COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar

Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.

Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
Auglýsing

Á meðan við ­mann­fólkið glímum við mestu heil­brigðisógn síð­ustu ára­tuga og gripið hef­ur verið til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar taka vís­inda­menn eftir því að jörðin sjálf, plánetan okk­ar, er rólegri. Dregið hefur úr því sem ­kall­ast jarð­órói (seis­mic noise), stöð­ugum titr­ingi jarð­skorpunn­ar. Þetta telja þeir lík­lega afleið­ingu þess að umferð far­ar­tækja og athafnir manna almennt eru mun minni. Vís­inda­menn­irnir segja að þetta gæti orðið til þess að hægt verði að ­fylgj­ast betur en áður með því sem er að ger­ast í iðrum jarð­ar; smáum jarð­skjálft­u­m og öðrum hreyf­ing­um.

Um þetta er fjallað í grein á vef vís­inda­rits­ins Nat­ure.

Þar er haft eftir Thomas Lecocq,  jarð­skjálfta­fræð­ingi í Belg­íu, að mjög sjaldan dragi svo mikið úr hávaða og öðru álagi á jörð­inni. Það ger­ist aðeins í stuttan tíma ár hvert yfir jól.

Auglýsing

Í grein­inn­i kemur fram að hreyf­ingar séu í jarð­skorp­unni af nátt­úru­legum orsökum en einnig ­vegna titr­ings vegna far­ar­tækja á hreyf­ingu og marg­vís­legrar starf­semi, svo sem stórra verk­smiðja. Hver upp­spretta titr­ings­ins fyrir sig hafi ekki mikið að ­segja en þegar þetta álag á jörð­ina safn­ast saman veldur það því sem kalla ­mætti baksuði sem verður aftur til þess að erf­ið­ara reyn­ist að greina nátt­úru­leg­ar hreyf­ingar af sömu tíðni.

Lecocq seg­ir að vís­inda­menn við rann­sókn­ar­stofnun í Brus­sel hafi kom­ist að því að ­tak­mark­anir á ferða­lögum fólks og athöfnum manna hafi orðið til þess að dreg­ið hafi úr jarð­óróa af manna­völdum um þriðj­ung. Á sama tíma geti mæli­tæki numið ­nátt­úru­legar hreyf­ingar jarð­ar­innar af meiri næmni en áður.

Fleiri ­vís­inda­menn en þeir belgísku hafa komið auga á þetta. Cel­este Labedz, jarð­eðl­is­fræð­ingur í Kali­forn­íu, hefur svip­aða kenn­ingu. Hún segir jarð­óró­ann hafa minnkað veru­lega.

Mörg ­mæli­tæki sem hafa það hlut­verk að fylgj­ast með hreyf­ingum jarðar eru hins veg­ar ­stað­sett langt frá byggð – einmitt til að koma í veg fyrir að athafnir manna hafi áhrif á nið­ur­stöð­urn­ar. Þess vegna er ólík­legt að á þeim muni sjást miklar breyt­ing­ar. En mögu­lega ein­hverj­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví: Höfum hjakkað í sama farinu
„Á undanförnum árum höfum við verið að hjakka í sama farinu. Við höfum verið að nýta okkur þennan enn eina hvalreka sem ferðaþjónustan hefur verið,“ segir þingmaður Pírata.
Kjarninn 6. júní 2020
Leikhópurinn Lotta: Bakkabræður
Bakkabræður teknir í samfélagssátt
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Bakkabræður í uppsetningu Leikhópsins Lottu.
Kjarninn 6. júní 2020
Heil vika án nýrra smita
Nýgreind smit síðasta sólarhringinn: Núll. Greind smit síðustu sjö sólarhringa: Núll. Í dag eru tímamót í baráttu Íslendinga gegn COVID-19. Í baráttunni gegn litla gaddaboltanum, veirunni sem virðist ekki hafa tekist að finna líkama að sýkja í viku.
Kjarninn 6. júní 2020
Jói Sigurðsson, sem sést hér fyrir miðju á myndinni og Þorgils Sigvaldason, sem stendur lengst til hægri, fengu hugmyndina að CrankWheel árið 2014.
Hafa tekist á við vaxtarverki vegna heimsfaraldursins
CrankWheel er íslenskt nýsköpunarfyrirtæki sem hefur vaxið nokkuð að undanförnu vegna áhrifa kórónuveirufaraldursins, enda gerir tæknilausn fyrirtækisins sölufólki kleift að leysa störf sín af hendi úr fjarlægð.
Kjarninn 6. júní 2020
180⁰ Reglan
180⁰ Reglan
180° Reglan – Viðtal við Christof Wehmeier
Kjarninn 6. júní 2020
Víða í Bandaríkjunum standa yfir mótmæli í kjölfar morðsins á George Floyd.
Vöxtur Antifa í Bandaríkjunum andsvar við uppgangi öfgahægrisins
Bandarískir ráðamenn saka Antifa um að bera ábyrgð á því að mótmælin sem nú einkenna bandarískt þjóðlíf hafi brotist út í óeirðir. Trump vill að hreyfingin verði stimpluð sem hryðjuverkasamtök en það gæti reynst erfitt.
Kjarninn 6. júní 2020
Hugmyndir um að hækka vatnsborð Hagavatns með því að stífla útfall þess, Farið, eru ekki nýjar af nálinni.
Ber að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu Hagavatnsvirkjunar
Íslenskri vatnsorku ehf. ber að sögn Orkustofnunar að fjalla um hugsanlega áfangaskiptingu fyrirhugaðrar Hagavatnsvirkjunar í frummatsskýrslu. Þá ber fyrirtækinu einnig að bera saman 9,9 MW virkjun og fyrri áform um stærri virkjanir.
Kjarninn 6. júní 2020
Telur stjórnvöld vinna gegn eigin markmiðum með hagræðingarkröfu á Hafró
Forstjóri Hafrannsóknastofnunar segir að stjórnvöld gangi gegn eigin markmiðum um eflingu haf- og umhverfisrannsókna með því að gera sífellda hagræðingarkröfu á Hafró. Hann segir stofnunina sinna hættulega litlum grunnrannsóknum.
Kjarninn 5. júní 2020
Meira úr sama flokkiErlent