Sementið og kórónuveiran

Þótt mörg dönsk fyrirtæki séu meira og minna lömuð vegna COVID-19 gildir það ekki um gamalgróið fyrirtæki í Álaborg. 175 þúsund manns treysta á að starfsemi þess stöðvist ekki. Það framleiðir ekki spritt, sápu né andlitsgrímur.

Ástæða þess að fjórmenningarnir völdu Rørdal við Álaborg fyrir verksmiðjuna var ekki tilviljun. Á þessu svæði var, og er enn, auðveldur aðgangur að þeim jarðefnum.
Ástæða þess að fjórmenningarnir völdu Rørdal við Álaborg fyrir verksmiðjuna var ekki tilviljun. Á þessu svæði var, og er enn, auðveldur aðgangur að þeim jarðefnum.
Auglýsing

Ef spurt væri, hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orð­ið Ála­borg myndu lík­lega flestir nefna Áka­víti. Saga Ála­borgar Áka­vít­is­ins á sér­ langa sögu, heitir reyndar Taf­fel Akvavit, en gengur í dag­legu tali  undir nafn­inu Rød Aal­borg. Þessi vin­sæli snafs var fyrst fram­leiddur árið 1846 og upp­skriftin er enn sú sama. Og kannski ekki að ástæðu­lausu. Í vín­keppnum hefur „sá rauði“ (sem er glær, þrátt fyr­ir­ ­nafn­ið) nefni­lega margoft verið val­inn besta áka­víti í heimi.

En það er fleira sem ættað er frá Ála­borg og nágrenni en „sá rauð­i“. Árið 1889 komu fjórir menn saman á búgarð­inum Rør­dal fyrir aust­an­ Ála­borg og stofn­uðu fyr­ir­tæki. Tæp­ast hafa þeir rennt grun í að þetta ­fyr­ir­tæki, sem fékk nafnið Aal­borg Portland-Cem­ent-Fa­brik, yrði með tíð og tíma stór­fyr­ir­tæki, þekkt um víða ver­öld. Eins og nafnið gefur til kynna var ætl­un fjór­menn­ing­anna að fram­leiða sem­ent.

Sem­entið var ekki upp­finn­ing fjór­menn­ing­anna. Saga þess er í raun árþús­unda gömul og verður ekki rakin hér en segja má að sem­entið eins og við þekkjum það í dag sé afrakstur ótal til­rauna og aðferða í fjöl­mörg­um lönd­um. Orðið sem­ent (cem­ent) er komið úr lat­ínu en það mun hafa verið breski múr­ar­inn Jos­eph Aspdin sem fyrstur not­aði orðið Portland í þessu sam­hengi, árið 1824. Þá sótti hann um einka­leyfi á sem­ents­blöndu með þessu nafni. Lit­ur­inn á sem­ents­blönd­unni minnti hann á kalk­stein­inn á eyj­unni Portland á Suð­ur­-England­i. Til eru margar gerðir af sem­enti en sú sem  ­nefnd er Portland sem­ent er lang algeng­ust. Stein­steyp­an, eins og við þekkjum hana verður æ algeng­ara bygg­inga­efni á 19. öld og sú stein­steypu­öld stendur enn. Dan­irnir sem stofn­uðu Aal­borg Portland-Cem­ent-fa­brik fundu, eins og áður var nefnt, ekki upp „sem­ents­hjól­ið“ en þeir gripu tæki­færið og veðj­uð­u sann­ar­lega á réttan hest.

Auglýsing

Stað­ar­valið og græjurnar

Ástæða þess að fjór­menn­ing­arnir völdu Rør­dal við Ála­borg ­fyrir verk­smiðj­una var ekki til­vilj­un. Á þessu svæði var, og er enn, auð­veld­ur að­gangur að þeim jarð­efnum sem notuð eru við sem­ents­fram­leiðsl­una og ­stað­setn­ingin við Lima­fjörð­inn (Lim­fjor­den var ákjós­an­leg varð­andi flutn­inga á sem­ent­inu. Þeir félagar hugs­uðu stórt, þeir fylgd­ust grannt með tækninýj­ung­um og fundu sjálfir upp margt sem við­kom fram­leiðsl­unni.

Í upp­hafi voru brennslu­ofn­arnir sem not­aðir voru við fram­leiðsl­una tíu tals­ins, þeir voru eigin hönnun verk­smiðju­eig­end­anna. Árið 1909 voru settir upp í verk­smiðj­unni fjórir svo­nefndir snún­ings­ofn­ar. Þeir vor­u ­upp­finn­ing Edi­sons (1885). Snún­ings­ofnar komu í stað tíu ofna sem fyrir voru en af­kasta­geta nýju ofn­anna var marg­falt meiri en þeirra gömlu. Árs­fram­leiðslan jókst úr 55 þús­und tonnum í 115 þús­und tonn. Snún­ings­ofnar eru enn not­aðir við fram­leiðsl­una.Gamalt póstkort sem sýnir verksmiðju Aalborg Portland.

Þeir eru engin smá­smíði, lengsti ofn­inn er 180 metra lang­ur og í honum er hægt að brenna 5 þús­und tonn af jarð­efnum á hverjum degi, hit­inn í ofn­unum nær 15 hund­ruð gráð­um. Ótal tækninýj­ungar hafa litið dags­ins ljós á þeim 130 árum sem liðin eru frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins. Nefna má að árið 1990 var tekin í notkun fjar­varma­veita sem nýtir hita frá fram­leiðsl­unni, hún gat ­séð 15 þús­und íbúðum í Ála­borg fyrir upp­hit­un. Fjar­varma­veitan var síð­ar­ ­stækkuð og nú hitar hún ofn­ana í 35 þús­und íbúð­um.

Árleg fram­leiðsla sem­ents­verk­smiðj­unnar í Rør­dal nemur nú ­rúm­lega 2,3 millj­ónum tonna.  Þótt ­starf­semi Aal­borg Portland A/S (eins og fyr­ir­tækið heitir nú) hafi breyst mik­ið á þeim rúm­lega 130 árum sem liðin eru frá stofnun fyr­ir­tæk­is­ins eru höf­uð­stöðv­arnar enn á sama stað í Rør­dal. Tæknin hefur gert að verkum að ­starfs­fólk er mun færra en áður var. Starfs­menn í Rør­dal eru um 300 en sam­tals vinna 700 manns hjá fyr­ir­tæk­inu, í Dan­mörku. Aal­borg Portland A/S er auk þess ­með starf­semi í mörgum öðrum löndum en það er önnur saga.

175 þús­und störf í húfi

Yfir­stjórn Aal­borg Portland A/S hefur gripið til mik­illa ráð­staf­ana í verk­smiðj­unni í Rør­dal vegna COVID-19. Verk­smiðj­unn­i hefur verið skipt upp í tvö algjör­lega aðskilin vinnu­svæði og mjög strang­ar ­reglur gilda varð­andi stjórn­stöð­ina, sem Mich­ael Lund­gaard Thom­sen for­stjóri ­kallar „ the war room“. Í stjórn­stöð­inni vinna hverju sinni aðeins þrír menn en þaðan er allri fram­leiðsl­unni stjórn­að. Og það er mikið í húfi. For­stjór­inn ­sagði í við­tali við dag­blaðið Politi­ken að ef fram­leiðslan myndi raskast, eða ­stöðvast um tíma, myndi fyr­ir­tækið lifa af. En öðru máli gegnir um ­bygg­inga­iðn­að­inn.

„Ef steypu­fram­leiðslan stöðvast hér hjá okkur fer all­ur ­bygg­inga­iðn­að­ur­inn í Dan­mörku á hlið­ina tveimur dögum síð­ar. Þetta sýnir hvað þessi atvinnu­grein er við­kvæm og má við litlu,“ sagði for­stjór­inn. Og sam­kvæmt ­upp­lýs­ingum sem Politi­ken afl­aði sér er um að ræða 175 þús­und störf, og enn sem komið er mæta tug­þús­undir (orða­lag Politi­ken) til vinnu á hverjum degi, ólíkt því sem gildir um marg­ar, ef ekki flestar, aðrar atvinnu­grein­ar. „Ábyrgð okk­ar er mikil og við munum gera allt til að rísa undir henn­i.“

Mich­ael H. Niel­sen fram­kvæmda­stjóri Sam­taka danska ­bygg­inga­iðn­að­ar­ins, Dansk Byggeri, tekur undir með for­stjóra Aal­borg Portland A/S og segir mjög mik­il­vægt að bygg­inga­fyr­ir­tækin haldi sínu striki. „Og það er ekk­ert laun­ung­ar­mál að Aal­borg Portland A/S skiptir höf­uð­máli í þessu til­lit­i. Auð­vitað er margt annað mik­il­vægt í þessu til­lit­i,“ sagði fram­kvæmda­stjór­inn, „við höfum samið við Sam­band sveit­ar­fé­laga um að hægt verði að losna við ­bygg­inga­úr­gang á end­ur­vinnslu­stöðvar og eigum í við­ræðum við sam­tök ­bygg­inga­vöru­versl­ana um að tryggja að ekki verði skortur á vör­um. En af ein­stökum fyr­ir­tækjum er Aal­borg Portland A/S lang mik­il­vægast, því ef eitt­hvað ­fer úrskeiðis þar eigum við engra kosta völ og bygg­inga­iðn­að­ur­inn mun stöðvast. Það má ekki ger­ast,“ sagði fram­kvæmda­stjóri Dansk Byggeri.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar