Karl Bretaprins hefur greinst með kórónuveiruna. Karl er 71 árs. Hann finnur fyrir mildum einkennum COVID-19 að því er talsmaður hans segir. Kamilla eiginkona hans, hertogaynjan af Cornwall, hefur einnig gengist undir sýnatöku en hún er ekki með veiruna.
Karl og Kamilla er í sjálfskipaðri einangrun Balmoral í Skotlandi.
Í tilkynningu frá Buckingham-höll segir að Elísabet drottning hafi hitt son sinn síðast þann 12. mars. Hún sé við góða heilsu og fylgi öllum leiðbeiningum vegna smithættunnar.
Auglýsing
„Ekki er með fullri vissu hægt að segja hvar prinsinn smitaðist af veirunni þar sem hann hefur sinnt fjölmörgum opinberum embættisskyldum síðustu vikur,“ segir talsmaður prinsins.