Samkomubann frá 15. mars

Sóttvarnarlæknir hefur lagt til við heilbrigðisráðherra að samkomubann verði sett á frá miðnætti 15. mars sem gildi í fjórar vikur. Viðburðir þar sem fleiri en hundrað manns koma saman verða óheimilir.

Fundur 13. mars 2020 - Samkomubann
Auglýsing

Sótt­varn­ar­læknir hefur lagt til við heil­brigð­is­ráð­herra að ­sam­komu­bann verði sett á frá mið­nætti 15. mars sem gildi í fjórar vik­ur. Við­burðir þar sem fleiri en hund­rað manns koma saman verða óheim­ilir sam­kvæmt til­lög­unni. Það mun eiga við stóra vinnu­staði, íþrótta­við­burði, versl­anir og kvik­mynda­hús svo dæmi séu tek­in. Ekki verður þó lög­gæsla við stór­mark­aði til að gæta þess að innan við hund­rað fari þangað inn í einu heldur er almenn­ingur hvattur til að fram­fylgja tak­mörk­un­un­um.

Á fámenn­ari við­burðum skal fólk halda tveggja metra fjar­lægð sín á milli­. ­Bannið gildir ekki um flug­vélar og skip og nær því ekki til alþjóða­hafna og flug­valla.

Einnig verður tak­mörkun á skóla­starfi. Fram­halds­skólar og háskólar verða tíma­bundið lok­aðir og menntun sinnt í gegnum fjar­nám. Starf grunn- og leik­skóla verður heim­ilt sam­kvæmt nán­ari á­kvörðun sveit­ar­fé­laga að upp­fylltum ákveðnum skil­yrð­um. Það verður því með öðrum hætti en nú er og háð til­teknum tak­mörk­un­um.

Auglýsing

Þessar ráð­staf­anir ná til alls lands­ins.

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði á blaða­manna­fundi í dag að þetta væri gert á grund­velli sótt­varn­ar­laga. Fund­ur­inn var hald­inn í kjöl­far rík­is­stjórn­ar­fundar í morg­un­. „Þær aðferðir sem við höfum verið að beita hér á Íslandi og hafa verið leiddar af okkar besta fólki, eru þær að greina fólk fljótt, að ein­angra sjúka og beita sótt­kví með mjög mark­vissum hætt­i,“ sagði Svan­dís. „Og það má telja að þessi nálgun hafi þegar komið í veg fyrir fjöl­mörg inn­lend smit.“

Nú væri komið að því að taka aðgerðir upp á næsta stig.

Fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni

„Eins og þið vitið erum við á for­dæma­lausum tímum sem kalla á for­dæma­lausar aðgerð­ir, ekki aðeins hér á Íslandi heldur í heim­inum öll­u­m,“ ­sagði Katrín Jak­obs­dóttir for­sæt­is­ráð­herra á fund­in­um. „Okkar leið­ar­ljós í bar­átt­unni við COVID-19, kór­ónu­veiruna, hef­ur hingað til verið það að fylgja ráðum og leið­bein­ingum okkar besta fólks, besta ­vís­inda­fólks, besta heil­brigð­is­starfs­fólks og það munum við gera áfram.“ 

Sagði hún til­lögu sótt­varna­læknis að sam­komu­banni marka tíma­mót. „Þetta er í fyrsta sinn í lýð­veld­is­sög­unni sem slík ráð­stöf­un er lögð til. Mark­miðið er hér eftir sem hingað til að hemja útbreiðslu veirunn­ar, koma í veg fyrir að far­ald­ur­inn gangi of hratt yfir, standa vörð um þá sem eru útsett­astir fyrir þess­ari sýk­ingu og tryggja að heil­brigð­is­kerf­ið stand­ist þetta álag. Þessi ráð­stöfun byggir á ráð­gjöf okkar fram­línu­fólks í heil­brigð­is­vís­indum en hún kallar líka á það að við stöndum öll undir þeirri á­byrgð sem hún leggur á okkar herð­ar.“

Rétti tím­inn

„Ég held að tím­inn til að gera það sé akkúrat nún­a,“ sagði Þórólf­ur Guðna­son sótt­varn­ar­læknir um sam­komu­bann­ið. „Þetta er verk­efnið okkar allra. Boð og bönn stjórn­valda mun ekki ráða úrslitum um hversu hratt veiran fer yfir land­ið. Það er undir okkur sjálfum kom­ið, hverj­u­m og ein­um, hvernig útkoman verð­ur.“

Hann  benti á að þó að til­fellum fjölgi dag frá degi sé það ennþá þannig að í lang­flestum til­fellum sé um að ræða Íslend­inga sem hafa verið á ferða­lagi erlendis og komið hingað til lands einkum frá skíða­svæðum í Ölp­un­um. Aðeins tvö til­felli hafa greinst hjá fólki sem virð­ist ekki hafa ­tengsl við áhættu­svæð­in, beint eða í gegnum aðra. 

Katrín Jak­obs­dóttir sagði að um for­dæma­lausar aðgerðir væri að ræða en að uppi væru for­dæma­lausir tím­ar. Ekki hafi fyrr verið gripið til aðgerða sem þess­ara í lýð­veld­is­sög­unni.

„Við erum að gera nákvæm­lega það sem við teljum þörf á á þessum tíma­punkt­i,“ sagði Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra á fund­in­um.

Börn í litlum hópum

Hvað tak­mark­anir hjá leik- og grunn­skólum varðar verður sú út­færsla unnin í sam­vinnu við Sam­band sveit­ar­fé­laga og Kenn­ara­sam­band­ið. Nán­ari á­kvörðun er í höndum hvers og eins sveit­ar­fé­lags. Hafa skal börn í sem minnstu­m hópum og aðskilin eins og kostur er. „Okkar mat er að þetta sé eins langt og eigi að ganga á þessum tíma­punkt­i,“ sagði Lilja.

Allt er þetta gert til að vernda við­kvæm­ustu hópa sam­fé­lags­ins og til gæta þess að heil­brigð­is­kerfið stand­ist álag­ið.

„Við erum auð­vitað að gera þetta með okkar íslenska hætt­i,“ ­sagði Katrín. „Al­veg frá því að fyrsti maður greind­ist hér höfum við lagt okk­ur fram við að miðla upp­lýs­ingum með reglu­bundnum hætti og hafa eins mikið gagn­sæ­i um aðgerðir stjórn­valda og mögu­legt er. Það hefur skilað árangri, við erum öll að taka ábyrgð á þeirri stöðu sem er uppi. [...] Ég heiti á okkur öll að láta þetta takast því það skiptir gríð­ar­legu máli fyrir almanna­heill í þessu land­i.“



Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent