Sýni verið tekin af um 4 prósent íslensku þjóðarinnar

Rúmlega þrettán þúsund sýni hafa verið tekin hér á landi vegna nýju kórónuveirunnar eða af um 4% íslensku þjóðarinnar. Þá eru yfir tíu þúsund manns, um 3% þjóðarinnar, í sóttkví.

Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Auglýsing

Þórólfur Guðna­son sótt­varna­læknir sagði frá því á upp­lýs­inga­fundi almanna­varna í dag að 21 pró­sent sýna sem tekin hefðu verið á sýkla- og veiru­fræði­deild Land­spít­al­ans síð­asta sól­ar­hring­inn hafi reynst jákvæð. Að­eins 1 pró­sent sýna sem tekin voru á sama tíma­bili hjá Íslenskri erfða­grein­ingu vor­u já­kvæð. Helm­ingur allra nýgreindra var þegar í sótt­kví.

Stað­fest smit eru nú 890. Átján sjúk­lingar liggja á Land­spít­al­anum vegna COVID-19 og sex eru á gjör­gæslu­deild og allir eru þeir í önd­un­ar­vél. Í heild hafa 97 náð bata.

Rúm­lega þrettán þús­und sýni hafa verið tekin hér á land­i ­vegna nýju kór­ónu­veirunnar eða af um 4% íslensku þjóð­ar­inn­ar. Þá eru yfir tíu ­þús­und manns, um 3 pró­sent þjóð­ar­inn­ar, í sótt­kví.

Auglýsing

„Svo við ljúkum pinna­mál­inu mikla,“ sagði Þórólfur á fund­in­um, „þá er ekki skortur á pinn­um“. Einnig væri staða hlífð­ar­bún­aðar í land­inu góð. Gengið hafi nokkuð á þær birgðir en fyr­ir­sjá­an­legur skortur er þó ekki sjá­an­legur og unnið er að því að útvega meiri birgð­ir. Sömu sögu væri að ­segja með lyfja­birgð­ir, engar vís­bend­ingar væru um yfir­vof­andi skort.

Fjórar vikur eru í dag frá því að fyrsta til­fellið af COVID-19 greind­ist hér á landi. Þórólfur sagði að nú værum við lík­lega hálfnuð „í þessu lang­hlaupi sem við eigum fyrir hönd­um“.

Hann benti á að far­ald­ur­inn væri enn í vexti hér á land­i, ekki mjög hröðum „en við eigum enn eftir að ná hápunkt­in­um“.

Fjórar vikur frá fyrsta smiti

Þegar litið væri um öxl væri hægt að full­yrða að þær að­gerðir sem gripið hefði verið til hér hefðu skilað árangri. Það komi m.a. ber­sýni­lega í ljós þegar litið er til þess hversu mörg nýrra smita grein­ist hjá ­fólki sem er þegar í sótt­kví.

­Bú­ast má við að far­aldr­inum ljúki í maí og þá vaknar sú ­spurn­ing hvort að önnur bylgja komi síð­ar. Þórólfur sagði að rann­saka þyrft­i hversu margir Íslend­ingar hefði smit­ast þegar að því kem­ur. „Við eigum enn eftir að ná toppnum og getum búist við að sjá aukn­ingu á greindum til­fellum á næst­unni en von­andi mun það fylgja þeirri spá sem gefin hefur verið út.“

Brýndi hann fyrir fólki að virða sam­komu­bannið og búa sig undir að það verði fram­lengt. Það muni skýr­ast á næstu dögum eftir því hvern­ig far­ald­ur­inn þró­ast. Þá minnti hann fólk á að sýna þol­in­mæði, umburð­ar­lyndi og já­kvæðn­i.“

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ástþór Ólafsson
Árið 1970 og upp úr
Kjarninn 3. júní 2020
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins.
Sjálfstæðisflokkurinn áfram nærri kjörfylgi í nýrri könnun Gallup
Afar litlar breytingar urðu á fylgi flokka á milli mánaða, samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup. Sjálfstæðisflokkurinn er áfram nærri kjörfylgi sínu og stuðningur við ríkisstjórnina mælist tæp 60 prósent á meðal þeirra sem taka afstöðu.
Kjarninn 3. júní 2020
Sex sakborningar í málinu, þeirra á meðal Bernhard Esau og Sacky Shanghala fyrrverandi ráðherrar í ríkisstjórn Namibíu, verða í gæsluvarðhaldi til 28. ágúst.
Namibísk yfirvöld hafa óskað liðsinnis Interpol vegna Samherjamálsins
Sex menn sem hafa verið í haldi namibískra yfirvalda vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum verða áfram í haldi til 28. ágúst. Rannsókn málsins hefur reynst flókin og haf namibísk yfirvöld beðið Interpol um aðstoð.
Kjarninn 3. júní 2020
Fólk hefur flykkst á markaði víðsvegar um Indland eftir að útgöngubanni var aflétt.
Smitum á Indlandi fjölgar ört
Stjórnvöld á Indlandi eru að hefjast handa við að aflétta umfangsmesta útgöngubanni sem sett var á í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Sjúkrahús í Mumbai hafa vart undan við að sinna sýktum en fellibylurinn Nisarga herjar nú á nágrenni borgarinnar.
Kjarninn 3. júní 2020
Samtök ferðaþjónustunnar telja að um 250 þúsund ferðamenn gætu komið hingað til lands það sem eftir lifir árs.
Ferðamenn greiði kostnað af skimun
Með greiðslu ferðamanna fyrir sýnatöku má stuðla að því að þeir sem sækja landið heim séu efnameiri ferðamenn sem eyði meiru og dvelji lengur, segir í greinargerð fjármálaráðuneytisins um hagræn áhrif þess að aflétta ferðatakmörkunum til Íslands.
Kjarninn 3. júní 2020
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent