Trump setur á ferðabann milli Evrópu og Bandaríkjanna

Eftir að hafa gert lítið úr alvarleika nýju kórónuveirunnar síðustu vikur ávarpaði Donald Trump bandarísku þjóðina í kvöld og tilkynnti um róttækar aðgerðir til að verjast veirunni.

Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Donald Trump Bandaríkjaforseti ávarpar þjóð sína frá Hvíta húsinu.
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti til­kynnti í nótt að ferð­u­m frá Evr­ópu­löndum utan Bret­lands til Banda­ríkj­anna yrði aflýst í þrjá­tíu daga. Hann sagði Evr­ópu­sam­band­inu hafa mis­tek­ist að hefta útbreiðsl­una. Yfir­völd í Banda­ríkj­unum hafi hins vegar brugð­ist hratt við og að til­felli nýju kór­ónu­veirunnar þar í landi væru fá miðað við í Evr­ópu. Að­gerð­irnar væru „harðar en nauð­syn­leg­ar“.

1.135 til­felli COVID-19 hafa verið greind í Banda­ríkj­unum og þar hafa 38 lát­ist vegna sjúk­dóms­ins. 23 ríki hafa lýst yfir neyð­ar­á­standi vegna út­breiðsl­unn­ar..

 For­set­inn, sem ávarp­aði þjóð sína frá for­seta­skrif­stof­unni í Hvíta hús­inu, sagði að gripið yrði til þess­ara aðgerða til að „halda nýj­u­m til­fellum frá því að kom­ast inn fyrir land­stein­ana“.

Orð­rétt sagði Trump: „Við munum aflýsa öllum ferða­lögum frá­ ­Evr­ópu til Banda­ríkj­anna næstu þrjá­tíu daga. Þessar nýju reglur munu taka gild­i á mið­nætti á föstu­dag.“

Und­an­tekn­ingar verða á ferða­bann­inu og munu „ákveðn­ir ­Banda­ríkja­menn“ sem hafa und­ir­geng­ist „við­eig­andi skoð­un“ fá að ferð­ast. Sagð­i ­for­set­inn að tak­mark­an­irnar myndu ekki aðeins ná til „gríð­ar­legra við­skipta og vöru­flutn­inga“ heldur einnig „ann­arra hluta þegar við fáum sam­þykki. Allt en kemur frá Evr­ópu til Banda­ríkj­anna er það sem við erum að ræða“.

Auglýsing
Einnig til­kynnti Trump um aðgerðir í efna­hags­málum en minnt­i á að ekki væri um efna­hag­skreppu að ræða heldur tíma­bundið ástand. 

Til að tryggja að allir vinn­andi Banda­ríkja­menn sem verða fyrir áhrifum veirunnar geti verið heima án þess að ótt­ast um fjár­hags­lega afkomu sína þá verða að sögn Trumps fljót­lega kynntar aðgerðir sem „eiga sér engin for­dæmi“. Að­gerð­irnar munu miða að því að hjálpa þeim sem eru veik­ir, í ein­angrun eða sótt­kví og einnig þeim sem þurfa að sinna öðrum sem eru veikir af veirunni. Mun til­laga þessa efnis verða send þing­inu fljót­lega. Í ávarpi sínu greindi Trump svo frá því að til stæði að veita litlum fyr­ir­tækjum millj­arða Banda­ríkja­dala að láni til að lág­marka áhrif veiru­sýk­ing­ar­innar á banda­rískt hag­kerfi. Þá hvatti hann þingið til að ­sam­þykkja „meiri­hátt­ar“ skatta­lækk­anir í sama til­gangi. „Við ætlum að beita öllu afli alrík­is­stjórn­ar­innar og einka­geirans til að vernda banda­ríska ­borg­ara.“

Þvoðu þér um hend­urnar

Minnti hann fólk svo á almennt hrein­læti. „Þvoðu þér um hend­urn­ar,“ sagði hann m.a. og „haltu þig heima“.

Sagði hann að Banda­ríkja­menn ættu bestu lækna í heimi og að „við erum öll í þessu sam­an. [...] Fram­tíð okkar er bjart­ari en nokkurn hefði get­að órað fyr­ir“.

Hann lauk svo ávarpi sínu á orð­un­um: „Guð blessi þig og guð blessi Banda­rík­in.“

Hægir á útbreiðslu um 3-5 daga

Árangur af ferða­banni er tak­mark­aður þegar smit­sjúk­dóm­ur hefur þegar breiðst út á við­kom­andi svæði sem bannið nær til. Þetta er ­nið­ur­staða rann­sóknar sem gerð var í kjöl­far útbreiðslu nýju kór­ónu­veirunnar í Wu­han-­borg í Kína þar sem hún átti upp­tök sín. Er stjórn­völd höfðu sett á ferða­bann til og frá borg­inni var það of seint til að hefta útbreiðsl­una þar ­sem veiran hafði þá þegar breiðst út til ann­arra svæða. Það sem ferða­bann­ið ­gerði var að hægja á útbreiðsl­unni um 3-5 daga.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Skrítið ef „enginn staður á Íslandi kæmi til greina fyrir vindorku“
Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra segir að tvöfalda þurfi orkuframleiðslu á Íslandi „hið minnsta“ til að ná fram orkuskiptum. Íslendingar séu langt á eftir öðrum þegar komið að vindorkunni.
Kjarninn 2. desember 2022
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Samfylkingin mælist með yfir 20 prósent fylgi og hefur ekki mælst stærri í áratug
Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá því að kosið var síðasta fyrir rúmu ári síðan. Flokkurinn mælist nú með 21,1 prósent fylgi hjá Gallup. Framsókn hefur ekki mælst minni á kjörtímabilinu og Vinstri græn eru í miklum öldudal.
Kjarninn 1. desember 2022
Esjan á vetrardegi. Félagið Esjuferja ehf. vill reisa kláf upp á fjallið.
Hugmyndir um kláf upp á Esjuna verða teknar til skoðunar á ný
Félagið Esjuferja hefur óskað eftir því við borgina að fá lóðir leigðar undir farþegakláf upp á Esjubrún. Borgarráð samþykkti í dag að leggja mat á raunhæfni hugmyndanna, sem eru ekki nýjar af nálinni.
Kjarninn 1. desember 2022
Jón Ólafur Ísberg
Nýr þjóðhátíðardagur
Kjarninn 1. desember 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - „Það er enginn að fara hakka mig”
Kjarninn 1. desember 2022
Í austurvegi
Í austurvegi
Í austurvegi – Sýndu þakklæti í verki 感恩图报
Kjarninn 1. desember 2022
Kísilverksmiðjan í Helguvík verður líklega flutt, eða fundið nýtt hlutverk, samkvæmt tilkynningu Arion banka.
„Allt útlit fyrir“ að kísilverið í Helguvík verði ekki gangsett á ný
Arion banki og PCC hafa slitið viðræðum um möguleg kaup PCC á kísilverksmiðjunni í Helguvík. Einnig hefur Arion sagt upp raforkusamningi við Landsvirkjun, þar sem framleiðsla kísils var forsenda samningsins.
Kjarninn 1. desember 2022
Dagur B. Eggertsson er sem stendur borgarstjóri í Reykjavík. Einar Þorsteinsson mun taka við því embætti síðar á kjörtímabilinu.
Sá hluti Reykjavíkurborgar sem rekinn er fyrir skattfé tapaði 11,1 milljarði á níu mánuðum
Vaxtakostnaður samstæðu Reykjavíkurborgar var 12,1 milljarði króna hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir á fyrstu níu mánuðum ársins. Samstæðan skilar hagnaði, en einungis vegna þess að matsvirði félagslegs húsnæðis hækkaði um 20,5 milljarða króna.
Kjarninn 1. desember 2022
Meira úr sama flokkiErlent