ferða­bann­ið ­gerði var að hægja á útbreiðsl­unni um 3-5 daga.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiErlent