Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir frá því á Twitter í morgun að hann hafi greinst með nýju kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum. Hann segist hafa fundið fyrir vægum einkennum fyrir um sólarhring og í kjölfarið var tekið sýni sem reyndist jákvætt.
Í myndbandi sem hann birtir á Twitter segist hann hafa fengið hita og stöðugan hósta. Honum hafi því verið ráðlagt að fara í sýnatöku.
Over the last 24 hours I have developed mild symptoms and tested positive for coronavirus.
— Boris Johnson #StayHomeSaveLives (@BorisJohnson) March 27, 2020
I am now self-isolating, but I will continue to lead the government’s response via video-conference as we fight this virus.
Together we will beat this. #StayHomeSaveLives pic.twitter.com/9Te6aFP0Ri
Johnson segist vera kominn í sóttkví og vinni nú heima. Hann segir að vegna „galdra nútíma tækni“ muni hann halda áfram að leiða bresku þjóðina í baráttunni gegn faraldrinum.
Á myndbandinu þakkar hann heilbrigðisstarfsfólki og öðrum sem vinna að því hörðum höndum að hefta útbreiðslu veirunnar. Þá minnir hann á að það að halda sig heima sé undirstaðan fyrir það að stöðva faraldurinn.
Í Bretlandi hafa 11.800 smit verið staðfest og 578 manns hafa látist úr COVID-19.
Boris Johnson er 55 ára.