Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi

Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.

Screen Shot 2020-01-22 at 14.01.50.png
Auglýsing

Þor­steinn Víglunds­son, þing­maður Við­reisn­ar, beindi í vik­unni skrif­legri fyr­ir­spurn til Bjarna Bene­dikts­son­ar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, þar sem hann bað um aðgrein­ingu á afkomu Áfeng­is- og tóbaks­versl­unar rík­is­ins (ÁTVR) af ann­ars vegar sölu áfengis og hins vegar sölu tóbaks­. ­Fyr­ir­tækið heyrir beint undir ráðu­neytið en er ekki með stjórn yfir sér, eins og mörg önnur rík­is­fyr­ir­tæki.

Í fyr­ir­spurn Þor­steins er óskað eftir sund­ur­liðun fyrir árin 2013 til 2018. Hann spurði Bjarna einnig af því hvort ráð­herr­ann ætl­aði að beita sér fyrir því að ÁTVR myndi fram­vegis gefa gleggri mynd af afkomu fyr­ir­tæk­is­ins með því að greina á milli afkomu þess af sölu tóbaks ann­ars vegar og áfengis hins veg­ar. 

Ástæða þess að fyr­ir­spurnin er lögð fram er sú að í gegnum tíð­ina hefur ÁTVR ekki viljað upp­lýsa um hver beinn kostn­aður af tóbaks­­­sölu hefur ver­ið. Það hefur meðal ann­ars komið fram í svari við fyr­ir­spurnum frá Kjarn­anum um mál­ið.

Hins vegar er hægt að sjá umfang tóbaks­söl­unnar að ein­hverju leyti í árs­reikn­ingum fyr­ir­tæk­is­ins. 

Umdeild skýrsla

Árið 2014 fengu aðilar sem studdu frum­varp um að afnema ein­okun rík­­is­ins á smá­­sölu áfengis fyr­ir­tækið Clever Data til að vinna skýrslu fyrir sig um rekst­­ur­ ÁTVR. 

Auglýsing
Nið­ur­stöður voru þær að ekki væri eig­in­­legur hagn­aður af starf­­semi ÁTVR á föstu verð­lagi árs­ins 2014. Ein helsta ástæða þess sé sú að langtum meiri rekstr­­ar­hagn­aður væri af sölu tóbaks en sölu áfeng­is, enda væri tóbak­inu ein­ungis dreift í heild­­sölu á meðan að áfengið er selt í versl­unum sem ÁTVR á og rekur út um allt land.

ÁTVR brást hart við þess­ari nið­ur­stöðu, hafn­aði henni og sagði hana byggja á vanga­veltum sem ættu sér litla stoð í raun­veru­leik­an­um. „ÁTVR hefur aldrei verið rekin með tapi frá því að áfeng­is­­gjöld og tóbaks­­­gjöld voru aðskilin frá rekstr­­ar­­tekj­u­m versl­un­­ar­inn­­ar,“ sagði í til­kynn­ingu sem rík­is­fyr­ir­tækið sendi frá sér í maí 2015. 

Hagn­aður 1,1 millj­arður árið 2018

Í árs­reikn­ingum ÁTVR er hægt að sjá ákveðnar stærðir í rekstri fyr­ir­tæk­is­ins. Þar kemur fram að rekstr­ar­tekjur ÁTVR voru 35,3 millj­­arðar króna á árinu 2018 og juk­ust um rúman millj­­arða króna á milli ára. Frá árinu 2013 hafa rekstr­ar­tekjur ÁTVR auk­ist um 6,7 millj­arða króna. Sala tóbaks skil­aði 9,4 millj­örðum króna í kass­ann 2018 en sala áfengis 25,8 millj­örðum króna. 

Alls var 1,1 millj­arðs króna hagn­aður af rekstri ÁTVR í fyrra, sem var 256 millj­ónum krónum minni hagn­aður en árið áður. Fyr­ir­tækið greiddi eig­anda sínum einn millj­arð króna í arð vegna þessa.Þorsteinn Víglundsson, þingmaður Viðreisnar, lagði fram fyrirspurn um sundurliðun á rekstri ÁTVR. MYND: Birgir Þór Harðarson 

Af tekjum ÁTVR runnu alls 25,1 millj­­arðar króna til rík­­is­­sjóðs vegna tóbaks­­gjalds (5,6 millj­­arðar króna), áfeng­is­gjalds (13,4 millj­­arðar króna), virð­is­auka­skatts (5,1 millj­­arður króna) og arð­greiðslu (einn millj­­arður króna). Það þýðir að um 71,1 pró­­sent allra tekna ÁTVR­ renna í rík­­is­­sjóð. Allar þessar tekjur myndu skila sér þangað óháð því hver það væri sem seldi áfengi og tóbak, utan arð­greiðsl­unn­­ar. 

Um 1,5 millj­arða hagn­aður af tóbaki eftir laun og vöru­gjöld

Tó­baks­­salan fer fram í gegnum mjög hag­­kvæma mið­læga ­tó­baks­­sölu þar sem vörur eru að mestu pant­aðar raf­­rænt og sóttar á sama stað. Engin tóbaks­­smá­­sölu­verslun er rekin heldur er ein­ungis um heild­sölu að ræða. 

Sala tóbaks útheimtir því mun minna umstang en áfeng­is­salan, sem fer fram í 51 versl­unum víðs vegar um land­ið, þar af 14 á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, og vef­búð á net­inu. Árið 1986 rak ­fyr­ir­tækið 13 versl­an­­ir. Fjöldi þeirra hefur því næstum fjór­fald­­ast á 30 árum.

Vöru­­notkun tóbaks var 7,8 millj­­arðar króna árið 2018 og af henni var 5,6 millj­­arðar króna tóbaks­­­gjald sem greið­ist til rík­­is­ins. Þeg­ar vöru­­gjöld hafa verið dregin frá tekjum ÁTVR af tóbaks­­­sölu stendur eftir 1,65 millj­­arða króna hagn­að­ur, eða vel rúm­lega sá hagn­aður sem féll til vegna heild­ar­starf­semi ÁTVR á árinu 2018. Það er 538 millj­ónum krónum meira en end­an­legur hagn­aður ÁTVR á því ári. 

Auglýsing
Í árs­skýrslu ÁTVR kemur fram að alls vinni sjö manns í nef­tó­baks­fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins tólf við heild­sölu og dreif­ingu tóbaks. Alls var kostn­aður ÁTVR vegna launa og launa­tengdra gjalda á árinu 2018 um 2,8 millj­arðar króna og árs­verk voru 354. Það þýðir að árlegur kostn­aður við hvert árs­verk er um 7,9 millj­ónir króna. Þau 19 árs­verk sem eru í tóbaks­hluta fram­leiðsl­unnar ættu því að kosta um 150 millj­ónir króna á ári. 

Það þýðir að um 1,5 millj­arðar króna hagn­aður stendur eftir af tóbaks­söl­unni eftir að búið er að gera ráð fyrir tóbaks­gjaldi og launa­kostn­aði þeirra sem starfa beint við tóbaks­dreif­ingu, eða -fram­leiðslu. Það er upp­hæð sem er tæp­lega 400 millj­ónum krónum yfir heild­ar­hagn­aði ÁTVR á árinu 2018.  

Þó verður að gera ráð fyrir því tóbaks­salan sé ábyrgð fyrir ein­hverjum við­bót­ar­kostn­aði vegna skrif­stofu­halds og ann­arra sam­eig­in­legra kostn­að­ar­þátta í rekstri ÁTVR. Fyr­ir­tækið hefur hins vegar ekki, líkt og áður sagði, verið til­búið að sund­ur­liða þann kostn­að. 

Nef­tó­baks­fram­leiðsla rúm­lega fjór­fald­ast

Mesti upp­gang­ur­inn í tóbaks­sölu ÁTVR á und­an­förnum árum hefur verið í sölu á nef­tó­baki, sem fyr­ir­tækið bæði fram­leiðir og selur í heild­sölu. Í jan­úar 2002 var fín­­korna munn- og nef­tó­bak bannað með lögum á Íslandi og frá þeim tíma hefur ÁTVR setið eitt að lög­legri sölu á slíku tóbaki hér­lend­is. 

Í árs­reikn­ingi 2018 segir í for­mála Ívars J. Arndals, for­stjóra fyr­ir­tæk­is­ins, að á því ári hafi verið fram­leidd 45 tonn af nef­tó­baki og að fram­leiðslan hafi marg­fald­ast á síð­ustu árum. Til sam­an­burðar var árleg sala af íslensku nef­tó­baki, oft kall­aður „Rudd­i“, ríf­lega tíu tonn. Fram­leiðslan, og salan hefur því rúm­lega fjór­fald­ast á tveimur ára­tug­um. 

Ívar segir í for­mál­anum að kann­anir Land­læknis á notkun nef­tó­baks sýni að not­endur séu sífellt að verða yngri og notk­unin sé að breyt­ast. „Fleiri og fleiri setja nef­tó­bakið í munn en sala á munn­tó­baki er ólög­leg á Íslandi. Fram­tíð nef­tó­baks­ins er í höndum stjórn­valda en heil­brigð­is­ráðu­neytið er að vinna að nýrri stefnu­mótun í tóbaks­mál­u­m.“

Þessi aukna neysla á nef­tó­baki hefur skilað auknum tekjum í vasa hins opin­bera svo um mun­­­­­ar, bæði vegna hækk­­­­­unar á tóbaks­­­­­gjaldi og stór­auk­innar eft­ir­­­­­spurn­­­­­ar. Sala á íslenska nef­tó­bak­inu jókst um 19 pró­sent á árinu 2018. Á sama tíma varð þriggja pró­senta sam­dráttur í sölu á sígar­ett­u­m. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Víðir Reynisson, Þórólfur Guðnason og Alma Möller á upplýsingafundi dagsins.
Þórólfur þakkaði Íslenskri erfðagreiningu fyrir samstarfið
Sóttvarnalæknir segir að Íslensk erfðagreining hafi „nokkuð óvænt“ lýst því yfir í gær að hún muni hætta að skima á landamærum í næstu viku. Leitað verður annarra leiða til að halda landamæraskimun áfram.
Kjarninn 7. júlí 2020
Smári McCarthy, þingmaður Pírata.
Skrifist á Sjálfstæðisflokkinn og „hamfarakapítalismann þeirra“
Þingmaður Pírata segir að sama hvert litið er hafi Sjálfstæðisflokkurinn undanfarna áratugi notað valdastöðu sína til að moka verkefnum yfir á einkageirann en að ábyrgðin sé samt áfram hjá ríkinu. Þar vísar hann meðal annars til ástandsins í skimunum.
Kjarninn 7. júlí 2020
Lárus Sigurður Lárusson er fyrsti stjórnarformaður nýs Menntasjóðs námsmanna.
Lilja skipar Lárus sem stjórnarformann Menntasjóðs námsmanna
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Lárus Sigurð Lárusson lögmann sem stjórnarformann nýs Menntasjóðs námsmanna. Hann leiddi lista Framsóknar í Reykjavík norður til síðustu alþingiskosninga.
Kjarninn 7. júlí 2020
Kári Stefánsson, forstjóri ÍE.
Kári: Þú hreyfir þig ekki hægt í svona ástandi
Forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar hefur boðið forsætisráðherra að koma til hans á fund í Vatnsmýrinni þar sem fyrirtækið er til húsa.
Kjarninn 7. júlí 2020
Jakob Már Ásmundsson, forstjóri Korta.
Fjártæknifyrirtækið Rapyd kaupir Korta
Fjártæknifyrirtækið Rapyd hyggst samþætta og útvíkka starfsemi Korta í posa- og veflausnum, ásamt því að „efla starfsemina á Íslandi með áframhaldandi vexti og ráðningu starfsfólks“.
Kjarninn 7. júlí 2020
Tara Margrét Vilhjálmsdóttir
Pólitíkin og eiginhagsmunirnir á bak við stríðið gegn offitu – I. hluti
Kjarninn 7. júlí 2020
Kristbjörn Árnason
80 milljarða skattsvik á ári
Leslistinn 6. júlí 2020
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira eftir höfundinnÞórður Snær Júlíusson
Meira úr sama flokkiFréttaskýringar