Neftóbakssala ÁTVR hefur dregist saman um 66 þúsund dósir það sem af er ári

Heildsala ÁTVR á íslensku neftóbaki dróst saman um 32 prósent, eða 3,3 tonn, á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við söluna á sama tímabili í fyrra. Innfluttir tóbakslausir níkótínpúðar virðast vera að sópa til sín markaðshlutdeild.

munntóbak
Auglýsing

Heild­sala ÁTVR á íslensku nef­tó­baki dróst saman um 32 pró­sent á fyrstu þremur mán­uðum árs­ins miðað við söl­una á sama tíma­bili í fyrra, sem nemur sam­drætti upp á tæp­lega 66 þús­und doll­ur. 

Svo­kall­aðir nikótín­kodd­ar, tóbaks­lausir púðar frá erlendum fram­leið­endum sem eru til notk­unar undir efri vör, virð­ast vera að taka stóran hluta af mark­aðn­um, en vitað er að þrátt fyrir að íslenska nef­tó­bakið heiti nef­tó­bak og notkun munn­tó­baks sé ólög­leg á Íslandi fer stærstur hluti þess undir var­ir, aðal­lega ungra karl­manna.

Sam­drátt­ur­inn í heild­söl­unni hjá ÁTVR nemur um 3,3 tonnum það sem af er ári, en í jan­ú­ar, febr­úar og mars seldi ÁTVR sam­an­lagt 7.066 kíló af íslensku nef­tó­baki í heild­sölu, sam­an­borið við 10.364 kíló á sama tíma­skeiði í fyrra. Sé ein­ungis horft til mars­mán­aðar dróst salan saman um 1,4 tonn, en 2.339 kíló seld­ust sam­an­borið við 3.729 kíló í mars árið 2019.

Auglýsing

Fimm­tíu grömm af tóbaki eru í hverri íslenskri nef­tó­baks­dollu og nemur þessi sam­dráttur því um 27.800 dollum ein­ungis í mars­mán­uði, en 65.960 dollum sé horft til fyrstu þriggja mán­aða árs­ins.

Ein­sýnt virð­ist að margir munn­tó­baks­neyt­endur séu að skipta íslenska „rudd­an­um“ út fyrir sænsku ník­ótín­koddana, sem eru tóbaks­laus­ir. Fjöl­mörg vöru­merki hafa að und­an­förnu verið mark­aðs­sett hér á landi sem „al­vöru val­kost­ir“ við íslenska nef­tó­bakið og fleiri tóbaks­vör­ur.

Á vef fyr­ir­tæk­is­ins Nico­land, sem flytur White Fox-nikó­tín­púð­ana til lands­ins, seg­ir til dæmis að á bak við fyr­ir­tækið standi „fólk sem hef­ur brenn­andi áhuga á að taka slag­inn við ís­­lenska nef­tó­b­ak­ið, rudd­ann, rett­­urn­ar eða bölvað veip­ið“.

„Við þekkj­um það á eig­in skinni hvað er erfitt að losa sig við tób­akið og ekki einu sinni minn­­ast á hversu dýrt það er,“ seg­ir á vef­síðu fyr­ir­tæk­is­ins, en algeng verð á ník­ótín­kodda­dósum í versl­unum hér á landi er frá 950 og upp í 1.300 krón­ur. Oft­ast eru á bil­inu 16-24 koddar í hverri dós.

Telur þró­un­ina að ein­hverju leyti jákvæða

„Um leið og það er jákvætt að munn­tó­bakið sé að minnka þá er þetta ný neysla sem við vitum ekk­ert um,“ segir Viðar Jens­son, verk­efna­stjóri tóbaks­varna hjá emb­ætti land­lækn­is, í sam­tali við Kjarn­ann. Hann seg­ist þó hafa til­hneig­ingu til þess að halda að ník­ótín­kodd­arnir séu ekki jafn skað­legir heilsu fólks og íslenska nef­tó­bak­ið, sem sé í grunn­inn sama tóbakið og það sænska, og hafi að minnsta kosti 28 krabba­meins­vald­andi inni­halds­efni.

Viðar Jensson, verkefnastjóri tóbaksvarna hjá embætti landlæknis.

„Nýja hug­takið í tóbaks­varna­brans­anum er hins vegar „polly use“ og þá er átt við ungt fólk sem notar allt og fer úr einu í ann­að. Notar smá svona, smá rafrettur og reykir smá,“ segir Við­ar. Hann segir ník­ótín­púð­ana þannig valda heil­brigð­is­yf­ir­völdum hér á landi nokkrum áhyggj­um, enda sé það eflaust svo að ungt fólk sæki í þessa nýju vöru á mark­aði rétt eins og aðrar stað­kvæmd­ar­vörur við hefð­bundið tóbak, til dæmis rafrett­ur.

„Það er langt síðan við heyrðum af því að á fram­halds­skóla­böllum væru þessir púðar úti um allt, en rafrett­urnar hefðu minnk­að,“ segir Við­ar, en segir þó lítið hægt að álykta um notk­un­ina út frá því, þar sem gögn vant­i. 

Til stendur að bæta úr því, en fyr­ir­tækið Rann­sóknir og grein­ing, sem gerir reglu­lega kann­anir á tóbaksneyslu í grunn­skólum og fram­halds­skól­um, mun að sögn Við­ars sér­stak­lega spyrja út í nikótín­púð­ana næst þegar slíkar kann­anir verða fram­kvæmd­ar.

Ísland mun svo fljót­lega inn­leiða nýja til­skipun Evr­ópu­sam­band­ins um tóbaks­varnir og í kjöl­farið munu ník­ótín­kodd­arnir falla undir tóbaks­varn­ar­lög og sér­stök ákvæði verða sett um merk­ingar á þeim og til­kynn­ingar um inni­halds­lýs­ing­ar, sem Viðar segir jákvætt, en inn­leið­ingin þess­arar til­skip­unar hjá EFTA-­ríkj­unum hefur taf­ist vegna mála­ferla í Nor­egi og Liect­en­stein.

70-80 pró­sent af nef­tó­baki fer undir varir en ekki í nef

Emb­ætti land­læknis fór að sögn Viðar fyrst árið 2012 að skoða hversu mikil munn­tó­baks­notkun væri á Íslandi. Þá hafi það komið veru­lega á óvart að 70-80 pró­sent af öllu seldu íslensku nef­tó­baki virt­ist rata undir varir en ekki upp í nef.

Hlut­fallið hefur hald­ist svipað síðan þá, en kann­anir á þessu hafa verið fram­kvæmdar með þriggja ára milli­bili, síð­ast árið 2018. Sam­fara hefur sala nef­tó­baks­ins farið vax­andi ár frá ári og er sá sam­dráttur sem nú má merkja á tóbaks­söl­unni frá ÁTVR því óvenju­leg­ur.

Munn­tó­baks­notkun hefur verið að aukast mikið und­an­farin ár, en sam­kvæmt nýleg­um Talna­brunni emb­ættis land­læknis tóku 24 pró­sent ungra karl­manna á aldr­inum 18-34 ára tóbak í vör­ina og hið sama átti við um 11 pró­sent karla á aldr­inum 35-54 ára. Aukn­ing meðal ungra kvenna á aldr­inum 18-34 ára hefur einnig orð­ið, en í fyrra tóku 9 pró­sent þeirra tóbak í vör­ina.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekkert pláss fyrir íhald í stjórnmálum næstu árin
Alvarlegt ástand er nú komið upp í íslensku efnahagslífi. Mörg hundruð milljarða króna tap í ríkisrekstri er fyrirsjáanlegt, tugir þúsunda verða án atvinnu að öllu leyti eða hluta og þúsundir fyrirtækja standa frammi fyrir algjörri óvissu.
Kjarninn 3. júní 2020
Ferðaþjónustufyrirtæki réðust í verulegar fjárfestingar á síðustu árum.
Útlit var fyrir fjórðungs fjölgun hótelherbergja
Nýting hótelherbergja hér á landi hafði versnað fyrir útbreiðslu faraldursins en þrátt fyrir það var útlit fyrir allt að fjórðungs fjölgun hótelherbergja 2020-2022. Hætt var því við að nýting hótela hefði enn versnað þótt COVID-19 hefði ekki komið til.
Kjarninn 3. júní 2020
Fasteignamat íbúðarhúsnæðis lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík
Fasteignamat Þjóðskrár á íbúðarhúsnæði lækkar víða miðsvæðis í Reykjavík frá yfirstandandi ári. Mikill munur er á þróun fasteignamatsins á milli hverfa höfuðborgarsvæðisins. Hæsta fermetraverðið á landinu er í Vesturbæ Reykjavíkur og Skerjafirði.
Kjarninn 2. júní 2020
Frá og með 15. júní býðst komufarþegum að fara í sýnatöku í stað sóttkvíar.
Efnahagsleg áhrif af opnun landsins „hjúpuð óvissu“
Efnahagslegar afleiðingar af því að halda landinu áfram lokuðu yrðu „gríðarlegar“. Alls óvíst er hvenær hægt yrði að aflétta ferðatakmörkunum án áhættu á að veiran berist hingað á ný. Boðið verður upp á sýnatöku við landamæri Íslands frá miðjum júní.
Kjarninn 2. júní 2020
Lýður og Ágúst Guðmundssynir.
Athugasemdir frá Lýð og Ágústi Guðmundssonum
Kjarninn 2. júní 2020
Ásmundur Einar Daðason er með húsnæðismálin á sinni könnu sem félagsmálaráðherra.
Áætlað að 4.000 manns búi í atvinnuhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu
Samkvæmt nýlegu mati er áætlað að um 4.000 manns búi nú í atvinnu- og iðnaðarhúsnæði á höfuðborgarsvæðinu. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra segist ætla að leggja fram frumvarp sitt um hlutdeildarlán á yfirstandandi þingi.
Kjarninn 2. júní 2020
Guðmundur Guðmundsson
Hlutverk vetnis í orku- og loftslagsmálum framtíðarinnar
Kjarninn 2. júní 2020
Með öllu óvíst er hversu hratt ferðaþjónustan mun geta tekið við sér eftir þetta áfall og stutt við efnahagsbatann.
Vísbendingar um að botninum sé náð
Heimili á Íslandi hafa sótt um að taka 13 milljarða króna út úr séreignarsparnaði og um 6.000 heimili hafa fengið greiðslufrest af lánum. Þá hafa vaxtalækkanir skilað sér í lægri afborgunum af lánum, ekki síst til heimila.
Kjarninn 2. júní 2020
Meira úr sama flokkiInnlent