Tilgangurinn að fórna litlum hagsmunum fyrir mikla

Formaður VR segir að svokölluð lífeyrisleið hafi aldrei komist í málefnalega umræðu innan samninganefndar ASÍ.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Auglýsing

Ragnar Þór Ing­ólfs­son, for­maður VR, gerir grein fyrir afstöðu sinni á Face­book í dag varð­andi svo­kall­aða líf­eyr­is­leið sem Sam­tök atvinnu­lífs­ins (SA) báru á borð fyrir Alþýðu­sam­band Íslands (ASÍ) á dög­unum en ASÍ hafn­aði leið­inni í vik­unni. Ragnar Þór sagði sig úr mið­stjórn ASÍ á mánu­dag­inn. 

„Svo því sé haldið til haga þá hafa hug­myndir okkar um svo­kall­aða líf­eyr­is­leið, sem við lögðum til, ekk­ert að gera með að launa­fólk borgi sínar eigin hækk­anir og hefur ekk­ert með skoð­anir SA eða við­horf Við­skipta­ráðs að gera.

Þessi hug­mynd var fyrst og fremst okkar inn­legg í mögu­legar aðgerðir við að verja kaup­mátt launa, heim­il­in, verja fleiri störf og lífs­kjör okkar félags­manna og almenn­ings,“ skrifar Ragnar Þór á Face­book.

Auglýsing

Vill forð­ast mis­skiln­ing og rang­túlk­anir

Hann segir að með þess­ari leið hafi alltaf staðið til að fá stjórn­völd að borð­inu. Stórn­völd sem hafi verið til­búin að skoða aðgerðir varð­andi þak á vísi­tölu verð­tryggðra lána og fleiri mik­il­væg atriði sem skipti fólkið þeirra öllu máli. Það hafi jafn­framt staðið til að ræða við opin­beru félögin og að ræða kosti og galla allra leiða sem lagðar eru fram til að milda höggið sem framundan er.

En málið hafi aldrei kom­ist í mál­efna­lega umræðu innan samn­inga­nefndar ASÍ. „Þess vegna vil ég gera grein fyrir því, með ítar­legum hætti, til að forð­ast mis­skiln­ing og rang­túlk­an­ir,“ skrifar Ragnar Þór.

Verst að gera ekki neitt

Hann segir að versta leiðin í þess­ari stöðu sé að gera ekki neitt. „Það þýðir lítið að benda á ríkið í þessum efnum þar sem við sjálf erum rík­ið. Það er alveg sama hver skrifar reikn­ing­inn, hann fer inn um lúgu skatt­greið­enda hvernig sem fer. Í formi skerð­inga á rétt­ind­um, tapi rík­is­sjóðs, verð­bólgu og lægri kaup­mætti.

Ég tek það fram að rétt eins og flestir lands­menn hef ég veru­legar áhyggjur af mörgum þeim úrræðum sem rík­is­stjórnin hefur sett fram, í ábyrgð skatt­greið­enda, og hvernig fjár­mála­kerf­inu sé treyst i blindni fyrir 350 millj­arða útlána­svig­rúmi svo eitt­hvað sé nefn­t,“ skrifar hann.

Hug­myndin gekk út á kaup­mátt­ar­trygg­ingu

Ragnar Þór greinir frá því að hug­mynd VR hafi gengið út á kaup­mátt­ar­trygg­ingu. „Í dag er mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði 11,5 pró­sent. Samið var um hækkun á mót­fram­lagi árið 2016. Það hækk­aði úr 8 pró­sent í 11,5 pró­sent í þrepum síð­asta hækkun var 1. júlí 2018. Í stað þess að fresta launa­hækk­unum er hægt að fara í aðrar aðgerðir sem munu hafa mun minni áhrif á eft­ir­spurn í hag­kerf­inu, það er að lækka tíma­bundið mót­fram­lag í líf­eyr­is­sjóði úr 11,5 pró­sent í 8 pró­sent.“

Með slíkri aðgerð væri verið að auka ráð­stöf­un­ar­tekjur launa­fólks og þar með einka­neysl­una en skerða tíma­bundið fjár­fest­ingar líf­eyr­is­sjóða sem hafi fáa fjár­fest­inga­kosti þar sem mark­aðir séu frjálsu falli.

Skil­yrði að verð­lag væri stöðugt á tíma­bil­inu

Skil­yrði fyrir því að stétt­ar­fé­lög væru til­búin að gefa slíkt eftir sé að verð­lag verði stöðugt á tíma­bil­inu, hækki ekki meira en sem nemur verð­bólgu­mark­mið Seðla­banka Íslands eða 2,5 pró­sent á ári. Í raun sé ekki verið að gefa eftir mót­fram­lag heldur að kaupa trygg­ingu fyrir því að launa­fólk verði ekki fyrir kaup­mátt­ar­skerð­ingu.

Ef verð­bólgan fari af stað þá verði engin breyt­ing á mót­fram­lagi í líf­eyr­is­sjóði og það greitt að fullu. Ef verð­bólga verði lág þá sé kaup­máttur tryggður með tíma­bund­inni lækkun á iðgjaldi í líf­eyr­is­sjóði. Auk þess sem færa megi fram mjög sterk rök fyrir því að lækkun á launa­kostn­aði leiði af sér minna atvinnu­leysi í þeirri kreppu sem Íslend­ingar eru á ganga í gegnum þessa dag­ana.

Sagan sýnir hvernig nið­ur­sveiflur hafa leikið launa­fólk

„Skerð­ing á líf­eyri sjóða­fé­laga líf­eyr­is­sjóða miðað við 3 mán­aða lækkun væri um 0,16 pró­sent eða um 772 krónur á mán­uði miðað við 40 ára gamlan ein­stak­ling sem er með 650.000 krónur í laun á mán­uð­i. Ef kaup­máttur myndi skerð­ast um 1 pró­sent þá væri það að kosta launa­fólk um 4.300 kr. á mán­uði miða við 650.000 kr. laun á mán­uð­i. Ef kaup­máttur myndi skerð­ast um 3 pró­sent eins og gerð­ist í nið­ur­sveifl­unni árið 2001 myndi það kosta launa­fólk um 12.900 kr. á mán­uði miðað við sömu for­send­ur,“ skrifar Ragnar Þór.

Hann veltir því fyrir sér hvort og hvenær væri hægt að ná aftur þeim kaup­mætti sem mögu­lega tap­ast í þeirri efna­hags­nið­ur­sveiflu sem við sjáum fram á. Sé litið til sög­unnar sjá­ist vel hvernig nið­ur­sveiflur hafi leikið launa­fólk.

Frá 1913 hafi verið átta nið­ur­sveifl­ur. Í öllum nema einni hafi kaup­máttur launa dreg­ist sam­an. Í sein­ustu þrem­ur: 1991 til 1992, 2001 og svo 2008 hafi kaup­máttur lækkað um -8, -3 og -15 pró­sent. Saga sein­ustu 100 ára standi því ekki með launa­fólki um þessa mund­ir.

Alltaf til­búin að koma aftur að samn­inga­borð­inu

„Að þessu sögðu ætti öllum að vera ljóst að til­gangur okkar var að verja kaup­mátt og hags­muni félags­manna okkar fyrst og síð­ast. Að fórna litlum hags­munum fyrir mikla.

Við erum alltaf til­búin að koma aftur að samn­inga­borð­inu en sættum okkur ekki við að gera ekki neitt,“ skrifar Ragnar Þór.

Kæru félag­ar. Svo því sé haldið til haga þá hafa hug­myndir okkar um svo­kall­aða líf­eyr­is­leið, sem við lögðum til, ekk­ert...

Posted by Ragnar Þór Ing­ólfs­son on Thurs­day, April 2, 2020


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent