COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar

Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.

Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
Auglýsing

Á meðan við ­mann­fólkið glímum við mestu heil­brigðisógn síð­ustu ára­tuga og gripið hef­ur verið til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar taka vís­inda­menn eftir því að jörðin sjálf, plánetan okk­ar, er rólegri. Dregið hefur úr því sem ­kall­ast jarð­órói (seis­mic noise), stöð­ugum titr­ingi jarð­skorpunn­ar. Þetta telja þeir lík­lega afleið­ingu þess að umferð far­ar­tækja og athafnir manna almennt eru mun minni. Vís­inda­menn­irnir segja að þetta gæti orðið til þess að hægt verði að ­fylgj­ast betur en áður með því sem er að ger­ast í iðrum jarð­ar; smáum jarð­skjálft­u­m og öðrum hreyf­ing­um.

Um þetta er fjallað í grein á vef vís­inda­rits­ins Nat­ure.

Þar er haft eftir Thomas Lecocq,  jarð­skjálfta­fræð­ingi í Belg­íu, að mjög sjaldan dragi svo mikið úr hávaða og öðru álagi á jörð­inni. Það ger­ist aðeins í stuttan tíma ár hvert yfir jól.

Auglýsing

Í grein­inn­i kemur fram að hreyf­ingar séu í jarð­skorp­unni af nátt­úru­legum orsökum en einnig ­vegna titr­ings vegna far­ar­tækja á hreyf­ingu og marg­vís­legrar starf­semi, svo sem stórra verk­smiðja. Hver upp­spretta titr­ings­ins fyrir sig hafi ekki mikið að ­segja en þegar þetta álag á jörð­ina safn­ast saman veldur það því sem kalla ­mætti baksuði sem verður aftur til þess að erf­ið­ara reyn­ist að greina nátt­úru­leg­ar hreyf­ingar af sömu tíðni.

Lecocq seg­ir að vís­inda­menn við rann­sókn­ar­stofnun í Brus­sel hafi kom­ist að því að ­tak­mark­anir á ferða­lögum fólks og athöfnum manna hafi orðið til þess að dreg­ið hafi úr jarð­óróa af manna­völdum um þriðj­ung. Á sama tíma geti mæli­tæki numið ­nátt­úru­legar hreyf­ingar jarð­ar­innar af meiri næmni en áður.

Fleiri ­vís­inda­menn en þeir belgísku hafa komið auga á þetta. Cel­este Labedz, jarð­eðl­is­fræð­ingur í Kali­forn­íu, hefur svip­aða kenn­ingu. Hún segir jarð­óró­ann hafa minnkað veru­lega.

Mörg ­mæli­tæki sem hafa það hlut­verk að fylgj­ast með hreyf­ingum jarðar eru hins veg­ar ­stað­sett langt frá byggð – einmitt til að koma í veg fyrir að athafnir manna hafi áhrif á nið­ur­stöð­urn­ar. Þess vegna er ólík­legt að á þeim muni sjást miklar breyt­ing­ar. En mögu­lega ein­hverj­ar.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, nýsköpunarráðherra og Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, við undirritun reglugerðanna í dag.
Opnað á hálfs árs fjarvinnu erlendra sérfræðinga með reglugerðarbreytingum
Ráðherrar í ríkisstjórninni undirrituðu í dag breytingar á reglugerðum sem gefa ríkisborgurum utan EES færi á að koma hingað til lands með fjölskyldur sínar og vinna í fjarvinnu til sex mánaða.
Kjarninn 27. október 2020
Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist ekki hafa veitt upplýsingar um fjölda hælisleitenda
Upplýsingar um komu hælisleitenda á Keflavíkurflugvöll, sem þingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur birt á samfélagsmiðlum, komu ekki frá lögreglunni á Suðurnesjum, samkvæmt embættinu.
Kjarninn 27. október 2020
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair
Bætur frá Boeing vega þungt
Afkoma Icelandair fyrir vaxtagreiðslur og skatta var jákvæð um hálfan milljarð íslenskra króna á nýliðnum ársfjórðungi, þökk sé bótagreiðslum frá Boeing.
Kjarninn 27. október 2020
Milljónir hektara af regnskógum í Indónesíu og Malasíu hafa verið ruddir síðustu ár til vinnslu pálmaolíu.
Vilja takmarka notkun pálmaolíu í íslenskri framleiðslu
Pálmaolía er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda. Notkun hennar sem eldsneyti hefur aukist síðustu ár og hópur þingmanna vill banna hana í lífdísil og takmarka í allri framleiðslu á Íslandi.
Kjarninn 27. október 2020
Óróinn kokkaður upp inni á skrifstofu SA
„Sú hætta er raunverulega fyrir hendi að ungt fólk finni ekkert að gera eftir nám. Við getum þá siglt inn í aðstæður sem eru svipaðar og í sunnanverðri Evrópu þar sem atvinnuleysi ungs fólks er gríðarlegt.“ Þetta segir Þórunn Sveinbjarnardóttir.
Kjarninn 27. október 2020
Lilja Alfreðsdóttir
Fjárfesting í fólki og nýsköpun ræður úrslitum
Kjarninn 27. október 2020
Nær helmingur atvinnulausra er undir 35 ára
Atvinnuleysi yngri aldurshópa er töluvert meira en þeirra eldri, samkvæmt tölum Vinnumálastofnunar og Hagstofu. Munurinn er enn meiri þegar tekið er tillit til atvinnulausra námsmanna.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiErlent