COVID-19 hefur áhrif á hreyfingar jarðar

Athafnir manna skapa alla jafna titring í jarðskorpunni. Nú þegar verulega hefur dregið úr ferðalögum og starfsemi verksmiðja hefur dregið úr hreyfingum jarðar.

Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
Mannlausar götur eru fylgifiskur COVID-19.
Auglýsing

Á meðan við ­mann­fólkið glímum við mestu heil­brigðisógn síð­ustu ára­tuga og gripið hef­ur verið til harðra aðgerða til að hefta útbreiðslu veirunnar taka vís­inda­menn eftir því að jörðin sjálf, plánetan okk­ar, er rólegri. Dregið hefur úr því sem ­kall­ast jarð­órói (seis­mic noise), stöð­ugum titr­ingi jarð­skorpunn­ar. Þetta telja þeir lík­lega afleið­ingu þess að umferð far­ar­tækja og athafnir manna almennt eru mun minni. Vís­inda­menn­irnir segja að þetta gæti orðið til þess að hægt verði að ­fylgj­ast betur en áður með því sem er að ger­ast í iðrum jarð­ar; smáum jarð­skjálft­u­m og öðrum hreyf­ing­um.

Um þetta er fjallað í grein á vef vís­inda­rits­ins Nat­ure.

Þar er haft eftir Thomas Lecocq,  jarð­skjálfta­fræð­ingi í Belg­íu, að mjög sjaldan dragi svo mikið úr hávaða og öðru álagi á jörð­inni. Það ger­ist aðeins í stuttan tíma ár hvert yfir jól.

Auglýsing

Í grein­inn­i kemur fram að hreyf­ingar séu í jarð­skorp­unni af nátt­úru­legum orsökum en einnig ­vegna titr­ings vegna far­ar­tækja á hreyf­ingu og marg­vís­legrar starf­semi, svo sem stórra verk­smiðja. Hver upp­spretta titr­ings­ins fyrir sig hafi ekki mikið að ­segja en þegar þetta álag á jörð­ina safn­ast saman veldur það því sem kalla ­mætti baksuði sem verður aftur til þess að erf­ið­ara reyn­ist að greina nátt­úru­leg­ar hreyf­ingar af sömu tíðni.

Lecocq seg­ir að vís­inda­menn við rann­sókn­ar­stofnun í Brus­sel hafi kom­ist að því að ­tak­mark­anir á ferða­lögum fólks og athöfnum manna hafi orðið til þess að dreg­ið hafi úr jarð­óróa af manna­völdum um þriðj­ung. Á sama tíma geti mæli­tæki numið ­nátt­úru­legar hreyf­ingar jarð­ar­innar af meiri næmni en áður.

Fleiri ­vís­inda­menn en þeir belgísku hafa komið auga á þetta. Cel­este Labedz, jarð­eðl­is­fræð­ingur í Kali­forn­íu, hefur svip­aða kenn­ingu. Hún segir jarð­óró­ann hafa minnkað veru­lega.

Mörg ­mæli­tæki sem hafa það hlut­verk að fylgj­ast með hreyf­ingum jarðar eru hins veg­ar ­stað­sett langt frá byggð – einmitt til að koma í veg fyrir að athafnir manna hafi áhrif á nið­ur­stöð­urn­ar. Þess vegna er ólík­legt að á þeim muni sjást miklar breyt­ing­ar. En mögu­lega ein­hverj­ar.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við höfum staðið við það sem lofað var,“ sagði Bjarni Benediktsson um opinberar fjárfestingar á þingi í dag.
Kennir sveitarfélögum um samdrátt í opinberri fjárfestingu
Þingmaður Viðreisnar segir ríkisstjórnina ekki hafa efnt loforð um aukna innviðafjárfestingu. Fjármálaráðherra segir sveitarfélögin bera ábyrgð á því að opinber fjárfesting hafi dregist saman en tölur frá Samtökum Iðnaðarins segja aðra sögu.
Kjarninn 4. mars 2021
Mjólkursamsalan er í markaðsráðandi stöðu hérlendis.
Hæstiréttur: MS misnotaði markaðsráðandi stöðu og á að greiða 480 milljónir í ríkissjóð
Tæplega áratugalangri deilu, sem hófst þegar fyrrverandi forstjóri Mjólku fékk óvart sendan reikning sem hann átti ekki að fá, er lokið. Niðurstaða æðsta dómstóls landsins er að Mjólkursamsalan hafi brotið alvarlega gegn samkeppnislögum.
Kjarninn 4. mars 2021
Samtök iðnaðarins héldu sitt árlega Iðnþing í dag. Myndin er af svonefndu Húsi atvinnulífsins í Borgartúni.
Auka þurfi gjaldeyristekjur um 1,4 milljarða á viku næstu fjögur ár
Samtök iðnaðarins telja að til þess að skapa „góð efnahagsleg lífsgæði“ á Íslandi þurfi landsframleiðsla að aukast um 545 milljarða króna á næstu fjórum árum. Þau kalla eftir því að ríkisfjármálum verði beitt af fullum þunga til að skapa viðspyrnu.
Kjarninn 4. mars 2021
Guðmundur Ragnarsson
Hvar eru störfin?
Kjarninn 4. mars 2021
Spútnik V bóluefnið er komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu.
Spútnik V komið í áfangamat hjá Lyfjastofnun Evrópu
Rússneska bóluefnið Spútnik V er komið í áfangamat hjá sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu. Nýlegar niðurstöður sem voru birtar í Lancet gefa til kynna að bóluefnið veiti 91,6 prósent vörn gegn COVID-19 og sé laust við alvarlegar aukaverkanir.
Kjarninn 4. mars 2021
Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins er fyrsti flutningsmaður tillögunnar.
Félag flugmanna telur hugmyndir Miðflokks um varaflugvöll í Skagafirði óraunhæfar
Það er „með öllu óraunhæft“ að byggja upp Alexandersflugvöll í Skagafirði eins og þingflokkur Miðflokksins telur vert að kanna, að mati Félags íslenskra atvinnuflugmanna. Bent er á að aðrir flugvellir, sem séu í reglulegri notkun, þurfi viðhald.
Kjarninn 4. mars 2021
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir og Alma Möller landlæknir.
„Góðar líkur“ á að veiran hafi verið upprætt innanlands
Sóttvarnalæknir segir að þó að góðar líkur séu á því að veiran hafi verið upprætt innanlands sé nauðsynlegt að halda vöku sinni því aðeins eitt afbrigði, einn einstaklingur, getur sett faraldur af stað. 90 hafa greinst með breska afbrigðið hér á landi.
Kjarninn 4. mars 2021
Kynnti vísbendingar um ferðavilja fyrir ríkisstjórn
Ráðherra ferðamála fór á ríkisstjórnarfundi á þriðjudag yfir þær vísbendingar sem eru til staðar um ferðavilja erlendra og innlendra ferðamanna næstu misserin. Kjarninn fékk samantekt á minnisblaði sem ráðherra kynnti frá ráðuneytinu.
Kjarninn 4. mars 2021
Meira úr sama flokkiErlent