Flestir smitaðir eru á höfuðborgarsvæðinu og í kringum miðjan aldur

Á síðunni covid.is, sem embætti landlæknis og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra standa að, er hægt að sjá alla helstu tölfræði um útbreiðslu veirunnar sem veldur COVID-19. Til dæmis á hvaða aldri smitaðir eru og hvar á landinu þeir búa.

Skimun Íslenskrar erfðagreiningar
Auglýsing

Alls höfðu 161 ein­stak­lingur greinst smit­aðir af veirunni sem veldur COVID-19 sjúk­dómnum í morg­un. Allir ein­stak­ling­arnir eru í ein­angr­un. Til við­bótar við þá sem greinst hafa með smit eru 1.512 í sótt­kví. Þetta kemur fram á síð­unni covid.is þar sem stjórn­völd birta reglu­lega upp­færðar tölur um stöðu mála þegar kemur að útbreiðslu yfir­stand­andi far­ald­ur­s. 

Hvernig dreifast smit um land­ið?

Nán­ast allir sem hafa greinst eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 151 af þeim 161 sem greindir hafa ver­ið. 

Það þýðir að tæp­lega 94 pró­sent greindra smita eru þar. Átta greind smit eru á Suð­ur­landi og einn hefur verið greindur á Suð­ur­nesj­u­m. 

Þá er einn smit­aður óstað­sett­ur. Það þýðir að eng­inn smit hafa greinst á Aust­ur­land, Norð­ur­landi eystra og vestra, Vest­ur­landi og Vest­fjörð­um. Fólk er hins vegar í sótt­kví á öllum þessum stöð­u­m. 

Hvar eru þeir stað­settir sem eru í sótt­kví?

Lang­flestir þeirra sem eru í sótt­kví eru á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, eða 1.057 af þeim 1.512 sem eru í slíkri. Þeim sem eru í sótt­kví fjölg­aði umtals­vert á Suð­ur­landi í gær þegar á þriðja hund­rað nem­endur í Hvera­gerði í 1., 2., 4., 5., 6., 7. og 10. bekk voru settir í sótt­kví eftir að starfs­maður í skóla þeirra greind­ist með veiruna. 

Auglýsing
Nú eru alls 371 ein­stak­lingar í sótt­kví þar.

Hvernig er ald­urs­dreif­ing smita?

Ein­ungis tveir ein­stak­lingar á aldr­inum núll til níu ára hafa greinst með kór­ónu­veiruna, sem þýðir að 1,2 pró­sent greindra eru í þeim ald­urs­flokki. Þá hafa ein­ungis tíu smit greinst í ald­urs­hópnum tíu til 19 ára. 

Flestir sem hafa greinst eru á á ald­urs­bil­inu 40 til 49 ára (43) og 50 til 59 ára (34). Auk þess hafa 29 ein­stak­lingar á sjö­tugs­aldri greinst með veiruna en ein­ungis þrír á átt­ræð­is­aldri og engin yfir átt­rætt.

Hvar er fólk að smitast?

Framan af far­aldr­inum smit­uð­ust lang­flestir erlend­is, aðal­lega í skíða­ferðum á Ítalíu eða í Aust­ur­ríki. Síð­ustu daga hefur fjöldi inn­an­lands­smita, bæði ann­ars stigs og þriðja stigs smita, auk­ist mikið og nú er svo komið að inn­an­lands­smitin eru orðin 45 pró­sent af öllum smit­um. Kynja­hlut­fall þeirra sem smit­ast er nokkuð svip­að, 51 pró­sent þeirra eru karlar en 49 pró­sent kon­ur.

Hvað er búið að taka mörg sýni?

Í morgun var búið að vinna úr 1.545 sýnum en búast má við að þeim fjölgi hratt næstu daga, í kjöl­far þess að skimanir hófust á vegum Íslenskrar erfða­grein­ingar í Turn­in­um, Smára­torgi 3 í Kópa­vogi, á föstu­dags­morg­un. Þús­undir lands­manna hafa bókað tíma í skimun eftir COVID-19 eftir að opnað var fyrir skrán­ingar og reiknað er með að hægt sé að skima allt að þús­und manns á dag. 

Hvernig er þróun smita?

Hún hefur verið upp og ofan milli daga frá því að fyrsta smit greind­ist 28. febr­ú­ar, en stíg­andi í fjölda þeirra líkt og búist var við. Flest smit á einum degi greindust 11. mars síð­ast­lið­inn, eða 24. Dag­inn eftir greindust níu færri, eða 15. Á föstu­dag greindust 19 manns og í gær 17 manns. Sam­an­lagt hafa, líkt og áður sagði, 161 manns greinst.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Býfluga á kafi í villiblómi.
Búa til blómabelti vítt og breitt fyrir býflugur
Býflugum hefur fækkað gríðarlega mikið síðustu áratugi svo í mikið óefni stefnir. Náttúruverndarsamtök í Bretlandi fengu þá hugmynd fyrir nokkrum árum að byggja upp net blómabelta um landið til að bjarga býflugunum.
Kjarninn 14. júlí 2020
Ásta Sigríður Fjeldsted
Ásta Sigríður Fjeldsted nýr framkvæmdastjóri Krónunnar
Ásta Sigríður Fjeldsted hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Krónunnar.
Kjarninn 14. júlí 2020
Atvinnuleysi komið undir tíu prósent
Atvinnuleysi hérlendis hefur lækkað hratt að undanförnu en þar skiptir mestu hröð lækkun atvinnuleysis vegna minnkaðs starfshlutfalls. Almennt atvinnuleysi mælist 7,5 prósent og hefur lítið sem ekkert breyst frá því í apríl.
Kjarninn 14. júlí 2020
Salt Pay talið hæft til að fara með virkan eignarhlut í Borgun
Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur komist að þeirri niðurstöðu að Salt Pay, með skráð aðsetur á Caymaneyjum, sé hæft til að fara með yfir 50 prósent virkan eignarhlut í Borgun.
Kjarninn 14. júlí 2020
Frá fundinum í dag
Fjögur lönd til viðbótar ekki talin áhættusvæði
Alls eru sex lönd sem ekki eru talin áhættusvæði; Danmörk, Noregur, Finnland, Þýskaland, Grænland og Færeyjar. Fólk sem kemur þaðan og hefur dvalið þar í tvær vikur samfleytt þarf ekki að fara í skimun við komuna til landsins frá og með 16. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsmálaráðherra.
227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða
Alls hafa fyrirtæki hér á landi sótt um 227 stuðningslán fyrir tæpa 2,2 milljarða króna síðan opnað var fyrir umsóknir þann 9. júlí.
Kjarninn 14. júlí 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
„Vissuð þið að það er ekki refsivert á Íslandi að stela launum af vinnuaflinu?“
Formaður Eflingar hefur gert kröfu á stjórnvöld og stílað á fimm ráðuneyti. Hún vill að þau standi við gefin loforð um að heimildir til refsinga verði auknar, í samráði við aðila vinnumarkaðarins, ef atvinnurekandi brýtur gegn lágmarkskjörum launamanns.
Kjarninn 14. júlí 2020
Þinglýstum kaupsamningum fækkaði á milli ára í flestum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu. Smávægileg aukning varð í Mosfellsbæ og á Seltjarnarnesi.
Þinglýstum kaupsamningum á höfuðborgarsvæðinu fækkar milli ára
Þinglýstum kaupsamningum fjölgar víða utan höfuðborgarsvæðisins á öðrum ársfjórðungi miðað við sama tíma í fyrra. Alls fækkaði þeim um 31 prósent innan höfuðborgarsvæðisins en fjölgaði um 0,5 prósent utan þess.
Kjarninn 14. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent