„Mjög lítið smit meðal barna“

„Ég held að við getum fullyrt að það er ekki sjáanlegt verulegt smit meðal barna hér í þessu samfélagi,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Innan við eitt prósent barna sem hafa farið í sýnatöku hafa reynst smituð.

Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á fundinum í dag.
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason, Alma Möller og Unnur Sverrisdóttir, forstjóri Vinnumálastofnunar, á fundinum í dag.
Auglýsing

Fá börn yngri en tíu ára hafa greinst með kór­ónu­veiruna á Ís­landi. Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir segir að hægt sé full­yrða út frá töl­u­m hingað til að ekki sé veru­legt smit af kór­ónu­veirunni í þessum ald­urs­hópi.

Þórólfur greindi á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag frá­ ­sam­an­tekt sem unnin hefur verið um börn yngri en tíu ára. Á veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans hafa greinst þrjú börn yngri en tíu ára af 268 börnum sem ger­ir ­rúm­lega 1 pró­sent. Hjá Íslenskri erfða­grein­ingu hefur ekk­ert barn yngri en tíu ára greinst með veiruna af þeim 433 sem þangað hafa farið í sýna­töku.

„Ég held að við getum full­yrt út frá þessum tölum að það er ekki sjá­an­legt veru­legt smit meðal barna hér í þessu sam­fé­lag­i,“ sagð­i Þórólf­ur, „þannig að þessi umræða sem hefur verið hér und­an­farið um mikið smit hjá börnum og smit­hættu í skólum virð­ist ekki raun­ger­ast í þessum tölum sem við erum að sjá núna hvað svo sem síðar verð­ur.“

Auglýsing

Í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni í Vest­manna­eyjum í dag eru einnig fluttar góðar fréttir af börnum í þessum far­aldri. „Það eru tví­mæla­laust góðar fréttir að af öllum þeim tug­um ­barna sem voru skimuð úr 1.-4. Bekk [Grunn­skóla Vest­manna­eyja] var ekk­ert þeirra með kór­óna­veiruna. Ekk­ert sýni greind­ist heldur jákvætt hjá öllum þeim fjöl­mörgu sem sýni vor­u ­tekin hjá í 7. Bekk. Börnin virð­ast ekki vera mikið útsett fyrir smiti eða ver­a að dreifa smiti og það eru gríð­ar­lega góðar fréttir fyrir okkur öll. Tvö börn hafa þó greinst með veiruna hér annað 2ja ára og hitt 15 ára en þau eru ekki ­mikið lasin. Sá elsti sem greinst hefur hér er 77 ára.“

12% sýna síð­asta sól­ar­hrings jákvæð

Ekki er hægt að full­yrða hvað veldur því að óvenju­lega fá til­felli greindust hér á landi síð­asta sól­ar­hring­inn, að sögn Þór­ólfs. Af 183 ­sýnum sem tekin voru reynd­ust 22 jákvæð eða um 12%. Í gær var hlut­fall jákvæðra ­sýna 25%.

„Það er erfitt að útskýra nákvæm­lega af hverju þessi fækk­un er,“ sagði Þórólf­ur, „hvort þetta er raun­veru­leg [fækk­un] eða sveiflur á milli­ daga, ég hall­ast nú frekar að því.“

Færri sýni hafa verið tekin síð­ustu daga vegna yfir­vof­and­i skorts á sýna­tökupinnum sem nauð­syn­legir eru til rann­sókn­anna. Þórólfur seg­ir að mögu­lega hafi það líka eitt­hvað að segja um nið­ur­stöð­urnar nú.

Um helm­ingur nýgreindra eru fólk sem hefur verið í sótt­kví.

Eng­inn á gjör­gæslu

Þórólfur sagði að sam­kvæmt nýj­ustu upp­lýs­ingum lægju þrett­án ­sjúk­lingar á Land­spít­al­anum með COVID-19. Eng­inn þeirra er á gjör­gæslu.

Þórólfur sagði að far­ald­ur­inn væri enn í vexti en þó ekki ­miklum sam­kvæmt tölum síð­asta sól­ar­hrings. „Við þurfum að taka lengra tíma­bil, nokkra daga í einu, til að geta talað um hvort hann er í miklum eða litl­u­m vext­i.“

­Sam­kvæmt spálík­an­inu mun far­ald­ur­inn lík­lega ná hámarki um miðjan apr­íl. Smit gætu um miðjan apríl verið á bil­inu 2.500—6.000 og um 90-200 ein­stak­lingar þurft að leggj­ast inn á sjúkra­hús vegna sjúk­dóms­ins.  Spáin um fjölda þeirra sem þurfa á inn­lögn að halda fylgir ekki nákvæm­lega tölum um smit. Þórólfur segir það skýr­ast af því að þeir sem eru að grein­ast hér á landi séu til­tölu­lega ungir ein­stak­ling­ar, „og ­sam­kvæmt því sem að við vitum þá er ólík­legra að þeir veik­ist alvar­lega“.

Sótt­varna­læknir minnti á að um spá væri að ræða, „þetta er ekki raun­veru­leik­inn og kann að breyt­ast frá degi til dags“.

Aðgerðir sem gripið hefur verið til hér á landi eru með­al­ ann­ars þær að greina fljótt, ein­angra og setja í sótt­kví. Einnig hefur svo verið gripið til sam­komu­banns og þær aðgerðir verða hertar nú á mið­nætti. Enn er almenn­ingur hvattur til að sinna sótt­vörnum eftir fremsta megni, virða fjar­lægð­ar­mörk og vernda sér­stak­lega við­kvæma hópa.

„Það er mjög lítið smit meðal barna sem eru góðar frétt­ir,“ ­sagði Þórólfur á fund­in­um. „Ég held að við séum á réttri leið.“

Munu ekki hika við að grípa til við­ur­laga

Víðir Reyn­is­son var spurður á fund­inum hvort að gripið verð­i til sekta eða ann­arra við­ur­laga. Hann benti á að slíkar heim­ildir væru þeg­ar ­fyrir hendi í sótt­varn­ar­lög­um. „Okkur finnst 98 pró­sent alls almenn­ings vera að ­taka þátt í þessu með okk­ur. Við finnum það líka að þeir sem fara ekki eft­ir þessu verða fyrir aðkasti. En ef það þarf að grípa til harð­ari aðgerða þá mun­um við ekki hika við það en við teljum að lík­urnar á því séu ekki mikl­ar.“

Þórólfur sagði að ekki væri fyr­ir­hugað að herða enn á regl­u­m í sam­komu­banni. Slíkt væri ekki í deigl­unni eins og er. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hugleikur Dagsson.
Lífið á tímum kórónuveirunnar: Blóðug María daglega og rétti tíminn til að þykjast vera álfur
Listamaðurinn fjölhæfi, Hugleikur Dagsson, ráðleggur fólki að gera eitthvað skapandi og hlusta á kvikmyndatónlist á meðan. Þá verði allt epískara. Hugleikur gefur lesendum Kjarnans nokkur góð ráð til að njóta tilverunnar þessa dagana.
Kjarninn 28. mars 2020
Sema Erla Serdar
Erum við nokkuð að gleyma einhverjum?
Kjarninn 28. mars 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
Vonbrigði með brot á samkomubanni síðasta sólarhring
Staðfest smit eru nú orðin 963 hér á landi en 79 nýir einstaklingar greindust með smit í gær. Enn er ekki um veldisvöxt að ræða sem er mjög jákvætt. Aftur á móti varð yfirlögregluþjónn fyrir vonbrigðum með brot á samkomubanni en það er talið bera árangur.
Kjarninn 28. mars 2020
Logi Einarsson
Styðjum fleiri en þá stóru
Kjarninn 28. mars 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Sólveig Anna: Nú gefst tækifæri til að leiðrétta „mistökin“
Formaður Eflingar leggur til að allir þeir milljarðar sem greiddir hafa verið í arð til eigenda fyrirtækja á síðustu árum verði gerðir upptækir af ríkinu og notaðir til að fjármagna íslenskt samfélag.
Kjarninn 28. mars 2020
Telja hagsmuni eldri borgara landsins hunsaða
Stjórn Landssambands eldri borgara skorar á sveitarfélög og ríki að gera betur við eldri borgara landsins í COVID-19 faraldri.
Kjarninn 28. mars 2020
Eiríkur Ragnarsson
Það er karlmannlegt að haga sér eins og kona
Kjarninn 28. mars 2020
Þórður Snær Júlíusson
Skammist ykkar
Kjarninn 28. mars 2020
Meira úr sama flokkiInnlent