Trump setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna

Eftir að hafa gert lítið úr alvarleika nýju kórónuveirunnar síðustu vikur ávarpaði Donald Trump bandarísku þjóðina í kvöld og tilkynnti um róttækar aðgerðir til að verjast veirunni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í nótt að ferð­u­m frá Evr­ópu­löndum utan Bret­lands til Banda­ríkj­anna yrði aflýst í þrjá­tíu daga. Hann sagði Evr­ópu­sam­band­inu hafa mis­tek­ist að hefta útbreiðsl­una. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafi hins vegar brugð­ist hratt við og að til­felli nýju kór­ónu­veirunnar þar í landi væru fá miðað við í Evr­ópu. Að­gerð­irnar væru „harðar en nauð­syn­leg­ar“.

1.135 til­felli COVID-19 hafa verið greind í Banda­ríkj­unum og þar hafa 38 lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. 23 ríki hafa lýst yfir neyð­ar­á­standi vegna út­breiðsl­unn­ar..

 For­set­inn, sem ávarp­aði þjóð sína frá for­seta­skrif­stof­unni í Hvíta hús­inu, sagði að gripið yrði til þess­ara aðgerða til að „halda nýj­u­m til­fellum frá því að kom­ast inn fyrir land­stein­ana“.

Orð­rétt sagði Trump: „Við munum aflýsa öllum ferða­lögum frá­ ­Evr­ópu til Banda­ríkj­anna næstu þrjá­tíu daga. Þessar nýju reglur munu taka gild­i á mið­nætti á föstu­dag.“

Und­an­tekn­ingar verða á ferða­bann­inu og munu „ákveðn­ir ­Banda­ríkja­menn“ sem hafa und­ir­geng­ist „við­eig­andi skoð­un“ fá að ferð­ast. Sagð­i ­for­set­inn að tak­mark­an­irnar myndu ekki aðeins ná til „gríð­ar­legra við­skipta og vöru­flutn­inga“ heldur einnig „ann­arra hluta þegar við fáum sam­þykki. Allt en kemur frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna er það sem við erum að ræða“.

Auglýsing
Einnig til­kynnti Trump um aðgerðir í efna­hags­málum en minnt­i á að ekki væri um efna­hag­skreppu að ræða heldur tíma­bundið ástand. 

Til að tryggja að allir vinn­andi Banda­ríkja­menn sem verða fyrir áhrifum veirunnar geti verið heima án þess að ótt­ast um fjár­hags­lega afkomu sína þá verða að sögn Trumps fljót­lega kynntar aðgerðir sem „eiga sér engin for­dæmi“. Að­gerð­irnar munu miða að því að hjálpa þeim sem eru veik­ir, í ein­angrun eða sótt­kví og einnig þeim sem þurfa að sinna öðrum sem eru veikir af veirunni. Mun til­laga þessa efnis verða send þing­inu fljót­lega. Í ávarpi sínu greindi Trump svo frá því að til stæði að veita litlum fyr­ir­tækjum millj­arða Banda­ríkja­dala að láni til að lág­marka áhrif veiru­sýk­ing­ar­innar á banda­rískt hag­kerfi. Þá hvatti hann þingið til að ­sam­þykkja „meiri­hátt­ar“ skatta­lækk­anir í sama til­gangi. „Við ætlum að beita öllu afli alrík­is­stjórn­ar­innar og einka­geirans til að vernda banda­ríska ­borg­ara.“

Þvoðu þér um hend­urnar

Minnti hann fólk svo á almennt hrein­læti. „Þvoðu þér um hend­urn­ar,“ sagði hann m.a. og „haltu þig heima“.

Sagði hann að Banda­ríkja­menn ættu bestu lækna í heimi og að „við erum öll í þessu sam­an. [...] Fram­tíð okkar er bjart­ari en nokkurn hefði get­að órað fyr­ir“.

Hann lauk svo ávarpi sínu á orð­un­um: „Guð blessi þig og guð blessi Banda­rík­in.“

Hægir á útbreiðslu um 3-5 daga

Árangur af ferða­banni er tak­mark­aður þegar smit­sjúk­dóm­ur hefur þegar breiðst út á við­kom­andi svæði sem bannið nær til. Þetta er ­nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var í kjöl­far útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunnar í Wu­han-­borg í Kína þar sem hún átti upp­tök sín. Er stjórn­völd höfðu sett á ferða­bann til og frá borg­inni var það of seint til að hefta útbreiðsl­una þar ­sem veiran hafði þá þegar breiðst út til ann­arra svæða. Það sem ferða­bann­ið ­gerði var að hægja á útbreiðsl­unni um 3-5 daga.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Berglind Rós Magnúsdóttir
Umhyggjuhagkerfi, arðrán og ástarkraftur
Kjarninn 9. apríl 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir.
Engin ákvörðun verið tekin um að halda Íslandi lokuðu þar til að bóluefni finnst
Ummæli Lilju D. Alfreðsdóttur, um að bóluefni við kórónuveirunni sé forsenda þess að hægt sé að opna Ísland að nýju fyrir ferðamönnum, hafa vakið athygli. Nú hefur ráðherra ferðamála stigið fram og sagt enga ákvörðun hafa verið tekna um málið.
Kjarninn 9. apríl 2020
Kristín Ólafsdóttir og Vilborg Oddsdóttir
Ekki gleyma þeim!
Kjarninn 9. apríl 2020
Landspítalinn fékk 17 fullkomnar öndunarvélar frá 14 íslenskum fyrirtækjum
Nokkur íslensk fyrirtæki, sem vilja ekki láta nafns síns getið, hafa gefið Landspítalanum fullkomnar öndunarvélar og ýmsan annan búnað. Með því vilja þau leggja sitt að mörkum við að styðja við íslenskt heilbrigðiskerfi á erfiðum tímum.
Kjarninn 9. apríl 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Kvikmyndagerð í skugga COVID-19
Kjarninn 9. apríl 2020
Fleiri náðu bata í gær en greindust með virk COVID-smit
Þeim sem eru með virk COVID-smit á Íslandi fækkaði um 23 á milli daga. Það fækkaði einnig um tvo á gjörgæslu.
Kjarninn 9. apríl 2020
Hjálmar Gíslason
Eftir COVID: Leiðarljós við uppbyggingu
Kjarninn 9. apríl 2020
Erlendum ríkisborgurum sem ákveða að búa á Íslandi hefur fjölgað gríðarlega hratt á undanförnum árum. Stór hluti þess vinnuafls sem unnið hefur við mannaflsfrekar framkvæmdir hefur til að mynda verið útlendingar.
Tæplega fjórðungur umsækjenda um hlutabætur erlendir ríkisborgarar
Um 23 prósent starfandi íbúa landsins hafa annað hvort sótt um hlutabætur eða skrá sig á almenna atvinnuleysisskrá. Erlendir ríkisborgarar eru um 20 prósent af vinnuafli landsins en tæplega fjórðungur þeirra sem sótt hafa um hlutabætur eru útlendingar.
Kjarninn 9. apríl 2020
Meira úr sama flokkiErlent