Kvíði er eins og rauð viðvörun – hann varir ekki að eilífu

Það er eðlilegt að finna fyrir kvíða á þessum óvissutímum þegar miklu fleiri spurningar vakna en svör eru til við. En kvíði er bara tilfinning, segir Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur, og allar tilfinningar líða hjá.

Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Hulda Jónsdóttir, sálfræðingur hjá Kvíðameðferðarstöðinni
Auglýsing

Óvissa er eitt­hvað sem flestum þykir óþægi­legt fyr­ir­bæri. Nú á tímum nýju kór­ónu­veirunnar er fólk með áhyggjur af mis­mun­andi hlut­um. Sum­ir hafa mestar áhyggjur af heilsu, fjár­mál­um, skipu­lagi á heim­il­inu, ætt­ingj­u­m, ­ferða­lögum eða fyr­ir­tækj­unum sín­um. „En ég held að óvissan sé stórt yfir­heit­i ­yfir alla þessa þætti, við vitum ekki hvað ger­ist, hverjar afleið­ing­arnar verða og hversu lengi þetta mun vara,“ segir Hulda Jóns­dótt­ir, sál­fræð­ingur hjá Kvíða­með­ferð­ar­stöð­inni í sam­tali við Kjarn­ann. 

Miklu fleiri spurn­ingar vakni en til eru svör við. „Ég hef talað um það við fólk, áður en [kór­ónu­veiran] kom til­ ­sög­unn­ar, að við verðum að passa okkur þegar við erum farin að velta okkur upp­ úr spurn­ingum sem eru engin svör við því það er óþægi­legur staður að vera á.“

Flestir hafa áhyggjur þessa dag­ana en sumir eru við­kvæm­ari ­fyrir óviss­unni en aðrir og þar með útsett­ari fyrir því að fá kvíða. Fólk sem sé gjarnt að hafa áhyggj­ur, er jafn­vel með und­ir­liggj­andi kvíða og velt­ir ­stöðugt fyrir sér öllu því ver­sta, er í mestri hættu á van­líð­an.

Auglýsing

En hver eru helstu ein­kenni kvíða, bæði and­leg og lík­am­leg?

„Í mínu starfi finnst mér gott að tala um kvíða sem ­til­finn­ing­u,“ segir Hulda. „Kvíði er bara til­finn­ing. Og það sem ger­ist í raun­inni í lík­am­anum okkar þegar við skynjum ein­hverja hættu eða ógn þá fer kvíða­við­bragðið af stað. Hvort sem að það er hætta sem er raun­veru­lega til­ ­staðar eða að við erum að hugsa um eitt­hvað sem gæti ógnað okk­ur.“

Kvíði er varn­ar­við­bragð lík­am­ans og ekki alslæm­ur. „Hóf­leg­ur kvíði getur verið hjálp­legur fyrir okkur til þess að koma okkur af stað, læra ­fyrir próf, keppa í íþrótt­um, takast á við ein­hverjar áskor­an­ir, en þegar hann verður of mik­ill getur hann farið að vinna gegn okk­ur. Þegar varn­ar­við­bragð­ið ­fer af stað og við finnum fyrir kvíða þá koma þessi ein­kenni sem að all­ir þekkja; hraður hjart­slátt­ur, vöðva­spenna, skjálfti, ónot í mag­an­um, doð­i.“

Við þetta getum við misst ein­beit­ingu, orðið eirð­ar­laus og „sitj­u­m kannski illa í okkur sjálfum akkúrat á meðan þetta er að eiga sér stað“.

Hulda segir gott að aðskilja hugs­an­ir, áhyggjur og kvíða. Þetta geti hald­ist í hendur og haft áhrif hvert á ann­að. Ef við hugs­um­ eitt­hvað, fáum áhyggjur og þá fer kvíð­inn að malla.

Rannsóknir sýna að það er gott fyrir geðheilsuna að ganga úti í náttúrunni. Mynd: EPA

Spurð um hvað sé til ráða til að ná tökum á kvíða svar­ar Hulda að við þurfum ekki að hræð­ast kvíð­ann sjálf­an. „Hann er í raun­inni bara til­finn­ing, hann er vissu­lega óþægi­leg til­finn­ing. En þegar kvíð­inn kemur yfir okkur þurf­um við ekki að hlaupa í skjól heldur staldra við og hugsa: Já ok, nú er ég kvíð­in og það er óþægi­legt, en hvað ætl­aði ég að gera þrátt fyrir kvíð­ann? Hugsa  þetta svo­lítið þannig að við viljum ekki ­leyfa kvíð­anum að stýra deg­inum okk­ar. Að bera frekar kennsl á að núna séum við kvíðin og það er nú ekki gott, en hvert var plan­ið, óháð kvíð­an­um? Þá fer ég bara með hraðan hjart­slátt og illt í mag­anum út í göngut­úr, hringi í ein­hvern eða les bók. Af því að kvíði er líka þannig, eins og allar til­finn­ing­ar, þær líða hjá.“

Mik­il­vægt sé að muna að til­finn­ing­arnar eiga okkur ekki, við eigum þær. „Ég tala oft um þær eins og veðr­ið. Þær koma, það er kannski glat­að, það er rign­ing, stormur og rauð við­vörun en hún mun ekki vara að eilífu.“

Nú þegar dag­legt líf margra hefur raskast veru­lega vegna far­ald­urs­ins bendir Hulda á að gott sé að hliðra hlutum til frekar en að sleppa þeim alveg. Ef fólk er vant því að fara í rækt­ina er gott að upp­hugsa nýjar ­leiðir til að næra lík­ama og sál. Fara í göngu­ferð, gera jóga heima í stofu.

Þannig að fólk þarf kannski að nota svo­lítið hug­mynda­flug­ið?

„Já, ég held að þetta sé kannski svo­lítið tæki­færi til þess. Hvað finnst mér gaman og kannski hvað  fannst mér gaman áður en hef ekki gefið mér tíma í? Í hverju gleymdi ég mér og var eitt­hvað sem mig lang­aði að lesa mér til um eða skoða bet­ur, púsla eða hvað sem er. Núna kannski fáum við smá svig­rúm til að sinna ein­hverju sem hef­ur ­setið á hak­an­um, ein­hverju sem okkur finnst áhuga­vert.“

Í mörgum símum er hægt að hafa öpp til að eiga í samskiptum, jafnvel í mynd. Mynd: EPA

Hvað geta aðstand­end­ur ­gert til að hjálpa fólki með mik­inn kvíða?

„Við getum alveg sýnt kvíð­anum og áhyggj­unum skiln­ing, hlustað og verið til stað­ar. En við viljum samt ekki detta í áhyggju­pott­inn með­ ­fólk­inu okk­ar. Því það í raun­inni breytir ekki ástand­inu og getur gert það verra ef við erum svam­landi um þar. Það er fínt að sýna stuðn­ing og skiln­ing en það er svo margt sem við getum ekki gert í þessu ástandi. Við getum ekki smellt f­ingrum og lagað þetta. En hugs­um, hvað gætum við gert? Er kannski eitt­hvað sem við gætum gert sam­an? Eigum við kannski að tala um eitt­hvað allt annað eða ger­a eitt­hvað ann­að? Fók­usera á hvað við getum gert frekar en það sem við getum ekki ­gert.“

Á þriðja þús­und lands­manna eru í sótt­kví á heim­ilum sínum um þessar mund­ir. Að sögn Huldu er mik­il­vægt að þessi hópur hugi að grunn­stoð­un­um ­þrem­ur: Svefni, hreyf­ingu og nær­ingu. Einnig sé mik­il­vægt að rækta félags­leg ­sam­skipti að því gefnu að þau sam­ræm­ist öllum leið­bein­ingum land­lækn­is. „En að er mik­il­vægt að við höldum okkar striki og beygjum ekki of mikið af leið. ­Sér­stak­lega að íhuga hvað fannst mér gaman að gera, hverju hef ég áhuga á. Það er svo margt í boði í gegnum inter­net­ið, alls konar fræðsla og skemmti­legt sem er hægt að skoða. Mér skilst að fólk í sótt­kví megi fara út þannig að vera í nátt­úr­unni ef það er hægt, það hefur sýnt sig að það hefur góð áhrif á geð­heilsu.“

Hulda brýnir fyrir fólki sem finnur fyrir áhyggjum og kvíða að passa sig á að vera ekki stöðugt að end­ur­hlaða frétta­síð­urnar allan dag­inn og lesa um COVID-19.  Þetta sé mik­il­vægt „vegna þess að ef við hegðum okkur eins og það sé stór hætta aðsteðj­andi hverja ein­ustu mín­útu þá fer heil­inn að ræsa varn­ar­við­bragðið miklu oft­ar. Og í raun­inni getum við sent heil­anum þau skila­boð að það sé enn meiri hætta fyr­ir­ hendi en er raun­veru­lega til stað­ar.“ Hún seg­ist mæla með því að fólk skoði frétt­ir ­jafn­oft og það gerði áður en far­ald­ur­inn kom upp.

 Oft talað um að það sé gott fyrir geð­heils­una að hitta vini og ætt­ingja og faðm­ast. Nú má það ekki. Það getur reynst mörgum erfitt. „Við megum alveg muna að við höfum orðin okk­ar,“ bendir Hulda á. „Og að við getum líka skrif­að, átt sam­skipti í gegnum tölvu og síma.“

Munum að það má brosa, hlæja saman og sína hvert öðru hlýju með orðum. Mynd: EPAFacetime og Messen­ger séu til dæmis ágæt for­rit til að nota til að eiga í sam­skipt­um, jafn­vel í mynd. „Leyfa börn­unum að tala við ömmu og afa, frænku og frænda. Það er alveg hægt að við­halda og styrkja sam­skipti og ­sam­bönd með þessum hætti. Og við vitum að þetta er tíma­bund­ið. Við vitum að þetta verður ekki svona alltaf og það verður spenn­andi þegar við fáum að knúsast næst. Við verðum kannski bara ennþá þakk­lát­ari fyrir það að geta sýnt ást og kær­lega með þeim hætt­i.“

Þá segir Hulda nauð­syn­legt að ræða eitt­hvað annað en COVID-19 og allt sem því fylgi. Lífið snú­ist um svo miklu fleira. „Þannig að við skulum leyfa okkur líka að líta glaðan dag, að muna að við erum til og ­megum hlæja, njóta þess að borða góðan mat, fara í gott bað. Við getum gert alls konar hluti en við megum ekki missa okkur í hluti um af hverju er þetta svona og af hverju má ég ekki þetta og má ekki hitt. Heldur spyrja sig frekar: Hvað má ég? Hvað get ég?“

Hún segir áhuga­vert að muna að öll heims­byggðin sé að ganga í gegnum svip­aða reynslu vegna veiru­far­ald­urs­ins. „Mér hefur þótt það ótrú­lega ­fal­legt að sjá þessa sam­stöðu. Hvað fólk ein­hvern veg­inn virð­ist vera að taka á­byrgð, ekki endi­lega fyrir sjálft sig heldur fyrir heild­ina og þá sem eru lang­veikir og aðra við­kvæma hópa. Fólk er að taka höndum saman og það get­ur líka styrkt okkur og við getum búið að því síðar meir.“

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent