Íslensk, eldri kona lést á Landspítalanum í gær úr COVID-19, sjúkdómum sem nýja kórónuveiran veldur. Frá þessu greinir sonur hennar á Facebook.
Í frétt á vef Landspítalans segir að konan hafi verið liðlega sjötug og glímt við langvarandi veikindi.
Auglýsing
Þetta er annað andlátið af völdum COVID-19 hér á landi en karlmaður frá Ástralíu, sem var á ferðalagi um Ísland, lést á heilbrigðisstofnun Norðurlands á Húsavík fyrir rúmri viku. Bráðabirgðaniðurstöður krufningar leiddu í ljós að hann var með lungnabólgu en ódæmigerð einkenni.
Maðurinn var á fertugsaldri.
Um hádegisbil í gær höfðu 588 smit verið greind hér á landi. Þá lágu þrettán sjúklingar á Landspítalanum vegna sjúkdómsins.