Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári

Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.

munntóbak
Auglýsing

Heild­sala ÁTVR á íslensku nef­tó­baki dróst saman um 32 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins miðað við söl­una á sama tíma­bili í fyrra, sem nemur sam­drætti upp á tæp­lega 66 þús­und doll­ur. 

Svo­kall­aðir nikótín­kodd­ar, tóbaks­lausir púðar frá erlendum fram­leið­endum sem eru til notk­unar undir efri vör, virð­ast vera að taka stóran hluta af mark­aðn­um, en vitað er að þrátt fyrir að íslenska nef­tó­bakið heiti nef­tó­bak og notkun munn­tó­baks sé ólög­leg á Íslandi fer stærstur hluti þess undir var­ir, aðal­lega ungra karl­manna.

Sam­drátt­ur­inn í heild­söl­unni hjá ÁTVR nemur um 3,3 tonnum það sem af er ári, en í jan­ú­ar, febr­úar og mars seldi ÁTVR sam­an­lagt 7.066 kíló af íslensku nef­tó­baki í heild­sölu, sam­an­borið við 10.364 kíló á sama tíma­skeiði í fyrra. Sé ein­ungis horft til mars­mán­aðar dróst salan saman um 1,4 tonn, en 2.339 kíló seld­ust sam­an­borið við 3.729 kíló í mars árið 2019.

Auglýsing

Fimm­tíu grömm af tóbaki eru í hverri íslenskri nef­tó­baks­dollu og nemur þessi sam­dráttur því um 27.800 dollum ein­ungis í mars­mán­uði, en 65.960 dollum sé horft til fyrstu þriggja mán­aða árs­ins.

Ein­sýnt virð­ist að margir munn­tó­baks­neyt­endur séu að skipta íslenska „rudd­an­um“ út fyrir sænsku ník­ótín­koddana, sem eru tóbaks­laus­ir. Fjöl­mörg vöru­merki hafa að und­an­förnu verið mark­aðs­sett hér á landi sem „al­vöru val­kost­ir“ við íslenska nef­tó­bakið og fleiri tóbaks­vör­ur.

Á vef fyr­ir­tæk­is­ins Nico­land, sem flytur White Fox-nikó­tín­púð­ana til lands­ins, seg­ir til dæmis að á bak við fyr­ir­tækið standi „fólk sem hef­ur brenn­andi áhuga á að taka slag­inn við ís­­lenska nef­tó­b­ak­ið, rudd­ann, rett­­urn­ar eða bölvað veip­ið“.

„Við þekkj­um það á eig­in skinni hvað er erfitt að losa sig við tób­akið og ekki einu sinni minn­­ast á hversu dýrt það er,“ seg­ir á vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins, en algeng verð á ník­ótín­kodda­dósum í versl­unum hér á landi er frá 950 og upp í 1.300 krón­ur. Oft­ast eru á bil­inu 16-24 koddar í hverri dós.

Telur þró­un­ina að ein­hverju leyti jákvæða

„Um leið og það er jákvætt að munn­tó­bakið sé að minnka þá er þetta ný neysla sem við vitum ekk­ert um,“ segir Viðar Jens­son, verk­efna­stjóri tóbaks­varna hjá emb­ætti land­lækn­is, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann seg­ist þó hafa til­hneig­ingu til þess að halda að ník­ótín­kodd­arnir séu ekki jafn skað­legir heilsu fólks og íslenska nef­tó­bak­ið, sem sé í grunn­inn sama tóbakið og það sænska, og hafi að minnsta kosti 28 krabba­meins­vald­andi inni­halds­efni.

Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis.

„Nýja hug­takið í tóbaks­varna­brans­anum er hins vegar „polly use“ og þá er átt við ungt fólk sem notar allt og fer úr einu í ann­að. Notar smá svona, smá rafrettur og reykir smá,“ segir Við­ar. Hann segir ník­ótín­púð­ana þannig valda heil­brigð­is­yf­ir­völdum hér á landi nokkrum áhyggj­um, enda sé það eflaust svo að ungt fólk sæki í þessa nýju vöru á mark­aði rétt eins og aðrar stað­kvæmd­ar­vörur við hefð­bundið tóbak, til dæmis rafrett­ur.

„Það er langt síðan við heyrðum af því að á fram­halds­skóla­böllum væru þessir púðar úti um allt, en rafrett­urnar hefðu minnk­að,“ segir Við­ar, en segir þó lítið hægt að álykta um notk­un­ina út frá því, þar sem gögn vant­i. 

Til stendur að bæta úr því, en fyr­ir­tækið Rann­sóknir og grein­ing, sem gerir reglu­lega kann­anir á tóbaksneyslu í grunn­skólum og fram­halds­skól­um, mun að sögn Við­ars sér­stak­lega spyrja út í nikótín­púð­ana næst þegar slíkar kann­anir verða fram­kvæmd­ar.

Ísland mun svo fljót­lega inn­leiða nýja til­skipun Evr­ópu­sam­band­ins um tóbaks­varnir og í kjöl­farið munu ník­ótín­kodd­arnir falla undir tóbaks­varn­ar­lög og sér­stök ákvæði verða sett um merk­ingar á þeim og til­kynn­ingar um inni­halds­lýs­ing­ar, sem Viðar segir jákvætt, en inn­leið­ingin þess­arar til­skip­unar hjá EFTA-­ríkj­unum hefur taf­ist vegna mála­ferla í Nor­egi og Liect­en­stein.

70-80 pró­sent af nef­tó­baki fer undir varir en ekki í nef

Emb­ætti land­læknis fór að sögn Viðar fyrst árið 2012 að skoða hversu mikil munn­tó­baks­notkun væri á Íslandi. Þá hafi það komið veru­lega á óvart að 70-80 pró­sent af öllu seldu íslensku nef­tó­baki virt­ist rata undir varir en ekki upp í nef.

Hlut­fallið hefur hald­ist svipað síðan þá, en kann­anir á þessu hafa verið fram­kvæmdar með þriggja ára milli­bili, síð­ast árið 2018. Sam­fara hefur sala nef­tó­baks­ins farið vax­andi ár frá ári og er sá sam­dráttur sem nú má merkja á tóbaks­söl­unni frá ÁTVR því óvenju­leg­ur.

Munn­tó­baks­notkun hefur verið að aukast mikið und­an­farin ár, en sam­kvæmt nýleg­um Talna­brunni emb­ættis land­læknis tóku 24 pró­sent ungra karl­manna á aldr­inum 18-34 ára tóbak í vör­ina og hið sama átti við um 11 pró­sent karla á aldr­inum 35-54 ára. Aukn­ing meðal ungra kvenna á aldr­inum 18-34 ára hefur einnig orð­ið, en í fyrra tóku 9 pró­sent þeirra tóbak í vör­ina.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent